Morgunblaðið - 15.09.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.09.1978, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 209. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 32 fórust á Filippseyjum Manilla Filippseyjum, 14. sept. AP. AÐ MINNSTA kosti 32 létu lífið í dag á Filippseyj- um, þegar filippínsk her- flugvél í flugi fyrir Marcos forseta hrapaði til jarðar og þeyttist gegnum hús- kofa í fátækrabænum Luis Marquez í úthverfi Manilla og hafnaði síðan í tjörn. Hvorki forsetinn né Imelda eiginkona hans voru um borð í vélinni, sem var að freista þess að lenda. Mikið þrumuveður var. Með vél- inni voru ýmsir öryggis- verðir forsetahjónanna og blaðamenn sem voru á leið til Manilla frá N-Filipps- eyjum, hvar forsetinn hafði haldið hátíðlegan 61. afmælisdag sinn fyrr í vikunni. Aðstoðaryfirmaður flughers Filippseyja sagði að sautján lík hefðu náðst úr flugvélarflakinu og fimmtán lík hefðu fundizt í rústum húskofa þeirra sem vélin þreyttist inn um og nánast skarst í sundur. Enn er ekki ljóst hversu margir hafa látið lífið um borð í vélinni, en vitað er að sex manns sluppu lifandi, þar af er m.a. hálfbróðir forsetafrúarinnar. Vélin var af gerðinni Fokker F-27. Brak og eldsneyti úr vélinni dreifðist vfir stórt svæði og það eina sem var að kalla óskemmt var stélið með forsetamerkinu á. Um þrjátíu manns sem bjuggu á svæðinu þar sem vélin skall niður voru fluttir meira og minna skaddaðir í sjúkrahús. Simamynd AP Myndin sýnir björgunarmenn við flak filippínsku flugvélarinnar sem fórst skammt frá Manilla í gær. Ósamhljóða fregnir af fundinum í Camp David Annar bólusóttar- sjúklingur BirminKham 14. aept. Reuter. ALDURHNIGIN móðir konunn- ar sem lézt úr bólusótt f Birmingham á dögunum, hefur nú einnig tekið veikina að því er sagt var frá í kvöld. Móðirin Hilda Witcomb, er ekki sögð í lífshættu. Dóttir hennar Janet var fyrsta manneskja sem deyr úr bólusótt s.l. ellefu mánuði. Eiginmaður Hildu Witcomb lézt úr hjartaáfalli er honum bárust fregnirnar af fráfalli dóttur sinnar. Thormont, Maryland, 14. sept. Reuter. AP. FRÉTTIR af fundum þeirra Carters, Sadats og Begins í Camp David voru í kvöld mjög ósam- hljóða. Fyrr í dag hafði sú fregn komizt á kreik að Begin hefði lýst sig fúsan til að láta Vesturbakk- ann af hendi, en það var síðan snarlega og afdráttarlaust borið til baka. Þá hafði einnig verið talið fyrr í dag að fundunum væri í þann veginn að ljúka og mjög hefði nú rofað til. en f kvöld sagði síðan Jody Powell, talsmaður Hvíta hússins, að alls ekki væri víst að unnt yrði að reka enda- hnútinn á fundina áður en Sabbatinn hefst um sólsetur á morgun. Hann sagði við frétta- menn að enn væri utan seilingar rammi að varanlegum friði. Talið Mlvíst að Al- unni sé höfuðpaur- inn í Moro-málinu Mflanó, 14. sept. AP LJÓST er af fréttum, að hand- taka ítölsku lögreglunnar á Corrado Alunni í úthverfi Mflanó í gær telst meiriháttar sigur í baráttunni við samtökin Rauðu herdeildina. Talið er nokkurn veginn öruggt, að Alunni sé einn höfuðpauranna í ráninu og morðinu á Aldo Moro, fyrrv. forsætisráðherra, og hafi hann ekki komið þar við sögu persónulega, er gengið út frá því sem gefnu að hann hafi verið upphafsmaður og aðalskipu- leggjandi að því svo og fleiri morðum og ránum. Hans hefur verið leitað síðan 1976 og er hann grunaður um aðild að minnsta kosti tólf morðum. Alunni hefur neitað að svara spurningum og hefur lýst sig póiitfskan fanga og baráttu- mann kommúnista, segir f AP-frétt. Lögreglan mun um hríð hafa haft pata af ferðum Alunnis, en hann er hins vegar eins og fleiri