Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Rítstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson ÞEIM VEX VANDINN í AUGUM Birgir ísl. Gunnarsson; Fjárhagur borgarinnar er traustur Olafur Nilson, löggiltur endurskoöandi, hefur gert úttekt á fjárhagsstöðu Reykja- víkurborgar miðað við lok fyrra árshelmings 1978. Ekki var ágreiningur um gerð þessarar út- tektar í borgarstjórn Reykjavík- ur. Borgarráðsmenn hafa haft greinargerð þessa undir höndum um nokkurn tíma en hún var fyrst lögð fram formlega í borgarráði sl. þriðjudag. Meiri- hluti borgarráðs taldi ekki ástæðu til að boða skýrsluhöf- und á borgarráðsfundinn. Hann mætti þó þar skv. sérstakri ósk borgarráðsmanna Sjálfstæðis- flokksins. Gaf hann þar mjög greinargott yfirlit yfir málið, að sögn Birgis ísl. Gunnarssonar, frv. borgarstjóra. Síðdegis þennan sama dag boðuðu meirihlutamenn í borg- arráði til blaðamannafundar, til að kynna efni skýrslunnar. Þar vóru þeir einir mættir, en skýrsluhöfundur fékk þar hvergi nærri að koma. Þess í stað lögðu þeir fram sérstaka greinargerð frá sér um málið, þar sem þeir leitast við að túlka skýrsluna frá eigin brjósti. Sú túlkun á niðurstöðum skýrslunnar er mjög einhliða og hlutdræg. Öll er þessi málsmeðferð af hálfu meirihluta borgarráðs mjög ámælisverð og ekki til þess fallin að almenningur fái rétta mynd af málinu. Fjárhagsstaða svo fjölþætts fyrirtækis sem Reykjavíkurborg er spannar að sjálfsögðu mörg atriði. Meirihluti borgarráðs fjallar einkum um einn þátt hennar, greiðslustöðuna. Fram- kvæmda- og aðalútgjaldaþungi sveitarfélaga er mestur vor- og sumarmánuði. Tekjur þeirra koma hins vegar að meirihluta inn síðari hluta árs. Þetta viðurkennir Tíminn í leiðara í gær er hann segir svo um greiðslustöðu borgarinnar: „Bæði er þessi árstími jafnan óhagstæður, en þó fyrst og fremst hitt, að borgin er að sjálfsögðu háð þeim sömu öflum, sem valda því að gjörvallt þjóðar búið stendur frammi fyrir veru- legum vanda." Hitt er þó ekki síður alvarlegt í þessu sambandi, að túlkun meirihluta borgarráðs á niðurstöðum skýrslunnar er mjög villandi. í túlkun meirihlutans er látið að því liggja að gjaldfallnar skammtímaskuldir borgarinnar séu 2340 m. kr. og að upp í þær séu aðeins til 112 m. kr. Hér er um vísvitandi blekkingu að ræða. Umræddar skammtíma- skuldir eru þessar: 1) Hlaupareikningsyfirdráttur að fjárhæð 368 m. kr. Sú yfirdrátt- arskuld var síður en svo gjald- fallin þ. 30. júní sl. Þvert á móti mátti hún hækka um 700 m. kr. — en þessi yfirdráttarheimild hefur einmitt verið notuð til að brúa bil innborgaðra tekna og áfallinna útgjalda og er nýting hennar mjög mismunandi, bæði 'nnan mánaðar og innan árs. 2) greiddir reikningar eru sam- als 815 m. kr. en af þeim voru kki gjaldfallnir meir en 487 m kr. Mismunurinn eru reikningar sem urðu gjaldkræfir síðar. 3) Ógreidd laun og launatengd gjöld voru 682 m. kr. Hins vegar koma ávallt inn á móti launa- greiðslum um mánaðamót tekjur fyrstu daga mánaðar, sem gera það mögulegt að lækka yfir- dráttarskuld, sem ávallt er hæst fyrstu daga mánaðar. 4) Enn einn liður í skammtímaskuldum er greiðslumunur sjóða og fyrir- tækja borgarinnar að fjárhæð 278 m. kr. Hér er um að ræða stöðu margs konar viðskipta milli borgarfyrirtækja innbyrð- is, sem alls ekki er hægt að líta á sem gjaldkræfa miðað við um- ræddan tíma. Birgir Isl. Gunnarsson, frv. borgarstjóri, svarar blekkingum meirihluta borgarráðs um fjár- hagsstöðu borgarinnar, í grein í Mbl. í gær. í það svar eru framangreindar tölur sóttar. Hann segir þar að staðhæfing meirihlutans um að fjárvöntun borgarsjóðs nemi 2000 m. kr. sé alröng og mikil blekking. I greinargerð Ólafs Nílssonar, endurskoðanda, komi fram, að fjárvöntun í lok hvers mánaðar fram til áramóta sé frá 917 m. kr. upp í 1400 m. kr. Inn í þessar tölur séu reiknaðir ógreiddir, almennir reikningar, sem