Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 15 Minningarathöfn snerist í stuðnings- fund við Khomeiny Teheran 14. sept. AP. ÞÚSUNDIR manna flykkt- ust um götur Teheran í dag og héldu til Behesht Zahrac grafreitsins í út- hverfi borgarinnar til að syrgja og votta virðingu þeim fjölda manna sem hafa látizt í átökum við herlið síðustu daga. í frétt- um segir að athöfnin í kirkjugarðinum hafi farið friðsamlega og virðulega fram í hvívetna en snúizt upp í hálfgildings stuðn- ingsfund við erkióvin ír- anskeisara, trúarleiðtog- ann Aytollah Khomein, sem er í útlegð í írak. Mikill fjöldi vopnaðra hermanna fylgdist með og virtist gæta nokkurs óstyrks í þeirra röðum, segir í skeytum. En ekkert bar til tíðinda og syrgjendur sýndu engan lit á því að gera aðsúg að hermönnum. í grafreitnum fóru ættingjar hinna látnu með bænir og tóku fram í orðum sínum, að múham- meðstrúarmenn vildu hafa trú sína í heiðri og berjast gegn kúgun og einræði. Muldruðu viðstaddir síðan undir orð til samþykkis. Syrgjendur ávörpuðu nokkra hermenn í grenndinni og spurðu hvers vegna þeir hefðu drepið náunga sinn: „Við erum sama þjóð og þið, við viljum engan drepa," svaraði hermaðurinn. Talið er að í grafreitnum hafi verið að minnsta kosti þrjú þúsund manns og þegar hópurinn hélt frá kirkjugarðinum veifaði hann borð- um og fánum með slagorðum andsnúnum keisara og margir skóku hnefa illskulega. Allar konur sem við athafnir þessar voru í dag báru blæjur að hætti rétttrúaðra múhameðstrúar- manna. Greint var frá því í dag, að ónafngreindur maður hefði verið handtekinn í íran í dag, grunaður um aðild að hryðjuverkinu i Abadan, er 377 manns brunnu til bana í kvikmyndahúsi þar. Annar Búlgari stunginn eituroddi París, 14. september. AP. ANNAR búlgarskur út- lagi, Vladimir Kostov, kveðst hafa orðið fyrir árás manns sem stakk í hann einhvers konar eitur- oddi að því er hann hefur tjáð frönsku fréttastofunni AFP. Kostov sagði ekki lögreglunni frá þessu fyrr en hann frétti um dauða vinar síns, Georg Markovs, sem sagði lögreglunni í London á dánarbeði sínum að hann hefði verið stunginn með regnhlíf með eituroddi. Kostov sagði lögreglunni í París að hann hefði verið að koma úr neðanjarðarjárnbrautarstöð skammt frá Óperunni þegar hann hefði fundið til mikils sársauka. Læknir náði tveggja millimetra málmoddi úr sárinu og í ljós kom Eista- flutningur í St. Louis St. Louis, 14. sept. AP. SKURÐLÆKNIR í St. Louis að nafni Sherman J. Silber skýrði frá því í dag að hann hefði gert eistaflutningaskurð á karlmanni og væri það önnur slík aðgerð sem hann framkvæmdi. Sú fyrsta var í maí 1977. Hann sagði að einn karl af hverjum tuttugu væru að líkindum ekki frjóir vegna vanhæfni eistanna. Sagðist hann hafa tekið eista af cineggja tvíbura og flutt það yfir á hinn tvíburann, sem hefði verið ófjór. Taldi skurð- læknirinn 99 prósent líkur á því að aðgerðin hreppnaðist og eistað myndi á nýja staðn- um framleiða lífvænleg sæði eins og meðan það var á hinum tvíburanum. * Ekki hefur verið gefið upp nafn eistaþegans að hans beiðni en hann mun vera um þrítugt. Silber sagði að ekkert hefði verið athugavert við manninn nema að eistun hefðu verið óhæf til að framleiða sæði að hann hafði að geyma eitur sem þó var ekki banvænt. Kostov lá með háan hita í tvo sólarhringa en fór ekki til lögregl- unnar fyrr en hann heyrði um andlát Markovs. Kostov var blaða- maður eins og Markov og flúði til Vesturlanda eins og hann. Hann fékk hæli í Frakklandi 1977 og vann oft með Markov við útvarps- sendingar til Austur-Evrópu. Aftaka í Indónesíu Jakarta, 14. sept. Reuter. AFTÖKUSVEIT tók í dag af lífi dæmdan morðingja 1 Jakarta og er þetta í fyrsta skipti sem líflátsrefsingu er beitt við glæp er framinn er af óbreyttum borgara. Maðurinn var dæmdur fyrir morð á sex manns og hefur hann setið í fangelsi í allnokkur ár og var dauðadómnum ekki framfylgt fyrr vegna réttar sakbornings til áfrýjunar. Aftökur í Indónesíu hafa verið fátíðar og þar hefur ekki verið framkvæmd aftaka síðan 1965 er nokkrir kommúnistaforingjar og herforingjar voru teknir af lífi vegna þess að þeir voru viðriðnir tilraun til valdaráns. Tillaga um Puerto Rico fær samþykki New York, 13. september. AP. KÚBA og frak hafa fengið sam- þykkta ályktun um sjálfs- ákvörðunarrétt til handa Puerto Rico f nýlendumálanefnd Sam- einuðu þjóðanna. Nefndin samþykkti tillöguna með 10 atkvæðum gegn engum en 12 sátu hjá. Áður felldi nefndin breytiíigartillögu frá Ástralíu- mönnum sem vildu milda orðalag ályktunarinnar. Kúbumenn hafa reynt í 13 ár að fá breytingu á ályktun þar sem Puerto Rico var tekið út af skrá SÞ um landsvæði sem nytu ekki sjálfstjórn- ar. Ályktanir nefndarinnar eru ekki bindandi og aðeins ráðgefandi. Opið laugardaga til kl. 12.00. INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1978 2.FL. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkissjóðs ákveðið að bjóða út verðtryggð spariskír- teini allt að fjárhæð 1000 milljónir króna. Kjör skírteinanna eru í aðal- atriðum þessi: Meðalvextir eru um 3,5% á ári, þau eru lengst til 20 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin bera vexti frá 10. september og eru með verðtryggingu miðað við breytingar á vísitölu bygging- arkostnaðar, er tekur gildi 1. október 1978. Skírteinin, svo og vextir af þeim og verðbætur, eru und- anþegin framtalsskyldu og skattlagningu á sama hátt og sparifé samkvæmt 21. grein laga nr. 68/1971. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 10.000, 50.000 og 100.000 krónum og skulu þau skráð á nafn. Sala skírteinanna hefst 15. þ.m. og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. !| p| 11 September 1978 |«) SEÐLABANKI ISLANDS VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK ÞÚ Al’GLÝSIR L'M AI.LT LAND ÞEGAR ÞL’ AUG- IÁ'SIR Í MORGUNBLADIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.