Rauðu herdeildarmenn mjög snjall að dulbúast og þegar hann var handtekinn var hann harla ólíkur í útliti þeim myndum sem lögreglan hafði dreift af honum. Lögreglu- Aldo Corrado Moro Alunni Powell sagðist ekkert geta um það sagt hversu lokaspretturinn í viðræðunum stæði lengi enn og gaf til kynna að enn örlaði ekki á neinum flýti hjá viðræðuaðilum þremur. Diplómatfskar heimildir sögðu skömmu áður að allt útlit væri fyrir að nú sæist loks fyrir endann á fundum þessum. Sumir töldu að Powell vildi með var- færnislegu tali sínu koma í veg fyrir að of mikil bjartsýni á niðurstöður gripi um sig. Powell viðurkenndi þó í stuttu ávarpi til fréttamanna að f áttina hcfði miðað og ákveðinn sveigjan- leiki hefði gert vart við sig. Léttara hljóð var hins vegar í talsmanni Begins forsætisráð- herra. Dan Pattir, sem fram til þessa hefur nánast ekkert umboð haft til að skýra frá gangi mála. Ilann sagði að hefðu menn haft ástæðu til að vera daufir og svartsýnir fyrstu dagana væri nú komið töluvert annað hljóð í strokkinn, margt hefði breytzt og sú svartsýni sem kvæði við úr búðum Egypta væri ckki réttmæt. Stjórn da Costa fallin Lissabon, 14. sept. Reuter. MEIRIHLUTI þingmanna felldi í kvöld 17 daga gamla ríkisstjórn iðjuhöldsins Nobre da Costa f Portúgal. Umræður hafa verið í þinginu undanfarna daga um menn og vopnaðir hermenn gerðu áhlaup á íbúð sem hann hafðist við í í Mílanó eftir nokkurn undirbún- ing og var öllu því hverfi lokað fyrir annarri umferð. Alunni mun ekki hafa veitt mótspyrnu. í íbúðinni fannst gríðarmikið af skotfærum, vopnum og sprengjum og þar fundust einnig skjöl og gögn, og trúlegt að þar sé lögregl- an komin í feitt, því að hugsanlega stefnuskrá stjórnarinnar og þótti ólfklegt að stjórnin hlyti náð fyrir augum þingsins. Lyktir urðu þær, að Soares, form. Sósíalistaflokksins, kvað síðan upp úr með það skömmu áður en eru þar skjalfestar ýmsar áætlanir Rauðu herdeildarinnar. Ekki hefur verið staðfest að Aiunni hafi verið að undirbúa nýtt glæpaverk þegar hann var tekinn. Eitt helzta blað Ítalíu birti í dag nokkur bréf sem Aldo Moro sendi frá sér meðan hann var fangi mannræningjanna, en eins og kunnugt er lét Moro frá sér fara mörg bréf. gengið var til atkvæða, að óhugsandi væri að fiokkur hans styddi stjórnina. Obbinn af þing- mönnum sósfalista og miðdemó- krata eða 141, greiddi atkvæði gegn stjórninni. Sósfaldemó- krataflokkur Sa Carneiro, sem áður kallaði sig alþýðudemó- krata, fylgdi stjórninni að mál- um, þrátt fyrir ákveðna óánægju og 40 þingmenn kommúnista sátu hjá. Þessar niðurstöður koma að vísu ekki að óvörum, en sérfræð- ingar túlka þær svo, að Eanes forseti Portúgals hafi beðið veru- legum hnekki og sé nú ekki ljóst til hvaða ráða hann muni grípa er til heilla og einingar gætu horft. Jafntefli lik- legt í tví- sýnni biðskák Baguio — 14. september — AP. TUTTUGASTA og önnur skák þeirra Karpovs og Korchnois um heimsmeistaratitiiinn fór í bið eftir 47 leiki. Skákin var skemmtileg og spennandi. en töluvert um mis- tök á báða bóga. Þegar skákin fór í bið hafði Karpov gioprað niður vinningslegri stöðu og töldu sérfræðingar, að Korchnoi ætti möguleika á jafntefii, þótt vandteflt yrði fyrir hann. Bið- skákin verður tefld á morgun, föstudag. Sjá bls 13. , Símamynd AP Gríðarlegt magn af vopnum og skotfærum, skjölum og gögnum fannst í vistarverum Alunnis í Mflanó í gær, og getur hér að líta megnið af vopnunum. „Skæruliöabækistöð“ köiluðu lögreglumenn húsakynni þau sem Alunni fannst f og sögðust sjaldan hafa séð svo mikinn búnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.