Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 55 Minning: Sigríöur Jeiuiý Magnús- dóttir — Minning Fædd 30. júlí 1909. Dáin G. september 1978. Mánudaginn 18. september fer fram jarðarför Sigríðar Jennýar Magnúsdóttur, en hún lést 6. sept s.l. á Borgarspítalanum. Á sólbjörtum og kyrrum haust- degi barst mér fregnin um lát hennar. Ég hafði þó búist við því um skeið, því hún veiktist alvar- lega 18. ágúst s.l. og lá þungt haldin. Þrátt fyrir allt brá mér, eins og jafnan þegar dauðann ber að. Sigríður Jenny Magnúsdóttir var fædd 30. júlí árið 1909 á Flateyri við Önunarfjörð, dóttir hjónanna Guðrúnar Guðbjarts- dóttur og Magnúsar Kristjáns Halldórssonar skipstjóra, sem bæði voru ættuð úr Önunarfirði. Jenný, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp hjá foreldrum sínum á Flateyri og síðan í Súgandafirði. Þegar hún var sex ára gömul fluttu foreldrar hennar aftur í Önundarfjörð, fyrst að Selabóli og síðar út á Flateyri, þar sem faðir hennar stundaði sjóinn. í þessúm vestfirsku sjávarþorpum voru bernsku- og æskusporin og þar mótaðist líf hennar af þeirri sjálfsbjargarhvöt sem kynslóðin á undan henni háði. Oft minntist hún með gleði áhyggjulausra æskuáranna í skjóli foreldra, systkina og vina. Jenný gekk í barnaskóla á Flateyri og taldi hún að sá lærdómur og ástríkt heimili hefði gefið sér gott veganesti út í lífið. Hún var góðum gáfum gædd og átti létt um nám. Árið 1923 urðu þáttaskil í lífi hennar, því þá missti hún föður sinn af slysförum. Má nærri geta hve það var mikið áfall fyrir æskuheimili hennar. Það haust fór hún til Hafnarfjarðar til fóstur- foreldra föður síns, séra Janusar Jónssonar og frú Sigríðar konu hans og hafði það verið ákveðið áður en faðir hennar lést. Þar dvaldi hún næstu árin og gekk í Flensborgarskólann og lauk þaðan prófi árið 1926 eftir þriggja vetra nám. Seinna var hún í Húsmæðra- skólanum á Isafirði. Eftir að hún kom aftur til Flateyrar frá Hafnarfirði, tók alvara lífsins við og það að vinna fyrir sér og rétta móður sinni og yngri bræðrum hjálparhönd eftir mætti. Hún vann þau störf er til féllu og var vel látin vegna dugnaðar, glaðværðar og trú- mennsku í starfi. Um tíma dvaldi hún í Grimsby í Englandi hjá móðursystur sinni Helgu og manni hennar sr. Abrahamsson, en þau ráku þar sænskt sjómannaheimili. Á þeim tíma komst hún vel niður í enskri tungu. var ljúf og glöð í viðmóti og átti gott með að umgangast fóik og var sérlega trygglynd. Félagslynd var Jenný að eðlis- fari og var hún í Styrktarfélagi vangefinna og vann því meðan kraftar entust. Hún hugsaði um „öll börn“ jafnt, eins og hún sagði, þegar hún var að prjóna sokka og vettlinga sem fara áttu að Sólheimum í Grímsnesi. Aldrei stóð svo illa á hjá henni, að hún gæti ekki tekið „börnin" heim til sín, þegar þau voru á ferð í bænum. Hún var þakklát stjórn- endum Sólheima og þeim sem lögðu þar hönd til hjálpar. Síðari árin var Jenný heilsulítil. Reyndi þá mikið á manninn hennar og börnin. Halldór var henni einstaklega góður í veikind- um hennar og vék ekki frá henni fyrr en yfir lauk. Við burtför fólks úr þessum heimi verða tímamót í lífi ætt- ingja og vina. Skarðið sem eftir er verður ekki fyllt. Það tekur nokkurn tíma að sætta sig við að hafa misst sinn nánasta fyrir fullt og allt. — Líf fólks er eins og óskrifað blað við fæðingu, en sá sem fæðist í þennan heim, verður burt kallaður