Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 ' ........ ~ * " ■ * S Jg*. Séð að framan or kannski fátt sem bendir til þess að hér sé um „Þristinn“ að ræða. Ljósm. Öl.K.M. IIÉR Á LANDI er nú stödd vél af Kerðinni Douglas DC-3 Dakota sem margir kannast við, en það óvenjulejja við hana er að hún hefur þrjá hreyfla í stað tveggja cins ok upphaflega gerðin. Ilreyflarnir eru af annarri gerð cn venjulega þar sem er um að ræða skrúfuþotuhreyfla. Þeir sem komu með vél þessa hingað til lands eru Bandaríkja- mennirnir Capt. Conroy og Capt. Dickerson og hafa þeir að undan- förnu verið á ferð um heiminn til að kynna vélina en eru nú á heimleið. Conroy sagði m.a. um vélina í samtali við Mbl. að hún væri nokkuð endurbætt þannig að hún hefði nú aukið flugþol og hefðu þegar verið seldar nokkrar vélar af þessari gerð og nokkrar hefðu verið pantaðar. — Við höfum rætt við menn sem starfa að flugmálum í þróun- arlöndunum, t.d. víða í Afríku, Þriggja hregfla „Þristar” í Regkjavík Suður-Ameríku og Asíu, og hafa þeir flestir sagt að vandamálið væri að fá vél sem væri nógu sterk og endingargóð eins og gamli „þristurinn" var og þið íslending- ar þekkið svo vel. Síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk hafa þeir enn ekki fengið vél sem hefur reynst þeim eins vel og „Þristur- inn“. Við höfum brugðið á það ráð að setja í þær nýjar gerðir hreyfla, og eru þetta því nú skrúfuþotur. Við höfum prófað hreyfla eins og eru í Fokker F-27 vélunum, en þeir reyndust ekki nógu hagkvæmir svo við prófuðum Pratt and Whitney hreyfla og bættum einum við því þeir eru nokkru léttari. Borið saman við Fokker-vélarnar þá hefur þessi vél hálfu meira flugþol, notar helm- ingi minna eldsneyti og kostar ekki nema 1/5 af kaupverði Fokker F-27 vélanna. — Þeir sem við höfum rætt við í þróunarlöndunum og ég gat um áðan, sagði Conroy, segjast þurfa vél sem þolir vel grófa flugvelli, notar stuttar flugbrautir og er yfirleitt hagstæð í því umhverfi sem þar er og þarf ekki sífellt að vera að endurnýja hréyflana. Þess vegna eru þessar endurbættu vélar komnar til og við erum ánægðir með þær undirtektir sem við höfum fengið, sagði hann að lokum. En á hlið leynir uppruninn sér ekki. Kaupmannasamtökin: Telja söluskattsreglu- gerð óframkvæmanlega KAUPMANNASAMTÖK íslands efndu til fundar með matvöru- og kjötkaupmönnum af Reykjavíkursvæðinu á Hótcl Esju í fyrrakvöld og voru á annað hundrað manns á fundinum. Tilgangur fundarins var að ræða nýútkomna reglugcrð um breytingu á söluskatti á matvöru. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og skattyfirvalda voru á þessum fundi og svöruðu fyrirspurnum og ræddu málin. Á fundinum var samþykkt ályktun og tillaga, og hljóðar ályktunin svo: „Sameiginlegur fundur Félags mat- vörukaupmanna og Félags kjötverzl- ana haldinn á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 13. september 1978 telur, að með reglugerð frá 8. sept. 1978 um breytingu á innheimtu söluskatts sé lagður á herðar kaupmanna stóraukinn kostnaður og vinna við uppgjör á söluskatti. Fundurinn telur jafnframt, að reglu- gerðin sé óframkvæmanleg í þeirri mynd, sém hún er í nú, og skorar á fjármálaráðuneytið að taka tillit til óska kaupmanna um einföldun á framkvæmd hennar." Niðurstaða fundarins varð síðan, að samþykkt var tillaga er gengur út á að nú þegar beri að hefja samvinnu á milli kaupmanna og fjármálaráðu- neytisins um lausn á þessu og er tillagan svohljóðandi: „Fundurinn samþykkir að fela sameiginlegri nefnd Félags kjötverzlana og Félags matvörukaupmanna að vinna að breytingu á reglugerð um innheimtu söluskatts frá 8. september í sam- vinnu við fjármálaráðuneytið og forráðamenn Kaupmannasamtaka Islands. Miðað er við að niðurstöður fáist fyrir 20. október og verði þá boðað til nýs fundar með sömu aðiium, þar sem greint verður frá niðurstöðum." Að sögn Magnúsar E. Finnssonar, framkvæmdastjóra KÍ, hefur fjár- málaráðuneytið tekið vel í tillögur Kaupmannasamtakanna um að finna sameiginlega lausn á þessu máli. Smásölukaupmenn vilja helzt losna við innheimtu söluskattsins og kjósa að söluskatturinn verði inn- heimtur í heildsölu en ef það verði ekki talið fært og innheimtan komi í hlut smásölunnar ætlast kaupmenn til þess að þannig verði frá málum gengið að innheimtan sé ekki íþyngjandi fyrir þessa starfsgrein. Meðan endurskoðunin fer fram munu kaupmenn innheimta sölu- skattinn samkvæmt reglugerðinni. Píanó hækkar um 156 þús. IILJÓÐFÆRI hækka á bilinu 27% til liðlega 30% vegna ráðstafana ríkisstjórnarinnar, þar sem 30% vörugjaidið er látið ná til þessara vara. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Hljóðfæraverzl- uninni Rín hækkar t.d. algeng- asta orgelið þar úr 444.722 kr. í 591.136 krónur eða á annað hundrað þúsund krónur og al- gengur gítar hækkar úr 23.184 krónum í 28.368 kr. Hjá Pálmari Árna Sigurbergs- syni fékk Mbl. þær upplýsingar að ein tegund píanós, er hann hefði í verzlun sinni, hækkaði t.d. úr 510 þúsund krónum í um 644 þúsund krónur, önnur tegund úr 525 þúsund krónum í 665 þúsund krónur og enn ein tegund píanós úr 598 þúsund krónum í 754 þúsund krónur. Þá kvað hann algenga tegund af orgeli, sem hann seldi, hækka úr krónum 420 þúsund í 529 þúsund krónur. Sagði Pálmar að þessar ráðstafanir hefðu orðið til þess, að mjög hefði komið til tals meðal forráðamanna hljóðfæraverzlana að stofna með sér hagsmunafélag. Þá barst Mbl. í gær eftirfarandi samþykkt: „Fundur í Félagi ísl. orgelleikara hinn 11. september mótmælir harðlega þeirri ráðstöf- un ríkisstjórnarinnar að hækka vörugjald á hljóðfærum sem væru þau munaðarvara en ekki menn- ingartæki." Umhverfismálarád: Vill hækka tryggingar- gjald gosdrykkjaglerja Á FUNDI borgarráðs sl. þriðju- dag var lagt fram bréf umhverfis- málaráðs varðandi endurkaup á gosdrykkjaglerjum og fleiru. Á fundi í umhverfismálaráði hafði nýlega verið rætt um umgengni í borginni og glerbrot, og var samþykkt í ráðinu að beina þeim tilmælum til gosdrykkjaframleið- enda að hækka tryggingargjald fyrir gosdrykkjaumbúðir til að stuðla að bctri endurheimt þeirra og koma í veg fyrir sóðaskap. Þá samþykkti ráðið að beina þeim tilmælum til borgarráðs að kvöld- söluleyfi kaupmanna yrði hundið því skilyrði, að þeir keyptu undantekningarlaust gos- drykkjagler á sama verði og þeir seldu þau. Einnig að kvöldsölu- eigendur yrðu skyldaðir til að þrífa næsta nágrenni verslana. Aðalsteinn Ingólfsson hættir störfum: Deilir hart á yfir- stjóm Kjarvalsstaða „ÞETTA er gamla spurning- in um það, hvort stjórnmála- menn eigi ávallt að hafa síðasta orðið í lista- og menningarmálum, eða hvort fólk með einhverja list- menntun eigi að bera þar mesta ábyrgð,“ sagði Aðal- steinn Ingólfsson í gær, en þá boðaði hann til fundar með fréttamönnum, þar sem hann gerði grein fyrir sam- skiptum sinum við yfir- stjórn Kjarvalsstaða, skoð- un á rekstri hússins og tildrögum þess, að hann hættir nú störfum þar sem listráðunautur. Á fundinum kom fram, að starfstímabil Aðalsteins rann út 1. júlí sl. Sagðist hann þá hafa hitt að máli tvo fulltrúa hins nýja borgarstjórnarmeirihluta, Guð- rúnu Helgadóttur og Þorbjörn Broddason, og hefðu þau beðið sig að sitja áfram í starfi til að brúa bilið þar til framtíðarlausn hefði fengizt um starfsemi Kjarvals- staða. „Ég tók í mínu pólitíska sakleysi, þessari beiðni sem vilja- Ferðamanna- gjaldeyrir endurgreiddur REGLUGERÐ vegna gjald- eyrisviðskipta, sem felur m.a. í sér 10% álag á ferðamanna- gjaldeyri, var gefin út í gær. Þar er kveðið á um að sannanlegur ferðamanna- gjaldeyrir skuli við framvís- un í bönkum hér endur- greiddur með hinu sama 10% álagi og greitt var fyrir hann, þegar hann var keyptur. yfirlýsingu stjórnvalda," sagði Aðalsteinn á fundinum. En 4. ágúst kvaðst hann hafa frétt af einskærri tilviljun, að hann væri kominn af launaskrá borgarinnar og hefði því unnið kauplaust frá mánaðamótum. Hefur hann því hætt störfum. Á fundinum lýsti Aðalsteinn furðu sinni á þessari afgreiðslu mála, en einnig deildi hann hart á yfirstjórn safnsins á starfstíma- bili sínu. Greinargerð Aðalstcins Ingólfssonar um Kjarvalsstaði er birt á bls. 12 og 13 í blaðinu í dag. Forsetinn lækkar í launum SAMKVÆMT ákvörðun kjara- dóms átti forsti íslands að hafa í laun í desembermánuði siðastliðnum 789.349 krónur á mánuði. Þessi laun hafa síðan fengið tvisvar sinnum 3% hækkun og verðbót í krónu- tölu að upphæð 52.599 krónur. Samkvæmt þessu eru laun forseta íslands nú 890.021 króna, en samkvæmt bráða- birgðalögum fyrri ríkisstjórnar hefðu forsetinn átt að fá 976.432 krónur. Hins vegar voru laun hans í ágústmánuði 911.068 krónur. í raun lækka laun forseta íslands við bráða- birgðalögin frá ágústlaunum um 21.047 krónur á mánuði og það þrátt fyrir að hann um þessi mánaðamót hefði átt að fá og hafi fengið 3% grunn- kaupshækkun, sem gerir 27.332 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.