Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 VlK> MORö-dK/- WAFf/NO Vv3' :'í' }______ .'f- J •'L. - -P -/// GRANI göslari Nei, heyrðu! Ekki veit þetta á gott. Ekki get ég staðið hér á höndunum þínum og samtímis hlaupið eftir hjálp. Afsakaðu kunningi. Ég ætla hara að vckja athygli þína á því, að við erum að skemmta okkur hérna í næsta herbergi, cn þó heyrist varla mannsins mál fyrir hrotunum í þér. BRIDGE Umsjón: Pill Bergsson Varkárni eins spilara getur orðið annars brauð, eins og sannast á spilinu hér að neðan. En það kom fyrir í sveitakeppni fyrir nokkrum árum síðan. Suður gaf, en allir voru á hættu. Norður S. KG1084 H. 3 T. DG53 L. D62 Austur S. Á97 H. ÁG2 T. 76 L. G10954 Suður S. D5 H. K96 T. ÁK1084 L. Á87 Vestur S. 632 H. D108754 T. 92 L. K3 Já, en þú spurðir um framtíðina. H vers vegna áf engislögg j öf ? „Mér fannst í fýrstu lítil ástæða til að svara því litla sem Gísli Ó. vék að mér hjá Vélvakanda 7. sept. Við nánari athugun sýnist mér þó að vert muni vera að vekja athygli á því sem raunverulega skilur með okkur. Þar er um grundvallar- stefnumörkun að ræða. Gísli Ó. segir: „H.Kr. og aðrir þeir sem hræð- ast bjórinn ættu bara að forðast að láta hann inn fyrir SINAR varir en hætta öllum mömmu- og pabbaleik við fullorðið fólk sem kann að meta bjór.“ • Eigum við að hafa stefnu? Hér er nefnilega komið að kjarna málsins. Eigum við að hafa áfengislöggjöf og einhverja stefnu í áfengismálum? Gísli Ó. talar um „fullorðið fólk“. Það gæti bent til þess að hann vildi hafa einhver lögbönn og hömlur við áfengisveitingum og drykkju barna. En hvar ætti að draga mörkin og hvað vill hann gera til að vernda börnin? Ég er í hópi þeirra sem telja gott fordæmi barnavernd. Og ég vil löghelga gott fordæmi að vissu marki. Þegar menn býsnast yfir því að börn og unglingar neyti áfengis þar sem þau koma saman til að skemmta sér spyr ég um fordæmi hinna fullorðnu. Hvar eru áfengis- lausar skemmtanir fullorðinna? Hvar er unglingum gefið gott fordæmi? Hvaða fordæmi gefur borgarstjórn og ríkisvald? • Að kunna að meta Gísli Ó. talar um þá sem kunna að meta bjór. Hvað er að kunna að meta? Er það að þykja gott? Eða er það að vera bær um að leggja alhliða mat á efnið? Hver kann bezt að meta brenni- vín? Er það sá sem því er háðas.tur? Kunna engir að meta morfín nema þeir sem eru ofur- seldir nautn þess? Ég kann að meta bjór þannig að ég veit að í honum er næring og ýmsum finnst hann bragðgóður. En þegar hann er metinn verður líka að taka það með að hann er áfengi — og eins og hvert annað áfengi fær hann vald yfir sumum neytendum sínum. Menn verða áfengissjúklingar af bjór eins og öðru áfengi. Hins vegar er bjórinn sú áfengistegund sem margir telja eðlilegt og jafnvel sjálfsagt að drekka í vinnutíma. • Hverjir verða áfengis- sjúklingar? Þegar ég var ungur heyrðist oft að það væri aumingjaskapur og ræfildómur að geta ekki smakkað vín án þess að verða háður því og missa vald yfir sér. Þá var gjarnan sagt að ræfill væri ræfill og við því væri ekkert að gera. „Við öl og með víni skal meta menn.“ Ofdrykkju- menn væru bilaðir frá upphafi vega. Ég hef reynt að mæla gegn þessari kennirtgu í nærri 50 ár. Ég hef allan þann tíma haldið því fram að það sé eitthvað í gerð manna sem veldur því að tilhneig- ingin verður missterk, — löngunin í drykkinn býsna misjöfn. Nú er farið að viðurkenna þetta og þá er gjarnan sagt að hver sem er geti orðið áfengissjúklingur. Það er vitleysa og raunar mjög hættuleg vitleysa. Enginn bind- indismaður getur orðið áfengis- sjúklingur. Það verður enginn nema fyrir ávana. Sé fylgt hinu gamla og góða ráði þindindis- manna að drekka aldrei fyrsta staupið er hættan engin. Áfengi er eins og hvert annað eitur að því leyti að það grandar ekki öðrum en þeim sem taka það inn. • Samkvæmislífið ræður Nú vitum við að hluti þess hóps sem venst áfengi verður háður því. Væru engir bindindis- menn á Islandi væru áfengissjúkl- ingarnir yfir 20 þúsund. Því yngri sem menn byrja drykkjuna og því oftar sem er drukkið, því fyrr missa menn stjórn á sér. Þoli maður t.d. að drekka 50 sinnum áður en fýsnin er orðin sjúkleg Kirsuber í nóvember Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði Sagnirnar gengu eins á báðum borðum. Suður opnaði á einu grandi, norður stökk í þrjá spaða og suður sagði þrjú