Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 Sjávarútvegsráðherra um frystihúsin: „Athuga þarf hve mikill rekstur er skynsamlegur „ÞAÐ er stanzlaust unnið að því að ýta við því að þau frystihús, sem stiiðvuðust. fari aftur í t;anK, eitt ok eitt í einu með aðstoð millj, Flugleiðir greiða 20 kr. í aukaskatt FLUGLEIÐIR yerða ekki fyrir harðinu á eignaskattsaukan- um samkv. hráðahirKðalögum ríkisstjórnarinnar en hins vegar verður félasið að greiða um 20 milljónir til viðbótar vegna tekjuskattsaukans sam- kva^mt sömu lögum, að því er Sijjurður Ilelgason, forstjóri Fluxleiða, tjáði Mbl. í gær. Hann sagði að vegna þess hversu hlutafé félagsins væri hátt eða 2,0 milljarðar kr. ka>mi eignaskattsaukinn ekki að neinu marki við félagið. Ilins vegar sagði Sigurður. að hann teldi algjörlega siðlaust að leggja á nýjar álögur með þessum hætti, að láta þær virka aftur fyrir sig. Forsvarsmenn Eimskipa- félags íslands höfðu ekki slegið á það nákvæmlega hversu skattar félagsins hækkuðu vegna þessara ráðstafana og vildi því ekki tjá sig um það að svo stöddu. Ekki ákveð- ið hver að- stoðarráð- herrann verður MAGNÚS II. Magnússon heil- hrigðis- og tryggingarmála- ráðherra og félagsmálaráð- herra staðfesti í samtali við Morgunhlaðið í gær, að hann hefði hug á að ráða sér aðstoðarráðherra eða að- stoðarmann ráðherra eins og embættið er skilgreint. Magnús kvaðst ekki hafa ráðgert að aðstoðarmaðurinn yrði við annað ráðuneytið fremur cn hitt, heldur myndi hann aðstoða hann við þau mál, sem upp kynnu að koma. Magnús sagði að komið hefði til tals að aðstoðarmaður sinn yrði Georg Tryggvason, sem var bæjarlögmaður í Vest- mannaeyjum, en hann kvað ekki endanlega frá því gengið að Georg tæki við starfinu. bankanna í formi lánafyrir- groiðslu." sagði Kjartan Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra í sam- tali við Mhl. í gær. „En það cru erfið atriði í þessu, til dæmis þarf að athuga vel hvað mikill rekstur er skynsamlegur." Varðandi vanda frystihúsanna almennt sagði sjávarútvegsráðherrai „Nú þegar viðmiðunarverðið hefur verið ákveðið verður í framhaldi af því farið í afurðalánamálin. Þetta er samfellt starf sem hlýtur að taka sinn tíma." Fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu Reykjavíkur á fundi með fréttamiinnum í gær. Frá vinstri: Björgvin Guðmundsson. Sigurjón Pétursson og Kristján Benediktsson. Ljósm. Kristján. Fjárhagsstaða Reykjavíkur: Brúa þarf allt ad 2000 m. kr. bil — segir meirihlutinn Vandinn tekinn vettlingatökum segir Birgir Isl. Gunnarsson Á FUNDI borgarráðs í gær var lögð fram og útskýrð úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborg- ar 1.1—30.6 '78 en hana hefur gert Ólafur Nilsson löggiltur endurskoðandi og útskýrði hann greinargerð sína á fundinum. cn á fundi borgarráðs 4. júlí var ákveðið að úttekt þessi skyldi fara fram. í greinargerð Ólafs Nilssonar segir m.a.. að ljóst sé að greiðslustaða borgarsjóðs verði mjög erfið m.a. vegna almennra verðbreytinga á árinu og lakari afkomu fyrirtækja borgarsjóðs en reiknað hafði verið með. Borgarráðsfulltrúarnir Sigurjón Pétursson, Björgvin Guðmundsson og Kristján Benediktsson gerðu grein fyrir úttekt Ólafs Nilssonar á fundi með fréttamönnum og sögðu þeir að hún staðfesti þá greiðsluerfiðleika sem Reykjavík,- urborg ætti nú við að etja. „Nauðsynlegt er að brúa þá fjárvöntun að upphæð um kr. 2000 millj. kr. sem nú blasir við eftir viðskilnað fyrrverandi borgar- stjórnarmeirihluta. Vegna fyrri fjárskuldbindinga er ljóst, að útgjöld munu fara verulega fram úr áæt.lun. Með ítrasta aðhaldi og sparnaði í rekstri borgarinnar og fyrirtækja hennar verður þó stefnt að því að bæta fjárhagsstöðu borgarsjóðs eftir því sem tök eru á,“ segir í greinargerð þeirra. Borgarráðsfulltrúarnir sögðu að niðurstöður þessar kæmu þeim ekki á óvart og hefðu strax í júlí verið gripið til ráðstafana svo sem frestunar framkvæmda og öflunar lánsfjár til að hægt væri að standa við skuldbindingar fyrrverandi meirihluta. Þá sögðu þeir að greiðsluáætlun lægi nú fyrir og væri reiknað með að yfirdráttur á hlaupareikningi í Landsbanka íslands og önnur fjármagnsútveg- un þyrfti að vera frá 917 m. kr. til 1.402 m. kr. í lok hvers mánaðar til áramóta, þrátt fyrir að þegar hefði verið tekið 500 m. kr. lán. Mbl. hafði samband við Birgi ísl. Gunnarsson sem einnig á sæti í borgarráði og hafði