Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 Minnst Ingibjargar og Þórhalls Daníelssonar Styttur af þeim afhjúpaðar á Höfn í dag Þessa dagana verður trúlega mörsum fjömlum Hornfirðingi hugsað til Hafnar í Hornafirði, er þar á að fara fram athöfn sem beðið hefir verið með eftirvænt- ingu nú um skeið. Ekki tekur þetta síst til þeirra sem hindraðir eru í að geta horfið austur þangað, til þess að vera sjálfir viðstaddir minningarathöfn þá sem þar fer fram í dag er afhjúpaðar verða styttur af þeim Þórhalli Daníels- syni og Ingibjörgu Friðgeirsdótt- ur. Eins og svo oft áður rifjast upp af þessu tilefni margar og bjartar minningar um það fagra hérað Hornafjörð og þá jafnframt um þessi mætu hjón, sem bæði eru öllum rosknum Austur-Skaftfell- ingum mjög minnisstæðar persón- ur. Þáttur þeirra í vexti og viðgangi þessa staðar og héraðs er verðugt upprifjunarefni, öldnum sem ungum, og mætti verða óbornum Hafnarbúum sem lýs- andi viti um ókomnar aldir. Þórhalls, þess mikla athafna- manns verður ekki minnst hér svo sem verðugt er. Um hann er líka margt og víða kunnugt, bæði það sem varðveitt er í minni manna og það sem ritað hefir verið á blöð og bækur, og því alþjóð meira og minna kunnugt, eða nærtækt til upprifjunar. Ekki tel ég heldur mig þess umkominn að bæta þar um þótt náin persónuleg kynni tækjust með okkur, þegar á bernsku- og unglingsárum mínum. Hitt er það að oft býr það lengi í minni sem mótast í æsku og ég sem átti því láni að fagna að starfa hjá þessum framkvæmdagarpi, einmitt á þeim árum þegar ungl- ingurinn mótast einna mest, tel það ævinlega hafa verið mér mikill ávinningur, og raunar stórhapp, að hafa komist í náin kynni við þennan hugdjarfa afreksmann á mínum uppvaxtarárum og bý að því alla tíð. Þessi fátæklegu orð innibinda því næsta lítið umfram þá ögn af minningum um þau i persónulegu kynni og þá vináttu Þórhalls, sem ég átti að fagna, meðan honum entist líf. Og hún var hnoss hverjum sem hlotnaðist, enda minnist ég hans jafnan er ég heyri góðs drengs getið. Eg var vikapiltur í verzluninni á Höfn og hafði lítinn skilning á verzlunarháttum. En síðar, þegar ég kom út í heiminn, varð mér Ijóst, við samanburð á því sem ég sá annarsstaðar, að Hornfirðingar bjuggu á tíð Þórhalls við betri verzlun en almennt gerðist, og það þrátt fyrir einangrun, tregar og erfiðar samgöngur við næstu kaupstaði. A þessum árum var verzlun Þórhalls eina verzlunin í Austur-Skaftafellsslýslu, svo að ekki þurfti að óttast keppinautana. En ég held að hann hafi aldrei hagað sinni kaupsýslu eins og hann væri einn um Kituna, sem þó var. Þó að ekki þyrfti að kvíða samkeppni á staðnum held ég að hann hafi ætíð miðað sína verzlun- arhætti við það sem hann sá og vissi bezt í öðrum stöðum, utan- lands og innan, eftir því sem aðstæður leyfðu. Meðan ég var þarna viðloðandi kom skip beint frá Kaupmannahöfn á vori hverju, svo að tæpast brást, hlaðið nauð- synjum til verzlunarinnar, öllum brýnustu þörfum héraðsbúa, ætu bæði og óætu. Verzlunin var fjölbreytt svo að furðu gegndi, svo erfiðir sem aðdrættir annars voru. Flutt var allt til fæðis sem klæðis, til skjóls og skarts, áhöld til smíða, jarð- vinnslutæki, útgerðarvörur, bygg- ingavörur, olía, kol og salt. En ekki var látið þar við sitja, reynt var og að sjá fyrir ýmsum' andlegur þörfum fólks, svo sem ritföngum, kennslutækjum og bókum. Oft flaut líka með ýmislegt til yndis- auka, ungum sem öldnum. Fyrir nú utan það að fullorðna fólkinu fannst það engin sigling ef ekki kom kaffi, sykur og tóbak, fluttist oft sitthvað til glaðnings, svo sem leikföng, spil og töfl og ýmislegt góðgæti,.til aö bæta sér í munni með. Og þetta var einmitt Þórhalli líkt. Hann var