Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 Ekki eralltfengið með nafninu „Islandssill” Mörgum verður tíðrætt um þá miklu erfiðleika sem nú eru á helztu síldarmörkuðum íslend- inga og gildir einu hvort um er að ræða saltaða síld eöa frysta síld. Síldin sem íslendingar seldu í fyrra hefur ekki þótt slík gæða- vara aö fólk hafi sóst eftir henni, þá hefur íslenzka síldin einnig þótt alltof dýr og sumir kaupend- ur telja sig hafa tapað miklu á að kaupa hana, en þó er það misjafnt eftir löndum. Þá þefur sú breyting orðið á okkar helztu síldarmörkuöum aö neyzla á saltaðri síld hefur dregist saman, og einnig hafa Kanadamenn boðið mikið af saltaðri og frystri síld á lægra verði en íslendingar geta boðiö. Margir íslendingar eiga erfitt með að skilja hvers vegna nú sé erfiðleikum háð að selja íslenzka síld, því hér áöur fyrr var íslenzka síldin lofsungin víöa um heim, en sú síld, sem nú er veidd og unnin á íslandi, er ekki sama gæöasíld- in og veiddist við Norður- og Austurland á sínum tíma. Síldin, sem veiddist þar, var af norsk-ís- lenzka stofninum að stórum hluta og einnig af íslenzka vorgots- stofninum. Þessir tveir stofnar sjást nú ekki viö landið, og lítil von til þess að þeir veiöist hér við land á allra næstu árum. Síldin sem nú veiðist er íslenzka sumargotssíldin, sem bæði er mun smærri og yfirleitt magrari en tveir áðurnefndir stofnar. Á síöasta ári var heimilað að veiöa 25 þús. lestir af síld en alls veiddust rösklega 28 þús. lestir og í haust má veiða 35 þús. lestir. Söltun í fyrra nam um 152 þús. tunnum og útflutningsverðmæti saltsíldar var tæplega 4 milljaröar kr. Þá voru frystar um 4500 lestir fyrir erlendan markað og var útflutningsverömætiö um 900 milljónir og voru því síldarafuröir fluttar út fyrir 5000 millj. kr. í fyrrahaust. Við þetta bætist síöan að nokkurt magn af síld fór til niðursuðu- og lagningarverk- smiöja innanlands og nokkur síld var fryst itl beitu. „Þó að ekki sé búið að semja um sölu á nema 70 þús. tunnum, þá er ekki öll nótt úti enn,“ sagði einn af forráöamönnum salt- síldarframleiðenda þegar rætt var viö hann. Hins vegar var þessi sami maöur ekki of þjartsýnn á framhaldið, en benti þó á, að á fimmtudag hefði komiö skeyti frá Moskvu, þar sem beöið var um frekari viðræður viö fulltrúa Síldarútvegsnefndar þar í borg nú strax eftir helgina, en Rússar hafa þegar samið um kaup á 50 þús. tunnum. Þá væri einnig von um að selja um 5000 tunnur af saltsíld til Danmerkur og aörar 5000 þús. til Þýzkalands. En hvaö er það sem veldur því að illa gengur að selja sildina? Mjög mikið framboð er nú af saltsíld frá Kanada eins og fyrr segir. Hefur Kanadamönnum þegar tekizt að útiloka íslendinga af pólska markaðnum og eru á górði leið með að ýta okkur út af markaðnum í Þýzkalandi einnig. Hráefnisverð til skipa í Kanada er helmingi lægra en á íslandi og Unnið við síldarflökun fyrir frystingu. 1 jósm J™s Mikaelsson Væntanlega munu söltunar- stöövarnar þurfa að greiða að meðaltali 91—93 kr. (með stofn- fjársjóösgjaldi) fyrir hvert kg, eöa rösklega 12 þús. kr. fyrir hráefni í hverja tunnu. Á sl. ári kostaöi hráefni í tunnu að meðaltali 9200 kr. að því er Morgunblaðinu var tjáð, eða 71—73 kr. kílóiö aö meöaltali. Þá fékk ég það upplýst að á sl. ári hefði kostaö á milli 5000 og 6000 kr. að salta í og fullverka hverja tunnu fyrir út- skipun, innlendar hækkanir á launasvæöinu milli ára eru um 55%, þannig að ekki er fjarri lagi að áætla aö kostnaður við söltun og verkun verði í haust 8000—9000 þús. kr. Við þetta bætist svo að áætlaður kostnað- ur viö tunnu, salt og kryddkaup, er 6400 krónur. Þessir þrír liðir kosta því hverja söltunarstöö kr. 26.900 ef farinn er maðalvegur milli talna. Þannig að dæmiö gerir ekki meira en að ganga upp hjá söltunarstööinni. