Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 Anna Sigríður Björns- dóttir — Minning Fædd 3. desember 1888. Dáin 3. september 1978. Anna Sigríður hét hún fullu nafni, Björnsdóttir Björnssonar Þorbjargargerði í Laxárdal Skaga- firði. Var hann talinn dugnaðar- bóndi til sjós og lands. Móðir Önnu var Guðrún Magnúsdóttir, ættuð úr Skagafirði, síðar að Reykjarhóli í Haganeshreppi. Anna ólst upp með móður sinni. Anna var fædd að Eiðum í Eiðaþinghá austur. Við andlát hennar skortir hana þrjá mánuði í fullnuð níutíu ár. Anna var vel byggð kona líkamlega og átti andlegt atgerfi. Hún var heilsugóð fram undir það síðasta, en háði hart dauðastríð, sem hún bar með hetjuiund hins trúaða manns. Ung lagði hún að heiman, að Á í Unadal, til frændfólks síns. Hjá Stefaníu Jóhannesdóttur hús- freyju gekk hún í læri og lærði fatasaum. Fullnam hún sig í þeirri grein hjá Stefáni klæðskerameist- ara á Akureyri. Þetta féll Önnu vel, hún var lagin og nett sauma-, hannyrða- og prjónakona. Má segja að hún hafi haldið á prjónum sínum inn í andlátið. Ung að árum giftist hún Guð- mundi Hannessyni frá Hofstöðum. Bjuggu þau á tveim jörðum í Skagafirði, uns þau fluttust á Sauðárkrók árið 1921. Eignuðust þau tvö börn. Guðrúnu Ríkey, sem gift er Gísla Stefánssyni Gíslason- ar og stendur heimili þeirra að Faxastíg 21 í Vestmannaeyjum. Þau hjón hafa eignast þrjú mannvænleg börn, sem nú eru uppkomin og gegnir borgarar. Björn var yngra barn þeirra hjóna og býr hann í Grindavík og vinnur við sjómennsku og fiskvinnslu. Guðmundur heitinn maður- Önnu, var mikið lipurmenni og féllu öll verk vel úr hendi. Þrátt fyrir lítil efni og sára almenna fátækt, á þeim tímum, lögðu þau í að byggja sér gott og vandað íbúðarhús á Króknum. Með eljusemi og miklum dugn- aði þeirra beggja tókst það. Þau Anna og Guðmundur voru veitend- ur en ekki þiggjendur. Kröfur gerðu þau til sjálfs sín. Með reglusemi og ráðdeild urðu þau bjargálna fólk. + Eiginmaöur minn, SVEINBJÖRN KLEMENZON, vétstjóri, andaöist aö heimlli sínu, Sólbaröi, Bessastaöahreppi, 14. september. Margrét Sveinsdóttir. t Konan mín, móöir okkar, tendamóöir og amma, JENNY MAGNUSDÓTTIR, Sólvallagötu 19, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni mánudaginn 18. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag vangefinna. Halldór Gialason, Vilborg Halldórsdóttir, Óli Tynes, Magnús Halldórsson, Guórún Halldórsdóttir, Christer Edenfjord, Gisli Halldórsson, Halldór Halldórsson og Lennart Halldór. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaöarför fööur okkar, MAGNUSAR ANDRÉSSONAR, fri Ytri-Hól. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Borgarspítalans. Börnin. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur og tengdafööur, afa og bróöúr, GÍSLA SIGURDSSONAR, kennara, Miótúni 9. Katrín Kolbeinsdóftir, Ásgeir Gíslason, Alexia Gísladóttir, Haraldur Sigurósson, Kolbeinn Gfslason, Páll Gfslason, Sigurný Siguróardóttir og barnabörn. + Þökkum innilega fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tendamóöur og ömmu, JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR. Jakob Sigfússon, Sigrfóur Blöndal, Siguróur Sigfússon, Sigurbjörnsdóttur, Friórik Sigfússon, grjatfn Sigurbjörnsdóttir, Guóni Sigfússon, og barnabörn. + Þökkum innilega samúö og hluttekningu vegna fráfalls og útfarar eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, tengdamóöur og ömmu, GUDBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, fri Sfóra-Knarrarnesi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Hafnarbúöa fyrir frábæra umönnun og hlýlegt viömót henni til handa. Marteinn Ólafsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Á besta aldri og að unnum miklum sigrum deyr Guðmundur mjög snögglega. Hann dettur í stiga og deyr. Guðmundur var einlæglega trúaður maður og það síðasta sem hann mælti á þessari jörð, var ákall til Jesú Krists. A-nna tók mótlætinu vel, af sinni alkunnu stillingu. Hún skildi og hafði