víðsýnn maður og skilningsríkur, vissi að mannlífið þarf margs við til þess að þróast og dafna eðlilega, og að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Væri viðkvæðið hjá þeim eldri að þetta eða hitt væri nú óþarfi, var Þórhallur vanur að segja: Það má engum gleyma og engan setja hjá. Þessi eina verzlun varð að sjá fyrir öllum þörfum héraðsbúa í þessum efnum, líkamlegum og andlegum, og gegna hlutverki sem nú þarf fjölda verzlana til að sinna. Þórhallur vildi að öllum væri gerð úrlausn, sem komu í kaupstað, án tillits til fjárhags, og þá var úttektin bara skrifuð, stundum upp á von og óvon um greiðslugetu viðskiptamannsins. Hann var líka ljúfur húsbóndi, sem önnum kaf- inn gaf sér tíma til að spauga við vikastrákinn. Og meira en það. Eftir að piltur fór að fara í skóla átti hann vísa fyrirgreiðslu Þórhalls og hjálp- semi á marga lund. Það var erfiðleikum bundið að komast úr -og í skóla á þeim árum. Haust og vor varð oft að fara austur á Firði, í veg fyrir skip, til að komast suður og aftur heim, og naut þá Þórhalls oft við. Allir mektarmenn á Austfjörðum þekktu hann og voru boðnir og búnir að greiða götu skólapilts ekki síst fyrir orð hans, svo vinmargur og vinsæll sem hann var. Að nefna nafn hans opnaði tíðum allar dyr. Þetta þarf nú ekki að segja Austfirðingum, að minnsta kosti ekki þeim eldri, svo mikil sam- skipti sem Þórhallur hafði við þá í útvegsmálum, einkum síðar en hér um ræðir. En það er stærsti og vafalítið merkasti kaflinn í sögu þessa forustumanns, bæði í tengsl- um við sögu Austfjarða yfirleitt og Hornafjarðar sérstaklega. En hlaupa verður, því miður, yfir þann stóra þátt hér, svo afdrifa- ríkur sem hann þó varð fyrir útgerðina í þessum landshluta öllum. Sá þáttur er viðameiri en svo að því verði við komið að gera nokkra viðhlýtandi grein fyrir honum hér, en vísa mætti til ýmsra heimilda um það efni, meðal annars hinnar fróðlegu og greinargóðu bókar dóttur hans, Önnu: Brautryðjendur á Höfn í Hornafirði. Þessi vinur minn og velunnari, sem látinn er fyrir allmörgum árum, var maður fjölhæfur og átti sér mörg áhugamál. Hann hafði meðal annars yndi af fögrum listum og var sjálfum sitthvað gefið í þeim efnum og ýmislegt til lista lagt. Hann var söngelskur í bezta máta og lék á hljóðfæri og söng þá gjarna með. Oft raulaði hann líka við vinnu sína og er hann gekk um og hugaði að störfum manna sinna átti hann það til að syngja við raust, einkum er honum líkaði vel, og ekki alltaf sama lagið. Hann var listaskrifari, ritaði fagra snarhönd og gaf ýmsum forskrift sem voru að læra að draga til starfs. Leyndi sér þá ekki hve hagur hann var á mál og hafði mætur á ljóðum. Skemmti- legast var þó hve viðmótið var jafnan hlýlegt, glaðlegt og alúð- legt. Þó skapið væri ríkt, heitt og ört, brá hann því ekki gjarna að tilefnislitlu, og þykkjuþungur var hann ekki, nema honum þætti mikið miður. En einarður var hann í skoðunum og ekki myrkur í máli, þótt hann kynni manna bezt að stilla skap sitt, svo fágaður og kurteis maður sem hann var í framkomu allri. Frá síðustu sam- fundum okkar, er hann var orðinn háaldraður maður, en kempulegur sem fyrr, er mér minnisstæðast hve velgengni annarra var honum hugleikið gleðiefni, þá sem ætíð áður, enda gat tæpast velviljaðri mann. Frú Ingibjörg var glæsileg fríðleikskona, sem bauð af sér hinn bezta þokka svo af bar í héraði og þó lengra væri skyggnzt. Það sópaði að henni er svo bar undir og var að því leyti á marga lund jafnræði með þeim hjónum. Þó drjúgt þyrfti til að standa við hlið Þórhalls án þess að hverfa í skugga hans voru þau í flestra augum og vitund, sem til þekktu, næsta jafnokar, hvort á sinn máta. Tíðum voru þau bæði nefnd í sömu