Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 Stuttar umsagnir TÓNABÍÓi HRÓPAÐ Á KÖLSKA Þaö er eins og breskum sé fyrirmunað að gera góða, heilsteypta „action“-mynd nema að til komi stuðningur Bandaríkjamanna. Hlutirnir ^anga einfaldlega ekki upp og er HÁK, þar engin undantekning. Aðra stundina er hún hlaðin allnokkurri spennu, hina dramatískri velgju og þess á milli er hún illbærileg langloka þar sem reynt er að halda athygli áhorfenda vakandi á gamalkunnum bröndurum og uppstillingum. Til mikilla bóta hefði orðið ósleitilegri beiting skæranna. ÁNÆSTUNNI TÓNABÍÓi DOC Hvað úr hverju verður hér sýnd nokkuð roskin (‘71) satíra Frank Perrys um þá félaga sheriffann Wyatt Karph og Doc Holiday. Þeir hafa verið títt myndaðir á undanförnum áratug- um og söguleg samskipti þessara garpa urðu m.a. kveikjan að einum klassisk- um vestra, THE GUNFIGHT AT O.K. CORALL. Þá fóru þeir Burt Lancaster og Kirk Douglas með aðalhlutverkin en að þessu sinni eru þau í höndum Stacey Keach og Faye Dunaway. ~ 1 Búningar eru aftur á móti ósköp hversdagslegir og það virðist orðin hefð hjá klæðahönnuðum þessara mynda að íklæða kvenper- sónur þeirra í forngríska og rómverska búninga, hvern- ig í ósköpunum svo sem stendur á því. Ofangreind atriði eru þau -veigamestu í þessari gerð mynda — og þau hafa tekist prýðilega og er skemmtanagildi F.L. því vel yfir meðallagi — auk sögu- þráðarins. Hér er hann fulleinfaldur og nokkuð gloppóttur hvað smáatriði varðar. Þau eru oft af- greidd á ódýran máta svo að myndina skortir fyllri heildarsvip. Leikurinn er látlaus, utan hvað Peter Ustinov stelur þeim atriðum sem hann birtist í með gamal- kunnum töktum, nú og ekki óprýðir myndina kyntáknið sjálft, Farrah Fawc- ett-Majors. Síðasta síðan — að sinni Forvitnileg framtíðarspá GAMLA BÍÓi FLÓTTl LOGANS („Logan’s Run“) Leikstjórn. Michael Ander- son. Ilandriti David Zelag Goodman, byggt á sam- neíndri sögu William F. Nolan. Myndataka. Ernest Laszlo. Tónlist. Jerry Gold- smith. Bandarísk frá MGM. 1976. Sýningart. 118 mín. Myndin á að gerast á 23. öldinni. Þrátt fyrir styrj- aldir og mengun undanfar- inna alda er a.m.k. á einum stað að finna samfélag sem lifir í vistfræðilegu samfé- lagi. Fólkið hefur búið um sig í yfirbyggðri borg þar sem séð er fyrir öllum þörfum þess með aðstoð háþróaðrar tækni. Til að hindra offjölgun er mann- fjöldanum haldið í skefjum með því að nýr einstakling- ur kemur aðeins í stað annars er kveður. Og eng- inn fær að verða eldri en 30 ára. Þá eru þeir færðir á fórnarhátíð, þar sem þeim er tjáð að þeir endurfæðist. Flestir trúa þessu, en það skeður þó oft að menn ætla að forðast þessi óljósu örlög sín og flýja úr sæluríkínu. Öryggisvörðurinn Logan (Michael York) er fenginn til að kanna hvert flótta- fólkið heldur og kemst hann við illan leik útúr borginni með aðstoð vin- konu sinnar. Það sem að bíður þeirra utan þeirrar gerviveraldar sem þau þekkja er óvænt og er þau halda til baka er byltingin óumflýjanleg. FLÓTTl LOGANS flokk- ast undir þá gerð „vís- inda-skáldsögu-mynda“ sem tekur sig ekki alvar- lega, heldur er hér tekin til grundvallar dulítið for- vitnileg tilgáta um framtíð mannsins á komandi öld- um. Ekkert til sparað svo að heildin megi verða hin ágætasta afþreying. M.a. byggt bráðvelgert líkan af framtíðarborg og er það umhverfi skeytt hnökralítið saman við leiknar senur. Ævintýrið situr í fyrirrúmi. Ábúðarmikill hoðskapur í lágmarki. Að öllum líkindum verð- ur F.L. einmitt hvað eftir- minnilegust fyrir þessar sakir, því að vinsældir hennar ruddu braut tveim- ur af vinsælustu myndum allra tíma, STAR WARS og CLOSE ENCOUNTERS... Og nú er heil flóðbylgja þessarar myndgerðar í upp- siglingu. F.L. var á sínum tíma ærið kostnaðarsöm og virð- ast þeir peningar vel nýttir. Sviðsmyndirnar og líkönin eru yfir höfuð einkar vel gerð og sama máli gegnir Fastir liðir STJÖRNUBÍÓi FLÓTTINN ÚR FANGELSINU Fífldjarfur -flótti Banda- ríkjamanns úr mexikönsku fangelsi fyrir fáeinum ár- um síðan er sjálfsagt enn mörgum í minni. Þessi reyfarakenndi atburður varð fljótlega álitinn hinn heppilegasti efniviður í kvikmynd til handa harð- jaxli kvikmyndanna, nr. 1., Charles Bronson. Og í stuttu máli er þetta dæmi- gerð Bronson-mynd þeir sem einhvern tímann hafa séð hann á filmu, vita hvað átt er við. Því verður ekki neitað að þrátt fyrir að þessar mynd- ir séu hverri annarri líkar, um „special-effektin", enda unnin af galdrakarlinum hjá Fox, L.B. Abbott, sem á mýmargar myndir að baki, þ.á m. PLANET OF THE APES-myndaflokkinn. Þar sem að undirritaður er á förum í langþráð sumarfrí, þá birtist næsta Kvikmyndasíða ekki fyrr en í næsta mánuði S.V. Gamli jaxl- inn Bronson lætur ekki að sér hæðast þrátt fyrir að hann geti tæpast talist neitt unglamb lengur. Úr FLOTTINN ÚR FANGELS- INU í Stjörnubíó. Kyntáknið Farrah Fawcett-Majors prýðir vísindaskáldsögumyndina FLÓTTI LOGANS í Gamla Bíó. eins og venjulega þá eru þær næstum undan- tekningarlaust ágætar til afþreyingar. Aðalsmerki þeirra er hröð atburðarás og fagmannlegur ytri búnaður. En fyrst og fremst er það hið kunna karlmennsku — (macho-) atgervi og harðsoðni per- sónuleiki Bronsons sem er grundvöllur myndanna. Flóttinn úr fangelsinu er engin undantekning, „gamli" maðurinn er bragð- mesta kryddið í þessari rútínu-lagköku. Góður leik- ari, Robert Duvall, fær hér lítið að gert í litlausu hlutverki, og Jill Ireland gengi örugglega um at- vinnulaus, ef svo (ó-) heppi- lega vildi ekki til að karlinn hennar heitir Charles Bronson. Ef þú hefur aldrei áður séð John Huston á hvíta tjaldinu, gæti hann hrifið þig. Karlanginn hag- ar sér nefnilega ætíð ná- kvæmlega eins. Eini munurinn á honum hér í Biblíumyndinni THE BIBLE . . . IN THE BEGINNING, þar sem hann lék Nóa, er klæða- burðurinn. Það er algjör tímasóun hjá þessum af- burða leikstjóra þegar hann er að dandalast fyrir framan myndavélina. Eins og fyrr er getið er allur ytri búnaður myndar- innar gerður af stakri kunnáttusemi og tónlist Goldsmiths er kostur, að venju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.