Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978: 15 valdir til Hollands- ferðarinnar LANDSLIÐSNEFND KSÍ valdi í (?ær 15 leikmenn til að taka Jþátt í landsleik íslands og Ilollands í Njimegen í næstu viku. Asgeir Sigurvinsson kemur nú að nýju inn í landsliðshópinn, en þessi sterkasti knattspyrnumaður okkar hefur ekki leikið með í landsleikjum sumarsins. Þá kemur Dýri Guðmundsson aftur inn í hópinn, en hann var ekki meðal varamanna á móti Póllandi vegna veikinda. Það vekur athygli að 15 leikmenn eru valdir til fararinnar, en ekki 16 eins og venja er. Þeir sem detta úr hópnum frá síðustu tveimur leikjum eru Hörður Hilmarsson, Val, Gísli Torfason, ÍBK, og Róbert Agnarsson, Víkingi. Landsliðshópinn skipa eftirtaldiri Árni Stefánsson, Jönköping, Þorsteinn Bjarnason, IBK, Árni Sveinsson, ÍA, Karl Þórðarson, ÍA, Pétur Pétursson, ÍA, Atli Eðvaldsson, Val, Dýri Guðmundsson, Val, Guðmundur Þorbjörnsson, Val, Ingi Björn Albertsson. Val, Sigurður Björgvinsson, ÍBK, Ólafur Júlíusson, ÍBK, Janus Guðlaugsson, FH, Jóhannes Eðvaldsson, Celtic, Jón Pétursson, Jönköping, Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege. Fararstjórar verða þeir Ellert B. Schram, Friðjón Friðjónsson, Hilmar Svavarsson og landsliðsnefndarmennirnir Árni Þ. Þorgríms- son og Youri Ilytchev, þjálfari. —áij. • Ásgeir að nýju með landslið- inu. KEMUR ALI FRAM HEFNDUM í KVÖLD „Sökin liggur hjá læknunum" AUSTURRÍSKI kappakstursmaðurinn Niki Lauda var óvæginn í garð ftölsku læknanna, sem gerðu að sárum Svíans Ronnie Petcrsons. Lauda lét hafa það eftir sér að það væri algerlega læknunum að kenna, að Peterson lét lífið, vegna þess að þeir gáfu honum enga möguleika á að ná sér af lostinu sem hann hlaut við slysið. Lauda lét rannsaka þetta mál, auk þess sem hann talar af nokkurri reynslu, en fyrir tveimur árum lá hann sjálfur fyrir dauðanum eftir slys á brautinni. Þá hneykslaði það Lauda mjög, að læknarnir skyldu leyfa sjónvarpsvélum að fylgjast með uppskurðinum. Sagði Lauda að þeir hefðu átt að hafa meiri áhuga á starfi sfnu í stað þess að leika sjónvarpsstjörnur. Nokkrir læknar voru ráðgjafar Lauda í rannsókn þessari og voru þeir allir sammála um að meiðsl Petersons hefðu verið slæm, en ekki svo að þau hefðu átt að leiða til dauða hans, ef rétt hefði verið að staðið. MUHAMMED Alí, mesti hnefaleikakappi fyrr og síðar, gerir í kvöld tilraun til nokkurs sem enginn hnefaleikari hefur áður leikið, þ.e.a.s. að verða fyrstur til þess að vinna heimsmeistaratitilinn þrisvar sinnum. Það var í september siðastliðnum, að Leon Spinks vann Ali frekar óvænt og hirti þar með af honum titilinn. í kvöld fær Ali síðan tækifæri til hefnda í Superdome-höllinni í New Orleans. Angelo Dundee, hefur verið þjálf- ari Ali síðustu 18 árin og hann segist vera bjartsýnn að að hinn 36 ára gamli Ali endurheimti titilinn í kvöld. — Eg sé fyrir mér mjög harða en spennandi keppni, sem Ali hefur betur í, hann hefur varla nokkurn tíma undirbúið sig af slíku kappi, enda hafur hann að stóru marki að stefna, þ.e. að verða fyrsti maður til að vinna heimsmeistaratitilinn þrisvar. Og hann vinnur í kvöld, það er ég sannfærður um, enda er hann í svipuðu formi og þegar hann lagði Joe Frazier að velli í Manila árið Í975. Öllum má ljóst vera, að Ali vanmat Spinks í september síðast- liðnum, hann hékk í böndunum meðan Spinks ólmaðist í kring, Ali þóttist ætla að sprengja Spinks með þessu móti. En það