Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 | raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Mallorcaferð Feröaskrifstofan Sunna býöur Hafnfiröing- um 60 ára og eldri, þátttöku í Mallorcaferö- um 29. okt.—26. nóv. og 26. nóv.—20. des. n.k. meö sérstökum kjörum. Nánari upplýsingar um feröirnar veitir stjórn Styrktarfélags aldraðra í Hafnarfiröi, síma 51090 hjá Láru Jónsdóttur og 50405 hjá Kristínu Magnúsdóttur, þar sem umsóknum veröur veitt móttaka. Félagsmálastjórinn í Hafnarfiröi. Iðnaðarhúsnæði lönaöarhúsnæöi óskast ca. 60—100 fm. Þarf aö vera á 1. hæö. Hreinlegur og hljóölátur iönaöur. Upplýsingar í síma 44649. Lager- og skrifstofuhúsnæði óskast á leigu ca 80 fm til 200 fm. Þarf aö vera á jaröhæö. Tilboö leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 22. sept. merkt: „G — 3935". ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? i>r \t <;n sm t m allt land þk<;ar I>1 AKíLVSIR I MORíit''NBLADIM' Björgunarsveitir á Suðurlandi: 70 björgunar- sveitarmenn að æfingum — Settu meðal annars á svið flugslys SAMÆFING björgunarsveita Slysavarnafélags Islands á svæði tíu fór nýlega fram, og tóku um sjötíu björgunar- sveitarmenn þátt í æfingunni auk fjölmargra annarra áhuga- manna. Svæði eða umdæmi tíu nær yfir Vestur-Skaftafells- sýslu og Rangárvallasýslu auk Vestmannaeyja. Á þessu svæði eru starfandi níu björgunar- sveitir Slysavarnafélags Is- lands. Æfingin hófst með stuttum námskeiðum og æfingum í skyndihjálp og sjóbjörgun, og ennfremur var farið yfir notkun ferðakompása og korta. Ennfremur var haldinn fundur þar sem rædd voru björgunarmál og þjálfun og fræðsla björgunarsveita, þar sem skipst var á skoðunum um þessi mál. Þá var flugslys sett á svið í Hvolsfjalli, og þurftu sveitirnar meðal annars að finna „slys- staðinn". Fannst vélin fljótlega, og þeir tveir menn sem með henni voru. Var æft hvernig á að hlúa að mönnum eftir slys, og hverng á að búa um sár þeirra, og voru „hinir slösuðu" síðan fluttir í æfingabúðirnar. Þá skoðuðu þátttakendur enn- fremur kvikmyndir um björgun og slysahjálp, þar á meðal tuttugu mínútna kvikmynd frá æfingu S.V.F.Í. sem haldin var í Vestmannaeyjum í fyrra. Yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd æfinganna höfðu björgunarsveitir S.V.F.Í. á Hvolsvelli og í Landeyjum. Þótti þessi samæfing takast mjög vel, og var hún að áliti björgunarsveitarmanna mjög góð æfing fyrir þá menn sem starfa í hinum fjölmörgu björgunarsveitum á fyrrnefndu svæði. Hér er verið að undirbúa skot úr fluglínutæki, sem einkum er notað þegar bjarga þarf fólki ur strönduðum skipum. Eldflauginni úr byssunni er skotið að ákveðnum stað, og dregur hún með sér línu, sem björgunarlinan er siðan dregin á. Hér höfðu björgunarsveitarmenn sett á svið bílslys. Hver sem er lent f því að koma á slysstað, og þá er mikils virði að kunna undirstöðuatriðin f skyndihjálp, en það er einmitt slík skyndihjálp sem björgunarsveitarmenn sjást hér vera að æfa. Á þessari mynd sést hvar björgunarsveitarmenn draga mann yfir Rangá í björgunarstól. Fengu hvalbein 1 trollið Magnús Magnússon skipstjóri (á svörtu peysunni) er hér við beinið, en það er yfir 5m langt. Mótorbáturinn Fanney fékk nýlega rifbein úr hval í trollið er báturinn var að veiðum norður af Önd- verðarnesi. Skipstjóri á Fanneyju er Magnús Magnússon, Grundarfirðí, og hefur hann nú komið beininu fyrir í garði sínum á Grundarfirði. Bein þetta fékkst á um 70 faðma dýpi og er það 5,80 m að lengd og mesta þykkt þess er 23 cm og taldi ljósmynd- ari Mbl. í Grundarfirði Bær- ing Cecilsson að hér væri um eitt stærsta hvalbein að ræða sem sést hefði hérlend- is. Hér hefur heininu verið komið fyrir í garði Magnúsar. Ljósm. Bæring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.