Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 5 Keppendur sættust á jafntefli Hvor keppandi hefur leyfi til aö fresta þrisvar sinnum að 24 skákum tefldum og hefur Karpov einn slíkan frest til góða en Kortsnoj hefur þegar frestað þrisvar sinnum. Skák Gunnar Gunnars- Spádómar skákmanna um að Kortsnoj myndi ná jafntefli í 22. skákinni reyndust réttir og hafði Karpov aldrei nein tækifæri á að nýta sér hættulegan frclsingja á a-lfnunni til sigurs. Uppskipti á peðum á kóngsvæng og peðsvinn- ingur svarts nægði til þess að hann gat hvenær sem var fórnað riddara sínum fyrir a-peðið og enda þótt hvítur hefði getað unnið mann nægði það engan veginn til sigurs og jafntefli var samið f 62. leik. Karpov tefldi byrjunina í þess- ari skák ljómandi vel og miðtaflið einnig en fataðist tökin undir lok skákarinnar og varð á þau alvar- legu mistök að tefla nokkra aukaleiki eftir að 40 leikja mark- inu var náð, en einmitt þeir leikir reyndust honum afdrifaríkir. Kortsnoj hins vegar er ótrúlega fundvís á björgunarleiðir í erfið- um stöðum og tekst ótrúlega oft að bjarga sér á elleftu stundu. Hvítti Karpov Svarti Kortsnoj 47 ... axb2! (Þetta var biðleikur son skrifar um 22. einvígisskákina Kortsnojs sem hann lék eftir 33 minútna umhugsun og virtist harla glaður þegar hann stóð upp frá borði. Þessi leikur reynist líka til muna öflugri heldur en hinn möguleikinn sem til greina kom: 47 ... Hxb2. Textaleikurinn gefur svörtum frjálsari hendur enda þótt hann verði um síðir tilneydd- ur að fórna riddaranum fyrir a-peðið). 48. Bd2 - He7, 49. a4 - Hd7, 50. Kc2 — Kh7! (Kortsnoj nýtir til hins ítrasta b-peðið því nú er riddarinn friðhelgu go 51. Hxb2 (Ef 51. Hxe8 — Hxd2 og nú er hrókurinn friðhelgur vegna uppkomu nýrrar drottningar á bl) 51___ h5! (Nú getur svartur byrjað að splundra hvítu peðunum á kóngsvæng. 52. gxh5 (Að sjálfsögðu verður hvítur að drepa þetta peð því annars fengi svartur frelsingja á h-línunni eftir t.d. 52. g5?) 52.. . Rd6, 53. Ha2 (Svartur hótaði ekki einungis 53.... Rxd5 heldur líka Rc4) 53.. .. Rxf5, 54. a5 - Rd4, 55. Kc3 — Rc6 (Nú loksins er svarti riddarinn reiðubúinn að láta líf sitt fyrir a-peð hvíts). 56. a6 — Hd5, 57. Bf4! (Lúmsk gildra sem Kortsnoj fellur náttúr- lega ekki í). 57.. . Hf5 (Ef 57.... Hxh5??, 58. Hh2 og hvítur vinnur, því eftir hrókakaup fer hvíti kóngurinn á vettvang til að hrekja svarta riddarann í burtu og hvít drottn- ing sæi dagsins ljós). 58. Bd6 - Hd5, 59. Bg3 - IIg5, 60. Bf2 — Hxh5 (Nú getur svartur drepið h-peðið ioksins þar eð enginn leþpun er lengur fyrir hendi). 61. Kc4 - Ra5, 62. Kc3 - Rc6. 63. Ha4 - Kg8, 64. Kc4 - Ra5 og keppendur sættust á jafntefli. Næsta skák verður tefld í dag svo framarlega sem Karpov biður ekki um frest en hann hefur svart í næstu skák. Greinargerð hússtjórnar Kjarvalsstaða: Adalsteini var kunnugt um að rádningarsamn- ingur var úti MORGUNBLAÐINU hefur borizt greinargerð frá hússtjórn Kjar- valsstaða „vegna yfirlýsinga Aðalsteins Ingólfssonar listfræð- ings fyrrverandi framkvæmda- stjóra listráðs Kjarvalsstaða í fjölmiðlum,“ en hússtjórnina skipa Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Davíð Oddsson. Fer greinargerðin hér á eftiri Núverandi hússtjórn Kjarvals- staða hefur nú starfað í rétta þrjá mánuði og liggur í augum uppi að enn verður ekki metið af nokkurri sanngirni, hvort hún muni reynast starfi sínu vaxin eða ekki. Tók hún til starfa við mjög erfiðar og óvenjulegar aðstæður. Allir samn- ingar, sem gerðir höfðu verið við félög listamanna voru úr gildi fallnir. Listamönnum hefur verið endurgreitt framlag sitt til húss- ins og þeir hafa opnað sitt eigið sýningarhús. Ráðningasamningur listfræðings hússins var runnin út. Ekki var óeðlilegt þótt nýir hússtjórnarmeðlimir þyrftu nokk- urn umþóttunartíma til að móta nýja stefnu fyrir húsið við þessar aðstæður. Hefur hússtjórnin fjall- að um þau mál á nokkrum fundum sínum og eru tillögur til borgar- ráðs væntanlegar á næstunni. Má taka undir það sjónarmið Aðal- steins Ingólfssonar, að til óþurftar er að hafa tvær stjórnir í sama húsinu ekki sízt ef verkaskipting á milli þeirra er ekki- algjörlega skýr. M.a. hyggst hússtjórnin breyta því fyrirkomulagi til hins betra. A.I. sakar formann hússtjórnar Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, um per- sónulega óvild í sinn garð og hún hafi af þeim sökum hlutast til um að