Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 17. september ðt$MÚ>lU&Íb Bls. 33-64 „ Vona að slysió verði e/dd ti/þess adspilla fyrirkappakstursíþróttinni", segir Sverrir Þóroddsson, sem þekkti Svíann Peterson, sem lést, og er nákunnugur heimsmeistaranum nýja Slysið í kappaksturshringn um í Monza á ítalíu á sunnudaginn, sem kostaði sænsku kappaksturhetjuna Ronnie Peterson lífið, hefur vakið mikla athygli um allan heim. Slysið hefur orðið til að minna óþyrmi- lega á þær hættur sem geta verið samfara kappakstri af þessu tagi, og jafnvel hafa raddir heyrst, að krefjast þess að kappakstur verði bannaður með Iögum. Eink- um hafa slíkar raddir heyrst í Svíþjóð, en þar fer saman mikil sorg og reiði vegna dauða Petersons. Ronnie Peterson keppti sem kunnugt er á Lotusbif- reið, og það gerði einnig félagi hans, Mario Nadretti, sem innsiglaði heims- meistaratitil sinn í þessum sama kappakstri. Er ekki annað hægt að segja en sá langþráði sigur hafi komið á heldur ömurlegu augna- bliki, en sá eini sem gat veitt Andretti keppni í ár var einmitt hinn sænski Pererson. „Vissulega var þetta slys hörmulegt, en fólk má þó alls ekki halda að slys af þessu tagi séu daglegt brauð á kappakstursbrautunum," sagði Sverrir Þóroddson, fyrrum kappakstursmaður er Morgunblaðið ræddi við hann um fyrrnefnd slys. Sverrir er án nokkurs vafa sá íslendingur sem best þekkir til kappaksturs eins og hann tíðkast víða um heim, enda starfaði Sverrir sem kappakstursmaður er- lendis um margra ára skeið. Sverrir sagði, að brautin eða hringurinn í Monza væri mjög hættuleg, en þar eru eknir um það bil 100 hringir í einum akstri eins og þeim sem fram fór á sunnudag- inn. Brautin er nokkuð óregluleg í lögun, með tveimur kröppum beygjum og tveim opnari, en einmitt á opnu beyjunum verður hraðinn oft mjög mikill, allt að 260 km á klukkustund strax 700 metrum frá ráslínu að sögn Sverris. Því hefur verið gripið til þess ráðs, að þrengja brautina rétt áður en komið er að beygjunni, til þess að draga úr hraðanum. Er það gert á þann hátt, að út frá hliðar- línum eru settar slár eða veggir út á brautina, sitt hvorum megin með stuttu millibili. Þar á milli verða bílarnir að sveigja, og svo þröngt er þar, að aðeins einn bíll kemst áfram í einu. Það býður svo hættunni heim, þegar margir bílar nálgast á feikna hraða, og enginn vill víkja og aðeins einn kemst áfram. Þetta var það sem gerðist er banaslys- ið varð, Peterson, sem var með rásbraut 3, lenti fyrir hópi bíla sem óku yfir hann. Þeir sem höfðu betri rás- brautir, en þar á meðal voru félagi hans, Mario Andretti, voru komnir framhjá, og stönsuðu ekki fyrr en þeir komu að staðnum aftur eftir að hafa ekið hringinn. Kvaðst Sverrir telja óhugs- andi annað en brautin yrði lagfærð eða henni gjör- breytt, en þær lagfæringar sem getið var um hér að framan, hefðu greinilega reynst allsendis ófullnægj- andi, enda hefði þar greini- lega verið reynt að spara sem allra mest. Þekkti Ronnie Peterson allvel. Sverrir sagðist hafa þekkt Peterson allvel, mest í gegn- Ronnie Peterson komst ekki lífs frá kappakstursbraut- inni. „og dauðinn mun halda áfram að fylgja ökumönnum í Formula 1 keppninni" segja sænsk dagblöð. um hinn nýbakaða heims- meistara og félaga Petersons, Mario Andretti. Þeir Andretti og Sverrir eru miklir vinir, og meðal ann- ars hefur Sverrir oft dvalið á heimili hans í Banda- ríkjunum. Síðast