Morgunblaðið - 17.09.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.09.1978, Qupperneq 1
64 SIÐUR 211. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins AP-símamynd. Ali heimsmeistari í þriðja sinrt! New Orleans, 16. september. AP—Reuter. „TITILLINN er mér einum of ka-rkominn og læt ég hann því ekki ganga inér úr greipum alveg strax. Ég ætla að sitja á honum í a.m.k. átta mánuði áður en ég tilkynni fyrirætlan- ir mínar,“ sagði Muhammad Ali þegar hann hafði sigrað Leon Spinks í viðureign þeirra um heimsmcistaratignina f hnefaleikum í nótt. Ali hlaut titilinn í þriðja sinn, en það hefur engum tekist áður. Ilann hafði alla yfirburði yfir Spinks og var Ali dæmdur sigur í 10 iotum en ein var jöfn. Viður- eignin var 15 lotur. Talið er að hann verji titilinn verði nógu miklir peningar í boði. Arás á sveitir íransstjórnar sögn embættismanna á laugardag. Þrír uppreisnarmenn, dulbúnir sem hermenn Teheran, 16. september. Reuter. AP. NÍU MANNS féllu í skqt- bardaga íranskra öryggis- sveita og uppreisnarmanna í borginni Tabriz í norð-vesturhluta írans að Geimverur glettast við Rómarbúa? Róm, 16. september. Reuter. FLJÉGANDI furðuhlutur olli glundroða rétt fyrir birtingu í Róm í dag. Fjölmargir íbúar, þ.á m. lögreglumenn á eftirlits- fcrð, sáu þá þríhyrningslaga hlut á sveimi yfir borginni þriðju nóttina í röð. Hluturinn, sem var Ijósleitur, virtist senda frá sér græna og gula ljósgeisla og hringdu margir óttaslegnir Rómarbúar á lögreglustöðvar til að láta vita af fyrirbærinu sem sást greinilega. Þessi sýn blasti við fólki í 'h klukkustund. Hennar hefur einnig oðrið vart á Sikiiiey, á Sardiníu og í Tuscany. Kunn- ugir telja að hér sé um gervi- hnött að ræða eða ljósbrots- áhrif vegna væntanlegs tungl- myrkva. Harðindi í Managua Managua, 16. september, Reuter. í SAMA mund og harðir götubar-1 dagar geysa nú vítt og breitt um Nicaragua, búa menn við sífellt knappari kost í höfuðborg lands- ins, Managua, þar sem matvæla- birgðir eru nánast á þrotum. Allar verzlanir eru enn lokaðar og hefur verið tekin upp matarskömmtun og fólk hvatt til að fara sparlega með vatn. Kuldastríð með Begin og Sadat? stjórnarinnar, munu hafa ráðizt á öryggisverðina úr launsátri og drepið sex. Tveir uppreisnarmann- anna týndu lífi og einn óbreyttur borgari. Þetta mun vera þriðja árásin á varðmenn eftir að herlög tóku gildi 8. september. Hinn andlegi leiðtogi 32 millj- óna Shiite-múhammeðstrúar- manna í Iran, Ayatullah, hvatti í dag til andstöðu gegn nýrri ríkisstjórn Jaafars Sharif-Emanis og sagði að nýleg fjöldamorð hersveita á andófsmönnum gerði Emani ófæran um að stjórna. Loa Angeles, 16. sept. AP. KUNNUGIR menn telja að Edward M. Kennedy muni sækj- ast eftir því að verða í framboði í forsetakosningunum 1980 í Bandarikjunum, að því er blaðið Los Angeles Times skýrir frá í dag. Blaðið segir að Kennedy hafi haft samband við tvo af æðstu mönnum Kaliforníu-fylkis og spurt þá álits á þeirri hugmynd sinni að fara í framboð. Það voru þeir Jesse Unruh fjármálaráðherra Kaliforníu og Kenneth Cory umsjónarmaður með útgjöldum til hers og flota, sem Kennedy hafði samband við. Að sögn heimildamanna blaðsins latti Unruh Kennedy til framboðs- ins þar sem aðdhann stefndi lífi sínu þar með í mikla hættu. Unruh var fylgdarmaður Roberts Kennedys þegar hann var myrtur í Los Angeles 1968. Haft er eftir Camp David, Maryland 16. september. AP — Reuter HLÉ VARÐ á friðarviðræð- um leiðtoga Egypta og ísraelsmanna í dag vegna sabbatsdagsins, helgidags gyðinga. Orðrómur er á mm w. Edward Kennedy. Cory að hann sé þeirrar skoðunar að Edward Kennedy fari fram, en Cory átti langan fund með Kennedy í Washington fyrir skömmu. Cory hefur ekkert viljað segja um efni fundarins annað en það að þeir ræddu pólitíska metorðagirnd Kennedys. kreiki um að fáleikar séu með Begin og Sadat, sprottnir af persónulegri togstreitu. Blaðafulltrúi Carters Bandaríkjaforseta telur að fundi leiðtoganna muni ekki ljúka fyrr en á sunnudag í fyrsta lagi og segir að báðir aðilar muni þurfa að auðsýna meiri sáttfýsi eigi viðræðurnar að bera árangur. Enn hvílir mesta leynd yfir viðræðunum, en egypskar og ísra- elskar heimildir herma að að það hafi orðið að samkomulagi að reyna enn um sinn eftir að snurður hlupu á þráðinn á fimmtudag. Báðir aðilar telja þó frásagnir af ágreiningnum ýktar. Jody Powell, blaðafulltrúi Carters, upplýsti engu síður í fyrsta skipti að helzta deilumál fundarins væri framtíð Sinai-skaga ásamt vesturbakka Jórdanárinnar. Hefur Begin, að sögn, lofast til að láta Egyptum skagann eftir að settu því skilyrði að Israelsmenn verði ekki hraktir frá bústöðum sínum og að ísraels- her fái áfram að hafa flugstöðvar þar. Mikillar svartsýni gætir í egypskum blöðum í dag varðandi friðarhorfur og sagði Kairóblaðið „Al-Gomhouria“ m.a. að færi þetta tækifæri forgörðum væri „ekki hægt að útiloka fimmtu styrjöld- ina fyrir botni Miðjarðarhafs". Þá lét yfirmaður öryggissveita Saudi-Arabíu, Abdullah bin Abdul Aziz prins, hafa eftir sér í London í dag að færi Camp David fundur- inn út um þúfur myndi það hafa „alvarlegar og ófrýnilegar afleið- ingar“ sem kynnu að snerta heim allan. Samkvæmt nýjustu fréttum frá Beirút mun um 60.000 manna ísraelskt herlið hafa safnast að líbönsku landamærunum í dag. Fréttin hefur ekki fengizt staðfest en ef satt er mun hér um mestu herliðsflutninga að ræða á svæð- inu síðan 1973. Jafntefli í 23. skák Baguio, 16. september. Reuter. ANATOLY Karpov heimsmeistari og Viktor Korchnoi sættust á jafn- tefli að loknum 41. leik í 23. skákinni í einvígi þeirra um heimsmeistara- titilinn í skák í dag. Korchnoi hafði hvítt og bauð jafntefli sem Karpov þáði samstundis. Korchnoi var sagður hafa frumkvæðið í skákinni mest allan tímann. Edward Kennedy í forsetaframboð? Rhódesía: Svartir nú herskyldir Salisbury, 17. sept. Reuter. Bráðabirgðastjórnin í Rhódesíu tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að koma á almennri herskyldu svartra í landinu, og tækju reglur þar að lútandi gildi í dag. Ndabaningi Sithole, einn leiðtogi svartra í bráðabirgðastjórninni, til- kynnti ákvörðunina og sagði að svartir hefðu skyldum að gegna hvað snertir varnir landsins þar sem stjórnin hygðist veita þeim full lýðréttindi. „Því er það skylda svartra að verja stjórnina fyrir þeim sem vilja hana feiga,“ sagði Sithole. Þrátt fyrir þessa ákvörðun stjórnarinnar telja svartir um 80% þeirra hermanna sem að jafnaði eiga í útistöðum við skæruliða Nkomos og Mugabes. Hingað til hefur herskylda aðeins náð til annarra íbúa landsins en svartra, en svartir hafa getað gerst sjálfboðaliðar. í Rhódesíu eru að jafnaði 8.000 hermenn, en hvenær sem er getur stjórnin gripið til 35.000 manha varaliðs sem eingöngu er skipað öðrum en svörtum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.