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá, þá vilja útvegsmenn að síldarskiþunum verði heimilað að sigla með síldina ísaða til Dan- merkur. Einn áhrifamaður meðal útvegsmanna skýrði mér frá því, að Síldarútvegsnefnd legðist gegn því að siglt yrði með ísaöa síld til Danmerkur, en þó ekki allir nefndarmenn. „Við útgerðar- menn viljum að skipunum veröi strax heimilað að sigla með síldina og þá með sérstakri stjórnun. Ef ekki tekst aö selja miklu meira af saltsíld eða semja um sölu á frystri síld, þá er of seint að segja við okkur um mánaöamótin nóvem- ber—desember: „Það géngur ekkert að semja, nú megið þið láta skipin sigla. Það þýöir bókstaflega ekkert að láta mörg skip sigla með síld til Danmerkur samtímis, markaðurinn þar myndi aldrei þola það.“ Á þessu atriði byggist vilji útgerðar- manna, láta eitt til tvö skip sigla í einu. Taliö er að markaðurinn í Hirtshals og Skagen þoli 400—600 tonn af síld á dag og að undanförnu hefur verðiö á uppboðsmörkuöunum þar verið 175—300 kr. ísl. á kíló, allt eftir gæðum og stærð síldarinnar. Af þessum atriðum öllum sést aö ekki er nóg að veíða síldina. Ef við eigum að geta verkað síldina hér á landi og selt, veröa íslendingar að geta boöið svipað verð og aðrar þjóðir. Það er ekki allt fengiö með því einu að bjóða „Islandssill". Þ.Ó. Síldin skoöuð. að síldin ætli aö reynast mun feitari nú, en hún hefur mælst allt að 21%, í fyrra var síldin yfirleitt ekki nema 13—14% feit. En það eru fleiri en Þjóðverjar, sem hafa kvartað undan gæðum íslenzku síldarinnar. Undirrituð- um er kunnugt um aö þaö hafa Svíar einnig gert. Sænskir síldar- kaupendur segja að fitumagnið hafi verið of lítið, og síldin einnig of smá. Hægt sé að fá stærri síld frá Noregi. Of steint sé að veiöa síldina í nóvember, hún sé miklu betur fallin til söltunar í byrjun október. Þá segja þeir ennfremur að íslenzka síldin sé of dýr og erfitt að fá neytendur til að kaupa hana. Svíarnir hafa hins vegar áhuga á aö fá keypta ediksaltaöa síld frá íslandi, eins og Þjóðverj- ar, aö því er einn síldarsaltenda á Suöurlandi tjáöi mér. Fyrir skömmu tókust samningar um sölu á 20 þús. tunnum af síld til Svíþjóöar, en ekki er vitað árangurs. Þegar í vor reyndi þessi kaupandi aö selja síldina á 1.90 DM kílóið og ætlaði að taka á sig allt að 800 þús. marka tap (um 123 millj. kr.), en kaupendur fundust ekki aö heldur. Þessi kaupandi hefur ekki viljaö kenna gæðum síldarinnar um að hún gekk ekki út, heldur að veröiö á síldinni sé alltof hátt. Þess má geta hér að á sl. ári fluttu Kanadamenn 109 þús. tonn af frystri síld til Evrópu, mest fór til Þýzkalands, og verðkröfur þeirra voru aörar en íslendinga. Þessi útflutningur Kanadamanna hefur haldið áfram á þessu ári, og selja þeir nú síldina á 2.20—2.30 DM hvert cif., en ekki hefur gengið of vel að selja síldina á þessu veröi og eru því miklar birgðir í Þýzkalandi. Menn innan frystiiðnaöarins á íslandi vonast þó til að eitthvað verði hægt aö selja af frystri síld en helzta vonin viröist í því að Þýzkalandi og í verðbólgunni hér heima getur ekkert annað gerzt en að við verðum undir,“ sagði einn af forráðamönnum frysti- iðnaðarins þegar rætt var við hann. „Mér fannst söltunin í fyrra koma betur út en í hitteðfyrra, en mér lízt ekki meira en svo á að salta síld í haust,“ sagöi einn þeirra síldarsaltenda sem rætt var við. „í fyrra töldum viö okkur fá um 21 þús. kr. fyrir hverja fullverkaða tunnu. Þær 70 þús. tunrtur sem nú hafa selzt, eru seldar á sama verði og í fyrra ef miðað er við dollar, þýöir aö við fáum væntan- lega 27—28 þús. kr. fyrir tunnun- a.