Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 1
210 tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Somozasinnar skjóta látlaust Leon, Nicaragua, 15. sept. Reuter. AP ÞJÓÐVARÐLIÐIÐ í Nicaragua hélt í dag uppi látlausum árásum á vígi uppreisnarmanna í bænum Leon í norðurhluta landsins með eldflaugum, fallbyssum og vélbyss- um. Flóttamenn sögðu í dag frá stöðugum sprengingum og blaða- menn sem þjóðvarðliðar stöðvuðu við vegatálma hjá bæjarmörkunum sáu flugvélar skjóta eldflaugum á uppreisnarmenn. Flóttamennirnir sögðu að skæru- liðar þjóðfrelsisfylkingar Sandinista veittu enn viðnám í San Fel- ipe-hverfinu í Leon sem er annar stærsti bær Nicaragua. Liðsauki um 400 stjórnarher- manna var sendur í dag til Leon þar sem 300 þjóðvarðliðar réðust til atlögu gegn vígjum uppreisnar- manna í gær. Þeir eru meðal annars búnir þungum vélbyssum og fyrsta skriðdrekanum sem hefur sézt í bardögunum til þessa. Eining um gjaldeyris- bandalagið Aachen. 15. september. AP. VALERY Giscard d'Estaing, for- seti Frakklands, og Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzka- lands, sögðu í dag að þeir hefðu jafnað ágreining sinn um fyrir- hugað gjaldeyrisbandalag Evrópu og að þeir mundu skýra frá fyrirætlunum sínum í næstu viku. Hið nýja kerfi mun tengja saman gjaldeyri aðildarlanda Efnahagsbandalagsins og sam- komulagið er árangur tveggja daga-viðræðna þjóðarleiðtoganna. Tilkynningin um samkomulagið fylgir í kjölfar frétta um alvarleg- an ágreining Frakka og Vestur-Þjóðverja um fyrirhugað gjaldeyriskerfi sem leiðtogar EBE hafa rætt í marga mánuði. Um helmingur bæjarbúa er flúinn en margir ungir menn hafa orðið eftir til þess að hjálpa skærulið- um.Flugvélar hafa einnig verið sendar yfir bæinn til að hvetja bæjarbúa í hátölurum til þess að halda sig innan dyra. Stjórn Venezúela hefur sent utan- ríkisráðherra sinn og fimm herflug- vélar til nágrannaríkisins Costa Rica og litið er á það sem stuðning við stjórn landsins gegn stjórn Nicara- gua sem er sökuð um að hafa rofið lofthelgi Costa Rica. í Genf segir Alþjóða Rauði kross- inn að tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins hafi beðið bana í vísvitandi árás sem þjóðvarðliðar hafi gert ábílalest Rauða krossins. Skemmdir i farviðri Tokyo, 15. sept. Reuter Fellíbylurinn Irma æddi yfir suðvesturhluta Japans með 130 km hraða á klst í dag og að minnsta kosti fimm biðu bana, eins er saknað og 90 slösuðust að sögn yfirvalda. Fellibylurinn æddi beint á borgina Shimonoseki á suð- vesturodda aðaleyju Japans, Honshu, og olli svo miklum truflunum á sjó, í lofti og á landi að minnsta kosti 65.000 ferða- menn komust ekki leiðar sinnar. Frá viðræðunum í Camp Davidi forsetarnir Carter og Sadat fá sér gönguíerð. Camp David fundi naumlega biargað Camp David, Maryland, 15. sept.AP. Reuter. VIÐRÆÐURNAR í Camp David héldu áfrain í kvöld og blaðafull- trúi Hvíta hússins gerði ráð fyrir því að þær stæðu að minnsta kosti fram a sunnudag samtímis því sem hann ítrekaði áskorun bandarísku stjórnarinnar til leið- Smith er bölsýnn Umtali, Rhódesíu, 15. sept. Reuter. AP. IAN Smith. forsætisráðherra Rhódesi'u, fór í dag til bæjarins Umtali á landamærum Mozam- bique sem varð fyrir árás skæru- Hða í síðustu viku og reyndi að stappa stálinu í bæjarbúa. En Smith var heldur svartsýnn á horfurnar í stríðinu við skæru- liða og sagði á fundi að það gengi ekki nógu vel. Jafnframt útilokaði hann frekari beinar viðræður við leiðtoga Föðurlandsfylkingar blökkumanna, Joshua Nkomo og Robert Mugabe. í Salisbury bar rhódesíska herstjórnin til baka staðhæfingar skæruliða um að 11 suður-afrískir liðsforingjar hafi verið meðal þeirra 48 sem biðu bana þegar rhódesísk Viscount-flugvél var skotin niður fyrir tveimur vikum. Einnig var vísað á bug þeirri staðhæfingu skæruliða að þeir hafi skotið niður aðra rhódesíska flugvél síðan Viscount-vélin fórst. toga Egypta og Israelsmanna um að sýna meiri sveigjanleika. Heimildir á ráðstefnunni herma að viðræðurnar hafi nánast runnið út í sandinn í gærkvöldi en að sigrazt hafi verið