nú í sumar. Sverrir sagði, að Peterson hefði verið mjög viðfeldinn maður, heiðarlegur drengur bæði í keppni sem í einka- lífi. — „Eg minnist þess ekki að hafa heyrt hann tala illa um fólk, og Mario Andretti er mjög lágvaxinn, þó þessi mynd beri það ekki með sér, þar sem hann þenur brjóstkassann fyrir myndavél- ína! Ljósm.. RAX. Sverrir Þóroddsson. Andretti bar honum mjög vel söguna," sagði Sverrir. Peterson var tiltölulega ný- byrjaður hjá Lotus, og það var alltaf vitað að hann var ökumaður númer tvö, Andretti var fyrstur. Hann mátti því ekki fara fram úr Andretti, en fylgdi honum hins vegar fast eftir, og hefur Andretti sagt að Peterson hafi aldrei reynt að svíkja það samkomulag. Andretti oroinn veilauðugur Þeir Sverrir Þóroddsson og Mario Andretti eru sem fyrr segir nákunnugir. — „Mario og ítalskar ættar, en fluttist til Bandaríkjanna árið 1955," sagði Sverrir. „Hann ólst þar upp hjá fjölskyldu sinni í borginni Nazareth í Pensylvaniafylki, en sú borg er skammt frá bænum Betlehem í sama fylki! — En það er eins og kunnugt er mikill siður hjá Bandaríkjamönnum að skíra bæri og borgir eftir borgum í öðrum löndum. Ljósmynd. Sverrir Þóroddsson. Heimsmeistarinn Mario Andretti við þrjá af bflum sí.mni. sem eru ekki af verri endanum. Þar nær Mario fljótlega mjög góðum árangri," segir Sverrir ennfremur, „og varð til dæmis tvisvar sinnum Ameríkumeistari í kapp- akstri, og svo sigrar hann í Indianapolisakstrinum árið 1969. — Kappaksturinn í Ameríku er allt öðru vísi en í Evrópu, og það er mjög sjaldgæft að menn séu mjög góðir í hvoru tveggja. En það er einmitt eitt af sérkennum Marios, hve fjöl- hæfur hann er í akstrinum. Hann getur stigið upp í nánast hvaða bíl sem er óg náð árangri í kappakstri af ólíklegustu gerðum." Sverrir segir jafn framt, að Andretti sé fremur gamall af heimsmeistara að vera, en hann er 38 ára gamall. Hann sé því síður en svo á því að hætta, enda hafi hann þegar skrifað undir nýjan samning, og svo stefni hann að því að keppa á nýjum Porche-bíl á Indianapolisbrautinni árið 1980. „Mario er án vafa fyrir löngu orðinn margfaldur milljóneri, talið í dollurum," segir Sverrir, „en þess sjást þó ekki merki á manninum sjálfum. Hann býr ennþá í sínum heimabæ, og þeir sem hann umgengst mest er fjölskylda hans, eins og títt er með ítali, og svo gamlir vinir hans frá því áður en hann öðlaðist heimsfrægð og allt því sem því fylgir." „Vona aö slysiö spilli ekki fyrir íþróttinni", Að lokum sagðist Sverrir vona, að þetta slys yrði ekki til þess að spilla fyrir kappakstursíþróttinni, þá væri illa farið. Slys sem þetta væru sjaldgæf, endar væri víðast hvar búið að koma fyrir miklum öryggis- ráðstöfunum, og einnig væru búningar ökumann- anna mun betri en áður var. Núna eiga þeir til dæmis að þola eld um nokkra stund, svipað og þeir búningar sem geimfarar nota. Viðbrögðin til dæmis í Sví- þjóð, væru skiljanleg þegar í hlut ætti hálfgerð þjóð- hetja þeirra, en Sverrir kvaðst efast um að slíkt hefði gerst ef í hlut hefði átt til dæmis lítt þekktur ítali. Þá hefði ekki verið rætt um bann við kappakstri. „Slys af þessu tagi geta alltaf gerst, en þau eru fátíð, en það eru til dæmis slys á knattspyrnuvelli eða flugslys sem betur fer einn- ig. Mikilvægt er að halda höfði þegar þau verða, en grípa ekki til neinna óyndis- úrræða í fáti eftir á." — AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.