Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 SkemmtUeg skólasaga Frá Volvo-verksmiöjunum. Nordli viröist, ólíkt sænska starfsbróður sínum, óragur viö að fjárfesta í áhættusömum framleiöslufyrirtækjum. \rr’ ' í FYRSTU voru hvorir tveggja Norðmenn og Svíar fjöðrum fengnir. „Við höfum dregið góðan feng að landi,“ sagði forstjóri Volvo-verksmiðjanna, Pehr G. Gyllenhammer, og forsætisráðherra Noregs, Odvar Nordli, fagnaði brautryðjandi samningi. Nýverið virðist þó vera komið annað hljóð í strokkinn og er að heyra sem norskum iðjuhöldum og bankamönnum finnist norska ríkið hafa verið haft að féþúfu. SAGA REYKJAVÍKURSKÓLA I.—II. 293+236 bls. Ritstj. Heimir Þor- leifsson. Útg. Sögusjóður MR. Rvík. 1975—‘78. SAGA Reykjavíkurskóla er fyrir margra hluta sakir merkileg. í fyrsta lagi er skólinn langelsta menntastofnun landsins. Má með nokkrum rétti rekja uppruna hans til elsta skólahalds á íslandi. í öðru lagi var skólinn framan af eina menntastofnun landsins sem verulegu máli skipti í þjóðlífinu. Og í þriðja lagi var þetta skóli verðandi embættismanna og landsfeðra; um hann lá þroskaleið þeirra sem síðar urðu þjóðkunnir. Margur unglingurinn mændi til »Lærða skólans« og felldi tár kæmist hann ekki að þeim fyrir- heitna menntabrunni. Sannanlegt dæmi: Stephan G. Vissulega gerði skólinn fleira fyrir pilta sína en útskrifa þá með stúdentsprófi svo þeir mættu setjast í háskóla og gerast að því búnu konunglegir embættismenn. Hann var (og er) úrvalsmenntastofnun sem setti markið hátt þrátt fyrir fátækt og allsleysi þjóðarinnar. Skólinn naut virðingar jafnlengi og skólahald var yfirhöfuð virt með þjóðinni. Piltar sóttu þangað sjálfsvirðing og sjálfstraust. Eigi að síður hefur skólinn ávallt verið næmur fyrir menntastefnum samtíðarinnar og almennum hræringum í þjóðlífinu. Til dæmis var hann ekki nema fárra ára þegar byltingaröldur frá meginlandi Evrópu brutu á honum og piltar hrópuðu pereat gegn rektor sínum, Sveinbirni Egils- syni. Heimir Þorleifsson, sem á drýgsta hlutann í ritinu og skrifar Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON_______________ meðal annars sögu skólans — eða skólalífsins réttara sagt — ver ærnu rúmi til að rekja og útlista þann minnisstæða atburð. Er það að vonum því skuggi þessa ein- stæða uppþots lá yfir stofnuninni lengi síðan. Voru forráðamenn skólans minnugir hans hvenær sem galsi hljóp í pilta því slíkt og þvílíkt gat auðvitað endurtekið sig! En pereatið endurtók sig ekki. Saga þess er því kafli út af fyrir sig. Þar töldu piltar að þeir væru að gera frelsishugsjónir nítjándu aldar að sínum. Á hinn bóginn mun pereatshróp ekki hafa verið uppfinning skólapilta í Reykjavík- ur lærða skóla heldur höfðu þeir það eftir nemendum í samsvarandi skólum erlendis. í fyrstunni voru þeir raunverulega að verja frelsi það sem öldin hafði boðað þeim, félagafrelsi, fundafrelsi, mál- frelsi, ritfrelsi. En jafnskjótt sem þeir héldu að þeir stæðu með pálmann í h'öndunum kunnu þeir sér ekki læti. Samstaðan var efld með því að hrella þann sem skorist hafði úr leik. Tíminn leið og þar kom að piltar vöknuðu upp við þann vonda draum að þeir höfðu ekki sigrað, öðru nær. Þá gilti lögmálið að hver sæi um sig. Mörg næstu ár var félagslíf skólans sem Heimir Þorieiísson. lamað. Það var lognið á eftir storminum. Þegar líða tók á nítjándu öldina urðu nýjar stefnur ríkjandi í skólamálum í nágranna- löndunum. Lærðu skólarnir voru að renna skeið sitt á enda. Upp af þeim spruttu menntaskólarnir sem gegndu sams konar hlutverki en voru meira í takt við tímann. Er ekki ófyrirsynju að rit þetta hefst á samantekt eftir Kristin Ármannsson er nefnist Þróun lærðu skólanna og menntaskól- anna á Norðurlöndum 1846—1946. Hinn lærði skóli í Reykjavík og síðar Menntaskólinn í Reykjavík var lengst af samstiga skólunum þar. Ég rek ekki efni þessa rits lið fyrir lið en læt þó ekki undir höfuð leggjast að geta um langan og einkar greinagóðan kafla sem heitir Einstakar náms- greinar, ritaðan af rektor og kennurum skólans. Jón S. Guð- mundsson ritar um íslensku. Er þáttur hans einkar fróðlegur, ekki aðeins vegna þess sem þar er sagt um íslenskuna sem námsgrein í MR heldur minnir Jón hógværlega á hvar skórinn kreppir í íslenskum skólamálum. Hann upplýsir meðal annars að það hafi ekki verið »fyrr en á síðari árum, að íslenzkan hefur komizt í þann öndvegissess, sem hún skipar nú.