Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 39 Þegar kaldast var og vætusamast var sérstöku tjaldi rennt niður til að skýla belgaförunum fyrir verst veðrunum. Ljósm. Newsweek/Larry Newman. Bláklukkur 10 (Campanula) Risaklukka (C. latifolia) er evrópsk tegund. Hún er langstærst af þeim sem ræktaðar eru úti í görðum, allt að metri á hæð og stundum jafnvel meira. Stönglarnir eru blöðóttir og mjög stinnir svo hún þarf lítinn eða engan stuðning. Blómin koma úr efstu blaðöxlunum og í stuttum klasa á stöngulendunum. Klukkurnar eru mjög stór- ar og langar og standa lárétt út frá stönglunum, fjólublá á lit. Risaklukkan blómstrar seint í júlí eða í ágúst og er mjög tilkomu- stórum víðum og grunnum klukkum, ljósbláum eða hvítum. Laufblöðin eru flest í hvirfingu við jörð. Þau eru löng og mjó og nokkuð þykk. Fagurklukka er fremur viðkvæm og verður fallegust í góðu skjóli. Höfuðklukka (C. glomerata) er mun lægri en hinar tvær, eða 30—50 sm á hæð. Hún er harð- gerðust þessara þriggja og mjög auðræktuð. Blómin eru mun minni en á hinum en þau standa þétt saman í stórum fallegum kollum á stöngulendunum, dökk- mikil meðan hún blómstr- ar. Nokkur afbrigði er til t.d. Macrantha með öllu stærri og rauðleitari blóm og Highcliffe með dökk- fjólublá blóm. Fagurklukka (C. persicifolia) er önnur hávaxin tegund, sem verð- ur 50—80 sm á hæð. Hún er komin frá Suður- Evrópu og hefur verið mjög lengi í ræktun. Hennar er getið í garðyrkjubók þegar á árinu 1596. Það er óhætt að segja að þessi tegund ber nafn með rentu, svo yndisfögur sem hún er þegar hún stendur í blóma seinni hluta sumars. Blóm- stönglarnir eru þá alsettir Fagurklukka C. Persicifolia fjólublá að lit. Höfuð- klukka verður fallegust í rakri og frjórri mold. Hún hefur skriðula jarðstöngla og þarf að fylgjast með því að hún þrengi ekki um of að hógværari nágrönnum. Venjulega þarf að stinga utan af henni á vorin. Campanula moesiaca er skyld tegund sem hefur verið lítið eitt ræktuð hér á síðustu árum. Hún er þó nokkuð frábrugðin höfuð- klukku, með litla ljósbláa blómkolla í öllum blaðöxl- um upp eftir stönglunum. Hún mun aðeins vera tvíær, því miður, þar sem hún myndar enga skriðula stöngla og blaðhvirfingin deyr út eftir blómgun. H.S. Reifir fullhugar að ferðaiokum ásamt eiginkonum sínum. ísland. Yost er einn þeirra sem freistað hefur að komast yfir Atlantsála í loftbelg, en för hans endaði 1,000 km útaf Portúgal eftir 4'/2 sólarhring í loftinu og tæplega 4,500 km ferðalag árið 1976. Þá var hópur veðurfræðinga á veðurstofunni í Bedford í Massa- chusetts á stöðugum verði og með aðstoð tölvu var heppilegustu veðurskilyrðanna leitað. Og það var ekki fyrr en grænt ljós kom frá veðurstofunni að haldið far í loftið. Þann 11. ágúst benti allt til þess að sterkir vestlægir vindar yrðu næstu dagana yfir Atlants- hafi og háþrýstihryggur gaf til kynna að ekki yrði hryssingslegt veður á leiðinni. Tólf manns fylgdust með ferð Tvíarnarins í veðurstofunni. I fyrstu höfðu þeir beint talstöðvar- samband við veðurstofuna, en loftfarið hafði þó vart kvatt Nýfundnaland þegar tækin gáfu sig. Þeim félögum tókst þó að hafa samband við radíóamatöra og flugvélar í farþegaflugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna