Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 Hjónaband eða tíu ára sambúðar- samningur? SÚ tillaga dönsku RauÖsokkahreyfingarinn- ar að afnema hjónabandiö sem þjódfélags- stofnun en taka í sta&inn upp tíu ára sambúöarsamning, sem ekki endurnýjaöist, nema báöir aöilar sœktu um þaö sérstak- lega, hvor í sinu lagi} var reifuÖ hér i blaöinufyrir helgi Iframhaldi af þvi bar MorgunblaÖiÖ máliö undir nokkra aöila, sem liklegir voru til aö hafa á þvi skoöun, vegna sérþekkingar i sambandi viö störfeöa áhuga á jafnréttismálum. Guðrún Erlendsdóttir lektor í sif jarétti Mundi leiða til enn meiri upplausnar í þjóðfélag- inu Ég vil draga mjög í efa gagn- semi þeirrar tillögu dönsku Rauð- sokkahreyfingarinnar að afnema hjónabandið sem þjóðfélagsstofn- un, en taka í staðinn upp 10 ára sambúðarsamning, sem framleng- ist ekki nema báðir aðilar sæki sérstaklega um það. Fjölskyldan er ein elzta stofnun þjóðfélagsins, og um aldaraðir hefur hjónavígsla verið undirstaða hennar. Hjónabandið og fjölskyld- an eru stofnanir, sem eru háðar þróuninni almennt í þjóðfélaginu. Það væri því óraunhæft að halda því fram, að þær þjóðfélagslegu breytingar, sem orðið hafa síðustu tvö hundruð árin, hafi engin áhrif haft á starfsemi fjölskyldunnar. Þetta hefur þjóðfélagið viðurkennt með því að taka tillit til breyttra aðstæðna við setningu löggjafar á sviði sifjaréttar og félagsmálarétt- ar. Hjónavígslutálmum hefur ver- ið stórlega fækkað, og skilnaðar- löggjöf er orðin það frjálsleg, að enginn þarf lengur að vera bund- inn í hjúskap, sem hann ekki vill vera í. Þrátt fyrir aukin áhrif þjóð- félagsins á málefni fjölskyldunn- ar, þá hefur hún í dag engu að síður mikilvægu hlutverki að gegna, jafnvel enn þýðingarmeira hlutverki heldur en áður fyrr, þegar stórfjölskyldan var við lýði. Heimilið er athvarf fjölskyldu- meðlimanna, þar sem þeir eru velkomnir og geta hvílt sig eftir erfiði dagsins. Þótt uppeldi barna hafi í æ ríkari mæli færst yfir á dagheimili og skóla, þá dregur enginn í efa mikilvægi foreldra sem uppalenda. Ég tel því afar nauðsynlegt í iðnaðarsamfélagi nútímans að búa sem tryggilegast að fjölskyldunni. Að mínu mati mun það ekki vera fjölskyldunni til góðs að afnema hjónabandið. Tillaga dönsku Rauð- sokkahreyfingarinnar mun, ef fram næði að ganga, valda miklum ruglingi og verða erfið í fram- kvæmd. Það er ljóst, að hún mun ekki draga úr skriffinnsku, heldur þvert á móti. 011 réttaráhrif hjúskapar mið- ast við hjónavígsluna sjálfa. Aðil- ar þurfa ekki annað en að láta gefa sig saman í hjónaband, og frá þeirri stundu skapast öll þau réttindi og skyldur, sem hjúskapn- um eru samfara. Ef tillaga rauðsokkanna kæmi til fr.imkvæmdar, sýnist óhjá- kvæmilegt, að sérstök stofnun annaðist skráningu sambúðar- samninganna, og hvað gerist, ef aðilar sækja ekki um framleng- ingu að 10 árum liðnum? Hvað gerist, ef aðilar vilja slíta samingnum eftir eitt ár? Það vakna ótal spurningar um vafa- atriði í þessu sambandi. Sam- kvæmt tillögunni á að afnema framfærsluskyldu milli sambúðar- aðila. Vissulega er það, sem koma skal, að hver einstaklingur verði fær um að framfæra sig sjálfur, en eins og jafnrétti kynjanna er háttað í reynd, tel ég ekki tímabært að afnema gagnkvæma framfærsluskyldu maka. Samkvæmt framansögðu tel ég tillögu þessa, ef til framkvæmdar kæmi, verða þess valdandi, að staða