“ En hvernig skiptist kostnaðurinn við síldarverkunina niöur? Gert er ráö fyrir aö 130—140 kg af hráefni fari aö meöaltali í tunnu, en ekki er sama hvort síldin er rúnsöltuð eða hausuð og slóg- dreginn á venjulegan máta. hvort samið verður um viðbótar- magn. Um finnska markaðinnn er það aö segja, að í fyrstu virtist mönnum líka íslenzka síldin vel, en í sumar bárust þaðan kvartanir um „seigan pækil“ o.fl. Reyndist þetta á rökum reist, en hins vegar mátti rekja skemmdir í síldinni beint til Finna, sem reyndust hafa geymt síldina viö allt of hátt hitastig. Engu að síöur hefur þetta orðið til þess, að samningar við Finna hafa gengið mjög erfiðlega. Enn hefur ekki tekizt að selja frysta síld úr landi og eins og Morgun- blaðið hefur skýrt frá, þá liggja kaupendur frystrar síldar með miklar birgðir óseldar, sem þeir keyptu frá íslandi í fyrrahaust, og á þetta einkum viö fyrirtæki í Þýzkalandi, sem keypti lang- mesta magnið. Alls voru fluttar út um 4500 lestir af frystri síld eftir sl. vertíð. Vitað er að í sumar lá stærsti síldarkaupandinn í Þýzka- landi með 2000 lestir óseldar. Þessi kaupandi keypti hvert kg á 2.10 DM, en með uppskipunar- og lagerkostnaði var verðið komið í kr. 2.30 DM hvert kíló. Þessi kaupandi hefur reynt að selja síldina um alla Evrópu án selja frosin flök og ediksöltuö flök. í því skyni hafa verið settar upp og verið er aö setja upp fjölda flökunarvéla víða um land, en þetta mál mun væntanlega skýrast á næstu dögum og vikum. Ljóst er að mun lægra verð fæst fyrir ediksaltaöa síld en síld staltaða á venjulegan hátt, hins vegar vilja kaupendur al- mennt fá þessa síld í venjulegum tunnum, og getu þetta því orðiö nokkurs konar þrautalending. „Þaö liggur nokkurn veginn fyrir aö þaö er vænlegra aö selja ediksöltuð flök en heilfrysta síld. En það er barizt um markaðinn í ennfremur er staöhæft að vinnslukostnaður sé þar einnig lægri. Þær fréttir hafa borizt frá V-Þýzka- landi, aö gæöi íslenzku saltsíldar- innar hafi valdiö þar miklum vonbrigðum í fyrra, og segja kaupendur síldina of magra. Sumir þeirra segjast vera nær ófáanlegir til að kaupa ísl. síld í haust, og telja að helztu fram- tíðarmöguleikar fyrir ísl. sumar- gotssíld séu í hraðfrystum „sam- flökum" og í ediksíld „sauerlappen“. Einstaka þýzkur kaupandi segir, aö það hafi verið mikil mistök að semja við íslendinga í fyrra: „Við áttum von á feitri og bragðgóðri vöru, en svo reyndist ekki. Þjóðverjar vilja feita og mjúka síld." Það kemur fram hjá þýzk- um kaupendum að þeir telji Kanadasíld betri en þá íslenzku, og segja þeir aö ekki komi til mála og kaupa ísl. síld, nema verulegur skortur verði á saltsíld, en vilja hins vegar kaupa edik- saltaöa síld og hraðfyrsta. Hér þarf að bæta því við, að í fyrra haust var síldin sem veiddist við SA-land óvenjulega mögur, en fyrstu fitumælingar sem teknar hafa veriö í haust, benda til þess Fréttaskýring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.