andrá og var þá oft hending hvort viðkvæðið var Þórhallur og Ingi- björg eða Ingibjörg og Þórhallur, enda mátti vart á milli sjá um myndarskap og vinsældir þeirra hjóna. Ingibjörg var ekki síður góð kona og greind, skilningsrík og móðurleg, sem fleiri nutu en hennar nánustu, þó hún hefði þar í ærið mörg horn að líta. Svipmeiri hjón og fyrirmann- legri en þau Þórhall og Ingibjörgu gat tæpast, enda voru þau hvort sem annað ógleymanleg öllum sem komust í kynni við þau og mönnum því minnisstæðari sem þeir höfðu af þeim nánari kunnleika. Höfð- inglegri framgöngu og elskulegu viðmóti þeirra var jafnan við brugðið og orðlögð voru þau fyrir gestrisni, svo að sögur fóru af um langa vegu. Háttsettir framámenn Kennaraháskóla Islands, en það er lokanámsár skólans, hafa ákveðið að hefja ekki nám fyrr en þeir fái á ný æfingakennslu, en eins og áður hefur komið fram í blaðinu hafa grunnskólakenn- arar samþykkt að ráða sig ekki til æfingakennslu kennaranema fyrr en lausn fæst á þeirri deilu, sem uppi er milli grunnskóla- kennara og menntamálaráðu- neytisins vegna mismunandi launa kyinara eftir því hvort þeir tóku embættispróf sitt frá Kennaraháskólanum eða Kennaraskólanum. í frétt sem nemendur þriðja árs KHI hafa sent frá sér segir að Samband grunnskólakennara hafi síðustu árin átt í deilu við ríkisvaldið um launajöfnun kennaraprófanna. Þá segir í frétt nemendanna: „Til að þrýsta á ríkisvaldið hafa kennarasamtökin beitt þeirri að- gerð, að neita að ráða sig sem æfingakennara og þar með að taka kennaranema í æfingakennslu. Þetta er þriðja árið í röð, sem þessari aðgerð er beitt, og nú er svo komið að þeir nemar, sem eru á þriðja námsári í Kennaraháskól- anum, sjá fram á að geta ekki lokið námi á eðlilegum tíma, vegna þess að mikið vantar á að þeir hafi lokið lögboðinni æfingakennslu. Fari sem horfir, hefur það í för með sér óbætanlegt tjón fyrir rómuðu rausnarlegar móttökur þeirra svo að spurðist víða vegu, en sýslungar þeirra og nágrannar höfðu sömu sögu að segja og voru þau í gestrisni sem öðru svo samhent að vant var að sjá eða vita hvort þeirra átti þar ríkari þátt í. Frú Ingibjörg átti líka margan bitann og sopann í börn- um og smælingjum, og þótt lof hennar fyrir það flygi kannski skemmra og lægra en hinna tignari gesta hygg ég að henni hafi ekki síður verið ánægja að því að hygla þeim er minna máttu sín. Svo sem oft vill verða, og góðu heilli er til mætra er að telja eins og hér var, bar heimilið í heild svipmót húsbændanna. Ekki gat því hjá því farið að kaupmanns- heimilið á Höfn yrði menning- armiðstöð, enda stóð til þess öll geta á flestra lund, bæði andleg og efnisleg. Á þeim tíma sem hér um ræðir voru fræðslumál yfirleitt í molum víða um byggðir landsins, en Þórhallshúsið fór snemma, og með þeim fyrstu þar um slóðir, að fá kennara til heimilisins, stund- um jafnvel háskólamenn, eða aðra góða kennara. Þörfin var brýn fyrir heimilið sjálft, enda börnin mörg, en nágrannarnir fengu líka að njóta góðs af og var það þetta fólk, fjárhagslegt auk ann- ars. Nemendur telja flestar aðrar aðferðir raunhæfari, og má benda á að í flestum launadeilum bitna þær aðgerðir, sem beitt er, fyrst og fremst á deiluaðilum sjálfum. Vegna neitunar grunnskóla- kennara við nemum í æfinga- kennslu gat aðeins helmingur þriðja árs nema hafið nám í haust. Til þess að eitt gengi yfir alla ákvað allt þriðja ár, 86 manns, að hefja ekki nám fyrr en viðunandi lausn fengist í málinu. Nemar einbeita sér nú að því að þrýsta á báða deiluaðila um að leysa málið ,hið snarasta, og munu endurskoða afstöðu sína í samræmi við breyt- ingar, sem verða á stöðu mála.