numið, „Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað veri Nafn Drottins". Það er mikið numið, þegar menn nema þetta og sætta sig við það. Hvíla síðan öruggir í forsjá Drottins. Árið 1940, eignaðist Anna Björnsdóttir lifandi trú á endur- lausnarverk Jesú. Hún endurfæð- ist og tekur Biblíulega skírn ásamt fleirum. Var Anna með í braut- ryðjendastarfi Hvítasunnumanna norðan Heiða. Bróðir hennar Ásmundur Eiríksson, síðar for- stöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík, var brautryðjandi þar. Hartnær fjörutíu ár stóð Anna á sínum stað og hvikaði hvergi. Hún var í fremstu röð meðlima safnaðarins og lét sér ekkert óviðkomandi af safnaðar- starfinu. Bænakona var hún mikil. Orðvör, grandvör og háttvís. Umtalsfróm með afbrigðum og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún var árrisul og var jafnan á bæn til Guðs. Verk hennar og störf unnin af kunnáttu og heiðarleika. Hún studdi við Barnaheimilið í Korn- múla. Vistheimilið í Hlaðgerðar- koti og allt er viðkom safnaðar- starfi tók hún heilshugar. Árið 1975, þegar söfnuðurinn réðst í að kaupa eitt vandaðasta kirkjuorgel landsins, fylgdi Anna því máli fast eftir og með prjónum sínum studdi hún svo þann málstað að aðrir gerðu ekki betur. Nú við leiðarlok Önnu Björns, eins og hún var vanalega kölluð, vil ég votta látinni heiðurskonu og trúsystur virðingu mína og sæmd. Þakka henni órofa samstöðu og fyrirbænir. Alla umgengni í heim- ili bróður síns Ásmundar og konu hans Þórhildar Jóhannesdóttur. Liðveislu og fyrirmynd í starfi Fíladelfíusafnaðarins, sem vand- fyllt verður. Eftirlifandi börnum hennar og öðrum ástvinum votta ég samúð og samfögnuð, með líf og andlát Önnu Björns. Utför Önnu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 16. september. Einar J. Gíslason. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal.vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast f síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera T sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubiii. Minning: Einar Stefánsson Egilsstaðakauptúni Góðu sumri er lokið. Um leið lauk ævi góðs manns sem var okkur öllum, vinum og vandamönnum, svo kær að við hlökkuðum til endurfunda við hann í hvert skipti sem þeirra var von. Hann var kletturinn trausti sem við gátum alltaf leitað skjóls hjá. Við vorum alltaf glaðari eftir að hafa hitt hann, og sum okkar kannski örlítið betri manneskjur vegna þess hvað Einar gaf mikið af sjálfum sér. Minningarnar um Einar Stefánsson eru allar bjartar og hlýjar. Ég vil ekki nota of mörg lýsingarorð í þessum fátæklegu þakkar- og kveðjulínum sem ég reyni af veikum mætti að setja á blað, en það er tæplega hægt að komast hjá því. Einar Stefánsson var fæddur 6. september árið 1902 að Víðilæk í Skriðdal. Hann var sonur sæmdar- hjónanna Jónínu Salnýjar Einars- dóttur og Stefáns Þórarinssonar sem lengst af bjuggu á Mýrum í Skriðdal en þangað fluttust þau hjón árið 1907. Systkinin voru 13 og var Einar þeirra næstelstur. Móður sína missti Einar 14 ára en um hana væri hægt að skrifa langt mál sem hér verður ekki gert. Faðir hans var þekktur öðlingur á sínum heimaslóðum. Ævi Einars var eins og flestra velgefinna ungra manna á þessum tímum, að vinnan var sú menntun sem hann bjó að ásamt góðu menningarheimili. Einar var hag- ur maður til munns og handa, hann nam trésmíðar sem hann vann við mestan hluta ævi sinnar. Árið 1932 giftist Einar eftirlifandi konu sinni, Sigríði Vilhjálmsdótt- ur, föðursystur minni frá Hánefs- stöðum við Seyðisfjörð. Þar stigu tvö ungmenni mikið gæfuspor. Eftir á' finnst okkur, sem munum þau lengst, að þarna hafi verið um eilífðartrúlofun að ræða, svo falleg var sambúð þessara mætu hjóna. í maí árið 1933 fluttust þau að Hafranesi við Reyðarfjörð. Hugur þeirra stóð mest til þess að eignast þá jörð, en þar bjuggu þau í fjögur ár. Jörðin var þá eign Landsbankans á Eskifirði og því ekki í lausu og engin leið til þess að fá að búa lengur á jörðinni. Á Hafranesi fæddist þeim eldri sonurinn