Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 31 m_ IBV þriöja íslenzka liöið til aö komast í 2. umferð Evrópukeppni: „Karl gæti átt heimaf sirkus' Frá blaðamanni Morgunblaðsins, Sigtryggi Sigtryggssyni. BLÖÐIN hér í V-Þýzkalandi Ijúka öll miklu lofsorði á lið Akurnesinga og mikil undrun kemur fram í beim yfir getu bess, sem var óheppið að tapa meö priggja marka mun fyrir Köln í fyrrakvöld. í öllum blöðunum er Karli Þórðarsyni hrósaö sérstaklega og pessum knáa leikmanni er líkt við Allan Simonsen og sum peirra segja aö með knatttækni hans ætti hann ekki síöur heima í cirkus en á knattspyrnuvelli. Þau segja að leikur Karls hafi verið sérstakur kapituli í leiknum og í einu peirra segir að pessi smávaxni islendingur hafi skelft risana frá Köln. í spjalli við Morgunblaðið sagði Karl, að þaö hefði alltaf veriö • Ian CallaKhan yfintaf I gær herbúðir Kvrópumeistara Liverpouls ok Kerðist lismaður Swansea í þrrðju deild. CallaKhan fékk .frjálsa sölu", en hann hefur leikið fleiri leiki fyrir Liverpool en nokkur annar leikmaður. AIls hefur hann 850 leiki að baki ok þar af 640 í ensku deildakcppninni. Ferill þessa sterka leikmanns hefur verið einstakur ok í fyrra var hann kallaður til liðs við enska landsliðið eftir 11 ára fjarveru. Iljá Swansea verður hann f KÓðum félaKsskap Kamalla kappa frá Liverpool. John Toshack er framkvæmdastjóri ok leikur einnÍK með liðinu, ok þar eru Ifka þeir Timmy Smith, Phil Boersma ok Alan Waddle. Þá var John Duncan f K«er seldur frá Tottenham Hotspur til Derby County fyrir 150 þúsund pund. Er hann fyrsti leik- maðurinn, sem yfirgefur Tottenham sfðan ArKentínumennirnir Ardiles ok Villa voru keyptir til félagsins f sumar. -áij. draumur sinn að komast í atvinnu- mennsku. Nú væri hann loksins kominn í sviðsljósið og vonandi væri sinn tími kominn. Vitað er að margir „njósnarar" fylgjast með landsleik íslands og Hollands í næstu viku og trúlega veröa jafn margir þar til aö skoða Karl og Pétur Pétursson, sem einnig er mikið umtalaður. í herbúöum Skagamanna er glatt á hjalla og menn almennt ánægöir með leikinn, þó munurinn hafi orðið þrjú mörk. George Kirby þjálfari liösins er í hópnum talinn hafa einstaka spádómsgáfu og fær hann óspart aö heyra það. Ástæðan er sú að fyrir bikarúrslitaleik Vals og ÍA á dögunum sagði hann við sína menn í búnings- klefanum fyrir leikinn aö leikurinn endaði 1:0 og Pétur myndi skora markið. Fyrir leikinn í fyrrakvöld sagöi hann sömuleiðis í búningsklef- anum: Matthías, ég hef það á tilfinningunni að þú skorir í kvöld á móti Köln. ■ ■ Orn jafnaði á síð- ustu sekúndu leiks- ins í Belfast í gær Frá Colin McAlpin, fróttamanni Morgunblaðsins í Belfast MARK ARNAR Óskarss. á 91. minútu leiks Vestmanneyin>?a og Glentoran á Oval-Icikvanginum hér í Belfast í gærkvöldi kom sem köld vatnsgusa framan í hina 5.000 áhorfendur að leiknum. Mark þetta sló Glentoran út úr Evrópukeppninni. þar sem leikurinn endaði 1.1. Vestmanneyingar halda áfram á reglunni um fleiri mörk skoruð á útivelli ef stig og mörk liða eru jöfn. Fyrri leikur liðanna í Kópavogi á dögunum endaði með 0.0 jafntcfli. Áður höfðu aðeins Valur og Akranes komizt áfram í Evrópukeppni og Valur meðal annars verið slegið út af Glentoran frá N Írlandi. Eftir jafnteflið í Kópavogi áttu fæstir von á að Eyjamenn kæmust áfram. en með góðri baráttu og dálítilli heppni eru þeir þriðja íslenzka liðið til að ná þessum árangri. Lið Glentoran réð lögum og lofum í leiknum framan af og skoraði mark sitt á 45. mínútu fyrri hálfleiksins. Þar var Bill Caskey að verki og skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Jamieson og framlengingu O’Neils. Er leið á seinni hálfleik- inn gerðust leikmenn Glentoran værukærir, töldu sigurinn greini- lega vísan, en leikmenn IBV voru ekki á því að gefast upp. Þeir börðust af grimmd og um það leyti, sem leikmenn Glentoran bjuggust við lokaflautu dómarans og áhorfendur voru byrjaðir að fagna sigrinum skoraði Örn Óskarsson jöfnunarmarkið. Hann hafði byrjað leikinn sem bakvörður, en er Sigurlás varð að yfirgefa leikvöllinn vegna skurðar á augabrún um miðjan seinni hálfleikinn tók Örn stöðu