Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 3 Ingí R.Í stjóm Sinfóníu- hljómsveitar Á FUNDI borgarráðs sl. þriðju- dag var samþykkt að tilnefna i Inga R. Helgason í stjórn Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Ólafur B. Thors var áður fulltrúi Reykja- víkurborgar í stjórn hljóm- sveitarinnar. Gaffalbitar til Sovét fyrir 163 millj. kr. SÖLUSTOFNUN lagmetis og skrifstofa viðskiptafulltrúa Sovétríkjanna hafa undirritað samning um viðbótarsölu á 1 gaffalbitum til Sovétríkjanna og er samningsupphaeðin 163,1 m.kr. og er þetta 4. samningurinn á árinu. Alls hefur verið samið um sölu á nær 10 milljónum dósa og er CIF-verðmæti þeirra rúmlega 1,2 milljarðar króna, og í frétt frá Sölustofnun lagmetis segir að Sovétríkin séu enn sem fyrr stærsti kaupandi íslenzks lagmet- is. Framleiðendur gaffalbitanna eru K. Jónsson á Akureyri og Lagmetisiðjan Siglósíld, Siglu- firði. Lítil loðnuveiði: Láta vita af sér gegnum Scoresbysund ENN ER dræm veiði á loðnumið- unum norður af landinu. en frá því í fyrrakvöld fram til kl. 15 í gær tilkynntu 7 bátar um afla, og var enginn með yfir 500 lestir. Loðnuskipin eru nú drcifð á stóru svæði út fyrir Norðurlandi, vest- ur af Jan Mayen og undan austurströnd Grænlands. Hafa sum skipanna verið að veiðum u.þ.b. 40 rnilur austur af Scorpes- bysundi og gegnum strandstöð- ina þar hafa skipin stundum látið vita af sér. Skipin sem tilkynntu um afla í fyrrakvöld og í gær eru þessi: Magnús NK 230 lestir, ísleifur VE 450, Hrafn Sveinbjarnarson 240, Óskar Halldórsson RE 390, Stapa- vík SI 300, Víkurberg GK 100 og Helga RE 40 lestir. stöðum. Lögreglumenn munu hjálpa þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Skipulagningu verður þannig háttað að fatlað fólk sem kemur í einkabílum geti tekið þátt í jafnréttisgöngunni í bílum sínum. Könnun sem Sjálfsbjörg hefur framkvæmt sýnir að þátttaka fatlaðra verður mjög almenn. Jafnframt skorar Sjálfsbjörg á alla sem vilja berjast fyrir jafn- rétti í þjóðfélaginu að taka þátt í göngunni. Þeir sem verða við störf seru beðnir að æskja leyfis frá störfum til þátttöku og skorar Sjálfsbjörg á forráðamenn vinnu- staða að veita slíkt leyfi. Sé almennur vilji á vinnustöðum að taka þátt í Jafnréttisgöngunni skorar Sjálfsbjörg á fyrirtæki að loka vinnustöðum meðan á göng- unni stendur. Frekari vitneskja er látin í té á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Símar 17869 - 29128 - 29136. Tímar í lífi þjódar AB gefur út ritröð með þremur sögum Indriða G. ALMENNA bókafélagið heíur sent frá sér sem ritröð skáldsög- ur Indriða G. Þorsteinssonar Land og synir, Norðan við stríð og Sjötíu og níu af stöðinni. Ilefur þessi ritröð hlotið heitið Tímar í lífi þjóðar og stendur það heiti framan á spjöldum bókanna en síðan heldur hver saga sínum upphaflega titli á kili og titilblaði. í fréttatilkynningu frá AB segir: „Þessar þrjár skáldsögur Indriða G. Þorsteinssonar eiga það sameiginlegt m.a., að þær gerast allar á mestu umbreytingatímum sem yfir íslendinga hafa gengið og á þeim sviðum þar sem mestu Höfn Ilornafirði í DAG verður afhjúpaður minnis- varði um Jón Eiríksson konferens- ráð. Lionsklúbbur Hornafjarðar hefur haft forgöngu um að minnis- varða þessum er komið upp og Indríði G. Þorsteinsson. mun afhenda hann sýslunni. Minnisvarðinn er gerður af Sigur- jóni Ólafssyni myndhöggvara og stendur hann við þjóðveginn við bæinn Skálafell í Suðursveit fæð- ingarstað Jóns. Gunnar. breytingarnar áttu sér stað. Um sameiginlegar persónur er ekki að ræða og er því hver saga algerlega sjálfstæð, en sögurnar leitast allar við að lýsa því fólki sem lifði breytingarnar, viðhorfum þess og andlegri líðan. Land og synir er hér fyrst í tímanum og gerist í sveitinni fyrir stríðið þegar heimskreppa og lífsskoðun nýrra tíma nagar þús- und ára rætur