« En hver er svo sess þessarar menntastofnun- ar, hinnar elstu á landinu, eftir að hafa þraukað erfiðustu aldir ís- landssögunnar og komið kyn- slóðunum til þroska og að lokum gert móðurmálið og íslenskar bókmenntir að forgangsnáms- grein? Með fræðslulögunum frá 1946 var skólinn stórlega skertur, gagnfræðadeild hans lögð niður. »Með brotthvarfi gagnfræðadeild- ar« segir Jón S. Guðmundsson, »beið skólinn tjón, sem seint verður bætt.« Og enn er að menntaskólunum vegið jafnframt því sem haldið er áfram að forklúðra íslenskum skólamálum. Ég hygg að menntaskólarnir gjaldi þess mest nú að þeir eru orðnir hluti af skólakerfi sem er í sjálfu sér lágkúrulegt, vanhugsað og gallað. Guðni Guðmundsson rektor rifj- ar upp í kaflanum um enskuna að það var ekki fyrr en 1877 að nýju málin, enska og franska, urðu skyldunámsgreinar. »Þangað til voru þau kjörgreinar, kenndar þeim einum, er þess óskuðu, utan eiginlegs kennslutíma.« Árið 1919 var stofnuð stærð- fræðideild við hliðina á máladeild. Stóð svo lengi að um fleiri leiðir var ekki að velja í íslenskum menntaskólum. Á seinni árum hefur verið boðið upp á ýmsar valgreinar meðal annars spænsku og rússnesku. Um' spænskuna er sagt að hún hafi þegar reynst »vinsæl valgrein og náði strax þeirri festu, að hún hefur verið kennd síðan sem valgrein.« En rússneska freistaði fárra og var aðeins kennd í tvö ár. Sægur mynda er í ritinu og má líta þar andlit flestra, sem útskrif- ast hafa frá »Reykjavíkurskóla« allt frá upphafi skólans hér í höfuðstaðnum til ársins 1975 þegar sagan endar. Undrum sætir hvað unnt hefur reynst að grafa upp af gömlum, dýrmætum og — verulega góðum og skýrum mynd- um frá fyrri tíð. Minna þykir mér hins vegar koma til nýlegu stúdentamyndanna. Hópmynd af tvö hundruð manns sem prentuð er yfir eina opnu sýnir hvern einstakan harla smækkaðan svo ekki sé meira sagt. Ymiss konar smælki úr skólalíf- inu er dreift innan um megintexta bókarinnar og hefur ritstjóri verið bæði fundvís og hugkvæmur í vali þess. í rauninni er hægt að liggja endalaust yfir þessu riti. Að lesa sögu saman tekna með þessum hætti er eins og blásið sé lífsanda í horfna tíð. Erlcndur Júnsson. Umræddur samningur, er Norðurlandaþjóðirnar tvær gerðu með sér í lok maímánaðar, kvað á um að Norðmenn létu Volvo-verk- smiðjunum í Gautaborg í té háar fjárfúlgur gegnt því að Svíar legðu sitt af mörkum til að auka atvinnu í Noregi. Við fyrstu sýn var að sjá sem jafnt væri á vogarskálunum: Bílaframleiðendurnir í Gautaborg buðust til að skenkja af tæknilegri sérþekkingu svo hin olíusæla nágrannaþjóð gæti hvatt sporum innlendan iðnað. 1 staðinn ætluðu Norðmenn að styrkja Svía fjár- hagslega til að hanna og framleiða nýja bifreiðartegund, sem nauðsyn hefur verið á. Samvkæmt samningnum á að breyta Gautaborgarfyrirtækinu AB Volvo í sænsk-norskt hluta- félag með nafninu Sænsk-norska Volvo AB og verða hinir 120.000 hluthafar hins sænska AB Volvo eigendur að aðeins sextíu hundraðshlutum nýja fyrirtækis- ins. Þá fjörutíu af hundraði, sem eftir eru, á að selja norska hlutafélaginu Volvo A/S fyrir 750 milljónir sænskra króna eða um 51.7 milljarða íslenzkra. Er gert ráð fyrir að hlutafé þess fyrirtæk- is skiptist til helminga milli einkaaðila og ríkis. Með þessum skilmálum skuld- bindur sænska Volvo-fyrirtækið (starfsmenn 58.900 og ársvelta 1977 meir en ellefu þúsund milljarðar ísl. kr.) til að bæta við „ Oprör fra Midten ” DANSKA bókin „Oprör fra Midt- en“ eða Uppreisn miðjumanna, sem út kom í Danmörku í febrúar síðastliönum, hefur valdið mikl- um umræðum