Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 43 henni viljum við færa miklar þakkir. Ef það er góð fjallferð er aldrei neitt sérstakt að segja," sagði Hermann að lokum. Afrétturinn er ekki of beittur Þeir fjallkóngarnir Sveinn og Hermann voru sammála um það, að afrétturinn væri ekki of beittur. „Það er alltaf uppblástur í gangi,“ sagði Sveinn, „en þó er fremur framför en hið gagnstæða, það grær meira en hverfur. Ég sannfærðist um það í þessari ferð, að það eru að gróa upp flög, sem voru auðn fyrir nokkrum árum.“ „Ég held endilega, að á afrétt- unum sé ekki ofbeit," sagði Her- mann, „og til þess liggja margar ástæður, þar sem ég þekki til. Ef ofbeit eru veruleg eins og Ingi Þorsteinsson segir, verða bændur fyrst og fremst að gera eitthvað. Þess vegna þarf að rannsaka þessi mál frekar, þó það sé búið að vinna mikið í þeim og athuga m.a., hvort sá háfjallagróð- ur sé rétt metinn, sem nýttur hefur verið af sauðfé á afréttum. Um afréttinn er það að segja, að færra fé er rekið í hann en áður og wM - Hjalti Gestsson ráðunautur. Gróið land þar sem var grjót og melar Steinþór Gestsson bóndi á Hæli „Það vantar teðsluna í það,“ skaut Markús ívarsson frá Vorsabæjarhóli í Flóa inn í. Gestur sagði, að innan afréttar- girðingarinnar væru rofabakkar í uppblæstri, en gróðurinn fylgdi svo fast á eftir, að það væri þara þverhnípt stálið gróðurlaust og ekkert annað. En menn væru farnir að bera í rofaborðin hey- rudda, skít og úrgang, sem til félli og þetta hefði borið þó nokkurn árangur, þannig að sumir væru búnir að græða upp nokkra hektara með þessum hætti. Grasár eða ekki grasár Hjalti Gestsson búnaðarráðu- nautur var sammála um það, að ekki væri um ofbeit að ræða á þessum afréttum og benti m.a. á, að lágsveitirnar, sérstaklega Fló- inn, hefði dregið mjög úr afréttar- notkun. „Ofbeit fer mest eftir því, hvort það er grasár eða ekki,“ sagði Hjalti. „1968—70 voru lítil grasár og við fórum að verða áhyggjufull- ir, en síðan breyttist þetta allt á annan og betri veg. Það er uppgræðsla núna, sem blasir mjög víða við.“ Hjalti benti á Skaftholtsmúla orðum sínum til stuðnings, en þar var augljóst, að börðin voru að gróa upp, og bætti síðan við: „Þó hér sé mikill fénaður, er engin ástæða til að tala um gróðureyðingu nú. Hins vegar er það hætta, sem bændur verða alltaf að vera opnir fyrir.“ hafði þetta um ofbeit og uppblást- ur að segja: „Nú eru vísindamennirnir komnir í hár út af þessu og ég er þeirrar sköðunar, að það séu til svæði, þar sem ofbeit á sér stað. Og þá eru það aðallega svæði í nánd við þéttbýli, enda eru þéttbýlisstaðirnir vaxnir upp af jörðum, sem höfðu takmörkuð beitarnot. En þar sem ég er kunnugastur eins og hér í sveit og ber saman ástand úthagans núna og þegar ég var ungur maður, þá leynir það sér ekki, að tekið hefur fyrir uppblást- ur, þar sem naumast sést opinn rofbakki og víða er gróið land, þar sem var grjót og melar um og upp úr 1920. Það er tvennt, sem fyrst og fremst verkar á þetta, tíðarfarið er betra og annað, að það er algjörlega úr sögunni, að menn treysti á vetrarbeit sauðfjár, eins og menn töldu sér nauðsynlegt að gera, áður en ræktun varð veruleg. Þó að ekki hafi verið talað um, að um ofbeit hafi verið að ræða í afrétt Gnúpverjahrepps, þá var það til skaða, hversu snemma sumars nokkur hluti af fénu sem var á fjalli kom