grönd, sem varð lokasögnin. Og útspilið var hjartasjö í báðum tilfellum, fjórða hæsta í litnum. Spilararnir í austur létu réttilega gosann til að sambandið milli handa varnarspil- aranna rofnaði síður. En hér skildu leiðir. Á öðru borðanna þorði spilarinn í suður ekki að gefa að ótta við, að vestur ætti ásinn. Honum þótti sem sé varlegra að taka á kónginn til að tryggja sér slaginn. Hann gerði sér ekki ljóst, að eftir það var ekki hægt að vinna spilið. Fékk sjö slagi, 200 til austurs og vesturs. En á hinu borðinu var suður hugrakkari. Hann sá, að austur varð að eiga báða hálitaásana til að spilið ynnist. Hann hikaði því ekki við að gefa hjartagosann og vonaði jafnframt, að austur ætti aðeins eftir eitt smáspil með ásnum. En austur gafst ekki upp. I von um að vestur ætti tígulkónginn sem innkomu spilaði hann strax lágu hjarta undan ásnum. En suður skellti upp kóngnum og læsti þar með hliðinu á samgöngu- leið varnarinnar. Síðan rak hann út spaðaásinn og fékk sína tíu slagi. 630 til viðbótar 200 frá hinu borðinu gerði 13 impa sveiflu. Góð verðlaun fyrir markvissa spila- mennsku. 66 sem var á þönum fram og aftur — því cftirtekt að hann var orðinn hreifur aí öllu víninu. — Um aldamótin, sagði Zacharias hárri rikldu — var hægt að fá snaps fyrir fáeina aura. Nú er brcnnivínið komið í tvö hundruð krónur. svo að ég hcld okkur væri bara nær að ganga í stúku. Og íæri maður á vertshús f gamia daga borgaði maður þrjár krónur fyrir stórt gals af koníaki. Já, það var nú í denn tíð skal ég segja þér. — Já, sagði Klemcns og hellti í glasið hans um leið og hann iagði reikninginn á borð- ið. — Þú verður víst að punga út með ögn meira núna, en ég býst ekki við að þú látir þig muna um það. I>ú sem varst að selja þessi ókjör af grenitrjám. — Já, það geturðu líka bókað. Og Zacharías hafði sýnt honum hvað hann hafði í veskinu og glaðlegi þjóninn sagði. — Ja, hver röndóttur. — Nú held ég að meira að scgja þú hafir rænt banka. Og ef maður væri í peningavand- ræðum veit maður þá hvert er að leita. Zacharfas hló en hann virtist annars hugar og var ekki eins hýr og áður. I raun og veru leið honum ekki séricga vel og iðraðist nú eftir því að hann hafði virt að vettugi öll heilræði læknisins. Hann lauk ekki við kóníakið en bað um sódavatn og tók eina hjartatöflu áður en hann iagði af stað heimleiðis. Ekki datt honum þó eitt andartak í hug að fá sér leigubíl heldur skrölti sem fyrr í gömiu Dodgedrusl- unni sinni eftir blautum vegun- um og heim í bílskúrinn á Móbökkum. Kannski hafði honum verið ómótt um nóttina en um morguninn hlaut honum samt að hafa liðið betur. Morguninn 29. október. Því að hann hafði risið úr rekkju og gert nákvæmlega það sem hann var vanur að gera sunnudagsmorg- un hvern. Hann hafði búið um rúmið sitt og enda þótt hann væri einn sfns liðs á bænum hafði hann farið í sunnudagsfötin. Ilann hafði opnað gluggann til að lofta út og sfðan hafði hann skrúíað frá útvarpinu til að heyra fréttirnar og gladdist yfir því að heyra að karlmaður las áttafréttirnar. Svo bjó hann sér kaffi og fór með bollann inn í svefnher- bergið. Ilann sat lengi við skrifborð- ið í hvítu skyrtunni sinni og svarta vestinu. Hann dreypti á kaffinu og hlustaði annars hugar á útvarpið og taldi með veíþóknun peningana sfna. Bæði þá sem hann hafði haft á sér og aðra sem hann hafði í umslagi og geymdi f peninga- skáp við rúmið. Þetta gerði hann á hvcrjum sunnudegi af sannri ánægju. Enn þennan októbersunnu- dag árið 1950 gerðist þó dálftið sem varð til þess hann gleymdi öllum seðlunum sem þöktu skrifborðið hans. Klukkan sextán mínútur yfir níu var útscnding rofin og tiikynnt að kóngurinn hefði verið að skilja við. — Gústaf konungur fimmti dó klukkan átta þrjátfu og fimm í morgun á Drottnings- holmshöll. Hann lézt í svefni níutíu og tveggja ára gamall og hafði verið við völd í fjörutfu og þrjú ár. Snortinn af þessari tilkynn- ingu hafði Zacharfas risið á fætur. Hann hafði heyrt að fyrirskipað var að um allt land skyldu fánar dregnir í hálfa stöng og án þess að hika staulaðist hann á fætur náði í fiaggið og fór út. Hann veitti því enga athygli hversu kalt og hrátt morgun- loftið var. Hann lagði aila krafta sfna f að koma fánanum eins og hann átti að vera. Og þegar hann hafði hnýtt snærið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.