ávallt liggi hjá borgargjaldkera í lok hvers mánaðar. Slíkt sé eðlilegt í jafn umfangsmiklum viðskiptum og Reykjavíkurborg stundar. I árslok 1977 námu slíkir reikn- ingar 250 m. kr. en hafa oft verið um 400 m. kr. í mánaðalok 1978. Frá ofangreindum tölum um greiðsluvöntun má því eðlilega draga 400 m. kr. vegna ógreiddra reikninga. Skv. því verður fjár- vöntun í desemberlok 517 m. kr. en það er að sjálfsögðu mikil- vægast, hvern veg niðurstaðan verður í árslok. Skv. greiðslu- áætlun frá því að síðasta ári var fjárvöntun reiknuð á sambæri- legan hátt 515 m. kr. I reynd varð hún aðeins minni en var brúuð með yfirdráttarskuld hjá Landsbanka íslands. Þá segir í túlkun meirihlutans að ekki sé tekið tillit til fjáfhagsskuldbind- inga vegna pantaðra en ógreiddra vara hjá Innkaupa- stofnun borgarinnar við mat á greiðslustöðu. Hér er beinlínis rangt frá skýrt. Greiðsluáætlun fjallar um öll útgjöld borgar- sjóðs, jafnt vörukaup á vegum Innkaupastofnunar sem annað og auðvitað eru pantaðar vörur jafnt metnar inn í greiðslutöð- una sem ópantaðar. Birgir Isl. Gunnarsson segir að framangreind dæmi sýni glögglega, hvers konar furðu- plagg greinargerð meirihlutans sé og hvers konar blekkingar þar séu hafðar í frammi. Annað hvort hafi meirihluti borgarráðs hreinlega ekki skilið greinargerð endurskoðandans — eða, sem líklegra sé, að þeim vaxi stjórn- unarvandinn svo í augum, að þeir kjósi að fara slíka blekking- arleið. Þannig borgarmálafor- ysta og þannig málflutningur styrkir ekki innviði borgarsam- félagsins né eykur traust þess eða veg, hvorki inn á við né út á við. Rangtúlkun meirihlutans Greinargerð sú, sem Ólafur Nilson samdi, , um úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborg- ar 30. júní 1978, hefur lítið verið kynnt almenningi. Grundvöllur allrar umræðu um málið til þessa hefur verið það furðu- plagg, sem vinstri flokkarnir í borgarráði létu frá sér fara um greinargerðina, þar sem allt var skrumskælt og rangtúlkað. Eng- ar fréttastofnanir hafa hins vegar gert tilraun til að vinna sjálfstætt upp úr greinargerð- inni og er það e.t.v. skiljanlegt, því að hún virðist flókin við fyrstu sýn. Einmitt þess vegna er meiri hætta á því, að þeir, sem ekki eru vandir að meðulum reyni að mistúlka hana sér í hag. Erfitt er í stuttri grein að gera greinargerðinni tæmandi skil, en hér verður stiklað á nokkrum atriðum. í inngangi segir höfundur: „I þessari greinargerð er ekki neinu spáð um ókominn tíma heldur er reynt að setja fram yfirlit um rekstur og fram- kvæmdir borgarsjóðs fyrstu sex mánuði ársins og efnahag í lok þess tímabils eftir þeim upplýs- ingum, sem unnt var að afla. Lögð hefur verið áhersla á, að setja meginefni reikningsskil- anna fram í samandreginni heildarmynd með samanburði við fjárhagsáætlun, sem ætti að auðvelda þeim sem um fjármál borgarinnar fjalla, mat á af- komu liðins tíma, fjárhagsstöð- unni á miðju ári og horfum framundan." Tekjuafgangur á rekstri 2.183 milljónir Um reikningsskilin á miðju ári koma fram ýmsar skýringar við hið tölulega reikningsyfirlit. Varðandi færslur á tekjum er aðalreglan sú, að tekjur eru færðar í rekstrarreikning eftir því, sem þær falla til og eru reikningsfærðar. Tekjur, sem eru álagðar einu sinni á ári eru þó færðar til tekna að hálfu fyrir þann fyrri helming ársins. Með þessari aðferð eru heildar- tekjur borgarsjóðs fyrri helm- ing ársins 8.007 millj. kr. Rekstrarútgjöld borgarsjóðs á fyrri helmingi ársins eru gjald- færð í rekstrarreikningi, hvort sem þau hafa verið greidd eða ógreidd í júní-lok. Samkvæmt því eru rekstrargjöld borgar- sjóðs fyrri helming ársins 5.824 millj. og nemur því rekstaraf- gangur 2.183 millj. kr. Skv. endanlegri fjárhagsáætlun eru rekstarútgjöld áætluð samtals 11.891 millj. kr. og eru því eftirstöðvar útgjalda til síðari hluta ársins 6.067 millj. kr. Af þessu má sjá, að rekstrarút- gjöldum hefur verið haldið innan ramma fjárhagsáætlunar og því fyllsta aðhalds verið gætt í rekstri fyrri helming ársins. Um útgjöld vegna éignabreyt- inga (aðallega verklegar fram- kvæmdir) er það að segja, að fyrri hluta ársins námu þau Fjármagnsyfirlit 1. janúar til 30. júní 1978 FJÁRÖFLUN: Flutt af rekstrar- og eignabreytingaryfirliti: Tekjur umfram gjöld........................ 