Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 Tungnaárjökull hættur að hopa Jöklarannsóknafélag íslands efndi að venju til ferðar í Jökulheima í Tungnaárkróki um sl. helgi til að ganga frá skálum og snjóbílum fyrir veturinn. En ávallt er allt slíkt haft tiltækt, ef hjálpar þyrfti með vegna slysa á Vatnajökli að vetrarlagi. I ferðinni var gerð hin árlega mæling á jökulsporði Tungnaár- jökuls, sem Hörður Hafliðason sér um. Kom þá í ljós að jökuljaðarinn hafði ekkert hörf- að á þessu ári, eins og venjulega. Jökullinn hefur verið að hörfa þarna á undanförnum áratugum eða síðan fannst bílfært vað á Tungnaá við Hófinn og jöklafar- ar fóru að fara á jökulinn á þessum stað. Samkvæmt mæl- Tungnaá, sú á sem mest hefur verið virkjuð á íslandi, kemur undan sandbornum jöklinum í hrikalegu gljúfri. Ljósmynd. E. Pá. Á þessari mynd sést vel hve Tungnaárjökull hefur hörfað á undanförnum áratugum og mikið land komið undan jökli. Þegar Jöklarannsóknamenn fóru fyrst að koma þarna um 1956 náði jökuilinn að Nýjafelli. litla fellinu næst til vinstri á myndinni. Lá áin þar meðfram og þar bjuggu grillir nú fjærst á myndinni. ingum gekk Tungnaárjökull til baka um 1092 metra á 10 ára tímabilinu frá 1964—1974, um 83 metra á árinu 1974 til 1975, 101 metra 1975—1976 og 233 metra á sl. ári. Nú bregður svo við að jökullinn stendur þarna algerlega í stað. Félagar í Jöklarannsóknafé- laginu, sem komið hafa þarna árlega síðan 1956, sjá mikinn mun að þessum slóðum, þar sem jökullinn hefur gengið aftur. Og Tungnaá breytir sér stöðugt, liggur nú mjög með vesturbakk- anum, og er m.a. um það bil að eyðileggja vatnsbólið við skál- menn sig á jökul. I jökulröndina ana. Einnig breytist hún, þar sem hún kemur undan jökli í hrikalegum ísgljúfrum. En Tungnaá er sem kunnugt er sú á sem einna mest hefur verið virkjuð, því við hana er Sigöldu- virkjun, Hrauneyjafossvirkjun, sem nú er byrjað á, og Búrfells- virkjun rétt neðan við ármót Tungnaár og Þjórssár. Jöklarannsóknafélagið hefur reist tvo skála í Tungnaárbotn- um og er eldri skálinn opinn almennum ferðamönnum, sem á þurfa að halda. Einnig er þar skemma fyrir snjóbíla og útbún- að. Grípur þú í tómt ? Ekki með rauðu MAX VINYL giófunum. Þeir eru með grófri krumpáferð sem eykur griphæfni þeirra. Um endinguna vitna þeir sem nota þá. MAX Rauðu MAX VINYLglófarnir. Heildsölubirgóir og dreifing Davíó S. Jónsson og Co. hf. S 24333. Ingimimdur Sigfússon kjörinn formaður Bíl- greinasambandsins Bílgreinasambandið hélt fyrir nokkru aðaifund sinn á Húsavík og sóttu hann um 90 manns. Fyrir aðalfundinn voru haldnir sérgreinafundir þar sem bilainn- flytjendur, bílaverkstæðiseigend- ur, bflasmiðir, bflamálarar og gúmmíverkstæðiseigendur ræddu málefni sinna greina. Rætt var um verðlagsmál, lélega afkomu verkstæða og erfiðleika þeirra í dreifbýlinu m.a. vegna skorts á bifvélavirkjum úti á landi. Þá kom fram á fundinum að 40 stunda vinnuvika á Islandi þýðir samtals 1700 unnar stundir á ári, en á hinum Norðurlöndunum eru þær 1800 til 1870 klst. á ári og stafar þessi munur af ákvæðum kjarasamninga og helgidögum. Einnig var rætt um Bifreiðaeftjr- lit ríkisins og voru fundarmenn sammála um að flytja beri hluta lögboðinnar skoðunar á bílum inn á verkstæðin. Rætt var um horfur á bílainnflutningi nú eftir gengis- iækkun og með tilliti til þess að um 60% bíiverðs fara til ríkisins. Bílasmiðir og bílamálarar ræddu um fast verð og álagningu og kom fram að í Svíþjóð selja tryggingarfélög bíla sem skemmd- ir eru eftir árekstra aðeins til viðurkenndra verkstæða eða gera við þá sjálf. Gísli Jónsson prófessor flutti erindi um rafbíla, þróun þeirra og hugsanlega þýðingu fyrir Island og töldu fundarmenn naðsynlegt að þetta mál yrði betur kynnt fyrir almenningi. Þá flutti Hannes Guðmundsson erindi um verðlagn- ingu verkstæða og almennt um hagræðingu og skipulagsmál í verkstæðisrekstri. Á aðalfundi Bílgreinasambands- ins flutti Geir Þorsteinsson for- maður þess skýrslu frá liðnu starfsári og gat hann þess að hann gæfi ekki- kost á sér til endurkjörs. Jónas Þór Steingrímsson greindi frá starfsemi skrifstofunnar og kynnti rekstraráætlun og Orn Guðmundsson lagði fram reikn- inga sambandsins. Síðan fór fram stjórnarkjör og var Ingimundur Sigfússon einróma kjörinn for- maður. andvírðí bílsins? 28,5% 58,9% INNFLYTJANDI Álagning og siandselning. 6,5% VERKSMIÐJAN Innkaupsverð bílsins erlendis. FLUTNINGUR Fluningsgjald, uppskipun, váirygging, bankakosinaður o. fl RlKIÐ Aðflutningsgjöld og söluskattur. HEILDARVERÐ TIL KAUPANDA 100%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.