Vil- hjálmur, skólastjóri í Reykholti. Ég minnist sumarsins 1936 er ég fór með móður minni og yngsta bróður í heimsókn til Siggu og Einars að Hafranesi. — Aldrei var annars minnst svo hins væri ekki getið líka. Þetta var fallegt sumar í fagurri sveit. Þessi stutti tími sem við vorum hjá þeim hjónum á Hafranesi er mér ógleymanlegur. Þar kynntist ég Einari fyrst. Þá var hann í blóma lífsins, gjörvileg- ur, skemmtilegur og umfram allt góður. Frá Hafranesi fluttust þau til Reyðarfjarðar, en þar vann Einar við smíðar og frænka mín rak þar matsölu. Á Reyðarfirði fæddist þeim yngri sonurinn Stefán, sem er verkfræðingur og býr í Svíþjóð. Báðir synir þeirra eru líkir sínum góðu foreldrum og hafa erft kosti þeirra í ríkum mæli. Um stríðslok fluttust þau í Egilsstaðakauptún, sem þá var að rísa af grunni. Þar vann Einar við byggingu kaupfélagshússins. Sama ár kom hann upp húsi yfir sig og fjölskylduna. Þetta var eitt af fjórum fyrstu íbúðarhúsum kauptúnsins, og voru þau Einar og Sigríður því ein af frumbyggjum Egilsstaðakauptúns, en þar hafa þau búið síðan. Skömmu eftir að byggingu íbúðarhússins lauk var Einar veitt staða byggingafulltrúa fyrir Austur-Skaftafellssýslu, Norður- og Suður-Múlasýslu. Því starfi gegndi hann í u.þ.b. 25 ár. Þetta er í stuttu máli lífshlaup þeirra hjóna í langri sambúð. Mörg systkina Einars eru búsett á Austurlandi en önnur hafa flust suður. Samband þeirra allra er sérlega ljúft og hafa þau hist eins oft og kostur hefur verið á. Skyldulið frænku minnar hefur flest flust suður á land, en mér er óhætt að fullyrða að þau rúm 30 ár sem heimili þeirra hefur verið í Egilsstaðakauptúni hafi ekkert það sumar liðið að við frændur og vinir höfum ekki heimsótt þau, oft í stórum hópum. Heimili þeirra laðaði alla til sín. Alla ævi Éinars hafa börn laðast að honum. Hann var sem segull fyrir þau, en þar er frænka mín heldur engin eftirbát- ur Einars og má með sanni segja að öll börn urðu vinir þeirra. Á yngri árum mínum varð ég fyrir þeirri reynslu að þurfa að láta yngri son minn frá mér vegna óviðráðanlegra ástæðna. Eini stað- urinn sem ég gat í raun og veru hugsað mér að leita til var heimili Einars og frænku minnar. Baldur sonur minn ólst því upp hjá þeim öll sín bernskuár. Ég sagði að þetta hefði verið reynsla fyrir mig á þeim tíma en eftir því sem tíminn leið og ég sjálf þroskaðist fann ég og vissi að betra heimili og foreldra hefði Baldur ekki getað eignast. Fósturforeldrar hans, Einar og Sigga, hafa miðlað honum öllu því sem þau gáfu sínum eigin sonum, enda hefur Baldur ætíð litið á þau sem sína foreldra. En við áttum hann saman öll þrjú, það var ég svo greinilega látin finna öll þessi ár. Ekki get ég minnst á þennan son minn án þess að þakka þessum góðu hjónum alla þá elsku sem þau hafa sýnt eldri syni mínum Braga, sem varð fyrir þungum veikindum fyrir 10 árum síðan, en honum hafa þau sinnt eins og þau ein gátu og mun hann nú sakna vinar í stað. Samúð þeirra með þeim sem minna máttu sín var ríkari en gengur og gerist. Þeir munu og fleiri sem sakna þessa trygga og trausta manns sem alltaf átti hlýju og skilning á mannlegum vandamálum. Þá voru hjónin glöðust þegar þau höfðu syni sína, tengdadætur og barna- börn hjá sér. Vilhjálmur er kvæntur Gerði Unndórsdóttur frá Reykjavík og eiga þau 6 syni. Stefán er kvæntur Birgittu Éin- arsson, sænskri konu, og eiga þau þrjá syni. Stefán og hans fjölskylda var í heimsókn hjá afa og ömmu í sumar. Eins hefur Vilhjálmur og hans fjölskylda verið meira og minna fyrir austan í sumar eins og svo oft áður. Allir synir þeirra Einars og frænku minnar áttu því láni að fagna að geta verið hjá þeim síðustu daga Einars. Þess má geta hér að Einar og frænka mín gleymdu aldrei að þakka forsjón- inni og æðri máttarvöldum ham- ingju þá er þeim hlotnaðist í lífinu og höfðu það oft á orði. Við vottum öllum nánustu vandamönnurp Ein- ars innilega samúð. Blessuð sé minning heiðursmanns. Guðbjörg Þórhalisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.