íslenzks bænda- þjóðfélags. Æskan getur ekki lengur byggt á þeim undirstöðum sem nægt höfðu forfeðrum hennar kynslóð eftir kynslóð. Hún flosnar upp og hverfur til borgarinnar. Norðan við stríð fjallar um hernámsárin og sýnir hvernig stríðið umturnar hinu kyrrláta og formfasta lífi, breytir hægum skrefum í kapphlaup og sjálfsör- yggi borgarans í stríðsgróðafíkn. Sjötíu og níu af stöðinni er í rauninni eftirleikur breytinganna, fjallar um lif hins unga sveita- manns í borginni árin eftir stríðið, baráttu hans þar og vonbrigði. Hann reynir að snúa til baka, en það mun aldrei takast. Afhjúpaður minnisvarði við Skálafell Þessi líku sögusvið hafa ráðið hinu sameiginlega nafni sagn- anna, Tímar í lííi þjóðar, og þau hafa ráðið því að þær eru nú gefnar út sem ritröð. Útlit bókanna er hið sama og tveggja síðustu skáldsagna Ind- riða G. Þorsteinssonar sem AB hefur gefið út. Land og synir er 235 bls., 79 af stöðinni 148 bls. og Norðan við stríð 243 bls. Þessi nýja útgáfa er 2. útgáfa Lands og sona, I'4. útgáfa Sjötíu og níu af stöðinni og þriðja útgáfa af Norðan við stríð. Bækurnar eru unnar í Prent- smiðjunni Odda, Offsetmyndum og Félagsbókbandinu." „Lítum á markaðinn fyrst og fremst sem skemmtun fyrir borgarbúa” A LÆKJARTORGI opnaði í gær útimarkaður þar sem seldar eru ýmis- legar vörur svo sem græn- meti, blóm, bækur, hljóm- plötur keramik og fatnað- ur. Arkitektarnir Kristinn i Ragnarsson og Gestur Ólafsson eru upphafs- menn þessa markaðar og reka hann sem sjálfs- eignarstofnun. Gestur tjáði Mbl. að markaðurinn væri ekki rekinn í hagnaðarskyni en ef ein- hver hagnaður yrði myndu þeir nota hann til þess að fegra umhverfið í miðbænum, t.d. með því að koma upp bekkjum og sorptunnum. í framtíðinni munu 2 tjöld vera á torginu en það seinna er enn ekki tilbúið. Einnig hafa þeir félagar sótt um, til borgar- yfirvalda, að koma upp hitun og lýsingu í tjöldunum. Gísli sagði að í byrjun hefðu þeir einnig sótt um aðstöðu til þess að selja veitingar en verið neitað um þá aðstöðu. Varðandi þá sem selja munu á markaðnum sagði Gest- ur að þeir Kristinn myndu vera þar með eitthvað af vörum sjálfir en einnig þeir aðilar sem þar vildu selja vörur sínar. Hann sagði að þeir myndu taka gjald fyrir aðstöðuna en hjá því yrði ekki komist til þess að greiða kostnaðinn við markað- inn. Gestur sagði að þeir hefðu boðið listamönnum aðstöðu til þess að selja málverk og annað en það væri enn í athugun hjá listamönnunum. Einnig sagði hann að þeir hefðu áhuga á að hafa eitthvað á boðstólum handa börnunum, svo sem kandís og blöðrur og annað sem ekki fæst í hverri verzlun. „Við lítum á þennan útimark- að fyrst og fremst sem skemmt- un fyrir borgarbúa," sagði Gest- ur. „Við erum alls ekki að reyna að keppa við búðirnar í miðbæn- um, þvert á móti þá vonumst við til þess að markaðurinn dragi fólk til sín og þá í miðbæinn um leið. Gestur sagði að vöruverðið myndi verða eitthvað undir verði í verzlunum. Markaðurinn verður opinn á hverjum föstudegi þegar til þess viðrar. Jóhanna Gudlaugsdóttir: Mér lízt stórvel d markatnnn. Hann eykur fjölbreytni í bæjarlíf- inu. Ég hef ekki hugsaö mér aö verzla þar, aö minnsta kosti ekki í dag.“ Þór Ægisson: J>etta er skemmtileg tilbreyting. Þaö erfrekar lítiö úrval héma en ef ég sæi eitthvaö sem ég gæti notaö þd gæti allt eins fariö aö ég keypti eitthvaö hér. “ Kristbjörg Pdlsdóttir: JÞaö er reglulega gaman aö koma hér. Ég keypti mér slopp hér en ég hugsa aö ég eigi ekki eftir aö verzla hér miklu meira, ég er nefnilega ekki úr Reykjavík.“ Þór Sandholt: ,Mér finnst reglulega gaman aö þessu. Þetta er sennilega góö nýbreytni og ef aö hægt er aö selja vörumar d góöu veröi þd finnst mér sjdlfsagt aö verzla hér. Þetta er líka góöur staöur fyrir markaö- inn. “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.