Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Ordheldni Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn vann um- talsverðan sigur í síðustu þingkosningum. Sá sigur, svo stór sem hann var, kom ýmsum á óvart, þ.á m. Alþýðuflokksmönn- um sjálfum. En verst kom hann þó við núverandi samstarfsflokka Alþýðuflokksins: Alþýðubanda- lagið og Framsóknarflokkinn. Einkum átti Alþýðubandalagið erfitt með að leyna ólund sinni og öfund, enda hafði fv. formaður þess gert því skóna, að Alþýðu- flokkurinn væri allur og að Alþýðubandalagið myndi fylla það tómarúm, sem hann skildi eftir sig, eins og það var orðað. Þessum flokkum var því lítið harmsefni, ef ekki nokkur gleði- gjafi, er kosningafyrirheit Al- þýðuflokksins voru eftir skilin, þegar stjórnarsáttmálinn og bráðabirgðalögin voru saman sett. Alþýðuflokkurinn setti fram 10 efnahagsmálapunkta í kosninga- fyrirheitum sínum, sem varða áttu veg til verðbólguhjöðnunar og efnahagslegs jafnvægis í þjóðarbúinu. Ýmislegt í þessum punktum var athyglisvert, enda fremur sótt í hugmyndir frjáls- hyggjufólks en sósíalista. Annað var vafasamara. Mestu máli skipti þó að þarna vóru sett fram sjónarmið, sem gátu orðið hluti af heiðarlegu samátaki stjórn- málaflokka og þjóðfélagsstétta, hluti af þjóðarsátt, ef rétt hefði verið að málum staðið. En hvar er þessa efnahagspunkta að finna í stjórnarsáttmála eða bráða- birgðalögum núverandi ríkis- stjórnar? Um það spyrja fjöl- margir vonsvikinna kjósenda Alþýðuflokksins um land allt. Hvar er að finna tryggingu þess, að arðsemi verði látin ráða ferð fjárfestingar í þjóðfélaginu? Hvar er drepið á kjarasáttmála er taki mið af þjóðhagsvísitölu í stað ríkjandi skrúfukerfis? Hvar eru ákvæðin um að lánakjör taki mið af verðbólgustigi svo raun- vextir komist á? Getur tekju- skattsviðauki komið í staðinn fyrir niðurfellingu tekjuskatts af almennum launatekjum? Hvar er minnst á óarðbæran útflutning? Hvar eru bönd þau er binda erlendar lántökur við erlendan kostnaðarþátt innlendra fram- kvæmda? Og hvar eru ákvæðin um endurskoðun hlutverks verð- jöfnunarsjóða? Þannig mætti áfram spyrja. Og þannig er áfram spurt manna á meðal í þjóðfélaginu. Þó leitað sé með logandi ljósi í framkomnum stjórnarplöggum um efnahags- mál líðandi stundar og náinnar framtíðar finnst fátt eitt, ef nokkuð, af þeim efnahagspunkt- um í kosningafyrirheitum Al- þýðuflokksins, er máli skiptir. Annaðhvort hafa samstarfs- flokkar Alþýðuflokksins haft öll tögl og hagldir, er stjórnin varðaði sinn veg inn í framtíðina, eða þá að Alþýðuflokkurinn hefur metið meir stjórnaraðild en málefnin sjálf, nema hvort tveggja sé. Sjaldan hafa jafn stór fyrirheit og Alþýðuflokkurinn gaf, þá er dagur var iengstur í vor, verið jafn fljótt og fyrirhafnarlítið urðuð, að því er virðist. Ef til vill lumar Alþýðuflokkurinn á ein- hverjum biðleik í þrátefli stjórn- arliðsins. Ef ekki — hefur hann ekki aðeins glatað fyrirheitum sínum, heldur trausti því er hann ávann sér í krafti þeirra. Lífekjör og jöfnuður Komið hefur í ljós að 10 neðstu launaflokkar BSRB lækka í krónutölu við bráða- birgðalög „vinstri" stjórnarinnar frá því sem var skv. bráðabirgða- lögum fyrri stjórnar. Nemur þessi lækkun þúsundum króna í mánaðarkaupi þeirra, sem stærstan fá skellinn. Um miðbik launatöflu BSRB hækka laun hins vegar og fara vel yfir laun skv. eldri bráðabirgðalögum. Síð- an lækkar mismunurinn á ný, eftir því sem ofar dregur í launastiga, og fara laun í efstu flokkum niður fyrir það sem var, eins og í neðstu flokkunum. Sá mismunur, sem í ljós er kominn, á sér að vísu skýringu í fyrirframgreiðslu launa opin- berra starfsmanna. Ríkissjóður greiddi um sl. mánaðamót laun skv. bráðabirgðalögum fyrri stjórnar. Það, sem hinum lægst launuðu ríkisstarfsmönnum var þá ofgreitt, miðað við hin nýju iráðabirgðalög, verður því af Deim dregið við næsta launaút- reikning, að sögn Tómasar Árna- sonar, fjármálaráðherra. Krónutölulækkun kaups lægst launaða fólksins í BSRB á rætur m.a. í niðurgreiddri vísitölu, þ.e. í afnámi söluskatts og/ eða aukn- um niðurgreiðslum áþeimneyzlu- vörum, sem þyngst vega í vísitölu og mest áhrif hafa á verðbætur launa. Þessar aðgerðir auka á kaupmátt, ef horft er fram hjá þeirri staðreynd, að kostnaðar- auki ríkissjóðs vegna þessa vísi- töluleiks er sóttur beint til almennings í tekjuskattsauka og hækkun vörugjalds á aðra vöru- flokka, en vörugjald og söluskatt- ur koma enn verr við útgjöld almennings vegna gengisiækkun- arinnar. Hið niðurgreidda verð matvöru kemur jafnt til góða hátekjumanninum og ellilífeyris- þeganum, ef miðað er við sömu fjölskyldustærð og neyzluvenjur. Það hefur því ekki umtalsverð áhrif til jöfnunar lífskjara, sem þó er sagður tilgangurinn. En hinir lægst launuðu ríkis- starfsmenn hafa fengið for- smekkinn af „jöfnuði" ríkis- stjórnar svokallaðra „verkalýðs- flokka". Sá forsmekkur er dæmi- gerður og táknrænn. Rauðsokkur í Dan- mörku vilja afnema hjónabandið Tíu ára sambúdarsamningur komi í staðinn í DANMÖRKU hafa miklar umræður spunnizt út af tillögu Rauðsokkuhreyfingarinnar þar í landi um að hjónabandið sem þjóðfélagsstofnun verði afnumið, en þess í stað verði tekinn upp sá háttur, að einstaklingar, sem óska að binda saman sitt trúss, geri með sér sambúðarsamning til tíu ára, sem framlengist ekki nema báðir aðilar sæki sérstaklega um það, hvor í sínu lagi. Það var ein af helztu forvígiskonum Rauð- sokkuhreyfingarinnar, Annie Warnock, félags- ráðgjafi, sem kynnti þessa hugmynd á ráðstefnu félags- og stjórnmálafræðinga í Askov fyrir skömmu, og mun mikill meirihluti þeirra, sem starfandi eru innan hreyfingarinnar, hafa lýst fylgi sínu við hana. Rökstuðningur-fyrir tillögunni um tíu ára samninginn er meðal annars á þá leið, að þannig sé hægt að tryggja hagsmuni einstaklingsins mun betur gagnvart þjóðfélaginu en nú er. Þannig verði framfærsluskylda til dæmis afnumin, atvinnuleysingjar verði ekki baggar á mökum sínum og hver fullveðja einstaklingur beri þannig óskoraða ábyrgð á sjálfum sér, en ella sé það þjóðfélagið í heild sem komi til skjalanna en ekki maki. Þannig verði kvaðir vegna fullorðins einstaklings hvorki lagðar á annan einstakling, né heldur geti einstaklingursamið