Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 • Valsmenn fagna íslandsmeistaratitlinum að loknum leiknum á sunnudaginn um leið og þeir þakka stuðningsmönnum sínum. um skemmtilega nýjung aö ræða þessi tilraun gæti orðið vísir að og vonandi viðrar vel til að þessir einhverju meira. útihljómleikar megi takast sem Þess skal getið að leiknum í ^ bezt. Hljómsveitir hafa lengi alið kvöld verður hvorki útvarpað né I I I Bk I I ^ K I með sér þann draum að halda slíka sjónvarpað. I I^M l^^l I hljómleika í Laugardainum og VALUR í EVRÓPU- VALSMENN eiga varla möguleika á að komast í aðra umferð Evrópukeppninnar í knattspyrnu í ár. Hins vegar eiga þeir talsverða möguleika á að ná góðum úrslitum í leiknum við Magdeburg á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 18.15. í huga leikmanna Vals er örugglega ekkert rikara en að halda sínum góða árangri á heimavelli við lýði. I sex Evrópuleikjum í Reykjavík hafa Valsmenn aðeins tapað einum leik, gegn Celtic og þeirra gamla félaga Jóhannesi Eðvaldssyni fyrir þrcmur árum. Valsmenn tóku fyrst þátt í Evrópukeppni árið 1966 og gerðu þá 1:1 jafntefli á móti Standard Liege í Laugardal, en töpuðu 1:8 ytra. 1967 varð Valur fyrst ís- lenzkra liða til að komast í 2. umferð í Evrópukeppni. Leikið var gegn Jeunesse d‘Esch og Valur komst áfram á hagstæðari marka- tölu. 1968 heimsótti Benfica ís- land, en liðið var þá á hátindi frægðar sinnar. Ekkert mark var skorað í leik liðanna í Laugardal og þótti það frábær árangur. Ytra tapaði Valur 0:8. Áhorfendur að leiknum í Reykjavík voru rúmlega 18 þúsund og eru það, fleiri áhorfendur en hafa séð nokkurn annan kanttspyrnuleik á Islandi. Valur hefur alls leikið 16 Evrópuleiki frá 1966. Markatala liðsins úr þessum leikjum er 9:53. Aðeins einn þessara leikja hefur unnizt, 1:0 á móti Glentoran í Reykjavík 1977. 5 leikjanna hafa endað með jafntefli og hinir 10 hafa tapast. Frægastir leikmanna Magdburg eru þeir Streich, Hoffmann Sparwasser og Pommerenke, en allir leikmenn a-þýzka liðsins hafa leikið með einhverju landsliðs þjóðar sinnar. Sex leikmanna liðsins hafa ýmist hlotið brons- verðlaun á Ólympíuleikunum 1972 eða gullverðlaun á ÓL í Montreal 1976. FC Magdeburg hefur leikið 46 leiki í Evrópumótunum og hefur aðeins eitt a-þýzkt lið, Karl Zeiss Jena, leikið fleiri Evrópuleiki, eða 54. Af leikjunum 46 hefur Magde- burg unnið 21 leik, 11 hafa endað með jafntefli og 14 tapast. Marka- tala liðsins er 79:48. Til að hressa upp á mannskap- inn og koma öllum í létt skap áður en leikurinn hefst skemmta Halli, Laddi og hljómsveitin Brimkló áhorfendum í rúma klukkustund á Laugardalnum í kvöld. Er þarna Teiti hrósað ÖSTER frá Vexjö, lið Teits Þórðarsonar hefur verið mikið í sviðsljósinu í Svíþjóð í sumar og ekki að ástæðulausu, liðið hefur haft forystu í landi þar allt frá upphafi keppnistímabilsins þrátt fyrir að enginn hafði reiknað með neinu sérstöku af þeirra hálfu að þessu sinni. Þjálfari Öster er Lars „Laban" Arneson, 42 ára og hann var fyrir skömmu valinn þjálfari mánaðar- ins í Svíþjóð. í viðtali við sænskt dagblað var Laban spurður þeirrar sígildu spurningar, hvað lægi á bak við velgengni Öster í sumar og hann svaraði. — Auk góðs úthalds og snerpu, er það íslendingurinn Teitur Þórðarson. Hann var með hnéð í gifsi, er hann kom til Öster frá Jönköping og var auk þess fullur efasemda um að hann gæti leikið meira, en hann var svo metnaðargjarn að hann sigraðist á öllum erfiðleikunum og það endur- speglar liðsandann hjá Öster.