Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 Aldrei meira að gera hjá Slippstöðinni hf. Á ÍSAFIRÐI starfrækir Guðrún Vigfúsdottir vefstofu. Guðrún hefur rekið þessa vefstofu frá árinu 1962 en að sögn Guðrúnar er sérgrein hennar hátíðarkjól- ar en allt efnið er handofið. „Handofnir kjólar eru ekki dýrari en aðrir kjólar," sagði Guðrún. „Mér finnst verð á kjólum yfirleitt vera mjög aðgengilegt miðað við ýmislegt annað." Guðrún kvaðst ekki eiga' í erfiðleikum vegna samkeppni þar sem framleiðsla fyrirtækis- ins væri mjög sérstæð. Guðrún Vigfúsdóttir. Vænti þess ad íslendingar gangi ekki fram hjá eigin framleiðslu „Við höfum ekki haft undan að framleiða í sumar. Það var gífurleg eftirspurn og það kom mér á óvart en þetta eru vörur sem ekki fást í hverri verzlun. Það eru sérstaklega útleridingar sem verzla við okkur á sumrin og einstaka sinnum fáum við pantanir erlendis frá og þá sendum við gegn póstkröfu en annars höfum við lítið gert af því að flytja út.“ í sambandi við rekstur vef- stofunnar sagði Guðrún, að handvefnaður ætti mjög erfitt uppdráttar, það er að segja ef starfsfólkið væri ekki nógu gott. Guðrún kvaðst hafa verið mjög heppin með sitt starfsfólk enda væri það að mestu hluthafar í fyrirtækinu. Vefstofan hannar sjálf sniðin en starfsfólk er í kringum 10 manns. Guðrún rekur einnig verzlun á ísafirði þar sem hún selur framleiðslu vefstofunnar. Vefstofa Guðrúnar tók m.a. þátt í tízkusýningunni á „ís- lenzk föt 1978“ og var Guðrún ánægð með þá sýningu. „Ég tel að sýningin hafi í raun og veru verið mjög góð og sýnt fram á, að íslenzkur iðnaður tekur stöðugum framförum og ég vænti þess að íslendingar gangi ekki fram hjá eigin framleiðslu," sagði Guðrún að lokum. Akvörðun um fram- tíð Breiðholts h. f. tekin á næstunni — Breiðholt h.f. og stjórn Verka- mannabústaða semja um uppgjör „ÞAÐ hefur sjaldan eða aldrei vcrið jafn mikið að gera hjá okkur og nú, en á legunni hjá okkur eru nú 16 skip, sem bíða eða eru í viðgerð,“ sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvar- innar á Akureyri þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. I samtalinu sagði Gunnar, að nú færi að síga á seinni hluta viðgerðarinnar á Breka, eftir brunann í vor, en samkvæmt útboði ætti viðgerð á skipinu að ljúka í október, og sagðist hann YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur ákveðið nýtt lágmarksverð á kolmunna og spa'rlingi til bræðslu og gildir verðið frá 1. september s.l. til 31. desember n.k. Fyrir hvert kg. af kolmunna eiga að greiðast kr. 14.70 og fyrir hvert kg. af spærlingi kr. 14.20 á kíló. Er verðið miðað við 7% fituinnihald og 19% fitufrítt Austurbær: Vesturbær: Uthverfi: álíta að sú áætlun stæðist og einnig tilboðið í viðgerðina. Gunn- ar sagði, að sumarvertíð togara og báta lyki nú svo til á sama tíma, auk þess sem fjöldi togara tæki veiðibannið út á sömu vikum, þannig að allir vildu komast í eftirlit og viðgerðir á sama tíma. Þá var Slippstöðin nú einnig með stærri verkefni, t.d. er nú verið að setja hlífðarþilfar á Þórð Jónasson, einnig yrðu settar hliðarskrúfur, spil og ný skrúfa á skipið. Þá er og verið að skipta um vél í Hrafni Sveinbjarnarsyni o.fl. þurrefni. Verðið breytist um 1 kr. til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem fituinnihald breyt- ist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Þá breytist verðið á sama hátt fyrir hvert 1% og 0.1% þurrefnismagn. Hið nýja verð á kolmunna og spærlingi var ákveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda í yfirnefndinni gegn atkvæðum full- trúa kaupenda. Laugavegur 1-33, Skólavöröustígur Snorrabraut Samtún, Kvisthagi, Miöbær, Skerjafjöröur Noröan flugvallar GERT er ráð fyrir því að innan 10 daga verði tekin ákvörðun um hvort fyrirtækið Breiðholt h.f. verður starfrækt áfram og þá í hvaða formi eða hvort það verður leyst upp. að því er Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Breið- holts h.f. sagði í samtali við Morgunblaðið. Er þessa dagana unnið að endurskoðun á bókhaldi fyrirtækisins. Að henni lokinni er ætlun forráðamanna þess að taka ákvörðun um framtíð