var Ali sem þreyttist, enda eru árin farin að segja til sín hjá kappanum og Spinks vann á stigum. Fyrrum læknisráðgjafi Alis, Ferdi Pachecho, er á annarri skoðun, hann segir: — Ég vona svo sannarlega að Ali vinni og setjist síðan í helgan stein sem eini maðurinn sem unnið hefur heimsmeistaratitilinn þrívegis. En undir niðri efast ég, Ali er ekki sami maðurinn og hann var fyrir nokkrum árum, hann virðist stælt- ur og til alls líklegur, en sem læknir get ég sagt, að svo er ekki, barsmíðarnar i gegn um árin eru farnar að segja til sín svo um munar. Það er ekki að spyrja að því, að Spinks logar allur af bjartsýni. En hann er forlagatrúar og segir að sé sér ætlað að sigra sigri hann, annars ekki. Aðstoðarþjálfari Spinks, George Benton, segir: — Spinks verður að berjast eins og hann sé áskorand- inn, vegna þess að fyrir hvert högg sem Ali kemur á hann, eru dómararnir líklegir til að láta það gilda á við 2 eða 3. Annars á þetta ekki að skipta nokkru máli, ef Spinks nær sér á strik. Ali er í góðu formi, en það er á mæli- kvarða 36 ára gamals manns og svo fremi sem hann kemur ekki heppnishöggum á Leon, ætti sigur- inn að vera öruggur. Benton segir, að hinn 26 ára gamli Spinks sé í mörgu líkur Joe Frazier og það séu þá betri hliðar Fraziers, sem Spinks hefur til að bera. — Hann skortir aðeins reynslu, en þrátt fyrir það keppir hann eins og hann ' eigi mörg ár að baki í íþróttinni. Fyrir slaginn í september leið, hafði Spinks aldrei fyrr keppt 15 lotur í einu og hann var á nálum um hvort hann hefði úthald í slíkt. Nú er ljóst að hann fer létt með það og nú er það Ali sem er smeykur um að verða úthaldslaus og því hefur Spinks slaginn í hendi sér. Ali getur ekki unnið Spinks getur getur ekki tapað, það er mín einlæga skoðun, sagði Benton að lokum. • Þessir félagar voru ekki svona brosmildir eftir slysið hörmulega f Monza á Ítalíu um helgina, er þriðji félaginn Ronnie Petterson frá Svíþjóð beið bana í voldugum árekstri. James Hunt, t.v. tókst með snarræði að ná Petterson út úr bflnum, þrátt fyrir ákafar eldstungur og Niki Lauda, t.h., sem var sjálfur við dauðans dyr fyrir tveimur árum eftir svipað slys, hefur vakið mikla athygli fyrir yfirlýsingar sínar um slysið um helgina. Segir Lauda, að læknarnir í Monza, sem fengu Petterson til meðferðar, eigi alla sök á dauða hans. r • Muhammed Ali reytir af sér brandarana á blaðamannafundi fyrir skömmu og a.m.k. kann kona hans Veronica að meta orðaflauminn, hvað svo sem öðrum lfður. Markamunur- n /# inn of mikill AÐ LOKNUM leik Akraness og Kölnar í V Þýzkalandi í fyrrakvöld ræddi blaðamaður Morgunblaðsins á leiknum. Sigtryggur Sigtryggsson, við tvo af leikmönnum ÍA, Weisweiler þjálfara þýzku meistaranna og þá Ellert B. Schram, formann KSÍ, og Ásgeir Sigurvinsson, leikmann Standard Liege, en þeir fylgdust báðir með leiknum. Vegna þrengsla í blaðinu í ga'r urðu viðtölin að bíða. en þau fara hér á eftir. Pétur Péturssoni — Þetta Ásgeir Sigurvinssoni var góður leikur hjá okkur og — Þetta var að mörgu leyti við áttum að minnsta kosti að skemmtilegur leikur og mér fundust Skagamennirnir standa sig vonum framar, sérstaklega þó Karl, sem greinilega var einn vinsælasti leikmaðurinn. Ellert B. Schrami — Mér fundust þetta ódýr mörk, sem Skagamenn fengu á sig. Liðið lék ágætlega á köflum, sérstak- lega í lok fyrri hálfleiks og byrjun þess síðari. Mér fundust þeir leika vel skipulagslega, en það voru göt í