úr honum þegar tíminn er kominn. Hvort þeim sem eftir lifa finnst sá tími réttur, er annað og viðkvæmara mál. Ég þakka mágkonu minni sam- fylgdina og tryggðina við fjöl- skyldu mína. Góð kona er gengin, en minningin um hana mun lifa. Anna Tryggvadóttir. Okkur er öllum búin sú stund þegar vegferð okkar hér á jörðu skal ljúka og við hverfum bakvið hina miklu móðu, sem skilur líf og hel. Hvenær sú stund kemur, er okkur af miskunn hulið. Venjulega á sú stund nokkurn aðdraganda, en þó kemur hún í flestum tilfellum að óvörum. Svo finnst mér nú, er ég minnist æskuvinkonu minnar, Jennýjar Magnúsdóttur frá Flateyri. Hún andaðist hinn 6. september á Borgarspítalanum, eftir stutta legu en mikið heilsuleysi síðastlið- in 7 ár. Minningarnar leita á hugann frá æskuárunum á Flat- eyri. Þar ólst Jenný upp með móður sinni, Guðrúnu Guðbjarts- dóttur og tveim bræðrum, Hall- dóri og Þórði, sem báðir eru búsettir hér syðra. Faðir þeirra Magnús Halldórsson, skipstjóri, dó er þau voru börn að aldri. Móðir þeirra varð þá ekkja í annað sinn. Mér er ljúft að minnast þeirrar góðu konu með virðingu og þökk. Það var eftirtektarvert hvað kært var með þessari glaðlyndu fjöl- skyldu, þótt erfið lífsreynsla byrjaði snemma. Guðrún, móðir þeirra dó fyrir aldur fram á Isafirði, hjá dóttur sinni frá fyrra hjónabandi, Sigríði Þórðardóttur, sem gift var Finnbirni Finn- björnssyni, málarameistara á ísa- firði, sem nú eru bæði látin. Um eða eftir fermingaraldur fór Jenný í Flensborgarskólann í Hafnarfirði, og minnist ég þess hve ég saknaði hennar. En þar fékk vinkona mín lífsfyllingu og gat notið sinna góðu gáfna, sem hún hafði til að bera í ríkum mæli. Jenný dvaldi einnig um tíma í Englandi hjá frændfólki sínu og lærði þar að tala ensku sem innfædd væri. Árin liðu með kærkomnum endurfundum og sannri vináttu. Árið 1936 giftist Jenný eftirlif- andi manni sínum, Halldóri Gísla- syni skipstjóra. Hann hefur nuð misst mikið við fráfall hennar. Jenný og Halldór bjuggu allan sinn búskap á Sólvallagötu 19 hér í borg. Þeim varð fimm barna auðið. Þau eru Vilborg, Magnús, Guðrún, Gísli og Halldór. Þau sjá nú af góðri og umhyggjusamri móður, er. sárastur er söknuðurinn hjá Gísla, sem þurfti hennar um- hyggju mest með. En guð er nálægur og léttir byrðina. Það ríkti mikil gleði á Sólvallagötu 19 í vor, er Guðrún dóttir þeirra hjóna kom í heimsókn með lítinn ömmu- og afadreng, frá Svíþjóð þar sem hún er búsett og gift sænskum manni. Ég veit að sá endurfundur er fjölskyldunni mikið þakkarefni, úr því að svona fór. Mannkosti vinkonu minnar ætla ég ekki að tíunda hér. Um þá vitum við öll, sem áttum því láni að fagna að eiga með henni samleið. Og fyrir það þakka ég að leiðarlokum. Einnig er hér þakk- læti frá vinkonunum í sauma- klúbbnum okkar, fyrir allar sam- verustundirnar í 36 ár. Það var alltaf sama tilhlökkunin að hitt- ast. Ég minnist með ánægju er við hittumst í vor, því þá vorum við allar saman komnar. En nú er skarð fyrir skildi. Við hjónin sendum hugheilar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar á Sólvallagötu 19, og til allra aðstandenda. Guð blessi minningu Jennýjar Magnúsdóttur. Kristín Ólafsdóttir Jenný giftist Halldóri Gíslasyni skipstjóra þann 17. júní árið 1936 og settust þau að á Sólvallagötu 19 í Reykjavík, þar sem hún átti heima upp frá því. Þau eignuðust sex börn: Vilborgu skrifstofu- mann, Magnús