fyrirtækisins. Þá hefur verið gengið frá endanlegu uppgjöri vegna þeirra Kvöldvaka í Neskirkju í KVÖLD kl. 22 verður haldin vaka í Neskirkju á vegum Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúd- entafélags. Aðalræðumaður á vök- unni verður norski stúdentaprest- urinn Olav Garcia de Presno og ásamt honum taka þátt í vökunni þrír aðrir Norðmenn frá stúdenta- félaginu í Bergen og eru staddir hér á landi í heimsókn á vegum Kristilegs stúdentafélags. Auk Norðmannana munu ís- lendingar segja nokkur orð og á dagskránni er mikill almennur söngur og Norðmennirnir munu syngja einsöng og tvísöng. Sam- koman hefst sem fyrr segir kl. 22. framkvæmda, sem Breiðholt h.f. hafði með höndum fyrir stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík og var það gert með fullu sam- komulagi allra aðila að sögn Eyjólfs K. Sigurjónssonar, for- manns stjórnar Verkamannabú- staða. Samkvæmt samkomulaginu yfirtekur stjórn Verkamannabú- staða framkvæmdir Breiðholts við verkamannabústaði bæði í Hóla- hverfi og einnig múrverk við eitt hús, sem ólokið var í Seljahverfi. Greiddi stjórn Verkamannabú- staða áfallin og ógreidd vinnulaun félaga innan ASÍ vegna fram- kvæmdanna í Hólahverfi á vegum Breiðholts. „Ég get ekki néfnt að svo stöddu hvað þetta er há upphæð en þessi laun hafa þegar verið greidd og við tökum ýmis tæki, sem eru á vinnustaðnum upp í þetta frá Breiðholti. En þetta samkomulag þýðir að nú hafa verið gerð fullnaðarskil milli Verkamanna- bústaðanna og Breiðholts og við ákváðum einnig að láta 16,6 milljónir króna af þeirri verktaka- tryggingu, sem Breiðholt tók standa áfram eða til 12. ágúst 1978, því Breiðholt ber ábyrgð á þeim framkvæmdum, sem þeir hafa þegar lokið í Hólahverfinu, þó að ekkert bendi nú til þess að þær framkvæmdir standist ekki allar þær kröfur, sem til þeirra eru gerðar, sagði Eyjólfur. Hollenzkur raunsæis- maður sýnir í Galleríi Langbrók FÖSTUDAGINN 8. september s.l. var opnuð í Galleríi Langbrók sýning á málverkum eftir holl- enzka myndlistarmanninn J. Van De Brand, sem er 35 ára að aldri. Til skamms tíma stjórnaði hann auglýsingafyrirtæki, en hóf nám við listaskóla árið 1970. Árið 1975 hóf hann að mála olíumyndir og hlaut ári síðar verðlaun á stórri málverkasýningu í Hollandi, Kreato 1976. Verk J. Van De Brands eru raunsæ og kallast autodidakt. Hann málar mjög smágerðar myndir og kveðst gera það til að draga fólk svo nálægt myndunum, að umhverfið trufli ekki áhrif þeirra. Sum smáatriðin eru ekki einu sinni millimetri á stærð t.d. æðar í blöðum og grá strá, en samt mikilvæg. Van De Brand vill að áhorfendur stansi við smáatriðin; það er þó tímafrekt að mála slíkar nákvæmnismyndir á þessari öld hraðans. Aðalmyndaefni Van De Brands eru þær miklu andstæður, sem skapast þegar náttúran og tækni mannsins mætast. Galleríið er opið alla virka daga frá 13—18, en lokað um helgar. Sýningunni lýkur mánudaginn 18. september. Brezk sýning í Galleríi Suðurgötu 7 GALLERÍ Suðurgata 7 opnar á laugardag, 16. september, sýningu brezka listamannsins Michael Gibbs. Gibbs er fæddur 1949 í Croydon, Englandi. Hann stundaði nám við Warwick-háskólann og síðar í Exeter. Síðastliðin ár hefur hann verið búsettur í Amsterdam í Hollandi og fengist við ýmsar tilraunir með hlutkennda Ijóðlist (concrete poetry). Gibbs hefur gefið út fjölda bóka og haldið sýningar víðsvegar um heim. Verk hans hafa birzt í fjölda tímarita, m.a. í síðasta tölublaði Svarts á hvítu. Verk eftir hann hafa áður verið sýnd hér á landi á sýningum í Gallerí Súm. Sýning hans í Gallerí Suðurgötu 7 verður eitt samhangandi verk í fjórum hlutum. Mun hann verða staddur hérlendis til setja sýning- una upp. Hún verður opin frá kl. 4—10 og 2—10 um helgar, frá 16. sept. til 1. okt. Mick Gibbs „language retrieval system“ 1972 (K.G. íslenskaði). Laugarasvegur 1—37 Sogavegur Langholtsvegur 110—208 Laugarásvegur 38—77 Austurbrún frá 8, Selvogsgrunnur, Skipasund, Tunguvegur. Uppl. í síma 35408.1 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Nýtt verð á kol- munna og spærlingi eftir blaðburðarfólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.