Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 31 valdi hins sterka, hvaða möguleika getum við þá haft tii að setjast í dómarasæti í þessum málum? Á hvaða stigi verður misréttið í þess- um efnum ólíðandi? Auðvitað eru engin hlutlaus eða vís- indaleg mörk til. Sá sem heldur fram rétti einhvers hóps af fólki til að fara fram á endurskoðun á dreifingu náttúruauðlinda, í einu formi eða öðru, getur ekki haldið sínum hlut, ef hópar barn- lausra aðila á stór, víðáttu- mikil, auðug landsvæði og nýtir þau sem veiðilendur eða golfvelli, meðan milljónir manna verða að búa við stöðugt hungur. Þarna er alltaf spurningin um stig og fjarlægðir. Undir þessum kringumstæðum er samt allt- af möguleiki á að krafa í þessa veru komi fram frá ríkum löndum, sem þetta- kæmi ekki niður á, svo sem Japan eða Hollandi. Vaxandi dánartíðni gæti nýtzt sem rök. Misræmið hlýtur að fara vaxandi, þar sem þéttbýlið mun í mörgum þéttbýlum löndum, þrefaldast áður en ein öld er liðin, meðan fæðingartölur í ríku löndun- um eru svo lágar að mann- fækkun er þar í augsýn ög jafnvel orðin. Hægt er að draga upp spátöflu, með fyrirvara, og það hefur raun- ar verið gert hjá Sameinuðu þjóðunum í samræmi við þrjár kenningar. Á hvaða stigi verður ójöfnuðurinn að vera, til að fram séu lagðar tillögur, ekki aðeins á grund- velli útflutningsverzlunar, eða hillinga og blekkinga, heldur með auðlindir náttúr- unnar að grundvelli? Þeim mun nákvæmari sem mæl- istikan er á grundvelli mannslífa svo sem „ákveðinn fjöldi ferkílómetra fyrir inn- flytjendur eða nýlendubúa bjargár svo og svo mörgum mannslífum", þeim mun erf- iðara er að hamla á móti. Andstæðingar gætu svarað: „Hve mikið magn af áburði, vélakosti, landbúnaðartækni þarf í illa ræktuðu landi til að ná sama árangri við björgun mannslífa?" Þannig munu mismunandi þættir hafa áhrif á viðhorf hvers einstaks svo sem — raunverulegt ójafnræði með tilliti til jarðnæðis og nátt- úruauðlinda, — skilgréining á hugsanlegum aðgerðum með tilliti til mannslífa, — magn ríkulegra náttúruauð- linda lands (eða landsvæðis) þess sem dæmir persónuleg viðhorf og hugsjónir. Svo langt erum við ekki enn komin. Breytingar á veðurfari Og þá snúum við okkur að kenningu, sem leiðir til svo óhugnanlegrar niðurstöðu að fáir þora að hætta sér út í slíkar hugrenningar. Ein af mörgum hættum, sem líf- fræðingar hafa haldið fram og sú mikilvægasta — að minnsta kosti að því er virðist — hefur líka vakið minnsta athygli. Hún er sú, að milljóna alda jafnvægi milli sprenginga og öndunar annars vegar (losun kolvetnis og viðbragð plantna og þör- ungagróðurs hins vegar (nýt- ing kolvetnis) er rofið. • Á síðustu tveimur áratugum hefur hlutfall CO2 í andrúms- loftinu stöðugt aukist um 0,23% á ári hverju. Þessi lofttegund er ekki eitruð, a.m.k. ekki í núverandi magni, og hættan virðist því ekki alvarleg, en þessi breyt- ing á samsetningu andrúms- loftsins getur haft í för með sér breytingar á loftslagi. Ýmsar sýrur eru að auki grunaðar um að geta haft svipuð áhrif. Álþjóðaveðurfræðistofnunin í Genf lét í júní 1976 reyndar frá sér fara tilkynningu um að breytingá á veðurfari væri von. Hún gat þó ekki sagt neitt af meiri nákvæmni. Veðurfræðin er sú vísinda- grein, sem minnstar framfar- ir hafa orðið í undanfarna hálfa öld, að minnsta kosti hvað veðurspá snertir. Við skulum setja okkur fyrir sjónir að rigningarhér- að verði þurrt og að hitastig- ið lækki. Slíkar breytingar gætu gerst nægilega hratt til þess að milljónir mannslífa væru í hættu. Á því stigi væri hætta á að kenningin um lífsrými gæti tekið á sig nýja og hrjúfari mynd, ef sú þjóð sem skyndilega var í lífs- hættu ræður yfir stórum her. Slík atburðarás væri utan við alla spádóma. Lífiö kvatt? Undir hvaða kringumstæð- um samþykkir eða hafnar maðurinn því að