Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 Loðnan: Sjö skip með 3640 lestir LOÐNUVEIÐI er enn treg á miðunum á milli Jan Mayen og Grænlands og á tímabil- inu frá því kl. 15 á föstudag fram til kl. 12 í gær tilkynntu 7 skip um afla, samtals 3640 lestir. Aflann fóru skipin með til Raufarhafnar, Neskaup- staðar og eitt skipanna fór í Faxaflóahöfn. Skipin sem fengu loðnu eru þessi: Faxi GK 150 lestir, Hilmir SU 530, Gísli Árni RE 590, Gígja RE 500, Skarðsvík SH 500, Huginn VE 570 og Börkur NK 700 lestir. Harður árekstur HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Hverfisgötu og Klapparstígs í Reykja- vík laust fyrir hádegi í gær. Bifreið var ekið út á Hverfisgötu af Klappar- stígnum og í veg fyrir aðra fólksbifreið, sem ekið var upp Hverfisgötuna. Við áreksturinn kastaðist hún á kyrrstæðan fólksbíl í stæði við Hverfisgötuna, sem aftur kastaðist á fólks- bíl í næsta stæði við. Miklar skemmdir urðu á þremur af bílunum en engin slys á fólki. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Símstöðin á Húsavík stækkuð um 200 númer SJÁLFVIRKA símstöðin á Húsavík hefur haft 600 núm- er til þessa, og hafa þau verið fullnýtt und'anfarin ár. Nú er nýlokið stækkun stöðvarinn- ar um .200 númer og lágu þegar fyrir umsóknir um 120 síma sem verið er nú að tengja um þessar mundir. Eftirspurn er því fullnægt og möguleikar til að full- Torfæru- keppni við Grindavík TORFÆRUAKSTURSKEPPNI verður haldin á vegum Björgunar- sveitarinnar Stakks í Keflavík við Grindavík í dag, sunnudag og hefst keppnin kl. 14.00. Gert er ráð fyrir að þátttakendur í keppninni verði 10 til 12. nægja henni næstu ár. Landssímaafreiðsla er hér opin allan sólarhringinn. Fréttaritari. Gítartón- leikar KLUKKAN 16.00 í dag efna Símon Ivarsson og Carl Hanggi til gítartónleika í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík og verða þar flutt verk m.a. eftir Bach og fleiri kunn tónskáld. Ljósm. Mbl.i RAX. Með 7 kíl- óa melónu ÞEIR ERU ekki margir á íslandi, sem rækta melónur, en það gerir þó Sigurþór Þorgilsson Skriðustekk 8. Hér sjáum við Sigurþór með 7 kílóa melónu, sem hann tók úr gróðurhúsi sínu í gærmorgun. Aukið aðhald í bankaút- lánum sem eftir er ársins FULLTRÍJAR Seðlabanka ís- lands, viðskiptabankanna og Sambands ísl. sparisjóða hafa nýverið þingað um þróun útlána fyrstu átta mánuði ársins og viðhoríin á þessu sviði. Sam- kvæmt fréttatilkynningu Seðla- bankans voru útlán viðskipta- bankanna komin um 6% fram úr því hámarki sem sett hafði verið fyrir árið í heild og niðurstaða fundarins var sú að bankarnir munu leitast við að lækka heildar- útlán sín það sem eftir er af árinu til að komast sem næst því útlánamarki sem sett var í ársbyrjun. í samkomulagi milli Seðlabank- ans og viðskiptabankanna sem gert var í upphafi ársins var gert ráð fyrir að útlánaaukning yrði ekki meiri en 29% á þessu ári og var samkomulag þetta í samræmi við þau markmið er sett voru fram í lánsfjáráætlun ríkisstjórnar í Réttir í nágrenni Reykjavíkur í dag og næstu daga RÉTTAÐ verður í nágrenni Reykjavíkur um helgina og fyrri hluta næstu viku. í dag, sunnudag, verður réttað í Lögbergsrétt við Suðurlandsveg og kemur safnið í réttina milli kl. 14.30 og 15. Fyrir hádegi í dag verður réttað í Kaldárselsrétt ofan við Hafnar- fjörð og eftir hádegi í dag verður réttað í Arnarhamarsrétt á Kjalarnesi. þessu efni. Um ástæður þess að útlán hafa aukizt meira en gert var ráð fyrir segir í fréttatilkynn- ingunni að verðbólguþróunin á árinu hafi orðið hraðari en reiknað hafði verið með í upphafi ársins og lánsfjárþarfir atvinnuveganna hafi einnig af öðrum ástæðum orðið meiri en gert var ráð fyrir. BRÆLUR hafa tafið hval- bátana frá veiðum að undan- förnu og í sl. viku lágu bátarnir í Reykjavík í tvo daga, þeir fóru hins vegar út á ný í fyrrakvöld og í gærmorgun voru þeir á land- leið með 7 hvali. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá Hvalstöðinni í Hvalfirði í gærmorgun, að nú væru komnir 369 hvalir á land, 234 langreyðar, 128 búrhveli og 7 sandreyðar. Á sama tíma í fyrra höfðu Þá kemur fram í fréttatilkynn- ingunni, að lausafjárstaða sumra bankanna hefur mjög farið versn- andi að undanförnu, og með hliðsjón af því, svo og stöðu og viðhorfum í efnahagsmálum sé ljóst að þörf sé á miklu aðhaldi í útlánum banka og sparisjóða á næstu mánuðum. veiðst 119 langreyðar, 78 búrhveli og 131 sandreyðar eða alls 328 hvalir, en þá hófst hvalvertíð ekki fyrr en 23. júní. Það liggur hins vegar fyrir nú að yfirstandandi vertíð ætlar að reynast miklu af- urðameiri en í fyrra, þar sem miklu fleiri langreyðar og búrhveli hafa veiðst. Nú hafa aðeins veiðst 7 sandreyðar en 131 í fyrra, en sandreyðurinn gefur miklu minna af sér í afurðum en langreyður og búrhvali. Mistök í Lesbók 369 hvalir haf a veiðst í Hafravatnsrétt verður réttað á mánudagsmorgun og verður fyrst rekið inn í réttina skömmu fyrir kl. 9 en réttunum lýkur yfirleitt um hádegi. Eftir hádegi á mánu- dag verður réttað í Húsmúlarétt við Kolviðarhól. Á þriðjudag verður réttað í Kollafjarðarrétt á Kjalarnesi og hefjast réttarstörf þar kl. 14 og á þriðjudag verður einnig réttað í Möðruvallarétt í Kjós og verður byrjað að rétta þar kl. 9 árdegis. í LESBÓK Morgunblaðsins, sem kom út í gær, var þessi skreyti- mynd með grein Ævars Kvarans um ólæsi og hefur myndin verið valin af handahófi. Hún er af Jennu Jensdóttur með bekk úr gagnfræðadeild Langholtsskóla og vita allir, sem til þekkja, að varla var unnt að finna mynd, sem verr hentaði efninu, því að rithöfundur- inn Jenna Jensdóttir nýtur óskor- aðs trausts sem kennari og er í fremstu röð íslenzkukennara á unglingastigi. Hún hefur m.a. haft leyfi menntamálaráðuneytisins fyrir sérstakri tilraunakennslu í bókmenntum í gagnfræðadeild Langholtsskóla og er myndin tekin við slíkt tækifæri. Rithöfundar, sem lesið hafa upp í skólanum, hafa rómað viðtökur nemenda og skilning á verkum þeirra. Mbl. biður Jennu Jensdóttur velvirðingar á þessu handahófs- kennda myndavali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.