— — gg- Hef misst minn besta vin sagði Andretti ÉG HEF misst minn nánasta og besta vin. Dagur sem hefði getað orðið hamingjudagur í lífi mínu, varð að sorgardegi, sagði nýbakaður heimsmeistari í kappakstri Mario Andretti, eftir að ítalska Grand Pri kappakstrinum lauk á sunnudag. Það hafa aldrei komið upp nein vandamál hjá okkur í Lotus-hópnum og Petersson sem var stórkostlegur keppinautur á kappakstursbrautinni var ekki síður stórkostlegur utan hennar. Við vorum orðnir nánir vinir og ég kunni svo sannarlega að meta hæfileika hans, sagði Andretti. Mario Andretti hefur þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að tvær keppnir séu enn eftir á árinu. Sá eini sem átti möguleika að ná honum að stigum var Ronnie Petersson. • LIÐ MAGDEBURGARi Aftari röð frá vinstrii Stöcker, Dobbelin, Sparwasser, Hoffmann, Raugust, Zapf, Seguin, Mewes, Stahmann. Kohde, Urbanzyk þjálfari. Fremri röði Sandrock, Döbbel, Griining, Steinbach, Dorendorf, Heyne. Streich, Tylt, Decker, Pommerenke. Einn eyrir á hvern metra FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD Breiðabliks vinnur þessa dag- ana að undirbúningi mikiis styrktarhlaups fyrir starfsemi deildarinnar. Ekki er endan- lega ákveðið hvernig, hvar og hvenær hlaup þetta verður, en það skýrist væntanlega á næst- unni. Meðal hugmynda, sem fram hafa komið, er að samla saman 20 manna sveit úr Breiðabiiki, strákum og steip- um á öllum aldri, og fá þessa sveit til að hlaupa svokallað maraþonboðhlaup. Myndi þá hver keppandi hlaupa eins lengi og hann gæti. Styrkir stuðningsmanna deildarinnar yrðu þá í því fólgnir að fyrir hvern metra kæmi einn eyrir. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um hvar hlaupið yrði, t.d. innan Kópavogs, frá Blönduósi í bæinn og ýmsir ganga með það í maganum að hlaupa hringveginn. Síðastnefnda hug- myndin yrði þó ekki fram- kvæmanleg nema með þátttöku héraðssam bandanna úti á landi og þá varla á þessu hausti. - áij. ÍS á móti Barcelona ÍÞRÓTTAFÉLAGI stúdenta barst í gær tilkynning um að þeir hefðu dregist á móti spænska liðinu FC Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik. Jafnframt kom fram í skeytinu að liðið situr hjá í fyrstu umferð og fer því í áttaliða úrslit. Steinn Sveinsson sagði í viðtali við Mbl. að fyrri leikur- inn ætti að fara fram f Barce- lona, reynt yrði að semja um að leika fyrri leikinn hér á landi. FC Barcelona er eitt af sterkustu körfuknattleikslið- um í Evrópu og hefur tv<> sterka bandariska leikmenn innan sinna véhanda. Er þetta í fyrsta skipti sem lið ÍS tekur þátt í Evrópu- keppni í körfuknattleik. ís- landsmeistarar KR munu ekki taka þátt í Evrópumeistara- keppninni í ár vegna þess hve mikill kostnaður er því sam- fara. þr. Gotl hlaup hjá Stefáni STEFÁN Hallgrímsson UÍA sýndi um helgina að ennþá lifir í gömlum glæðum, því hann náði þá mjög góðum árangri í 400 metra grindahlaupi á frjálsíþróttamóti í Luxemburg á sunnudag. Hljóp Stefán á 52,5 sekúndum og varð skammt á eftir Hollend- ingnum Schulting sem varð fjórði á Evrópu- meistaramótinu í Prag á dögunum. íslandsmetið er 51.8 sek. sett 1975 og á Stefán það. Jón Diðriksson hjó ná- lægt íslandsmetinu f enskri mflu á sama móti, varð sjötti á 4>07,4 sekúndum. Met Svavars Markússonar er 4«07,1 mfnúta, og sjálfur á Jón 4«07,2. Vilmundur Vilhjálmsson hafði í mörgu að snúast á mót- inu í Luxemborg. Hann varð sjötti í 100 m á 10,5 sekúndum, þriðji í B- hlaupi f 200 m á 21,6 sekúndum, en í millitfð- inni hljóp hann 400 m á 48.2 sekúndum. Meðvind- ur var aðeins of mikill í 200 m hlaupinu. Sá kunni kappi James Quarry frá Jamaika sigraði f 100 á 10.2 sek. Á laugardaginn kepptu þeir Jón og Vilmundur í Sittard í Hollandi. Jón varð sjötti í 800 m hlaupi á 1.51,6 sekúndum og Vilmundur varð annar í 100 m hlaupi sem hann hljóp á 10,92 sek. — ágás. Todd frá Derby og James frá QPR? WELSKI landsliðsmaðurinn Leighton James var á lauKar daginn seldur frá QPR til Burnley fyrir 165 þúsund pund. James hafði ekki komist í lið hjá QPR í haust ok farið fram á sölu. Kappinn var seldur frá Burnley til Derby fyrir þremur árum og síðar til QPR. Burnley leikur í 2. deild (>K búist er við að liðið sclji á næstu döKum N-írann Terry Cochrane. sem mörs félöK hafa verið á eftir. Búist er við að hann fari til West Bromwich oif taki þar við hlutverki WiIIie Johnstones. Derby County tilkynnti í gær að Colin Todd væri kominn á sölulista hjá félaicinu. Er búist við að þessi fyrrum enski landsliðsmaður fari annað hvort til Everton eða Sout- hampton fyrir 300 þúsund pund. Ba'ði lið hafa hoðið þessa upphæð í kappann, en honum verði látið eftir að veija sitt nýja félas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.