A.I. yrði tekinn út af launaskrá um mánaðarmótin júlí — ágúst, og að undirlagi formannsins hafi verið að því staðið með óeðlilegum hætti. Vegna þessarra ásakana verður ekki komizt hjá að rekja gang þessa máls í örfáum orðum. — Ráðningasamningur Aðalsteins Ingólfssonar rann út í febrúar 1978. Um þær mundir höfðu samningar við félög listamanna um rekstur hússins verið lausir um nokkurt skeið. Þáverandi borgarstjóra þótti óeðlilegt að gera á þeim tíma samninga, sem myndu binda hendur þeirrar borgarstjórnar sem kjósa átti í maí til lengri tíma. A þetta sjónarmið borgarstjóra féllust allir borgarráðsmenn og forsvars- menn listamanna. Samkomulag þessara aðila var því framlengt fram yfir kosningar, þ.e. til 1. júlí 1978. Ekki þótti heppilegt að ráða nýjan framkvæmdastjóra listráðs til svo skamms tíma og var því þess farið á leit við Aðalstein Ingólfsson, að hann gengdi starfi sínu áfram til 1. júlí. A það féllst hann. Var honum'því fullkunnugt um, að ráðningasamningur hans var aðeins til þess tíma og framlengdist ekki sjálfkrafa og þurfti því ekki að koma til uppsagnar hans. Engir þar til bærir aðilar fóru fram á það við Aðalstein að hann gegndi starfi sínu áfram eftir 1. júlí. Var því í alla staði óeðlilegt að hann héldi störfum áfram einsog ekkert hefði í skorizt. Formaður hússtjórnar ritaði vinnumálastjóra bréf og vakti athygli hans á staðreyndum máls- ins og taldi eðlilegt að Aðalsteinn yrði tekinn út af launaskrá frá og með mánaðarmótum júlí og ágúst og héldu því launum í mánuð lengur en þrengstu efni kunnu að standa til. Bréf formannsins var ekkert einkamál hans, heldur hafði það áður verið samþykkt samhljóða á fundi hússtjórnar og bera allir hússtjórnarmenn jafna ábyrgð á því, þótt formaður undirriti bréfið. Með bréfi for- mannsins var ekki að því stefnt, að hafa laun af Aðalsteini og út frá því gengið sem vísu að launamála- yfirvöld borgarinnar sæju til þess að hann nyti allrar þeirrar launa- tengdu kjara sem honum bar. Hefur verið frá því máli gengið með óaðfinnanlegum hætti af hálfu borgarinnar. Hússtjórn Kjarvalsstaða dregur ekki í efa, að Aðalsteinn Ingólfs- son hafi unnið margt þarft í þágu Kjarvalsstaða og fyrir það ber að þakka. Hins vegar harmar stjórn- in að hann kjósi að kveðja staðinn með þeim hætti sem hann gerir, er hann kemur á framfæri við fjölmiðla ósönnum lýsingum á samskiptum sínum við hússtjórn, ásamt órökstuddum gífuryrðum og ósannindum um nýkjörinn for- mann hússtjórnar, og starfsmenn Kjarvalsstaða. Karpov virtist miklu þreyttari Staðan í tuttugustu og annarri einvígisskák þeirra Karpovs og Korchnois var mjög tvísýn er þráðurinn var tekinn upp að nýju á föstudag. Þegar var á allra vitorði að heimsmeistarinn hafði gloprað niður tiltölulega auðveldri vinningsleið í fertug- asta og öðrum leik er hann lék biskupnum á c7 í stað þess að hirða peð af Korchnoi. Óljóst var hins vegar hvort Karpov hafði með öllu fyrirgert möguleikum sfnum til sigurs. Rannsóknir um nóttina áður en biðskákin var tefld virðast hafa leitt í ljós að áskorandinn hefði færi á að jafna en aðeins með herkjum. I Þegar taflið hófst að nýju tókst Korchnoi hins vegar með snilld- arlegu endatafli að láta lfta svo út sem örðugt verkefni væri tiltölulega einfalt. Þvingaði hann fram jafntefli og kom jafnvel upp staða þar sem hann hafði liðsyfir- burði. Keppcndur urðu þó ásáttir um að tefla ekki frekar er auðsýnt var að þcir myndu þráleika. Það var athyglisvert að þegar skákinni lauk var svo að sjá sem Karpov, sem er tuttugu árum yngri en Korchnoi, væri miklu þreyttari. Ef svo er í raun og veru er sennilegt að Karpov notfæri sér síðasta leyfi sitt til að fresta skák og setjist ekki að taflborðinu aftur fyrr en á þriðjudag. Karpov hefur nú fjóra vinninga á móti tveimur vinning- um Korchnois, en sextán skákum hefur lyktað með jafntefli. í tuttugustu og þriðju skákinni er það Korchnoi, sem hefur hvítt. Fari svo að hann beri sigur úr býtum verður hann aðeins vinn- ingi á eftir andstæðingi sínum. [V íí Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík heldur torfaeru- % aksturskeppni viö Grindavík sunnudaginn 17. sept. og hefst hún kl. 14.00. Vaentanlegir keppendur láti skrá síg í símum 92-2874 (Ragnar) eöa 92-2009 (versl.) fyrir hádegi laugardaginn 16. sept. Spennandi keppni — Góð verðlaun Björgunarsveitin Stakkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.