og deilum í Dan- mörku og er talið tímamótaverk. Hún hefur nú komið út f 110.000 eintökum í Danmörku. Höfundar hennar eru þrír, danski rithöf- undurinn og heimspekingurinn Villy Sörensen, K. Helveg Peter- sen fyrrverandi menntamálaráð- herra, en hann er sagður vera einn fárra stjórnmálamanna danskra, sem eigi sér hugsjónir og Niels I. Meyer, sem er prófessor í eðlisfræði. Hanrt er einmitt staddur hér á landi þessa dagana og mun á mánudag n.k. fjalla um bók þeirra þremenn- inga f Norræna húsinu kl. 20.30 og efna til umræðna um hana að loknu framsöguerindi. Á fundi, sem Niels I. Meyer hélt með blaðamönnum í gær, sagði hann meðal annars, er hann var gpurður að því hvernig stæði á því, að einmitt þessir þrír menn hefðu skrifað bókina í félagi, að þeir hefðu verið kunningjar um langt skeið og að efni bókarinnar þ.e. tilraun til að lýsa þjóðfélagsgérð, sem tekur ekki mið af hefðbundn- um stjórnmálaskoðunum, hefði lengi verið þeim félögum hugleikið efni. Hugmyndin að ritun þessar- ar bókar fæddist um og upp úr 1970 og hún var endurskrifuð 3—4 sinnum áður en hún var gefin út. Bókin hefur hrundið af stað miklum umræðum í dönskum fjölmiðlum um stefnur í stjórn- málum og markmið samfélagsþró- unar. Að meðaltali hefur meira en ein grein á dag birzt um bókina í blöðum eftir að hún kom út og fram að þessu hafa höfundar tekið þátt í um 180 fundum um hana. Nú starfa víðs vegar í Danmörku hundruð umræðuhópa um samfé- lagsgreiningu og nýjar leiðir í stjórnmálum með bókina að leið- arljósi. Danskt tímamóta- verk kynnt hér „Oprör fra Midten" er tilraun til að lýsa þjóðfélagsgerð, sem full1 nægir mannlegum þörfum. And- stætt því sem vanalegt er um útópíur, hafa höfundar bókarinn- ar reynt að gera fyrirmyndina raunhæfa og þeir benda á leiðir til að skapa þetta þjóðfélag. í upphafi hafnar bókin bæði marxisma og hömlulausu einkaframtaki. Sjón- armið höfunda byggist á þjóðfé- lagsgerð, sem hefur þungamiðju í Nlels I. Meyer, prófessor í eðlis- fræði og einn þriggja höfunda að bókinni Oprör fra Midten, sem vakið hefur gífurlegt umtal í Danmörku að undanförnu. Hann mun fjalla um bókina í erindi, sem hann heldur í Norræna húsinu næstkomandi mánudagskvöld kl. 20.30. raunverulegum þörfum einstakl- inga, en ekki á utanaðkomandi hugmyndum. Höfundar reyna að greina þarfir mannsins og skipta þeim aðallega í tvennt; annars vegar meðfæddar þarfir og hins vegar þarfir, sem samfélagið hefur þróað. Það eru þarfir, sem gera ráð fyrir að sérhver einstakl- ingur hafi svigrúm og þarfir, sem aðeins samfélagið getur fullnægt. Þá þjóðfélagsgerð, sem þeir telja geti fullnægt þesum þörfum nefna þeir mannlegt jafnvægisþjóðfélag. Að mati höfunda á mannlegt jafnvægisþjóðfélag að hafa þessi einkenni: Það má ekki raska eðlisjafnvægi náttúrunnar. Það má ekki brjóta í bága við mann- legar þarfir. Til þess að þetta sé unnt, telja þeir, að jörð og stórfyrirtæki verði að vera al- menningseign. Þeir álíta æskilegt og fullnægjandi, að allir þegnar þjóðfélagsins hafi sama tímakaup og þeir telja framkvæmanlegt, að þjóðfélagsþegnar skipti sjálfir með sér verkum, sem þarf að vinna. Þetta á að framkvæma á þann hátt, að lýðræðið færist nær einstaklingunum og takmarkist ekki við ríkis- og sveitarstjórn og að stjórnsýsla og skriffinnska verði sem minnst. Ennfremur eru höfundar forsvarsmenn afvopnun- arstefnu og vopnlausra landvarna og telja að aðstoð við þriðja heiminn, sem kæmi að gagni, geri hernaðarstefnu óþarfa. Eins og heiti bókarinnar „Oprör fra Midten“'eða Uppreisn miðju- manna ber með sér trúa höfundar ekki á byltingu. Þjóðfélagsbreyt- ingin á að vera samfelld þróun, sem taki eina eða tvær kynslóðir, en hún eigi auðvitað að vera kerfisbundin. 1 síðasta kafla bókarinnar lýsa þeir náið þeim þrepum þróunarinnar, sem þeir telja að geti orðið til þess, að hún geti í senn gerzt markvisst og án þess að henni fylgi valdboð eða skerðing á frelsi einstaklingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.