Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 21 Heimildum ber ekki saman um aldur Gömlu Búðar á Eskifirði og í bókinni Eskju, sem Einar Bragi tók saman, segir svo á blaðsíðu 63 í fyra bindii „Gamla-Búðin er frá tíð Örum og Wulffs, eitt af elztu húsum á Austurlandi og líklega elzta húsið hér í kauptúninu. Þótt ergilegt sé, hefur þessi aldna hefðardama ekki fengizt til að veita óyggjandi upplýsingar um aldur sinn, hvað sem síðar verður.44 Skömmu síðar segir í bókinnii „Gamla-Búðin er tæplega yngri en frá 1836 og alls ekki eldri en frá 1816.“ Margt hefur verið gert til að finna nákvæman aldur hússins en skyldi tilviljunarkenndur fundur pappírs- snifsis fyrir nokkrum árum hafa leyst gátuna? — Gamla-Búð er talin byggð árið 1834, segir Hilm- ar Bjarnason, formaður Byggðasögunefndar á Eski- firði í samtali við Morgun- blaðið. Þegar húsið var flutt um set árið 1972 fannst á milli þils og veggjar snifsi úr pappa og naglapakka , og á það var eftirfarandi skrif- að: „Þetta hús byggði Arne- sen árið 1834.“ — Þessa setningu fannst okkur að helzt mætti lesa úr því, sem á snifsinu stóð, heldur Hilmar áfram. — Heimildir segja að um þetta leyti hafi verið hér smiður, sem ísak hét Árnason. Eftir þessum heimildum og öðr- um teljum við húsið frá 1834 og byggt af ísak þessum Árnasyni. Þetta eru þó ekki annað en sterkar líkur, en örugga staðfest- ingu á aldri hússins höfum við enn ekki fundið, sagði Hilmar. Við biðjum Hilmar að segja okkur frá aðdraganda þess að húsið var friðað og þeirri starfsemi sem fram fór í Gömlu-Búð á sínum tíma „Allt frá kramvöru og upp eða niður í brennivín" — Það var árið 1968 að Húsafriðunarnefnd ákváð að friða húsið, en þá höfðu þáverandi þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, og Hörð- ur Ágústsson skoðað húsið. Ráðgjafi við breytingarnar á húsinu hefur verið Þor- steinn Gunnarsson, arkitekt og leikari með meiru. Hann hefur lesið eitt og annað út úr húsinu um sögu þess og starfsemina, sem þar hefur farið fram, sem hefur verið hulið öðrum. — Eskifjörður fékk verzl- unarréttindi 1786, en fram að þeim tíma var verzlun í Breiðuvík fyrir utan Eski- fjörð. Það var þó ekki fyrr en um aldamótin 1800, sem verzlunin fluttist í raun á Eskifjörð, en þá ráku verzl- unina Danirnir Örum og Wulff. Síðar verzlaði Kjart- an Isfjörð á móti þeim í Framkáupstað. Gamla-Búð var sölubúð til ársins 1902, en þá kemur Nýja-Búð til sögunnar og eftir það var Gamla-Búðin notuð sem geymsluhús. — Það má eiginlega segja að í Gömlu-Búðinni hafi verið verzlað með allt milli himins og jarðar, allt frá kramvöru og upp eða niður í brennivín. Þarna voru seld- ar allar algengar vörur á þessum árum og reyndar voru keyptar vörur af bændum og tekið á móti í Gömlu-Búðinni. í langan tíma voru þrír aðalverzlun- arstaðir á Austfjörðum, á Eskifirði, Vopnafirði og Djúpavogi, þannig að bænd- ur þurftu margir hverjir að ferðast um langan veg til að komast í kaupstað. Eski- Auðunn Einarsson. kennari á Egilsstöðum, hefur mikið starfað við endurbyggingu Gömiu Búðar. Á þessari mynd sést hann teygja sig út úr kvisti á þaki hússins. fjarðarheiði var þá þjóð- braut, en þáttaskil í sam- göngum urðu er Fagradals- braut var lögð árið 1862. Carl Daníel Tulínus og síðar Þórarinn sonur hans ráku Ari Lúðvíksson var lítið spenntur fyrir myndatöku. en þessu náðum við þó aí honum í gætt Gömlu Búðarinnar. ,skoti“ um árabil verzlunina á Eskifirði og voru þeir þeir síðustu, sem verzluðu í Gömlu-Búð. — Húsafriðunarsjóður og Þjóðhátíðarsjóður hafa lagt myndarleg framlög til upp- byggingar hússins og Eski- fjarðarbær hefur síðan hlaupið undir bagga með það sem á hefur vantað. Um síðustu áramót var 64 millj- ón króna komin í endur- byggingu hússins. Máttar- viðir hússins voru nær allir góðir, en klæðningu þurfti hins vegar að endurnýja að verulegu leyti. Nú er m.a. eftir að setja upp sölubúð- ina í austurenda hússins eins og hún var og ýmislegt fleira er enn ógert og of langt mál að telja það allt upp. Ef við getum lokíð við endurnýjun hússins á tveimur næstu árum er ég ánægður, segir Hilmar. Verzlunar- og sjóminja- safn Austurlands í eina tíð var ys og þys og nóg að gera í Gömlu-Búð og svo verður væntanlega ein- hvern tímann í náinni framtíð. Ætlunin er að setja þar upp safn og undirbúningur er í fullum gangi fyrir verzlunar- og sjóminjasafn Austurlands, sem á að vera í Gömlu-Búð. Við biðjum Hilmar að segja okkur að lokum frá þeirri hugmynd, hvort þess megi vænta á næstunni að fleiri hús verði friðuð á Eskifirði og hvernig endurbyggingu þessa húss hafi verið tekið á Eskifirði. — Ætlunin er að nota húsið sem verzlunar- og sjóminjasafn á Austfjörð- um. Yrði safnið þá eitt af átta fyrirhuguðum safnhús- um á Austfjörðum, en það er safnastofnun Austur- lands, sem hefur yfirumsjón með söfnunum. Þegar hefur verið safnað um 400 hlutum til Sjóminjasafnsins, aðal- lega hlutum frá þeim tíma er Norðmenn hófu síldveið- ar fyrir Austurlandi um 1880. Eins eru þarna hlutir er snerta árabátaútgerð og veiðarfæri og hákarlaveið- arnar. — Þeir sem mest hafa unnið við endurbyggingu Gömlu-Búðar eru Auðunn Einarsson, Ari Lúðvíksson, Kristinn Guðmundsson, Bjarni Kristjánsson, Hilm- ar Hilmarsson, Erlingur Viggósson og fleir auk mín í ígripum. Hugmyndir eru uppi um að friða tvö hús í viðbót, elzta íbúðarhúsið á Eskifirði, svokallað Jensens-hús, sem byggt var 1837, og Randulffs-sjóhús, sem er frá síldarárum Norðmanna. — Það má segja að skoðanir hafi verið skiptar um réttmæti þess að friða og endurbyggja Gömlu-Búð. En þegar það verður komið í gagnið er ég sannfærður um að allir verða ánægðir með árangurinn, segir Hilmar Bjarnasori að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.