“ Kennaranemarnir hafa bæði sent menntamálaráðherra og fjár- málaráðuneytinu fundarsam- þykkt, þar sem eindregið er mælst til þess að ráðuneytin leysi nú þegar vanda þriðja árs nema sem skapast hefur vegna launadeilu kennaranna og ríkisvaldsins. Þar að auki samþykktu kennaranem- arnir að beina þeim tilmælum til Sambands grunnskólakennara að það beiti sér tafarlaust fyrir öðrum aðgerðum kennarastéttar- innar í deilum hennar við ríkis- valdið um launajöfnun kennara- prófanna, því að ófært sé að aðgerðir bitni eingöngu á aðila, sem engan hlut á að þessari deilu, þ.e. kennaranemum. Valgeir Gestsson, formaður mörgum ómetanlegt, þar á meðal þeim sem þessar minningar rifjar upp nú. Margt var fleira sem dró ná- grannana að þessu menningar- heimili, ekki síst börn og unglinga. Heimilisbragur var með fádæmum aðlaðandi, börnin á heimilinu mörg og brá til foreldranna um margt gott og skemmtilegt. Þau voru ljúfir og glaðir leikfélagar og systurnar glæsilegar ungmeyjar er lengra leið. Á heimilinu var margt góðra hluta tiltækt, sem ekki voru á hverju strái, svo sem fleira en eitt hljóðfæri, kunnátta í hljóð- færaleik og meðfæddir hæfileikar til að iðka hann. Frá því heimili hafa líka komið þjóðkunnir lista- menn á því sviði, svo sem hin þekkta og ágæta söngkona Anna Þórhallsdóttir og bróðir hennar Daníel, sem bæði hafa gert garð- inn frægan og eru margra eftir- læti, fyrir meðferð sína á lögum og ljóðum. Þau hafa mörgum yndi aukið á mannfundum og í fjölmiðl- um um langt skeið og er það kunnara en frá þurfi frekar að segja. Ég minnist Hafnar fyrst og fremst er hún var á æskuskeiði, eða á árum frumvaxta unglinga, ef svo mætti segja. En lengi býr að fyrstu gerð og má með sanni segja það um þetta pláss nú. Staðurinn ber það með sér nú að til heilla var hafist þar handa í upphafi, af glöggskyggni og spádómsanda lagður grunnur að gæfuríku mannlífi þar. Þó að því verði nú ekki viðkomið, af óviðráðanlegum sökum, að vera þátttakandi í minningarhátíð hjónanna Ingi- bjargar og Þórhalls, frumkvöðla athafna- og menningarlífs á Höfn, á hátíðarsvæðinu sjálfu, er fylgst með því sem þar fer fram í dag í anda og blessuð minning þessara frumbyggja og brautryðjenda þar. Það er vel og verðskuldað að minningu þeirra sé nú reist þar minnismerki, og fagna því ekki síst af alhug gamlir vinir og sveitungar. En öllum minnisvörð- um óbrotgjarnari eru þær ljúfu minningar, um þessi kæru, mikil- hæfu hjón, sem í hugum gamalla Hafnarmanna búa. Stefán Guðnason. Sambands grunnsk’ólakennara, sagði í gær að þessar óskir kennaranemanna kæmu sínum félögum ekkert á óvart, því þeir hefðu fengið að heyra þeirra sjónarmið á fundi með þeim. „Nú í augnablikinu er málið í biðstöðu og fram yfir helgi verður athugað hvort ekki semst milli okkar og ríkisvaldsins en ef ekki næst samkomulag köllum við saman fulltrúaráð okkar, sem í eiga sæti fulltrúar þeirra 10 svæðafélaga, sem mynda sambandið og fundur þess tekur ákvörðun um framhald aðgerða. Ég tel persónulega að línur í þessu máli verði að skýrast í næstu viku,“ sagði Valgeir. Niðurgreiðsl- ur á ullar- verði í athugun I nýtreiknuðum verðlagsgrund- velli landbúnaðarvara hafa bænd- ur fengið nokkru meiri hækkun á ull en ullarkaupendur telja sig geta greitt fyrir ullina, nema að til komi niðurgreiðslur. Mbl. bar undir viðskiptaráðherra hvort slíkar niðurgreiðslur væru fyrir- hugaðar. Svavar Gestsson sagði að um þær hefði verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar og iðnaðar-, landbúnaðar- og viðskiptaráðherr- um hefði verið falið að athuga með þær. Kennaranemar á lokanáms- ári KHÍ hefja ekki nám — Skora á grunnskólakennara að taka upp aðgerðir í deilum þeirra og ríkisins KENNARANEMAR á þriðja ári í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.