723 Afskriftir og niðurfærslur | færðar á rekstrarreikning................. 405 Frá rekstri og eignabreytingum 1.028 I Ný lán vegna sorphauga.................. Önnur ný lán ............................... 47 1.175 FJARRAÐSTOFUN: Afborganir skuldabréfalána ................ 117 Afborganir skuldabréfalána vegna fasteigna............................. 20 Hækkunútlána ............................... 23 160 ^VELTUFJÁRBREYTING, JÁKVÆD ................1.015 Þessi tafla úr skýrslu Ólafs sýnir að veltufjárstaðan hefir batnað um 1.015 millj. króna á íyrri hluta ársins. Af rekstri kemur til ráðstiifunar 1.028 millj. króna. Kaup- og verðstöðvun í Noregi til ársins 1980 Ósló. 15. september. Frá Jan Erik Lauré. fréttaritara Mbl. NORSKA ríkisstjórnin ákvað í morgun ströngustu efnahagsað- gerðir í Noregi frá því í síðustu hcimsstyrjöld. Á rfkisráðsfundi ákvað ríkisstjórnin algera verð- hindingu írá og með 12. septém- ber. í næsta mánuði ætlar ríkis- stjórnin að leggja fram lagafrum- varp um þessar aðgerðir, en þar er gert ráð fyrir algjörri verð- stöðvun og banni við launahækk- unum fram til 1980. Almenningur í Noregi verður því innan fárra daga að vera búinn að sætta sig við, að geta ekki bætt lífskjör sín á næstunni, það verður í fyrsta lagi 1980, sem fólk getur átt von á einhverri kaupmáttar- aukningu. Hins vegar virðist I almenningur skilja nokkuð vel ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, sem gerðar eru til að losa Noreg úr miklum yfir'standandi efnahags- vanda. Engu að síður er búizt við miklum umræðum í Stórþinginu þegar fjárlagafrumvarp stjórnar- innar verður lagt fram. Per Kleppe fjármálaráðherra sagði á blaða- mannafundi í morgun, að ríkisút- gjöld yrðu lækkuð á flestum sviðum, frá því sem nú er, og ætti það bæði við stjórnunar- og framkvæmdasvið. Odvar Nordli segir að Norðmenn geti ekki í bráð farið fram á meiri fjárhæðir en nú er vegna olíuvinnsluréttinda í Norðursjó. — Ætlunin er að neyzla okkar verði hin sama á næsta ári og þessu. Þessar aðgerðir voru nauð- synlegar, þar sem við sjáum engar vonir til þess að markaðsástand á erlendum mörkuðum breytist til hins betra fyrir Noreg, sagði Nordli. Launa- og verðstöðvunin mun koma illa við alla Norðmenn, nema lífeyrisþega og barnafjölskyldur. Kjör þessara hópa eiga að batna með auknum bótum og skatta- ívilnunum. Þá hefur norska ríkisstjórnin einnig ákveðið að sama verð og nú er verði greitt fyrir allan fisk allt næsta ár. Ennfremur er ákveðið að verð á norskum landbúnaðar- afurðum hækki ekki frá því sem nú er. Aðgerðir stjórnarinnar koma einnig við fylkisstjórnirnar og verða þær að skera niður sínar fjárhagsáætlanir og m.a. að fresta margvíslegum framkvæmdum. Odvar Nordli segir að með þessum aðgerðum vænti hann þess að verðbólga í Noregi verði aðeins 4% á næsta ári, en það sem af er þessu ári, hefur verðbólgan verið 8%. Ekki var vitað hvað norska ríkisstjórnin hafði ætlað sér fyrr en þeir Nordli og Kleppe kynntu fyrirhugaðar aðgerðir. Hins vegar höfðu þeir skýrt stjórn alþýðusam- bandsins frá þeim fyrir nokkrum dögum. Vinnuveitendur hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að skýra þeim ekki frá þessum aðgerðum, en þó segja forráða- menn iðnaðarins að þessar aðgerð- ir muni að líkindum gera norskan iðnað samkeppnisfærari en hann er um þessar mundir og telja þeir að á næsta ári muni draga verulega úr kostnaðaraukningu iðnfyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.