hans. Sú breyting hleypti nýju blóði í lið IBV og mark liðsins var mjög gott. Valþór Sigþórsson gaf góða send- ingu fyrir marki og svo virtist sem Mathews markvörður hefði knött- inn. En áður en hann gæti gómað boltann kom Örn aðvífandi eins og fellibylur, stakk sér fram fyrir markmanninn og sópaði knettin- um í netið. I fyrri hálfleiknum lék lið Glentoran mjög vel, drifið áfram af Jemieson, sem átti stórleik á miðjunni. Hvað eftir annað fékk hann að byggja upp sóknarlotur, sem síðan buldu á varnarmönnum IBV. Þeir höfðu í nógu að snúast. Friðfinnur var mjög sterkur og bakverðirnir Örn og Einar börðust af hörku. Bezti maður varnarinnar var þó Arsæll Sveinssin, markvöð- ur, sem átti þarna sennilega sinn „lífsins leik“. Leikmenn Glentoran hefðu átt að geta gert út um leikinn, Jamieson átti skot hárfínt framhjá, Ársæll varði af snilld frá Porter og Jamieson átti hörkuskot í þverslá. Hinum megin á vellinum átti Óskar Valtýsson gott skot af 25 metra færi, sem Mathews varði og Gústafi Baldvinssyni var gróf- lega brugðið innan vítatigs, en vítaspyrnan, sem blasti við, var þó ekki dæmd. I seinni hálfleik róaðist leikur- inn og jafnaðist. Smátt og smátt náði lið IBV undirtökunum í leiknum. Eftir að þeir Tómas Pálsson og Sigurlás Þorleifsson höfðu báðir farið útaf vegna meiðsla, en þeir höfðu ekki mikið haft sig í frammi og fengið fáa bolta til að vinna úr, jókst baráttan í liði ÍBV. Lið Glentoran átti þó vítaspyrnu á 64. mínútu, en dómarinn dæmdi ekkert er Þórður Hallgrímsson braut á McFall. Lið Glentoran var hreinlega hætt undir lokin og það hlaut að koma að því að Vestmanneyingar skor- uðu. Það tókst þeim á 91. mínút- unni eins og áður er lýst og ekkert var hægt að segja við markinu og jafnteflinu eins og leikurinn þróaðist, en miðað við fyrri hálfleikinn þá átti n-írska liðið að vinna öruggan sigur. Eftir leikinn kom til átaka er æstir og sáróánægðir stuðnings- menn Glentorans ætluðu að ryðj- ast inn á völlinn. Var einn stuðningsmanna liðsins handtek- inn og dómari gefur ugglaust skýrslú um málið, sem gæti reynzt Glentoran dýrt næsta ár vegna hugsanlegs bann við að nota heimavöll. Vestmanneyingar glöddust eins innilega að leiknum loknum og leikmenn Glentorans voru óánægðir. Bezti maður ÍBV í leiknum var Ársæll Sveinsson, en Örn Óskars- son var stjarna liðs síns að þessu sinni. • Örn óskarsson, stjarna ÍBV í gærkvöldi. FRIÐFINNUR VAR ROTAÐUR ILEIKSLOK ÓEIRÐIR brutust út meðal áhorfenda að loknum leik ÍBV og Glentoran í Belfast í gærkvöldi. Ætlaði hópur áhorfenda yfir girðingarn- ar og inn á völlinn, en lögreglunni tókst að stöðva þá flesta. Nokkrir komust þó í hóp leikmannanna þegar þeir yfirgáfu völl- inn. Samkvæmt frétta- skeytum réðust þeir að leikmönnum ÍBV og var Friðfinnur Finnbogason sleginn niður. Hann missti meðvitund og að sögn Geirge Skinner, þjálfara ÍBV, í samtali við Reut- er-fréttastofuna þurfti að flytja Friðfinn á sjúkrahús til aðhlynningar. • Ársæll Sveinsson átti snilldarleik. Finlux er frabær finnsk framleiðsla. In - Line myndlampi (RCA). Kalt einingakerfi. Snertirásaskipting. Spennuskynjari. Viðarkassi. Möguleikar fyrir plötu og myndsegulbandstæki. ■-- 22“ kr. 410 Þús. 22“ m/fjarst. kr. 460 Þús. 26% kr. 465 Þús. 26“ m./ fjarst. kr. 525 Þús. BORGARTUN118 REYKJAVÍK SÍMI 27099 ■J SJÓNVARPSBÚDIN Fínlux Finlux Finlux Finlux AÐRIR ÚTSÖUSTAÐIR: Reykjavík: Radió & Sjónvarpsverkst. Laugav.147 Grindavík: Versl. Báran Selfoss: Höfn h/f. Vestmannaeyjar Kjarni s/f. Höfn Hornafirdi: K.A.S.K. Stöóvarfjöróur: Kaupfélag Stöðfirðinga Eskifjörður: Versl. Elísar Guðnas. Seydisfjörður: Stálbúðin Egilstadir Rafeind Vopnafjörður Versl. Ólafs Antonssonar Húsavík: Kaupfél. Þingeyinga Akureyri: Vöruhús K.E.A. Dalvík: Ú.K.E Ólafsfjörður. Valberg h/f. Ólafsfjörður: Kaupfélagið Siglufjöröur Ú.K.E. Sauóárkrókur Kaupfél. Skagfirðinga Blönduós: Kaupfél. Húnvetninga Hvammstangi: Kaupfél. V-Húnvetninga Hólmavík: Risverslunin Bolungarvík: Radióv. Jóns B. Haukssonar Tálknarfjörður. Kaupfél. Tálknafjaröar Ólafsvík:Tómas Guðmundsson Finlux Finlux Finiux Finlux Finlux Finlux

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.