hann þetta að segja um greinargerðina: „Þegar litið er á fjárhagsstöð- una í heild skv. greinargerð Ólafs Nilssonar var hún góð á miðju ári og fór batnandi fyrri hluta ársins. Það sést af því að hrein eign jókst úr 65,9 milljörðum kr. í 67,9 milljarða. Þá er í greinargerðinni gerð úttekt á því hvað miklu hefur verið eytt á miðju ári af þeim fjárveitingum sem fjárhagsáætl- unin ætlar til einstakra rekstrar- og framleiðsluþátta. Sú úttekt sýnir að staðið hefur verið við fjárhagsáætlunina í öllum megin- atriðum. Þá sýnir greinargerðin að Birgir ísl. Gunnarsson. veltufjárstaðan er góð, hlutfall milli veltufjármagns og skamm- tímaskulda er 2,43 en almennt er hlutfallið 2 talið gott í rekstri venjulegra fyrirtækja. Greinar- gerðin sýnir og að greiðslustaða borgarsjóðs er erfið síðari hluta ársins eins og ávallt undanfarin ár. Ástæðan er vaxandi veyðbólga og sú staðreynd að æ meira fé binzt í auknum eftirstöðum skatta vegna versnandi innheimtu svo og auknum inneignum hjá ríkissjóði vegna sameiginlegra framkvæmda og reksturs. Sem dæmi má nefna að rekstrarhalli Borgarspítalans, er á að greiðast af daggjöldum, var 30. júní 406 m. kr. Þrátt fyrir þetta er greiðslustaðan ekki hlutfalls- lega verri nú en t.d. á síðasta ári ef miðað er við aukna veltu borgarsjóðs. Eg hefi áður gert grein fyrir því að við endurskoðun fjárhagsáætlunarinnar í júní var þessi vandi tekinn vettlingatökum af hinum nýja meirihluta og því kann að fara verr en þurft hefði að vera þegar líður á árið.“ Loðnukílóið hækkar um 1 kr.: Verksmidjueigendur hóta að hætta í Verðlagsráði ÞEGAR nýtt loðnuverð var ákveðið á fundi Yfirnefnd- ar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær, létu full- trúar kaupenda bóka eftir sér, að oddamaður hefði nú öðru sinni á þessu sumri gengið að ítrustu kröfum útgerðarmanna og sjó- manna um verð á loðnu. Verðákvörðunin skapaði sjómönnum tekjur langt umfram aðrar viðmiðunar- stéttir, og veiðiskipunum stóran hagnað, en að af- komu verksmiðjanna væri mjög þrengt. Telja full- trúar kaupenda ástæðu* laust fyrir verksmiðjurnar að eiga fulltrúa í Verðlags- Ýnús aflbrotamál rædd á fundi ríkissaksóknara NÝLEGA er lokið í Reykjavík fundi rikissaksóknara á Norður- löndum. Slíkir fundir hafa verið haldnir árlega um nokkurt skeið. og eru þar tekin til meðferðar margvísleg málefni. sem ákæru- valdið varðar. svo sem þróun afbrota. ýmis vandamál í fram- kvæmd laga og æskilegar breyt- ingar á löggjöf. Að þessu sinni voru fjögur málefni rædd á fundinumi Tíðni afhrota og þróun þeirra á síðasta ári og árum, minniháttar afbrot útlendinga og meðferð þeirra, tryggingasvik í nútím iþjóðfélagi og meðferð af- brota, sem framin eru af mann- fjölda og hópum manna. Slíkur fundur hefur einu sinni verið haldinn hér á landi, árið 1971. Sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari það valda vand- kvæðum á fundunum, hve stað- reyndasöfnun í slíkum málum hér á landi væri öfullkomin og því erfitt að leggja fram sambærileg gögn á Islandi og á Norðurlöndun- um. Næsti fundur ríkissaksóknara verður haidinn í Finnlandi. Ljósm. Mbl. RAX. Ríkissaksóknarar Norðurlanda, talið f.v.i Magnus Sjöberg, Svíþjóð, Risto Leskinen, Finnlandi, Þórður Björnsson, Lauritz Dorenfeldt, Noregi. og Pcr Lindcgaar, Danmörku. ráði, eí slík málsmeðferð endurtekur sig, þær geti allt að einu gefið útgerðar- mönnum og sjómönnum sjálfdæmi um verð á bræðslufiski. Loðnuverðið, sem ákveðið var í gær, er kr. 16.50 á kíló, en var áður 15.50 og breytist verðið um 95 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breyt- ist og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%, og sömu reglur gilda um þurrefnismagn. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Kristján Ragnarsson formann L.Í.Ú og spurði hvað hann vildi segja um bókun kaup- enda. „Þrátt fyrir það, að verðlækkun hefur orðið á mjöli frá því að verðákvörðun var tekin síðast, úr 6.60 dollurum í 6.10—6.20, og á lýsi úr 460 dollurum í 435 dollara á tonn, þá er hægt að hækka loðnuverðið um 1 kr. og bæta rekstrarstöðu verksmiðjanna frá því í sumar. Þetta er vegna þess, að gengisbreytingin kemur þarna til góða, því greiðslur voru ekki úr verðjöfnunarsjóðnum á loðnuaf- urðir fyrir gengisbreytinguna. Þess vegna kemur mér þessi yfirlýsing verksmiðjueigenda mjög á óvart,“ sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.