fjölskyldunnar verði mun ótryggari en hún er í dag, en það mun aftur á móti leiða til enn meiri upplausnar í þjóðfélaginu. Björn Ingvarsson yfirborgardómari Þörf á lög- gjöfum óvígða ' sambúð Ég tel að fólk eigi að vera frjálst að því hvort það stofnar til hjúskapar eða kýs óvígða sambúð og svo hefur verið hér á landi frá alda öðli, en óvígðri sambúð fylgja vissir annmarkar, öryggisleysi, er þó mætti bæta úr með löggjöf um óvígða sambúð, svo sem nú er í Danmörku og víðar og um þessi mál fór fram ítarleg umræða á 27. norræna lögfræðingamótinu í Reykjavík 22. ágúst 1975. Reynslan sýnir að þörf væri á slíkri löggjöf hér. Athygli er vert, að margt fólk er búið hefur í óvígðri sambúð skemmri eða lengri tíma giftir sig síðar, af því að það telur hagsmun- um sínum betur borgið. Fólk ætti ekki að stofna til hjúskapar nema að vel athuguðu máli og að það hafi kynnst og þekkst nokkurn tíma og hið sama ætti vitanlega við úm óvígða sambúð eða sambúðarsamning kæmi slíkt til. Hjúskapur er það gömul og reynd stofnun um aldir, að menn ættu ekki nema að mjög vel athuguðu máli að breyta þar um. Að lokum vil ég vitna til áminningar ræðu þeirrar er notuð er við borgarlegar hjónavígslur en þar segir: „að það heit, sem þið verðandi hjón eigið hér að vinna hvort öðru, er loforð um ást og trúnað og um að hjálpa hvort öðru og aðstoða hvort annað í öllu lífi ykkar, hvernig sem það verður og hvernig sem það snýst, til þess skuldbindið þið ykkur.“ Er þetta ekki allt sem segja þarf og halda? Séra ólafur Skúlason dómprófastur Tíu ára hjónabönd? I fyrstu hélt ég, að hér væri eingöngu um að ræða alvörulaust grín. En sé þetta sett fram sem einhverskonar hugsjón, eins og látið er í veðri vaka, þá verðskuld- ar þetta einnig viðbrögð, sem grundvallast á öðru en axlayppt- ingu. En þó skal það viðurkennt, að ég gat ekki annað en brosað, ekki aðeins að uppástungunni, heldur endurminningunni, sem hugmyndin kallaði fram. Mér datt nefnilega í hug samlíkingin um prestana, sem þjóna söfnuðum í Ameríku, þar sem greitt er um það atkvæði á aðalsafnaðarfundi ár hvert, hvort það eigi að framlengja starfstíma prests. Einn kunningi sem ég taldi ógæfusaman að þjóna í slíkri kirkjudeild (en sem betur fer er þetta fyrirkomulag undan- tekning en ekki regla vestur þar), var yfirleitt ekki mönnum sinnandi, þegar aðalsafnaðarfund- ur nálgaðist. Og þessi ákvörðun hékk reyndar yfir honum eins og sverð allt árið. Og þar kom, að hann ákvað að hætta, ekki af því að meirihlutu safnaðar hefði greitt atkvæði á móti endurráðn- ingu, heldur af því eingöngu, að ein fjölskylda hafði snúizt í móti honum. Það fannst honum nóg til þess að gefast upp, og hann hvarf á braut. Hygg ég þetta mundi einnig reynast hættulegt slíku tímabundnu sambandi eins og um er spurt. Hjónaband er vitanlega samn- ingur tveggja aðila, sem fleiri ganga þó inn í, ef börn fæðast hjónum. En það er þó miklu meira heldur en venjulegur samningur, af því að í slíkum er hægt að taka fram skýrt og greinilega um hvað samningurinn fjallar. En hjóna- bandið byggir á gagnkvæmri viljayfirlýsingu, sem spannar öll svið mannlegra viðfangsefna, án undantekningar, og með því er myndað það samband, sem öllu öðru tekur fram, svo náið er það, en um leið viðkvæmt. Og fyrsti steinninn er tekinn úr þeim grunni, sem annars á að vera traustur, þegar annar hvor aðilinn hreytir út úr