Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 32
,\u<;lvsin<;asimi\n er: 22480 JH#r0unbIn&iö FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 ari kaup á síld FORSVARSMENN sfldar- verkunar í landinu og fulltrúar útgerðarmanna komu saman til fundar í gærmorgun í sjávarútvegs- ráðuneytinu til að ræða um stöðuna í sfldarsölumálun- um. Fundinum stjórnaði Loðnubátar á leið til lands TIU loðnuskip voru á leið til lands af miðunum milli Jan Mayen og Graenlands í gær. Átta skip voru með afla frá því á þriðjudag — Örn 580, Hákon 450, Pétur Jónsson 600, Jón Finnsson 320, Sæbjörg 350, Gjafar 300, Skírnir 340 og það sem af var síðasta sólarhring voru Sigurður á leið til lands með 850 tonn og Rauðsey með 300. Jón Arnalds ráðuneytis- stjóri og í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann, að engin sérstök ákvörðun hefði verið tekin á fundinum, heldur hefði verið rætt almennt um málin og væri fyrirhugað að halda því áfram. Þá fékk Morgunblaðið það staðfest í gær, að þá hefði komið skeyti frá rússneskum stjórnvöldum þess efnis, að óskað væri eftir frekari viðræðum um síldarkaup Rússa mjög fljótlega og er gert ráð fyrir að fulltrúar Síldarútvegs- nefndar haldi til Moskvu fljótlega eftir helgi. Unnið var kappsamiega að þvi í öllum matvöruverzlunum síð- degis í gær að verðmerkja vörur í verzlunum í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um lækkun verðs á matvöru, Matvaran lækkuð Áhrif bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar; sem er fólgin bæði í afnámi söluskatts af ýmsum matvörum og auknum niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum. Myndin er tekin í einni verzluninni í gær. Vidrædur vid Rússa um frek- Nýja bíó: Stjörnu- stríð á 50 milljónir NÝJA BÍÓ hefur keypt sýn- ingaréttinn á Star Wars eða Stjörnustríði — þeirri kvik- mynd sem vinsælust hefur orðið í sögu Hollywood allt fram á þennan dag. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Nýja bíós, er þegar búið að texta myndina, en ekki er endanlega afráðið hvenær myndin verður sýnd hér á landi. Hann kvað þó fremur ólíklegt að myndin yrði jólamynd kvikmyndahússins í ár, heldur kvaðst hann gera ráð fyrir að myndin yrði sýnd nokkru fyrr. Að því er Morgunblaðið hefur fregnað keypti Nýja bíó þessa einu mynd fyrir 16 þúsund dollara eða tæplega 50 milljónir króna, þ.e. sýningarréttinn á íslandi og þetta tiltekna eintak af myndinni, og að því er Mbl. er tjáð er þetta hæsta verð sem íslenzkt kvikmyndahús hefur greitt fyrir eina mynd. Sigurður staðfesti þetta verð en taldi það þó ekkert einsdæmi, því að Sound of Music og Jaws hefðu verið í áþekkum verðflokki eftir því sem hann vissi best. 2/3 launþega landsins lækka í dagvinnulaunum TVEIR þriðju hlutar allra launþega landsins lækka í launum við þær efnahagsráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur lögleitt. Er hér átt við dagvinnutaxta. Öll laun í dagvinnu, sem eru undir 211 þúsund krónum á mánuði. lækka og öll laun. sem eru yfir 370 þúsund krónum, lækka. Dagvinnulaun allra verkamanna lækka. flestra verzlunarmanna og mikils hluta iðnaðarmanna. Laun um 3 þúsund félaga í BSRB og um 1.400 félaga innan BHM lækkuðu hinn 10. september, þ.e.a.s. fólkið var á hærri Iaunum fyrstu 10 daga mánaðarins en það er síðustu 20 dagana. Launalækkunin er misjöfn eftir starfsgreinum. Gefnar hafa verið út tvær launatöflur fyrir ríkis- starfsmenn, nr. 64 og 64A. Töflu 64 fylgir skrá yfir verðbótaviðauka og sé hann lagður saman við töfluna kemur allt að 12 þúsund króna lækkun