Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 47 Lister Dieselvélar 5—250 hestöfl vatnskældar eöa loftkældar. Rafstöðvar 2—175 KVA Bátavélar meö gír Vélasalan h.f. Garðastræti 6 S. 15401, 16341. AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 26810 Þroskandi og skemmtilegt að takast á við suona starf segir Einar Hákonarson nýr skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands EINAR Hákonarson listmálari var nýlega settur skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands. Einar er ekki með öllu ókunnugur þeirri stofnun, því að hann hefur átt þar fjölmörg spor, fyrst sem nemandi og frá því að framhaldsnámi lauk sem kennari. Blm. skrapp á dögun- um upp í Skipholt til að spjalla lítillega við Einar um ýmislegt viðvíkjandi skólanum. Þegar inn var komið, var allt tómt, en við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós, að Einar var mættur þar með uppbrettar ermar, enda undirbúningur fyrir vet- urinn í fullum gangi. Við settumst niður og Einar var spurður að því hvernig honum litist nú á að taka við skóla- stjórastöðu í þessum skóla< „Það er á það að líta, sagði Einar, að ég tel mig þekkja innviði þessa skóla nokkuð vel. Bæði er það, að ég stundaði hér nám þegar Kurt Zier var skóla- stjóri, en hann gerbreytti þess- um skóla og kom honum í það skipulag, sem nú er, og einnig hef ég stundað kennslu hér í nokkur ár. Það form á forskóla- náminu, sem nú er, var mótað undir stjórn hans og eins sumar þeirra deilda, sem síðar komust á laggirnar ásamt hinum ýmsu kennurum, sem störfuðu við skólanna. Það, sem er nýnæmi fyrir mig, er stjórnunarþáttur- inn og að fást við hann, og það leggst bara vel í mig. Eg kvíði engu um samstarfið við kennar- ana, því að þeir eru allír góðir kunningjar mínir í gegnum árin. — Hvernig er að vera sífellt í tveimur hlutverkum; annars vegar kennari eða skólastjóri og sinna svo listsköpun þegar heim er komið? Það á eftir að koma í ljós, hvort skólastjórastarfið er að miklu leyti frábrugðið kennsl- unni. Ég hef verið kennari í fullu starfi um nokkurra ára skeið og kennsla og skólastjóra- starf er mörgu leyti skylt. Hvort tveggja er krefjandi. Ef maður ætlar að verða góður kennari er óhjákvæmilegt að gefa eitthvað af sjálfum sér og það bitnar að einhverju leyti á listsköpuninni. Kennsluskylda fyrir kennara, hér við skólann, sem margir hverjir eru myndlistarmenn, er of mikil og margir þeirra kennara, sem hér hafa kennt, hafa því valið að kenna í hálfu starfi. En það gefur auga leið, að sá sem er virkur í listsköpun, ætti að geta verið frjór í kennslu. — Ertu ánægður með skól- ann? Þessi skóli hefur verið í mótun og hann hefur stækkað mikið. Það sýnir kannski bezt áhugann á myndlist í landinu, að við höfum ekki getað tekið á móti nema 40—50% allra þeirra, sem sækja um árlega. Húsnæðið hér er óhentugt; þetta er skrifstofuhúsnæði og það þrengir.að ýmsum þáttum, sem hér þyrftu að vera eins og t.d. ýmsum verkstæðum, og einnig vantar hér deildir sambærilegar við það, sem gerist í skólum erlendis. I nýjum lögum sem nú liggja fyrir Alþingi um skólann er reyndar gert ráð fyrir að auka við ýmsar deildir og bæta við nokkrar sem fyrir eru. Hér er t.d. engin myndhöggvaradeild og einnig vantar margar deildir í listiðnaði og þær sem fyrir eru búa við mikil þrengsli. í þessu sambandi verður að gera sér grein fyrir, að nauðsynlegt er að efla íslenzkan iðnað, t.d. fata- iðnað og húsgagnaiðnað. Það verður þó aldrei að veruleika, nema þessum greinum verði búin góð skilyrði. Og raunar er þetta samhangandi við hina frjálsu myndlist. Það er greini- legt, að þótt íslenzk myndlist hafi sótt næringu sína til útlanda, hefur hún samt sem áður einhver séríslenzk ein- kenni; það sér maður bezt, þegar maður skoðar íslenzk verk á erlendum samsýningum. Og ég er sannfærður um, að eitthvað svipað ætti að geta gerzt í íslenzkum iðnaði, ef aukið svig- rúm skapaðist og