Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 A llt í röð og reglu Stundum veitist okkur erfitt að halda öllu í röð og reglu hjá okkur. Áður en langt um líður verður allt á rúi og stúi, ef við venjum okkur ekki á að taka til eftir okkur. Við höfum áður bent á, hvernig nota má klemmur í ýmsum tilgangi, og hér sjáum við, hvernig unnt er að strengja snúru milli tveggja snaga og hengja blöð og hluti, sem við þurfum að hafa aðskilda frá öðru dóti. Best er auðvitað að venja sig á að hafa allt í röð og reglu, en stundum er gott og nauðsynlegt að kunna einföld ráð — þegar taka þarf til. Framhaldssagan Á hættuslóð- um í Afríku DAVÍÐ Livingstone var einn þekktasti maöurinn á ríkisstjórnarárum Viktóríu Englandsdrottningar. Hann var fyrsti hvíti maöurinn sem fór í rannsóknarferöir um villtustu héruö miö-Afríku. En Davíö Livingstone var ekki aöeins stjórnandi hættulegra rannsóknarleiöangra um skóga Afríku. Hann var líka kristniboði. Hann boöaöi innfæddum fagnaöarerindiö og hjálpaöi þeim í veikindum þeirra. Eitt af mestu afrekum Davíös Livingstone var þó an efa afnám þrælasölunnar. Saga hans er því Iðng og spennandi, og veröur aöeins hluti af henni sagöur í Barna- og fjölskyldusíðunni á næstu vikum. Áður en liðið var ár frá komu Davíðs til Afríku, lagði hann upp í förina inn á þetta hættulega og eyðilega land. Hann ferð- aðist um 1120 km með- fram eyðimörkinni ýmist fótgangandi eða með uxa- kerru. Tveimur árum síðar, árið 1842, vígði hann nýju kristniboðsstöðina sína í Mobotsa. Hún var 320 km Davíð Livingstone og Mary voru hamingjusöm í hjónabandinu. Davíð var fremur alvarlegur hugs- andi maður, en þrátt fyrir það hafði hann mjög gaman af glettni og gamni. Hann notaði hvert tækifæri til þess að taka þátt í leik og gamansemi. En hann hætti ekki að læra og nema. Hann hóf að læra jarðfræði því að Mobotsa. Árið 1847 byggðu þau þar kristni- boðsstöð, og hvert hand- tak unnu þau sjálf, Davíð og Mary. Hér lifðu þau ham- ingjuríku og erilsömu lífi næstu fimm árin. Livingstone gelymdi því aldrei, að mikilvægasta ástæðan fyrir dvöl hans í Afríku var sú, að hann ætlaði að boða fagnaðar- norðan við Kuruman, langt frá öllum hvítum mönnum, og umhverfis voru einungis villtir, heiðnir kynstofnar svartra manna. Þegar Davíð hafði búið einn í Mobotsa í 2 ár giftist hann dóttur dr. Moffats, Mary. Davíð hef- ur lýst því sjálfur, hvernig þau notuðu tímann til þess að læra mál hinna innfæddu, flytja fagn- aðarboðskapinn, hjálpa sjúkum og læra sem mest um landið og íbúa þess. hann áleit alla þekkingu gagnlega. Jarðfræði færði honum þekkingu á berg- tegundum og jarðefnum. Og þetta nám kom Davíð að góðum notum þegar fram liðu stundir. Eftir nokkurn tíma, fannst Davíð og konu hans að þau yrðu að flytjast lengra norður eftir. Þar bjuggu kyn- stofnar, sem enn höfðu aldrei heyrt um Jesúm Krist. Þau fóru og komu að stað, sem heitir Kolo- beng, 128 km norðan við erindið. En boðskapurinn um Jesúm Krist var svo ólíkur lífsháttum hinna innfæddu og hugsunar- hætti þeirra, að það reyndist mjög erfitt að kenna þeim að skilja hann. Höfðingi af kynstofn- inum Bechuana, Sechele að nafni, lagði niður fyrra líferni sitt og tók trú á Guð. Hann ákvað, að allur kynstofn hans skyldi líka verða kristinn. En aðferð- ir hans voru allt aðrar en Davíðs. Frh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.