Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 35 honum opnum, þannig að snjóalög og fannfergi valda ekki erfiðleik- um við mjólkurflutninga frá Hóli. Tankvæðing á næsta leyti „Það sem einna helst veldur okkur erfiðleikum," segir Unn- steinn, „er það, að tankvæðingu hefur enn ekki verið komið á hjá Mjólkursamlaginu á ísafirði. Við keyptum okkur þó kælitank, þar sem við geymum mjólkina, en það verður að hella henni aftur yfir á brúsa þegar hún er sótt, því Mjólkursamlagið tekur eingöngu við brúsamjólk enn sem komið er. En nú hefur verið endanlega ákveðið að tankvæðingu skuli komið á árið 1980, og hefur það meðal annars ýtt á eftir því máli, að hér var kominn kælitankur. Staðreyndin er sú, að ekki er unnt að framleiða mjólk í miklum mæli án slíks tanks. Þá verður einnig sú jákvæða breyting á rekstri Mjólkursamsöl- unnar um áramót, að fjárhagur hennar og Kaupfélags Isfirðinga verður aðskilinn. Staðreyndin er nefnilega sú, að fjárhagsstaða Kaupfélagsins hefur verið mjög slæm undanfarin ár, svo ekki sé nú tekið sterkara til orða! Fjárhagur Mjólkursamsöl- Erfiðleikar bændastéttarinnar Talið berst einnig að erfið- leikunum í íslenskum landbúnaði, og Unnsteinn hefur ákveðnar skoðanir á þeim málum. Það þarf að gera allt annað en gert er, segir hann. Meðal annars segir hann kvótakerfið vera mjög ranglátt eins og það er, þá ætti að gera nýtt átak í öflun markaða fyrir íslensk- ar landbúnaðarafurðir erlendis, hætta ætti rekstri ríkisbúa í stórum stíl, og gera ætti þeim bændum sem það vilja, kleift að hækka. „Það má til dæmis nefna það,“ segir Unnsteinnn, „að á sama tíma og offramleiðsla er á land- búnaðarafurðum hérlendis, þá eru ríkið og þeir bændur sem ég vil kalla „kaffitímabændur", með um það bil fjörtíu þúsund fjár á vetrarfóðrum. „Kaffitímabændur" kalla ég þá menn sem eru með sauðfé sér til gamans, en margir þeirra eru orðnir æði stórtækir. Þessa bændur ætti að skattleggja, og skikka þá til að minnka búin. Ríkið rekur sín bú á þeim forsendum, að svo og svo margt búfé þurfi til hvers kyns tilrauna, en það má alveg nota til þess búpening einstaklinga alla vega á að vera unnt að fækka stórlega ríkisfénu. Varðandi markaði erlendis, þá Kýr ungu hjónanna á Hóli kipptu sér ekki upp við myndatöku þar sem þær lágu á túninu og jórtruðu. Mjólkurskortur er fyrir vestan, og því hafa menn litið kúabúskap Unnsteins og Steinunnar í Bolungarvík hýru auga. unnar sem slikrar hefur hins vegar verið ágætur, en vegna tengsla þessara tveggja fyrirtækja hefur ekki verið um neinn sérfjár- hag að ræða, og því hefur Mjólkur- samsalan raunverulega lagt Kaup- félaginu til rekstrarfé undanfarin ár. — Þessu á nú að breyta eins og ég sagði, og er það vel.“ Heyskapur nokkuð öruggur á Bolungarvík — Hvernig viðrar til heyskapur hér, er ekki oft kalt hér á vorin og votviðrasamt á sumrin? „Nei, heyskapur er nokkuð öruggur hér. Hér gerist yfirleitt ekki stórrigningar, veðurfar er stöðugt og túnin grasgefin. Vorin eru að vísu oft nokkuð köld,'en gróðurinn er mjög fljótur að ná sér þegar hlýnar, þannig að yfirleitt er spretta frekar góð. Hér á Hóli ætti að vera hægt að hafa um þrjátíu mjólkurkýr á núverandi landi, og svo á að vera unnt áð rækta eitthvað, Um það atriði er hins vegar ósamið við bæinn, en ætlunin er að ræða þessi mál nánar einhvern tíma á næst- unni. Þá er einnig ætlunin að byggja við fjótið, stækka það um 16 til 18 bása, enda er það óhentugt eins og það er núna, meðal annars verðum við að hafa mjólkurkýrnar í tveimur húsum. Þá á hluti hins nýja fjóss einnig að vera fyir lausagöngu.“ finnst mér að gera ætti átak í að kynna íslenskar vörur á annan hátt en gert hefur verið undanfar- in ár. Til dæmis ætti að mínum dómi að reyna að flytja út lambakjöt á þann hátt, að aðeins væri flutt út besta kjötið af hverjum skrokki til að vinna þeirri vöru markað, en halda hinu eftir hér til vinnslu. Margt fleira mætti nefna, en það væri sjálfsagt efni í heilt blað ef gera ætti því öll skil!“ Fara í frí til skiptis Að lokum berst talið að því, hvort ekki sé bindandi að stunda kúabúskap, og hvort þau hjónin komist nokkurn tíma í frí. „Það er rétt, að þetta er mjög bindandi starf, og ekki er auðvelt að taka sér frí. Þó komumst við Steinunn í frí til skiptis, þannig að annað okkar er hér heima þegar hitt þarf að fara í frí. Þannig getum við tekið allt upp í vikufrí yfir vetrarmánuðina að minnsta kosti, eða nánast alla þá daga sem ékki er mjög mikið að gera til dæmis í heyskap eða vorverkum. Við söknum að ég held einskis úr „menningunni", viö höfum allt hér sem hugur okkar stendur til, og svo getum við tekið okkur frí eins og ég sagði. Þá er unnt að fara suður í leikhús eða annað, og sennilega verður það fólki úr dreifbýlinu til enn meiri ánægju en öðrum að fara slíkar ferðir." - AH. Bæjarstjórn Angmagssalik, Loðnubæjar á Grænlandi, bauð í síðasta mánuði heim 10 Kópavogsbúum, en Angmagssalik er vinabær Kópavogs. Áttu bæjarstjórnin og Norræna félagið í Kópavogi hlut að þessari heimsókn. Á sameiginlegum fundi sveitarstjórnarmanna í Angmagssalik og bæjarstjóra og bæjarfulltrúa og formanns Norræna félagsins komu fram hugmyndir um aukið samstarf bæjanna og er þessi mynd tekin af hópnum í Grænlandsheimsókninni ásamt bæjarstjóranum og bæjarritaranum í Ángmagssalik. IJiIUi stólku var gefið 1000 kr. hlutabréf í flugfélagi fyrir 30 árum. Þaó bréf er nú orðið að 354.000 króna hlut í Flugleiðum h.f. Gefðu börnunum hlutabréf í Flugleiðum h.f. í fæðingargjöf, sem tannfé, í skírnargjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf eða af einskærri fyrirhyggju. Verðgildi bréfanna eru kr. 10.000, 50.000 og kr. 100.000. Haföu samband við næsta umboðsmann eða skrifstofu Flugleiða. Sími aóalskrifstofu er 27800. FLUGLEIDIR HF Hlutabréfadeild sími 2 78 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.