Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 atvinna —- atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sendlar óskast á ritstjórn blaösins. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Unglingur óskast til sendiferða á skrifstofu blaösins fyrir hádegi. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 10100. Atvinna Afgreiöslu- og pökkunarfólk óskast nú þegar. Upplýsingar hjá verslunarstjóra, ekki í síma. Síld og fiskur, Bergstaöastræti 37. Húsasmiðir Brúnás h.f. vill ráöa trésmiöi til starfa viö mótauppslátt og fl. á Egilsstöðum og Seyöisfiröi. Uppl. á skrifstofunni, sími 97-1480 og 97-1481. Byggingafélagiö Brúnás h.f. Egilsstööum. Hjúkrunar- fræðingar Hjúkrunarfræöinga vantar strax eöa sem fyrst á skurödeild (skuröstofur) Borgar- spítalans. Skuröstofumenntun æskileg, en þó ekki skilyröi. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunar- forstjóra í síma 81200. Reykjavík, 17. sept. 1978. Borgarspítalinn. Bifvélavirkjar — Vélvirkjar Vana bifvélavirkja og vélvirkja vantar á stórt bifreiðaverkstæði úti á landi. Uppl. í síma 92-3121 á morgnana og á kvöldin næstu viku. Nemar Nemar geta komist aö í rennismíöi Upplýsingar gefur yfirverkstjóri. = HÉÐINN 35 sími 24260. Sveitarstjórn Egilsstaðahrepps hyggst ráöa verkfræöing eöa bygginga- tæknifræðing til starfa frá næstu áramót- um. Umsóknir um starfiö sendist til sveitarstjóra Egilsstaöahrepps fyrir 15. október n.k. Starfskraftur óskast nú þegar á endurskoöunarskrifstofu á miöbæjarsvæöinu. Góö vélritunarkunnátta og einhver bókhaldsþekking æskileg. Tilboö sendist blaöinu merkt: „Endurskoð- un — 3991“ fyrir n.k. miövikudag. Skrifstofustarf Starfskraftur óskast til almennra skrifstofu- starfa. Vélritunarkunnátta áskilin. Verzlun- arskólamenntun æskileg. Tilboð skilist til Mbl. fyrir 19.9. merkt: „K — 3982“. Atvinna Starfskraftur óskast til vinnu á sniðstofu strax. Upplýsingar hjá verksmiðjustjóranum. Vinnufatagerö íslands h.f. Sendisveinn óskast = HEÐINNS Se/javegi 2. Sími 24260. Keflavík Menn vanir járnsmíöavinnu óskast til starfa strax. Næg vinna. Upplýsingar í síma 92-2848, eftir kl. 5. Vélaverkstæöi Sverre Stengrimsen, v/ höfnina, Keflavík. Stokkseyri Umboðsmaöur óskast til aö annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðiö. Upplýsingar hjá afgreiöslunni í Reykjavík, sími 10100. Skrifstofustúlka Viljum ráöa stúlku til vélritunar og símavörslu á skrifstofu í gamla miöbænum. Þarf helst aö geta byrjað fljótlega. Góö laun fyrir rétta stúlku. Gjöriö svo vel aö senda tilboö til Morgun- blaðsins fyrir 23. sept. merkt: „M — 3978“. Sölumaður — afgreiösla Starfskraftur óskast í radíóvöruverzlun. Reynsla æskileg. Tilboö skilist til Mbl. fyrir 19.9 ’78 merkt: „Radíóvörur — 3980“. Tölvudeild Stórt fyrirtæki í Reykjavík, óskar aö ráöa fólk til starfa viö tölvustjórnun og forritun. Æskilegt er aö viökomandi hafi stúdents- próf eöa hliöstæöa menntun. Upplýsingar um aldur og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaösins merkt: „Tölvudeild — 3983“. Fararstjóri/ Kanaríeyjar Óskum eftir aö ráöa fararstjóra á Kanaríeyj- um. Góö spænskukunnátta og starfsreynsla nauösynleg. Viökomandi þarf aö geta hafiö störf sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð fást á aöalskrifstofu félagsins og á söluskrifstofu Lækjargötu 2, og skulu hafa borist starfsmannahaldi fyrir 23. sept. n.k. Flugleiöir h.f. Atvinna í Hafnarfirði Óskum aö ráöa starfskraft til vinnu frá 8—12 f.h. viö símavörslu og alm. skrifstofu- störf. Uppl. kl. 1—3 á skrifstofunni. H.f. Raftækjaverksmiöjan, Lækjargötu 30, Hafnarfiröi. Fréttabréf úr Miklaholtshreppi Borg 9. sept. ‘78. I DAG bárust kirkjunni á Fáskrúðarbakka fagrar og dýr- mætar gjafir. Börn og fóstursynir hjónanna Guðbröndu Guðbrands- dóttur og Guðbjarts Kristjánsson- ar, fyrrv. búenda á Hjarðarfelli, færðu kirkjunni messuklæði, hökul og rykkilín og ennfremur fagurlega smíðaða hillu, sem á skal höfð bók bókanna, Biblian, stór og mikil bók, sem afkomendur séra Arna Þórarinssonar, fyrrv. sóknarprests, færðu kirkjunni fyrir nokkrum árum. Þá fylgdu hillunni tveir kertastjakar. Við þessa athöfn var kirkjan þéttsetin af . ættingjum þessara heiðurshjóna. Þessi dagur er dánardagur Guðbjarts sál. Hann andaðist 9. sept. 1950, en 18. nóv. n.k. er 100 ára fæðingardagur hans, fæddur 1878. Kona hans var fædd 22. nóv. 1884, dáin 19. ágúst 1957. Þessi heiðurshjón bjuggu alla sína búskapartíð á Hjarðarfelli. Heimili þeirra var rómað fyrir mikla greiðasemi og höfðingsskap á allan hátt. Eftir að athöfn lauk í kirkjunnni var öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju í félagsheimili hreppsins að Breiðabliki. Voru þar framreiddar rausnarlegar veiting- ar. Sumri hallar og heyannir þefear úr sögunni Ef ég ætti að gefa lýsingu af heyskapardögum á þessu sumri sem að baki er, þá er það í stuttu máli þetta: Heyskapur hófst víðast hvar um miðjan júlí. Grasspretta var þá heldur léleg, þurrkdagar voru frá 18,—26. júlí og náðist þá inn allmikið af heyjum, en 24. og 25. júlí voru norðan-stormar og víða urðu verulegir heyskaðar. Upp úr mánaðamótum júli — ágúst hlýnaði verulega í veðri og gras tók mjög vel við sér. Þurrkar voru daufir í ágúst, en ákaflega hlýir og góðir dagar til votheys- verkunar. Lítið vætti flesta daga, en þurrkdagar voru fáir. Heyskapur er að ég hygg í minna lagi að vöxtum en verkun yfirleitt ágæt og hey ekki mikið úr sér sprottið. Gott útlit er með uppskeru í kartöflum; ekki hefur komið héla á jörð eða frostnótt ennaþ. Fyrstu lömbin verða sótt hingað í hreppinn til slátrunar í Borgar- nesi á mánudag 11. sept. Byggingarflokkur á vegum búnaðarsambandsins hefur starf- að af fullum krafti í sumar og verkefni eru næg fram á haust. Laugargerðisskóli hóf kennslu í yngstu bekkjum barnaskólans hinn 5. sept. sl. - Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.