Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 27 / Mexíkó bjó lítill drengur. Hann hét Mexí. Fyrir utan hvíta húsið hans rann stór á. Og á bak við húsið voru mörg pálmatré, sem hann gat klifráð í, þegar hann langaði til. En Mexí litli hafði mikla athafnaþrá, hann langaði alltaf til þess að reyna eitthvað nýtt og spennandi. Og dag einn, þegar honum leiddist, klifraði hann upp i bátinn sinn og réri upp eftir ánni. Satt best að segja hló sólin með sjáJfri sér, um leið og hún virti þennan litla hrausta strák fyrir sér. Hún var viss um, að hann mundi brátt gefast upp á róðrinum. Hitinn var svo mikill. En Mexí litli var ekki á því að gefast upp. Hann tók varla eftir hitanum og réri 'allt hvað af tók. Svitinn bogaði af honum. En í hvert sinn, er hann leit upp, sá hann alltaf eitthvað nýtt — ný blóm, nýjar sveppategundir, alla vega lit fiðrildiog fugla, sem sungu hinum fegurstu söngvum og alls kyns trjátegundir, sem hann hafði aldrei séð fyrr. Hann varð svo hugfanginn af þessu öllu saman, að hann lagðistfram á árarnar og sofnaði! Og nú lét hann sig dreyma um alla þessa fallegu hluti sköpunarverksins, sem hann hafði farið fram hjá. — En einu gleymdi hann á meðan! Einmitt. Hann gat ekki róið sofandi. Og allt í einu hrökk hann við, þegar báturinn rakst á land. Hann horfði undrandi kringum sig. Hann sá undireiys, að hann var kominn heim aftur. En hvernig komst hann hingað? Hvernig gat þetta átt sér stað? Mexí litli fékk aldrei svar við því. Hann gekk glaður heim á leið eftir að hann hafðifest bátnum við land. Og nú var hann ekki lengur leiður, heldur glaður og þakklátur yfir öllu því, sem hann hafði fengið að reyna og sjá og uppgötva upp á eigin spýtur. Hver talar svona? Þa úti er dott o daman a danda me nýja kó. 0 tleðann minn degu hú Dunna, o datan er full af tnó. Ef tuldinn bítu 1 tinnar þá tomum við Dunna heim, o töllum á tisu og futta o tomum f leik me þeim. 1 t t 2 % 3 Leikur með tölurnar Hefurðu reynt að leika þér að tölum með því að breyta þeim í eitthvað skemmti- legt? Talnaleikur sem nefndur er reikningur eða stærðfræði, er mjög skemmtilegur, en þessi er ef til vill ekki síðri. Og þér dettur eflaust eitthvað fleira í hug en okkur. Fáðu þér blað og blýant og spreyttu þig. 11L 6a r~Da a? t/Ö / . rfi 0 cWSiS íu:. ló U kkdr'- Palli og kofinn eftir Gunnar Guðmundsson, 7 ára, Ljárskógum, Reykjavík. Einu sinni var trúður sem, hét Palli. Hann langaði mikið til þess að eiga kofa. En það versta var, að hann gat ekki smíðað hann sjálfur. En hann var svo heppinn, að pabbi hans var smiður. Og hann smíðaði kofann. En fyrst fóru þeir í bæinn á bílnum þeirra. Þeir fóru í timburverzlun Arna Jónssonar, og höfðu kerru aftan í bílnum. Þeir keyptu mikið af timbri. Palli hjálpaði pabba sínum að bera timbrið. Svo fóru þeir aftur heim. Mamma var úti á tröppum. Hún var fegin að sjá þá. Hún sagði: Ægilega hafið þið keypt mikið timbur. Já, mamma mín, sagði Palli. Palli og pabbi hans byrjuðu nú, en fyrst þarf að ná í timbrið af kerrunni. Palli hjálpaði pabba sínum að bera timbrið, og svo byrjuðu þeir á kofanum. Pabbi sagði við Palla: Nagla, nagla, já já. Og svo voru þeir búnir með kofann. Og þá var Palli ánægður. Kofinn var með hurð og glugga. Bless, bless, krakkar, segir Palli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.