í ljós á neðsta flokki. Síðan dregur úr lækkuninni stig af stigi, þar til komið er í 10. til 12. launaflokk, þá hverfur mismunur- inn og um miðbik launatöflunnar fá launþegar hækkun. Aftur kem- ur fram lækkun í 29. flokki og upp úr. Hið sama á sér stað í Nýtt búvöruverð: Sauðfjárafurðir hækkuðu um 13% í verðlagsgrundvelh Á FUNDI 6-manna nefndar framleiðsluráðs land- búnaðarins í gær var gengið endanlega frá búvöruverð- inu, en ekki hafði verið lokið verðákvörðun á sauðfjárafurðum, enda þótt verð á nautakjöti lægi fyrir. Sauðfjárafurðirnar voru hækkaðar í gærkvöldi um 12.86% í grundvellinum og þá jafnt kindakjötið nýja sem ull og gærur. Nýja lambakjötið lækkar um sem næst 13% miðað við það verð er gilti í ágústmánuði, og eftir því sem Morgunblaðið kemst næst mun t.d. smásöluverð á'kindakjöti vera liðlega 955 kr. súpukjötið — frampartar og síður, 1152 krónur kg af lærum, kílóið af kótelettum á 1302 kr. og hvert kíló af heilum skrokkum um 944 krónur. Hins vegar eru til í landinu milli 600 og 700 tonn af kindakjöti frá fyrra ári og samkvæmt lækkun- inni nú vegna aukinna niður- greiðslna og afnáms söluskatts lækkar það kjöt úr 1099 krónum í 688 krónur, heil læri úr 1329 krónum í 864 krónur, kótelettur úr 1497 kr. í 993 og heilir skrokkar úr 1085 kr. í 679 krónur. Niðurgreiðslur fyrir kindakjöt í 1. verðflokki voru 363 kr. hvert kg, en eru nú 581, fyrir 2. verðflokk voru þær 297 en eru 475 og 3. verðflokk eru þær 280 en voru 175. Sláturkostnaður frá fyrra ári hækkaði í verðlagsgrundvellinum um 53% og er hækkun vinnulauna þar langsamlega fyrirferðarmest. Ull og gærur hækkuðu hlutfalls- lega á sama hátt og aðrar sauðfjárafurðir, enda þótt verk- smiðjurnar er vinna úr ullinni hefðu talið fyrra verð í hámarki. Sagði Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar Sambandsins, að hann teldi fyrir- sjáanlegt að vegna þessarar verð- breytingar á ullinni yrðu að koma til auknar niðurgreiðslur úr ríkis- sjóði. STJÓRN Seðlabanka íslands sam- þykkti i gær hækkun afurðalána vegna framleiðslu á saltfiski og freðfiski í samræmi við hækkun sölusamtaka þessara greina á útborgunarverði til framleiðenda. Sú hækkun var hjá freðfiskfram- launatöflu BHM og verða þessar breytingar við sömu krónutölurn- ar og í töflu BSRB. Um 36% ríkisstarfsmanna lækka í launum, en þar sem launasvið ríkisstarfsmanna er hærra en launþega á landinu öllu, verður hlutfall þeirra, sem lækka í launum, enn hærra eða um 66,7%. Sé tekið dæmi úr launatöflu Sambands íslenzkra bankamanna, en bankamenn fá eins og ríkis- starfsmenn fyrirfram greidd laun og því liggja fyrir eins og hjá ríkisstarfsmönnum tvær launa- töflur, kemur í ljós að allir bankamenn, sem fá laun greidd samkvæmt 6. flokki, að undan- teknu þriðja þrepinu, lækka í launum. Lætur nærri að þar sé svipað hlutfall launþega sem lækkar og vinnur hjá ríkinu, þ.e.a.s. um 36 til 40% og er lækkunin þar allt að 12 þúsund krónum. Ástæður þessarar þróunar eru að ríkisstjórnin greiðir niður 7,9 vísitölustig, en verðbótavísitalan átti hinn 1. september að hækkæ um 8,10%. Niðurgreiðslan lækkar verð matvöru, en sú staðreynd kemur öllum launþegum landsins til góða og einnig þeim þriðjungi sem fær hækkuð laun við Itráöa- birgðalög ríkisstjórnarinnar. leiðendum 5% hækkun vegna septembermánaðar og hjá salt- fiskframleiðendum um 12% hækk- un og var þá haft í huga að allt frá því í vor hefur ekki fengist hækkun vegna óvissu á Portúgals- markaði. Afurðalán hækkuð í fiskframleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.