niður að afréttar- girðingunni. Það stóð við hana í svelti og fór illa með gróður. I oddvitatíð minni var ákveðið í hreppsnefnd, að leitað var sam- ráðs við landgræðslustjóra að græða upp örfokaland sunnan afréttargirðingar og með fulltingi landgræðslu ríkisins hefur verið sáð þar í á annað hundrað hektara, sem nú er orðið gróið tún og tekur við fénu, sem ekki tollir á afrétti og þjónar þá því tvennu, að vera rífandi hagi fyrir féð og létta á því landi, sem þurfti að fá hvíld. Það vantar teðsluna í það Gestur Jónsson bóndi á Skaft- holti sagði mér, að hann hefði tvö undanfarin vor farið með afréttar- girðingu Hreppamanna síðast í júní. „Fyrir innan girðingu hefur verið hvanngrænt, mátti heita slægja," sagði hann. „En hinum megin þar sem búið er að vera friðað land í milli 30 og 40 ár er landið fullt af mosa og sinu og sést varla grænt strá. Ég var að hugsa um það í vor, að þeir hefðu átt að koma þessir gróðurverndarpostul- ar og mynda þetta.“ Mun halda áfram að ríða til f jalls Jón Olafsson í Geldingaholti fór núna í sína 43. ferð til fjalls. Ég spurði hann eins og aðra, hvort hann teldi um ofbeit að ræða og var hann ákveðinn í að svo væri ekki: „Islenzkir bændur hafa verið að græða og stækka ísland á undanförnum árum,“ sagði hann, „með ræktun og minni vetrarbeit, sem orsakaði það fyrst og fremst, að ofbeit var í landinu. Ég held að afrétturinn sé ekki að blása upp nú vegna beitar, hvað sem áður hefur verið. Ef hann er að blása upp, er það vegna veðra og vinda.“ Jón hafði margs að minnast frá rúmlega 40 ára ferðum til afréttar: „Þær eru ævintýri líkastar sem gerist einu sinni á ári, þegar maður ríður til fjalla," segir hann, „Fyrst þegar ég fór var ég með yngstu mönnum og stundum yngstur en alltaf voru ferðirnar jafn ánægjulegar og með ánægju- legustu stundum ævi minnar. Ég get varla hugsað mér að vera án þess og mun halda áfram að ríða til fjalls meðan ég get. Töframátt- ur íslenzkra öræfa leiðir okkur til fjallanna." Skaftholtsréttum lauk ekki svo, að Hreppamenn tækju ekki lagið, og það var auðfundið, að söng- mennt er þeim í blóð borin. Öll lög voru sungin fjórraddað og tónninn dreginn, þegar við átti. H.Bl. Gunnlaugur Þorgeirsson og Inga Dóra tirólfsdóttir, bæði 10 ára, höfðu verið í sveit í Þrándarholti. Þeim þótti báðum gaman í sveitinni og voru í sólskinsskapi, þótt þau fengju ýmsar bylturnar í glímunni við lömbin. auk þess höfum við í mörg ár borið á Flóamannaafrétt 52 tonn af áburði á ári og við trúum því, að það hafi verulega aukið beitar- gildi. Það liggur kannski fyrst og fremst í því, að fé dreifist betur á afréttinuró og hópast síður við girðingarnar, sem mikil brögð voru að áður fyrr. Nú er mikið gróðurlendi fyrir innan afréttar- girðingarnar, þar sem áður var flag. I ár var féð óvenjulega dreift um afréttinn og sjálfsagt er það því að þakka, að afrétturinn greri seint og tíðin var mild og hlý.“ Á hinn bóginn benti Hermann á, að Hvítá, Þjórsá, og raunar fleiri ár eins og Stóra-Laxá brytu mikið land og væri áætlað, að Þjórsá ein bryti u.þ.b. 3 ha af jandi Skeiða- hrepps á hverju ári. „Það er mjög tilfinnanlegt," sagði hann. „Sveitin er lítil, en landið gott og frjósamt og má segja, að Þjórsá og Hvítá brjóti bezta land sveitarinnar, sem er fram ræktað af náttúrunnar hendi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.