liðinu og það gerði gæfumuninn. Við Islendingar þurfum ekkert að skammast okkur fyrir þennan leik. Þarna var verið að leika við tvöfalda meistara V-Þýzkalands. Mér fannst Karl Þórðarson mjög, góður og einn bezti maðurinn á' vellinum. _ sg/_ skora 2 ef ekki 3 mörk. Lið Kölnar var ekki eins sterkt á heimavelli og ég átti von á, en það segi ég satt að ég öfunda þessa kappa af aðstöðunni sem þeir hafa. Ég er sæmilega ánægður með minn leik, en var klaufi að skora ekki mark eða mörk í leiknum, auk þess sem ég átti augljósa vítaspyrnu í leikn- um. Karl Þórðarsoni — Ég get ekki verið annað én ánægður með leikinn sem slíkan. Við lékum upp á að halda knettinum sem mest án þess þó að liggja í vörn og náðum hvað eftir annað góðum skyndisóknum, sem áttu að gefa okkur fleiri mörk, því vörn þeirra var ekki sérlega sterk. J VALSMENN EIGA HROS SKIUÐ • Heimsmeistarinn Leon Spinks hefur æft af kappi fyrir slaginn gegn Ali. En hann tekur enga áhættu og er næstum brynvarinn á æfingum eins og sjá má. ÞAÐ fór ekki fram hjá neinum sem sótti leik Vals og Magdeburg- ar, hve myndarlega var staðið að framkvæmd Vals á Evrópuleikn- um í knattspyrnu sem fram fór á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Var það vel til fundið að fá hljómsveitina Brimkló og Halla og Ladda til þess að skemmta áhorf- endum fyrir leikinn. Fóru þeir á kostum og sköpuðu góða stemmn- ingu meðal áhorfenda. Þá var mýndarlegt að bjóða vallargesti velkomna með stuttri ræðu og flytja um leið smá tölu um árangur Vals í Evrópukeppnum og öðrum motum. Gerði það Her- mann Gunnarsson íþróttafrétta- maður útvarpsins, en hann er eins og allir vita Valsmaður. Hann upplýsti vallargesti um leið hvern- ig á því stendur, að Valur hefur tapað einu sinni í Evrópukeppn- inni á heimavelli. Var það a móti Celtic, og var það eingöngu gert í virðingarskyni við gamlan Vals- mann sem lék með Celtic, nefni- lega Jóhannes Eðvaldsson. Þá vitum við það. Á meðan á fyrri hálfleiknum stóð var svo útbýtt meðal dyggra stuðningsmanna Vals boðsmiðum, þar sem boðið var upp á veitingar í leikhléi. Ekki fóru blaðamenn varhluta af þessum rausnarskap. Undir stúku vallarins í Baldurs- haga hafði verið komið fyrir hlaðborðum með miklum krásum, sem eiginkonur leikmanna höfðu útbúið af miklum myndarskap. Fengu allir heitt kaffi og smurt brauð eins og hver gat í .sig látið. Þá hélt Pétur Sveinbjarnarson stutta tölu þar sem hann þakkaði allan stuðning við knattspyrnu- deild Vals. Um leið og undirritaður þakkar veitingarnar fyrir sína hönd, er hann sannfærður um að hin mikli undirbúningur undir leikinn skap- aði ákveðna stemmningu og það er einmitt það, sem þarf á knatt- spyrnuleik. Mættu önnur félög mikið læra af forystu knatt- spyrnudeildar Vals. — Þórarinn Ragnarsson. • ÁIIORFENDUR að leik Vals og Magdeburgar í fyrrakvöld hafa verið nokkuð á sjöunda þúsund, en 5.900 borguðu sig inn á völlinn. Er það ágæt aðsókn miðað við leiki hér á landi að undanförnu og litlu minna en á landsleikjunum við Bandarikin og Pólland á dögunum. Sjálfsagt hefur það dregið dálaglcgan hóp á leikinn að hljómsveitin Brimkló, Halli og Laddi skemmtu áhorfendum fyrir leikinn. Þessir aðilar tóku ekkert fyrir sinn snúð, en með greiðvikni sinni hafa þeir trúlega bjargað Valsmönnum skaðlausum frá Evrópukeppninni í ár. því aðgangseyrir að þessum leik greiðir kostnað þeirra við síðari leik liðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.