Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 13 VLADIMIR KLEBANOFF Aldurt 42 ár. Hjúskaparstétti Kvæntur — á tvö börn. Starfsstétti Námavarkamaður. Staðai Fangi, vistmaður í geðsjúkrahúsum og atvinnuleysingi sl. 20 ár. Núverandi dvalarstaðun Fangelsi í Donetsk. Framtíðarhorfuri Réttarhöld og fangelsisdómur. síðastliðin fimm ár hafði stundað það að fara í hungurverkföll. Útlit hans var hörmulegt. Hann leit út eins og beinagrind. Svona fólk sér maður aðeins í kvikmyndum, sem teknar voru í útrýmingarbúðum nasista." Eftir tuttugu daga í einangrun- inni var Klebanoff handjárnaður og fæðu neytt ofan í hann með slöngu, en þessar aðfarir ollu honum varanlegum meiðslum í nefi. Að lokum gafst hann upp á hungurverkfallinu „fyrst enginn vissi af því“. 18. febrúar var Klebanoff flutt- ur í Dnjepropetrovsk-sjúkrahús MVD, sem þekkt var fyrir það að þaðan væri enginn útskrifaður nema sem liðið lík. „Fylgdar- maðurinn skiiaði mér af sér til aðalgæzlumannsins, sem hét Bonderenko. Þegar ég hafði komið úr einangrunarklefanum hafði mér ekki tekizt að finna dótið mitt. Nú var Bondarenko kominn í peysuna mína. Annar vörður var í skyrtunni minni, og þeir voru að rífast um inniskóna mína. Bondar- enko sagði mér að ég þyrfti ekkert á þessu að halda því að ég kæmist þaðan ekki lifandi". „Geðlæknar gengdu einkum því hlutverki að koma því inn í hausinn á mér hvað væri „þjóð- félagslega hættulegt". í mörg ár, en einkum á árinu 1960, hafði ég beitt mér fyrir sameiginlegum kvörtunum og safnaði undirskrift- um verkamanna. Ég fór með þessi erindi í ýmsar stjórnar- og flokks- stofnanir. Sem verkalýðsleiðtogi hafði ég í frammi gagnrýni á stjórnina. í sjúkrahúsinu hóf ég kröfugerð um örorkumat og bætur til konu minnar. Dómsforseti í Makeyevka tjáði konu minni að bætur gæti hún fengið með því skilyrði að hún lýsti eiginmann sinn geðveikan. „Ef ekki, þá verður ekki um annað en hungur og fullkomna örbirgð." Konan neitaði. Klebanoff var fluttur ,úr fangelsi í geðsjúkrahús og síðan aftur í fangelsi. Tengslin við fjölskylduna voru rofin og hún áleit hann látinn. 7. júní 1973 úrskurðaði hæsti- réttur Úkraínu loks að Klebanoff skyldi sleppt og að hann ætti rétt á bótum frá námunni. Þremur mánuðum síðar svipti undirréttur hann borgaralegum réttindum og lýsti hann „ekki ábyrgan gerða sinna“. Stóð nú í stappi fram í apríl 1974, en þá var þessi úrskurður ógiltur, og því næst tók sex mánuði að sjá til þess að Klebanoff væri ekki látinn sæta meðferð í samræmi við hinn ógilta úrskurð. Meðan á öllu þessu gekk þrjózkaðist stjórn námunnar við að greiða Klebanoff miskabætur eða taka hann aftur í vinnu. Afsakanirnar voru ein samfelld þversögn. Ef Klebanoff vildi fá að vinna var honum sagt að það væri ekki hægt af því að hann væri geðveikur, en ef hann vildi fá greiddar bætur var því borið við að heilbrigt fólk fengi að sjálfsögðu engar bætur. A árinu 1977 kom Klebanoff til