á erfiðleikunum og að meiri bjartsýni hafi' gætt þegar viðræðurnar voru teknar upp að nýju í dag. Áttunda daginn í röð hittust Menachem Begin forsætisráðherra og Anwar Sadat forseti ekki formlega og sagði Judy Powell blaðafulltrúi að slíks fundar væri ekki þörf. Carter forseti hélt áfram sátta- semjarahlutverki sínu og r'æddi við Mqshe Dayan utanríkisráð- herra Israels. Dayan ræddi við Sadat í gær. ísraelskir heimildarmenn kváðu þær fréttir ýktar að við hefði legið að slitnað hefði upp úr viðræðun- um í gærkvöldi en viðurkenndu að dagurinn hefði verið erfiður. Powell var þráfaldlega spurður um þetta í dag og kvaðst gera sér grein fyrir sögum um að Sadat og Begin kæmi ekki vel saman en sagði að hann væri ekki í aðstöðu til að lýsa andrúmsloftinu. Hann bar orðróminn ekki bein- línis til baka en sagði fréttamönn- um að ísraelskir og egypzkir samningamenn hefðu gefið til kynna að enginn illvilji ríkti milli leiðtoganna. Powell sagði að bæði væri rætt um framtíð Sinai og vesturbakka Jórdan. Þetta er fyrsta opinbera viðurkenningin á því að Begin og Sadat greinir á um bæði Sinai og vesturbakkann. ¦ Bretar góma Astrid Proll London, 15. septembcr. Reuter. AP. BREZKA lögreglan handtók í dag Astrid Proll, þá hryðjuverka- konu Vestur-Þjóðverja sem hvað mest hefur verið leitað og talin er ein af stofnendum Baader-Mein- hof-samtaka borgarhryðjuverka- manna. Lögfræðingur hennar sagði seinna að ungfrú Proll hefði tekið upp algjörlega nýja lifnað- arhætti, lifði heiðvirðu lífi í Bretlandi og vildi verða um kyrrt í landinu. Hún var við vinnu sína á bifreiðaverkstæði sem er rekið á vegum stjórnarinnar í London þegar hún var handtekin. Hún hafði fengizt við kennslustörf á verkstæðinu í 10 mánuði þegar lögreglan handtók hana. Lögfræðingur ungfrú Proll, Dean Sargent, hafði eftir ungfrú Proll að hún hefði búið í Bretlandi í fjögur ár, að henni hafði verið sleppt úr haldi í Vestur-Þýzka- landi af heilsufarsástæðum, að hún óttaðist að hún kæmist í lífshættu ef hún yrði framseld til Vestur-Þýzkalands, bæði af heilsufarsástæðum og af því hún óttaðist um líf sitt, og að hún hefði ekkert samband haft við Baad- er-Meinhof síðan hún kom til Bretlands. Ungfrú Proll var leidd burtu í handjárnum frá verkstæðinu og sagði grátandi við vinnufélaga sinn: „Þú sérð mig ekki aftur." Hún var yfirheyrð i kvöld og búizt er við að beiðni um framsal hennar verði lögð fram á morgun. Yfirvöld í Bonn vilja fá ungfrú Proll framselda fyrst og fremst í sambandi við tilraun sem var gerð til að myrða tvo vestur-þýzka lögreglumenn í febrúar 1971 og vegna rána. Vestur-þýzka lögregl- an hefur leitað að ungfrú Proll í rúm fjögur ár síðan hún flúði þegar réttarhöld fóru fram í máli hennar í Frankfurt. Vesturþýzka hryðjuverkakonan Astrid Proll sem hefur verið handtekin í London. Myndin er írá réttarhöldum gegn hryðjuverkamönnum í Frankfurt 1973. Stapp í Portúgal Lissabon. 15. sept. Reuter. PORTÚGALSKIR stjórnmála eliðtogar reyndu í dag að finna viðunandi leiðir til myndunar traustrar ríkisstjórnar í kjölfar falls 17 daga bráðabirgðastjórn- ar Alfredo Nobre Da Costas forsætisráðherra, skammlífustu stjórnarinnar sem hefur verið við völd frá byltingunni 1974. Fall stjórnarinnar er persónu- legt áfall fyrir Antonio Ramalho Eanes forseta sem valdi Da Costa án þess að hafa áður fengið til þess samþykki leiðtoga helztu stjórn- málaflokkanna. Forsetinn ráðgaðist við ráðu- nauta sína í dag en mun ekki ráðfærast að nýju við leiðtoga stjórnmálaflokkanna fyrr en í ! næstu viku. Framkvæmdastjórn sósíalista- flokksins kom saman í dag til að ræða skipun nýrrar stjórnar er njóti meirihlutastuðnings á þingi. Mario Soares, leiðtogi flokksins, sagði að lausn á stjórnarkrepp- unni fyndist með því að samræma afstöðu forsetans og stjórnmála- flokkanna. Hann sagði að ný stjórn þ'yrfti ekki endilega að styðjast við stjórnmálaflokkana en nauðsyn- legt væri að hún væri valin á grundvelli viðræðna við flokkana og að hún væri örugg um meiri- hlutastuðning á þingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.