gefa líf? Við erum langt frá því að þekkja öll þau lögmál, sem ákvarða slíkt? En samt er óhætt að fullyrða að á ystu mörkum mannlegrar tilveru eru ve- sælir hópar fólks, sem er ofaukið, og sem stjórnvöld reyna í örvæntingu og oft án árangurs, eins og í Indlandi, að halda á floti. Að hinu leytinu auðugir þjóðfélags- hópar, sem sóa auðæfum og neita að gefa líf, að veita möguleika á að lifa af. Gildi mannsins I ofvöxnum þjóðfélögum er gildi hvers barns álitið lítið. Það fæðist, það deyr, og annað kemur í staðinn. Samt sem áður hefur fæðingum fækkað mjög á einni kynslóð í nokkrum löndum, sem búa við mjög lág lífsskilyrði, einkum Singapore, Formósu, Hong Kong. Þrátt fyrir það eiga fátæk samfélög á hættu stór áföll og mikinn barna- dauða, án þess að verða útrýmt, meðan ríka fólkið á það á hættu að farast alveg. Eftir heimsstyrjöldina lifnaði aftur yfir fæðingum í Frakklandi, sem hafði verið farið að fækka svo að þjóð- inni fjölgaði ekki. En brátt sótti í sama horf, og nú höfnuðu allar þjóðir Vest- ur-Evrópu lífinu á sama hátt. Evrópumenn tryggja ekki lengur sína eigin endurnýjun. Þarna ræður nokkur blekk- ing. Skoðanir hinna upplýstu byggjast á tölum, svo sem í iðnvæddu löndunum. { Frakklandi hefði fortíðin getað ráðið því, að nú væru Frakkar 25 milljónir eða 75 milljónir talsins. Það sem máli skiptir er þó, eins og í trénu, ekki magnið heldur krafturinn í ungu sprotunum. Frakkland og hin Evrópu- löndum eru á ellileið. Þegar vissu marki er náð, sem þegar er í nánd, þá er ekki lengur hægt að snúa aftur til æskunnar. Öldrun einnar þjóðar fylgir nefnilega hópdeyfing, eða nokkurs konar meðvitundar- leysi. Það eru ekki hinir öldruðu einir sem fyrir því verða, heldur miklu fremur unga fólkið og þá helst hinir greindustu og best menntuðu á öllum aldri. Á þeirri stundu sem framfarasinnarnir hafna framtíðinni, þá er sjúkdóm- urinn orðinn banvænn. Menn sem iðulega eru vel metnir sérfræðingar um mannfjölgunarmál, hafa reynt að gera sér grein fyrir afleiðingunum af þessari öldrun, jafnvel með tilliti til efnahagslegra hliða hennar. Ut úr því kemur sú dapurlega niðurstaða að gamalt fólk komi bara í stað ungs fólks. Litlu skiptir þótt það gleym- ist að ung manneskja kostar samfélagið eftir löndum þrisvar sinnum minna en gömul, því ekki er það jafn raunalegt að gömul mann- eskja komi í stað ungrar eins og að ekkert sé um hana hirt. Tilhneigingin til að færast undan því að kanna hvers konar áhrif á lífið og vöxt þess er í senn afleiðing og hörmuleg sönnun um að siglt 'sé hraðbyri til öldrunar. Hvað er sagt um ungan mannslikama, ef frumur hans visna og hætta að endurnýjast? Aö hafna í hóp Augsýnilegt er að það eru einstaklingarnir sem hafna lífi. Hjón eða sambýlisfólk hörfar undan ábyrgðinni á afkvæmum sínum. I 12 ár hefur öllum ráðum verið beitt til þess að auðvelda fólki að hafna þessari óæski- legu byrði, þessum óboðna gesti, barninu. Sorglegustu rökin og óvirðulegustu hafa ný-velferðar-predikararnir helit yfir okkur. Á undanförnum árum hef- ur skjálfandi mannkyn verið gripið geysilegri óhreinskilni. I öllum alþjóðástofnunum og öllum löndum hafa verið tekin upp einkunnarorðin: „Það á að gera fólki fært að eiga aðeins þau börn, sem það óskar eftir." Oftast er þessu beitt til hjóna í fátöku löndunum og vísar til getnaðarvarna þeim til handa. En líka eru til ófrjó hjón, sem í sömu sporum hefðu viljað eignast annað eða þriðja barn. Slíkum aðstæðum er hafnað og beitt rökum til réttlætingar: „Hvernig á ungt fólk að geta alið upp börn við allar þessar erfiðu aðstæður, sem þeim er boðið upp á, verðbólgu at- vinnuleysi, útivinnandi konur o.s.frv. Ábyrg afstaða? Segjum fremur ábyrgðarleysi, því lífsskilyrðin á Vesturlöndum eru betri en þau hafa nokkurn tíma verið nokkurs staðar. Þar sem lífsskilyrðin