sér framan í hina. „Við skulum þá bara skilja", hvað þá ef gengið er út frá því í upphafi að skilnaður sé eðlilegur. Hvað hjónin sjálf áhrærir er því slík tímabundin sambúð nokkurs kon- ar kviksyndi, sem aldrei getur veitt fasta undirstöðu. Og hvað kirkjuna og kenningar- grundvöll hennar áhrærir, þá er hugmyndin um tíu ára hjónaband hreinasta fjarstæða og ætti ekki að þurfa að eyða í það mörgum orðum. Frá upphafi, segir Jesús að kona sé ætluð manni og maður þar af leiðandi konu, ekki í tilrauna'- skyni, heldur til varanlegrar sambúðar og þeim sé því fengið það mikla hlutverk að styrkja hjónabandið, og leysa vandamálin, en nýta þau ekki til sundrungar eða upplausnar. Og hið sama hygg ég, að sé bezt frá sjónarmiði þjóðfélagsins sjálfs, að ekki sé nú talað um blessuð börnin, sem ekki eiga að vera tilraunadýr misvit- urra byltingarseggja. Svala Thorlacius héraðsdómslögmaður Yrði erfitt í fram- kvæmd Þessi hugmynd virðist nú vera ákaflega snöggsoðin eftir þessum upplýsingum að dæma og þótt hjúskaparformið sé langt frá því að vera gallalaust sýnist mér að þetta fyrirkomulag myndi verða heldur erfitt í framkvæmd. Það er hins vegar vafasamt að tjá sig um slíkan sambúðarsamn- ing þegar svo lítið er vitað un nánara efni hans, eða hefur hugmyndin ef til vill ekki verið fullmótuð ennþá? Hvernig verður gagnkvæmri framfærsluskyldu „parsins" háttað (ef t.d. annað yrði öryrki?) og gagnvart börnum þeirra, fjármálum þeirra og skipt- ingu eigna og skulda t.d. vegna sameiginlegra þarfa heimilisins og fjölskyldunnar, forræði barna og umgengnisréttur við þau, ef til skilnaðar kemur, erfðaréttur og margt, margt fleira? Á að vera tryggðaskylda eða „frjálsar ástir"? Á hvert par að hafa sínar prívat reglur eða á að setja löggjöf um þetta sambúðarform og á að vera hægt að endurskoða það og breyta því á þessum 10 árum? Annars þykir mér ekki nema gott um það að segja að fólk, sem er á móti hjúskaparfyrirkomulag- inu sem slíku geri með sér formlegan sambúðarsamning. Hér á landi, þar sem eru hvorki meira né minna en u.þ.b. 5800 manns í óvígðri sambúð væri það sannar- lega mikil framför. Sú aðstaða, sem margar konur i komast í, eftir að hafa verið í sambúð í mörg ár og jafnvel áratugi og unnið mikið starf á heimili og jafnvel utan þess, að standa uppi slyppar og snauðar við sambúðarslit og eiga ekki kröfur á neinu nema ráðskonulaunum, af því allt búið er eign mannsins, er sannarlega átakanleg. Og sama má segja um aðstöðu karlmanns, sem fær aldrei að umgangast börn sín eftir sambúðarslit, af því að þau eru ekki fædd í hjónabandi. Elísabet Gunnarsdóttir kennari Sammála að tímabært sé að af- nema hjóna- bandið á Norður- löndum Þar sem ég hef ekki kynnt mér tillögur dönsku Rauðsokkahreyf- ingarinnar nema það sem sagt er um þær í Mbl. 15.9. get ég ekki um þær dæmt nema að litlu leyti. Ég er sammála að tími sé til kominn að afnema hjónabandið sem þjóð- félagsstofnun hér á Norðurlönd- um, en hafa verður í huga að skipan hjúskaparmála verður að miða við aðstæður sem ríkja í hverju samfélagi fyrir sig. Það sem hentar okkur á ekki við t.d. um íbúa þriðja heimsins. íslenska hjúskaparlöggjöfin miðast að miklu leyti við kyrr- stöðuþjóðfélag fyrri alda og þá siðgæðisvitund sem þá ríkti, þrátt fyrir þær umbætur sem gerðar hafa verið til samræmingar við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.