Moskvu, enn þeirra erinda að leita réttar síns varðandi vinnu og bætur. Þar stofnaði hann svonefnt „Samband frjálsra stéttarfélaga verkamanna ■ í Sovétríkjunum". Hann heldur sögu sinni áfram: „Hinn 10. febrúar tóku útsend- arar KGB mig höndum og sökuðu mig úm sprengjutilræði í neðan- jarðarjárnbrautinni í Moskvu." Næstu tvo mánuði var honum haldið nauðugum í geðsjúkrahús- um í Mosvku og í Donetsk. Ráðist var inn í íbúð hans ogþar var rænt 2.100 rúblum, sem hann hafði fengið í bætur vegna nauðungar- vistarinnar í Dnjepropetr- ovsk-sjúkrahúsinu. 19. desember 1977 var hann enn handtekinn, að þessu sinni ásamt nokkrum félög- um sínum og samstarfsmönnum í hinum frjálsu verkalýðssamtök- um, sem áður er getið, og hafði viðkomu í geðsjúkrahúsunum í Moskvu og Donetsk. Verkalýðs- samtökin fengu því framgengt með bænarskjali að honum var sleppt í janúar 1978. 27. janúar átti enn einu sinni að handtaka hann án handtökuskipunar, en það mistókst. Félögum hans tókst að koma í veg fyrir handtökuna og nutu til þess aðstoðar vegfarenda, en ellefu dögum síðar lét lögreglan til skarar skríða. Klebanoff var handtekinn og hafður í haldi í Moskvu um tíma, en síðan var hann fluttur í geðsjúkrahúsið í Donetsk þar sem hann var hafður í algjörri einangrun. í maí var Klebanoff svo fluttur í fangelsi þar sem hann hefur verið síðan, en sú ráðstöfun bendir eindregið til þess að hann sæti bráðlega opin- berri ákæru. Aðeins fimm með loðnu LlTIL loðnuveiði var í fyrrinótt á miðunum um 120 mílur vestur af Jan Mayen og eftir hádegi í gær höfðu aðeins fimm skip tilkynnt um afla frá því í fyrrakvöld. Voru þessi fimm skip á leið til Siglu- fjarðar og Raufarhafnar með aflann, en þau eru þessi: Harpa RE 580 lestir, Freyja RE 380, Gunnar Jónsson VE 330, Húnaröst ÁR 480 og Seley SU 350 lestir. Námskeið í svæða- meðferð NÁMSKEIÐ í svæðameðlerð hefj- ast á vegum Rannsóknastofnunar vitundarinnar um næstu helgi. Harald Thiis, forstöðumaður Naturopatisk Institutt í Þránd- heimi kennir á framhaldsnám skeiði í svæðameðferð á fótum og hefst það laugardaginn 16. sept- ember. Thiis leiðbeinir einnig á sérstöku námskeiði, svæðameð- ferð 111, þar sem nálarstungu- punktar víðsvegar um líkamann og samband þeirra er kannað. Upphafsnámskeiðið í svæða- meðferð verður svo haldið um aðra helgi, 22.-24. september, undir handleiðslu Geirs Vilhjálmssonar. ^feladdÍntfUalnr Við vekjum athygli fólks á því aö Halli Laddi skemmta á Laugardalsvelli í dag kl. 17.00 áður en Valsmenn mæta austur-þýzka liðinu Magdeburg. Þar munu bræöurnir taka nokkur lög af hinni bráðskemmtilegu hljómplötu HLUNKUR ER ÞETTA. Hver þekkir ekki „knattspyrnulögin“ — Tvær úr Tungunum, Gibba Gibb, og öll hin sem slegiö hafa í gegn? ÁFRAM HALLI — ÁFRAM LADDI — ÁFRAM VALUR. Hlunkurinn fæst nú í öllum hljómplötuverslunum. HLJOMPLÖTUUTGAFAN sími 11508. tSd E? tyk*. 83 iAiiÉkJL.Ini m.m&m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.