aukinn skilningur ráðamanna bæði í menntamálum og annarra, sem standa í fororði fyrir íslenzkum iðnaði á ýmsum sviðum, væri fyrir hendi. — Hvað viðkemur innri stefnumótun skólans má kannski segja, að þar séu misjafnar skoðanir uppi um, hvaða leiðir eigi að fara í námsbrautum og námsefni. Ég er þeirrar skoðunar og móta stefnuna eftir þeirri skoðun, að enginn læri tungumál almenni- lega, nema einhver skilningur í málfræði viðkomandi máls sé fyrir hendi og sama er að segja um myndlistarkennslu. Það verður enginn fullfær mynd- listarmaður strax í byrjun, heldur verður hver og einn að læra ýmis grundvallaratriði í teiknun og litameðferð, áður en að beinni listsköpun kemur. Tónlistarmaður þarf að stunda þrotlausar æfingar aftur og aftur og í myndlistinni er þessu eins farið. Fyrsta og annað ár þessa skóla mótast mjög af þessu. Þar er mikil mötun á námsefni -í nemenda. Þessi tveggja ára skóli á að vera undirbúningur fyrir hinar ýmsu deildir, sem taka við af þeim og þess vegna er mikil áherzla lögð á mikla breidd, sem kemur að gagni sem víðast og reynir jafnframt á hugmyndaflug hvers nemenda í hverju verkefni. — Hvernig er staða þessa skóla samanborið við sambæri- lega skóla erlendis? Einar: Fyrr á árum sóttu menn mikið til Norðurlanda í framhaldsnám og var gott sam- band við ýmsa skóla þar. Og hvað viðvíkur þeirra grunn- menntun, sem hér er lögð áherzla á, er óhætt að fullyrða,t að hún hafi verið mjög rómuð á Norðurlöndum. Það eru að vísu mörg ár síðan ég fór til Norðurlanda í framhaldsnám, en ég bjó vel að þeirri undir- stöðumenntun, sem ég hefði fengið hér heima í Myndlista- og handíðaskólanum, mismunurinn var mestur hvað varðaði hús- næði og tækjakost og annað þ.h. En þegar á heildina er litið stendur hann vel miðað við Norðurlönd. Ég átti þess kost að skoða listaskóla Californíu fyrir tveimur árum. Þeir voru að sjálfsögðu allir stærri í sniðum, en ég held, að árangur hér heima hafi sízt verið lakari hjá okkur á sumum sviðum. Það er staðreynd, að það er mjög erfitt að komast í listaskóla víða erlendis, og þess vegna er það nauðsynlegt, að fólk geti fengið fullnaðarmenntun sína hér, þótt á hinn bóginn sé ákaflega mikilsvert fyrir hvern og einn sem leggur stund á myndlist að geta farið utan og víkkað sjóndeildarhring sinn og þar koma námsferðir að góðu haldi. — Attu einhver áhugamál fyrir utan myndlistina, spyrjum við. Nei. Myndlistin er númer gitt hjá mér, sagði Einar. En svo hugsaði hann sig dálítið um og bætti við eftir góða stund: Mér þykir gaman að skreppa stund- um á sjóinn. Og satt að segja togaðist þetta tvennt lengi vel á í mér: sjómennskan og málara- listin. Ég veit ekki af hverju það er, en ég held, að sá, sem fer einu sinni á sjó, langi alltaf aftur. Ég veit ekki hvort þarna eru einhver dularöfl að baki eða hvort þetta er einfaldlega í blóðinu í íslendingum. Það er gott að vera á sjónum og það er inspírerandi. — Ætlarðu að verða gamall í þessu starfi? Nei. í nýjum lögum fyrir þennan skóla er gert ráð fyrir, að skólastjóraembættið verði ekki í höndum sama manns nema í fjögur ár. Og ég held raunar, að það sé bara þrosk- andi og skemmtilegt fyrir menn að takast á við svona starf í nokkur ár, sagði Einar Hákonarson að lokum. Einar Hákonarson Poly-ls stáltoghlerar 13 stæröir — Toghlerar fyrir allar stæröir fiskiskipa. J. Hinriksson, vélaverkstæöi — Skúlatúni 6, símar 23520 — 26590. DÝPTARMÆLAR og FISKILEITARTÆKI fyrir trillur og hraöbáta frá |f, LOWRANCE ELECTRONICS, INC eru nú fáanleg á íslandi. Kraft- mikil sending, allt aö 100 w. Sýna fisk, þótt siglt sé meö 60 hnúta hraöa. Sterkbyggð og örugg amerísk framleiösla. Lowrange tæki seljast í sama mæli og framleiösla þriggja stærstu keppinauta í Bandaríkj- unum. 6 geröir fyrirliggjandi. BARC0. Báta- og vélaverzlun, Lyngási 6, Garðabæ, símar 53322, 52277. Einkaumboð fyrir LOWRENCE á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.