gera útslagið, þar verður barnafjöldinn núll, á sömu stundu sem hjónin hætta að treysta ' á börnin sín til framfærslu í ellinni. Hver maður þarf rúm í veröldinni. Misræmið á lífsrými er mikið og hlýtur að fara vaxandi, þar sem þéttbýlið mun í mörgum þéttbýlustu löndunum þrefaldast áður en ein öld er liðin, meðan fæðingartöiur í ríku löndunum eru svo iágar að mannfækkun er þar í augsýn og jafnvel orðin. Öllu stefnt gegn börnum Ibúar Vesturlanda eru að eldast. Sú þróun verður mjög hæg, næstum ósýnileg, en bítandi. Úr því að þeir sem ala upp börnin, þ.e. framleið- endur framtíðarinnar, væntanlegir ellilífeyrisþegar, eru fyrirlitnir og brugðið fæti fyrir þá, hefur ellilífeyririnn ekki lengur neina næringu. Til að bæta upp það tap, fækkar þjóðfélagið enn æsk- unni. Og þegar einu sinni er komið yfir strikið, þá er engin leið til baka. Hlekkirn- ir eru þar til dauðadags. Samfélagsleg höfnun lífs- ins kemur fram á ýmsan hátt. Öll túlkun stefnir í eina átt: atvinnuleysi, mengun, hrörnun náttúrunnar, of- fjölgun í Suður-Asíu o.s.frv. Dæmigert hugarástand er það, að afleiðingin af jafn stórri tæknilegri skyssu sem atvinnuleysið er, skuli túlkað sem offjölgun. Hvað varðar „verndun um- hverfisins“, þá er það í raun líka verndun alls bruðls. Er einn maður í viðbót þá einn mengunarvaldurinn enn? í raun er hann einn baráttu- maðurinn enn, einkum þar sem um er að ræða unga manneskju. Að hafa fyrir hugskotssjónum síðustu ræktunarmennina að skipta með sér síðustu bensínlítrun- um er óskynsamlegt sjálfs- morð. Þessi sameiginlega lífs- höfnun er ekkert annað en hræðsla. Samfélagið lítur neikvætt á gildi mannsins, ef hann er ekki talinn alveg glataður. Að minnsta kosti í mikilli hættu, þar sem eng- inn trúir lengur á hann. Er hér verið að vísa til almennra lögmála? Til þró- unar menningarríkja, sem dóu út og hurfu fyrir öðrum frumstæðari. Er hér verið að rifja upp ófrjó endalok Grikkja, Rómverja, Feneyja- búa og annarra? Ekki skiptir máli á hvern hátt hrun getur borið að fyrir utanaðkomandi atburði. Meinið kemur innan frá, án þess að utanaðkom- andi óvini sé fyrir að fara. Þannig fer öllum. Þetta þjóðfélag okkar er hrætt við allt og við sjálft sig. Við sjáum að vitur maður sem Rene Dumont lýsir því yfir að barnleysi rými fyrir fátæku ofhlöðnu þjóðunum. Gera má ráð fyrir því að um leið og allar hugmyndir um fjölskyldu og þjóð eru horfn- ar, þá muni þegar í stað fara af stað alheimsstjórn með útausandi sameignarstjórn. Kristur hefur aldrei verið jafn fjarri. Sjáum við fyrir okkur hvernig æskan kemur til hjálpar evrópsku öldungunum síðustu skrefin og veitir þeim ljúflega ná- bjargirnar? Nei, þvert á móti getum við ímyndað okkur hið gagnstæða, hefnd lífsins. í óendanleikanum í leikriti með pessu heiti, sem vakti athygli í Louis Jouvet leikhúsinu, eru allar persónurnar á skipi, þar sem þær lifa venjulegu ferðalífTá sjó, nema hvað ailar stéttir eru þar á y sama farrými. Fyrir ógætni barþjónsins, eina skipverjans komast þau að raun um að þau eru öll látin og eru á leiðinni fyrir einhvern himneskan dómstól. Við, Evrópumenn, erum á sama báti, um borð í skipinu að nafni Elli, en fyrir ein- hvern töfradrykk að ofan erum við okkur þess ekki meðvitandi. Okkar kynslóð sér ekki lengur fyrir endur- nýjun sinni og þá um leið ekki heldur elli sinni. Farvel líf, farvel morgundagur! I þessu sama leikriti hrökkva tveir ungir elskend- ur sem hafa fyrirfarið sér með gasi upp og fá aftur lífslöngun og yfirgefa skipið. Eitthvað ámóta verðum við að setja von okkar á, leita eftir og grípa dauðahaldi í. Úr því gamalt fólk kann að meta gildi lífsins, verða það þá ekki örlög hinna öldnu? Bless líf! Nei, þann dag sem menn hætta að meta slíka kveðju, fær lífið aftur sitt tækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.