og koma þannig skilaborðum til veðurstof- unnar. Ennfremur var í Tvíernin- um tæki sem sendi frá sér gerfitunglsútvarpsmiðunargeisla um Nimbus-6 gerfihnött banda- rísku geimvísindastofnunarinnar. Þar af leiðandi var loftfarið sífellt „í sjónmáli" vísindamanna í Goddard geimferðamiðstöðinni í Maryland-fylki. Að ferðalokum. Tvförninn lentur á hveitiakri fyrir vestan París og kapítula sögunnar þar með lokið. miðja vegu yfir hafinu hélt Anderson að rifa hefði opnast á loftbelgnum því Tvíörninn missti skyndilega talsverða hæð, hrapaði úr 16,000 fetum í 13,500 fet. Slíkt gat haft alvarlega afleiðingar því afdrif ferðarinnar komu til með að ráðast af því hvort þremenningun- um tækist hverju sinni að halda loftfarinu í hagstæðustu vindalög- um loftsins. Til að afstýra vand- ræðum varpaði áhöfnin rúmum 100 kílógrömmum af ballest fyrir borð. Loftbelgsfarar ráða eingöngu að stjórna lóðréttum hreyfingum loftfars með því að létta farið með því að fleygja ballest. Þannig geta þeir leitað að hagstæðum vindi, því hann einn ræður láréttum hreyfingum loftfarsins. í þessu skyni voru um 1,800 kg af ballest höfð meðferðis í Tvíerninum, en við lendingu voru eftir um 300 kg. Sandur og blý eru helzta ballestin en undir lokin hentu þremenn- ingarnir einnig tækjum, gólfflek- um, kuldafatnaði og matvælum fyrir borð. Þeir tímar komu og að erfiðið reyndi á andlegt þrek og þolin- mæði ofurhuganna. Einkum sótti þunglyndi á Newman, en Abruzzo og Anderson minntust þá gjarnan á hve ' miklu meiri raun fyrri tilraun þeirra var, og sljákkaði þá í Larry. Margir komu við sögu Margir komu við sögu við undirbúning ferðar Tvíarnarins þó að þremenningarnir sjálfir legðu þar að sjálfsögðu mest að mörkum, en þeir munu samanlagt hafa varið þúsundum klukkustunda í undirbúninginn. Þeir höfðu bæði yfir hugviti, reynslu, tækjabúnaði og fjármagni að ráða, en samt voru fleiri til kvaddir. Meðal þeirra sem veittu ráð var Ed Yost, einn helzti hönnuður loftbelgja í Bandaríkjunum, en hann gerði nokkrar endurbætur á fyrri Tvíerninum sem nauðlenti við Annað bernskuskeið en leikföngin stærri nú Ben Abruzzo, Maxie Anderson og Larry Newman eru allir frá borginni Albuquerque í Nýju Mex’kó, en þar eru höfuðstöðvar loftbelgjaíþróttarinnar í Banda- ríkjunum. Veðurfar er þar stöðugt og daglega munu um 10% af öllum loftbelgjum Bandaríkjanna vera á sveimi yfir borginni. Abruzzo og Anderson eru auðugir iðnjöfrar og hvor um sig er fjögurra barna faðir. Þeir hafa verið með dellu fyrir loftbelgjum í árafjölda. Newman er aftur á móti byrjandi í belgferðum, en er vel að sér í siglingafræði og var boðið að slást í förina. Hann er forstöðumaður einnar stærstu svifdrekaverk- smiðju Bandaríkjanna. Allir eru þremenningarnir með flugpróf og reyndir á því sviði, Newman þó reyndastur þar sem hann hefur réttindi til að fljúga farþegaþotum og er með 6,000 flugtíma að baki. En hvað veldur þessum mikla áhuga þeirra á belgferðum. „Fyrir okkur er þetta heilmikil ögrun," sagði Anderson. „Við erum og eiginlega að upplifa annað * bernskuskeið okkar." „Já, Maxie," sagði Ben Abruzzo, „nú eru leikföngin bara stærri í sníðum." — ágás. Úr Newsweek, Time og frásögnum fréttastofa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.