um fríðindi sér til handa á kostnað annars. Rauðsokkurnar telja að með þessum hætti sé hægt að tryggja konum jafnrétti mun betur en við núverandi aðstæður, og afleiðingin hljóti meðal annars að verða sú, að karlmenn taki mun virkari þátt í heimilisstörf- um, barnauppeldi og fjölskyldulífi yfirleitt. Þeir komist ekki hjá því að gera sér grein fyrir því, að þeir hafi ekki öðlazt afsalsbundið eignarhald á viðkomandi kvenmanni, og megi gera ráð fyrir því að samningurinn geri það að verkum, að báðir aðilar leggi sig fram og ræki gagnkvæmar skyldur sínar betur en í gamaldags hjónabandi, og það verði almennt keppikefli að uppfylla skilyrðin þannig að akkur verði í að samþykkja samninginn þegar tíu ára samningstímabilið er á enda. Ekki gera Rauðsokkur ráð fyrir því að,löggjöf um tíu ára samning yrði afturvirk, þannig að þeir, sem hafa einu sinni sloppið inn í hjónabandið, þurfa ekki að óttast að standa allt í einu uppi einstæðir. Heldur ekki, að hjónaskilnaðir — eða í þessu sambandi hjónaleysaskilnaðir, ef svo má að orði komast — verði afnumdir, heldur verði hægt að rifta sambúðarsamningnum á svipaðan hátt og hjónaböndum nú. Þær mæla ekki með svokölluð- um pappírálausum hjónaböndum, sem tíðkast í miklum mæli, og telja að nægileg reynsla hafi fengizt fyrir því að alls konar vandræði hljótist af slíku skipulagsleysi.. Lögspakir menn í Danmörku og áhrifamenn innan kirkjunnar hafa látið í ijósi miklar efasemdir um gagnsemi þessa nýstárlega fyrir- komulags. Bent er á að lagaleg framkvæmd tíu ára samnings yrði mun flóknari í framkvæmd og yrði sízt til að draga úr skriffinnslu, sem sé ærin fyrir. Erfitt verði til dæmis að tryggja á fullnægjandi hátt hagsmuni barna í sambandi við erfðir, ákveða hvernig farið skuli með börn og sameign verði samningnum annað hvort rift eða annar aðilinn eða hvorugur telji ástæðu til að endurnýja hann. Málið er enn á frumstigi og ekki liggur fyrir nein allsherjarálitsgerð eða samþykkt frá kirkjunni. Henrik Christiansen biskup í Álaborg, er einn þeirra, sem hafa tjáð sig opinberlega um málið, og er hann þeirrar skoðunar að sambúðarsamningur í stað hjóna- bands brjóti í bága við grundvallarkenningu heilagrar ritningar og kirkjulega hefð varðandi samband karls og konu, ekki sízt með tilliti til fjölskyldunnar, hornsteins þjóðfélagsins. Biskup- inn óttast að hagsmunir barna yrðp fyrir borð bornir ef sambúðarsamningur yrði tekinn upp í stað hjónabands. Þannig muni enn síga á ógæfuhliðina, en ekki sé bætandi á það los og öryggisleysi, sem bitnað hafi á börnum og unglingum vegna hjónaskilnaða og upplausnar heimila, sem sífellt færist í vöxt. Þá segist biskupinn ekki sjá hvernig hægt sé að byggja sambúð karls og konu á samningi sem fyrirsjáan- lega yrði fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. Hann telur fráleitt að slíkur samningur geti komið í stað hjónabandsins, sem grundvallist á viljayfir- lýsingu beggja aðila um að deila kjö'rum og standa saman í blíðu og stríðu, jafnframt þvj sem þeir heiti því að auðsýna gagnkvæma tryggð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.