Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI nr nv ujjqnn\'’Lia'u ir óhjákvæmilega þurfti, má gera ráð fyrir að kaupmáttur launa hefði minnkað um svo sem 10%, sem hefði dugað til þess að við hefðum m.a. getað farið að mylja af skuldunum og þá hefði ekki þurft neinar kostnaðarsamar „hliðar- ráðstafanir" eða gengisfellingar, og tiiætlaður árangur hefði náðst, sem nú er, vægast sagt, mjög tvísýnt að verði. En svona nokkuð þykir nú barnaskapur að minnast á. Að lækka rauntekjur sumra launþega hlutfallslega meira en annarra, sem er einn liðurinn í „kúnstunum", er einhvernveginn út á skjön við rökræna hugsun, því að hafi hlutföllin milli launa manna verið sanngjörn áður, sem ekki ætti að þurfa að efa, ætti það að sjálfsögðu að gilda áfram, því að ekki er um neina neyðartíma að ræða, það mega menn ómögulega telja sér trú um. Erum við ekki áttundu í röðinni af þjóðum heims, sem hæstar hafa meðaltekjur á mann? Vonandi takast „kúnstirnar" og, að þrátt fyrir svolítið minni auraráð, stuðli ailir sannir stuðn- ingsmenn „ríkisins" að því að svo megi verða og láti nú hvergi deigan síga, svo að hægt verði að halda áfram að lifa „mannsæm- andi lífi“ á íslandi. Björn Steffensen.“ Söngmenn — Söngmenn • Hver greiðir? Hólmfríður Jónsdóttir. — Eins og flestir hafa sjálf- sagt heyrt hefur að undanförnu borið nokkuð á tilkynningum frá Sauðfjárverndinni að mig minnir og hefur í þessum tilkynningum verið minnst á að gera þyrfti eitt og annað til varnar sauðkindinni og bent á leiðbeiningar um með- ferð o.fl. Ég hefði nú haldið að það væri nú ekki svo illa farið með sauðkindina að það þyrfti að kosta upp á auglýsingar til að minna menn á að fara vel með skepnurn- ar. Þá mætti bara spyrja einnig hvort ekki sé þörf á að gera slíkt hið sama varðandi nautgripi. Ég held að þessar auglýsingar séu óþarfar, a.m.k. ef þær eru kostaðar af okkur hinum varnarlausu skatt- borgurum. • Sekt við gleymsku? Hólmfríður heldur áfram: Þá langar mig til að minnast á að oft heyrist auglýst eftir hinum og þessum bátum, sem hafa gleymt að tilkynna sig. Þetta getur sem kunnugt er haft afdrifaríkar EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU afleiðingar í för með sér ef t.d. hafin væri leit bara vegna þess að gleymst hefur að láta vita af sér. Mér finnst þess vegna að vel kæmi til greina að þeir sem gleymdu að tilkynna sig yrðu sektaðir og þá um slíka upphæð að um munaði þannig að slík gleymska myndi ekki koma fyrir aftur. • Happdrættisflóð Stuðningskona margra iíkn- arfélaga vildi fá að varpa fram þeirri spurningu hvort ekki væri orðið fullmikið af því góða í sambandi við happdrætti. Kvað hún það allt í lagi að styðja góð málefni, við hefðum flest efni á því að kaupa nokkra happdrættis- miða, en ekki sagðist hún kunna við þann hátt sem sum félög hefðu að senda miðana heim, jafnvel fleiri en einn. Það væri miklu meiri fyrirhöfn að endursenda miðana heldur en fara í næsta banka og greiða þá þegjandi og hljóðalaust. Þá vildi konan að menn reyndu einnig að hugleiða það hvort ekki væri reynandi að finna aðrar fjáröflunarleiðir en þessi sífelldu happdrætti, því þau væru vægast sagt orðin of mörg, sérstakiega nú á haustmánuðum og fram til jóla. HÖGNI HREKKVÍSI ct.y ©1978 MeNMgfat Syad., Ine. „Hver gaf þér þetta hálsmen?... Það er fallegt! SiGeA v/öga í ‘í/lveWk Karlakórinn Fóstbræöur getur bætt viö sig söngmönnum. Uppl. í síma 24871 eftir kl. 6 í dag og næstu daga. Húseignin Faxaskjól 4, Reykjavík er til sölu Upplýsingar í síma 38930 frá kl. 11—12 og 16—18 alla virka daga nema laugardaga. Til afgreiðslu strax, sambyggðar trésmíðavélar. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1. — Sími 8 55 33. Aá Á VÍ£%J I/ 5\6GA V/G6A L\áGöX UM Lfo Oá ‘blA W A9 mLLh % w feih&u- VJÓNA „ . 6tMóOK L\W SMV VAUA6ANÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.