Kristján loft- skeytamann, Guðrúnu Kristínu fóstru, búsett í Svíþjóð, Gísla, Halldór stýrimann og stúlku sem dó í frumbernsku. Eitt barnabarn átti Jenný, Lennart Halldór, þrettán mánaða sólargeisla. Jenný var sjómannskona og vissi hvað það var að vera börnunum sínum bæði faðir og móðir, meðan eiginmaðurinn var við vinnu sína á sjónum. Þetta tókst henni vel, enda þótt stríð geisaði og maðurinn hennar væri í siglingum öll þau válegu ár. Hún treysti á það besta í lífinu og það brást henni ekki. — Hún helgaði heimili, eiginmanni og börnum krafta sína alla. Heimilið var hennar ríki, enda myndarlegt og bar smekkvísi hennar vitni. Hún t ALBERT SIGTRYGGSSON, Teigageröi 15, andaöist föstudaginn 15. september. Elín Indriðadóttir, Anna Albertsdóttir, Sigtryggur Albertsson. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur okkar, fósturfööur, tengdafööur, afa og langafa, ÞORBJÖRNS SIGURÐSSONAR, FAIkagötu 22. Bjarnbrúóur Magnúsdóttir, Solveig M. Þorbjörnsdóttir, Kristján J. Guðmundsson, Vigdís Þ. Janger, Gunnar Janger, Magnús Þorbjörnsson, Halldóra Aöalsteinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Gi'^mundur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín og móöursystir okkar, INGIMUNDA GUDMUNDSDOTTIR, Urðarstíg 7 A, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 19. september kl. 13.30. Árni Guómundsson, Guðmundur Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, Guðfinna Inga Guðmundsdóttir. Útför, + JÓNS ARNFINNSSONAR, garðyrkjumanns, Baldursgötu 4, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. september kl. 1.30. Fyrir hönd aöstandenda. Guöbjörg Kristinsdóttir. + Innilegar þakkir sendum viö fyrir auösýnda samúö og hluttekningu við andlát og jarðartör CÆSARS B. MAR. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Hafnarbúöa, sem önnuöust hann í veikindum hans. Jóhanna Mar, Elías Mar, Sigurður Mar, Óskar Mar, Vilborg Sigurðardóttir, Kristín Mar Smith, William J. Smith, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUDMUNDAR OLAFSSONAR, bónda, Ytra-Felli. Fyrir hönd aöstandenda. Halldóra í. Ólafsdóttir, Þorsteinn B. Pétursson. t Viö þökkum af alhug þá vináttu og samúö er okkur var sýnd viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, BÁRU SIGTRYGGSDÓTTUR, frá Hrfsey, Þórunnarstrati 120, Akureyri. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki viö Fjóröungssjúkrahúsiö á Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubarn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför sonar okkar, EINARS KRISTJÁNS SIGURÐSSONAR, Hamrahliö 28, Vopnafirði. Þuríður Eyjólfsdóttir, Siguröur Björnsson. + Innilegustu þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát litla drengsins okkar, ZÓPHÓNÍASAR INGA Ólöf Zóphóníasdóttir, Sveinn Herjólfsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, JENNÝAR ESTHERAR JENSEN, Fáskrúðsfiröi. Kristján Stefánsson, Jens Kristjánsson, Þóra Kristjánsdóttir, Hermann Steinsson, Ingvar Kristjánsson, Hallgerður Hlöðversdóttir, Guðfinna Kristjánsdóttir, Gunnar Geirsson, barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför, JÓNÍNU INGIBJARGAR EGGERTSDÓTTUR. Fanney Eggertsdóttir, Haraldur Oddsson, Bergbóra Eggertsdóttir, Maríus Helgason, Einar Eggertsson, Helga Brynjólfsdóttir, Brynhildur Eggertsdóttir, Sigtryggur Þorbjörnsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.