Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 15 Á GRENSÁSDEILD Borgarspítalans var á föstudaginn verið að mála kröfuspjöld sem fatlaðir hyggjast bera í jafnréttisgöngunni á þriðjudaginn. Auk Grensásdeildarinnr var verið að mála spjöld á Landspítalanum og Reykjalundi. Er blaðamenn bar að var allt í fullum gangi Sú áletrun sem mest bar á var „Jafnrétti“ enda er það aðalkrafa fatlaðra að öðlast jafnan rétt á við ófatlaða. og hjálpuðust starfsfólk og sjúklingar að við verkið. Á spjöldunum mátti sjá ýmsar áletran- ir er vrðuðu málstað fatlaðra. Á Grensásdeildinni eru um 60 sjúklingar og við fengum þær upplýs- ingar að líklega myndi um það bil helmingur þeirra taka þátt í göng- unni. Fólk af öllum aldri og báðum kynjum voru að mála á kröfuspjöldin. stríða og vil ég sérstaklega nefna einn mann í Odense, Niels Danielsson prófessor, sem er nú lamaður upp fyrir mitti, en er fullur af áhuga fyrir að starfa að þessum málum þrátt fyrir sjúk- dóm sinn og hann trúir því að hann muni fá fulla heilsu aftur. Hann hefur ferðast um og lagt mikið á sig og hefur m.a. komið til Islands og rætt við menn hér. Hefur hann á undanförnum árum m.a. rætt við forseta Islands, ræddi eitt sinn við Kjartan heitinn Guðmundsson lækni, sem gerði miklar rannsóknir á þessum sjúk- dómi o.fl. menn. — En aðallega vildi ég nefna þetta með myndina og við vonumst til að hún geti orðið til hjálpar og viljum reyna að dreifa henni til sem flestra landa og þess vegna var gerð útgáfa með ensku tali eins og ég minntist á, sagði Viggo Sörensen að lokum. Ritlingur eftir ensku- nema við H.I. NÝLEGA kom út hjá F'élagi enskunema (FEN) ritlingur með frumsömdu efni eftir stúdenta í enskudeild Háskóla íslands 1977—78. í ritlingi þessum eru ritgerðir, smásögur og kvæði og er ritlingurinn 28 bls. að stærð. Fjölritun annaðist Fjölritunar- stofa Daníels. Markmið ensku- nema með útgáfunni er að „vekja athygli á tilveru sinni, svo og að gefa þeim sem áhuga hafa á sýnishorn af því sem fram fer í deildinni“ eins og forsvarsmenn komast að orði. Efnið valdi Terry G. Lacy kennari ur verkefnum sem unnin voru undir hennar leiðsögn. Ritlingurinn er til sölu í Bóksölu stúdenta og hjá Eymundsson. Ráðstefna um framkvæmdir á íslandi vegna barna- árs S.Þ. 1979 Á ALLSHERJARÞINGI Sam- einuðu þjóðanna 21. desember 1976 var ákveðið að helga árið 1979 málefnum barnanna í tilefni þess, að þá eru liðin tuttugu ár frá því að S.Þ staðfestu yfirlýsingu um réttindi barnsins. Ekki er fyrir- huguð nein alheimsráðstefna í tilefni þessa árs heldur er kvatt til starfs í hverju einstöku landi fyrir sig og þar næst til alþjóðlegs samstarfs, einkum aðstoðar við börn í þróunarlöndunum. Mánu- daginn 11. október næstkomandi verður haldin ráðstefna á hótel Loftleiðum þar sem fjallað verður um framkvæmdir á íslandi í tilefni barnaársins. Ríkisstjórn Islands fól menntamálaráðuneyt- inu að sjá um framkvæmdir hér á landi og skipaði það hinn 26.6. s.l. framkvæmdanefnd sem í eru: Svandís Skúladóttir formaður, Halla Bergs, Sigriður Thorlacius, Margrét Pálsdóttir og Jónína Baldvinsdóttir. Fyrirhugað er að ráðstefnan sem haldin verður kjósi síðan tvo fulltrúa til viðbótar í nefndina. Um vetnisorku BLAÐINU hefur borist „Yfirlýs- ing varðandi frétt um væntanlega hagnýtingu vetnisorkunnar í frið- samlegum tilgangi" og fer hún hér á eftir: Blaðafregnir um hagnýtingu vetnisorkunnar eru lítils virði sem vísindaupplýsingar og gefa engin tilefni ‘ til dóms um það hvort þessar fregnir séu góðar eða illar. Séu bandarískir vísindamenn ekki að vinna að afvopnunarmálum heimsins eru þeir frá mínum bæjardyrum séð að gera rangt en það leiðir til ills. Einar Júliusson eðlisfræðingur. MSMZMS 21/V ”^ m Til sölu 3ja—4ra herb. (um 90 fm) portbyggö risíbúö í =- yjy éSMÝ gamla bænum. Sér hitaveita. Suöur svalir. íbúöin er í ágætu ásigkomulagi. Útb. 6.5 til 7 millj. Getur MYNDAMÓT HF. he veriö laus fljótlega. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SÍMAR: 17152-17355 ■ Uppl. í síma 35441 og 18546. | HÉR ER ALLT í EINU TÆKI, magnari, plötuspilari, kassettutæki | og útvarp, tveir hátalarar fylgja. Útvarpið er fyrir LW, MW, SW og FM (stereo), með innibyggðu loftneti og magnara, 2X20 wött. Stenst kröfur Din 45-500 um Hi Fi. Kassettutækið tekur Ghromium kassettur, er með sjálfvirka upptökustillingu og 3ja tölu teljara. 2ja hraða Hi Fi plötuspilari og plötuspilaarmur á lyftu. Auðveld stilling á armþyngd og hliðarrásun. Innstunga fyrir heyrnartól að framan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.