Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 23 Dýrin mín stórogsmá EKKI er mér kunnugt, hve margir þættir veröa sýndir af myndaflokknum: Dýrin mín stór og smá, eöa „All Creatures Great and Small“ eins og hún nefnist á frummálinu. Þættir þessir eru byggðir á samnefndri bók eftir breska dýralækninn James Herriot. , Bok þessi hlaut miklar vinsældir þegar hún kom út, og einnig þær tvær, sem komið hafa út síðan: „All Things Bright and Beautiful" og „All Things Wise and Wonderful", sú síðarnefnda kom út fyrir ári síðan, í september 1977. Bækur þessar eiga það allar sameigin- legt, að fjalla um líf og starf James Herriot dýralæknis. Ef til vill eigum við eftir að sjá þætti í sjónvarpinu, gerða eftir nýrri bókunum líka, þar sem vel þykir hafa tekizt með þessa, sem nú eru sýndir. Heilhveiti-kleinuhringir 3 egg, 1 bolli ljós púðursykur, 2 matsk. mjúkt smjörlíki, 2 bollar hveiti, 1 '/2 bolli heilhveiti, 4 tsk. ger, 1 tsk. salt, '/2 tsk. kanill, 3A bolli mjólk. Jurtaolía til að steikja úr, flórsykur til skrauts. Eggin eru þeytt vel með púðursykrinum og smjörlíkinu. Þurrefnin þ.q. hveiti, heilhveiti, salt, ger og kanill sigtað saman og bætt út í eggjahræruna ásamt mjólkinni, sett út í til skiptis. Breitt yfir deigið og það sett í kæliskáp í u.þ.b. 1 kls. Þá er deigið flatt út í tæpl. 1 cm þykkt og hringirnir skornir út. Hringirnir eru síðan steiktir í jurtaolíu eða jurtasmjörlíki í u.þ.b. 3 mín. og þarf að snúa þeim meðan á steikingu stendur. Teknir upp með gataspaða og fitan látin síga af á pappír. Heitum hringjunum er síðan velt upp úr flórsykri. Verða u.þ.b. 18 stykki. IÐNAÐARHUSINU HALLVEIGARSTÍG 1 Opið í dag til kl og á morgun laugardag kl. Vinnufatabúðin býður þilplötur í þúsundum! Þilpiötuúrvalið hjá okkur hefur aldrei verið annað eins, og þá er mikið sagt. Þú kemur aðeins með málin og færð þá þilplöturnar afgreiddar, beint úr upphituðu húsnæðinu, i þeim stærðum sem þú óskar. Úrval og þjónusta sem fagmenn meta mikils. Þvi er þér alveg óhætt. FV\áfEáráT\ DT I^VV# BYGGINGAVÚRUVERSLUN KÓPAVOGS SF. SÍMI 41000 10.31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.