Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 >4 MUSTAD Heimsins stærsta úrval. Þúsundir mismunandi öngla. Frægir fyrir gæði siðastliðin hundrað ár. 10. Johnson & Kaaber HF O. MUSTAD & SÖN A.S. P.O.Box 1436, GJ0VIK, NOREGI. Reykjavik. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Brosandi Aldrei fór það svo að við fengjum ekki meirihlutastjórn, og brosandi hefir hún tekið við völdum, og ég sem einn þjóðfélags- þegn býð hana velkomna til starfa. Það hefir ekki farið framhjá neinum að undanförnu að framm- ámenn þjóðarinnar hafa staðið í því undanfarna mánuði að reyna að koma saman ríkisstjórn fyrir þetta blessaða land vort, svo er fjölmiðlum okkar og góðum frétta- mönnum fyrir að þakka. Það sem mér hefir fundist mjög einkenna þessa stjórnarmyndun frá upphafi, það er hvað allir þátttakendur hafa verið brosmild- ir og léttlyndir yfir þessu verki, eins og þeir væru að hefja skemmtireisu eða rallkeppni, nema þó að tveim þátttakendum fráteknum, Geir Hallgrímssyni og stjórn! Lúðvík Jósepssyni, það virtist að alvara þess sem var að gerast og grafa um sig með þjóðinni, og sem varð alvarlegra með hverjum deginum sem leið framkallaði ekki bros hjá þeim. Engir brostu þó meir né breiðar en sigurvegararnir í síðustu kosningum, höfðu líka ráð á því, ef sigurvíman hefði ekki leitt þá afvega, en ég er hræddur um að sigurbrosið sé farið að dvína á mörgum kjósandanum sem studdi að sigrinum með atkvæði sínu, að það haldi áfram að dvína á komandi haustdögum, og fari alveg í skammdegi raunveruleik- ans. Þótt ég hafi á engan hátt á móti þessari ríkisstjórn og viti-að hún samanstendur af mjög mætum mönnum, sem líklegir eru til góðra verka, undir forystu Ólafs Jóhann- i i 5 í £ V) O | í Visir boðar áskrifendum sinum enn mikinn fögnuö sem er Útsýnarferð, fyrir tvo, til Florida, i ferðagetrauninni góðu. Hún verður dregin út 25. september. Skotsilfur verður nóg því Vísir er öðlingur og borgar gjaldeyrinn líka Ströndin á MIAMIBEACH á enga “ sina lika i heiminum, sólin ómæld og sjórinn raunverulega volgur. En Florida er meira en sól og strönd þvi segja má að Florida skaginn sé samnefnari alls þess makalausasta sem ferðamaður getur vænst að sjá á lifsleiðinni og tækifæri til skoðunarferða eru ótæmandi. Það er að finna, til að mynda, víðfrægasta sædýrasafn veraldar, MIAMI SÆDÝRASAFNIÐ LJÓNA SAFARI SVÆÐIÐ en þar eru Ijón og önnur frumskógardýr i sinu náttúrulega umhverfi. Að ógleymdum mesta skemmtigarði heims, DISNEY WORLD. -qSfct. Skammt þaðan er KENNEDYHÖFÐI, y ' stökkpallur mannsins inn i geimöldina. Hótel, matur og viðurgerningur allur er eins og hann þekkist bestur. Með áskrift að Vísi átt þú möguleika á stórkostlegri ævintýraferð i ábót á sjálfan aðalávinninginn, Visi. SÍMINN er 86611. Fcröagetraun . VlSIS Nýir áskrifendur geta líka verið með! Dregið 25. september. essonar, til hans hef ég alltaf borið mikið traust, og það er óbreytt, þá líkar mér ekki skipan hennar að því leyti, að ég tel að þar hafi verið brotið á einum manni, ef svo má að orði komast, Lúðvík Jósepssyni, þar sem hann varð ekki forsætis- ráðherra, fyrst hann var tilkvadd- ur af forseta Islands til að mynda stjórn, þegar aðrir höfðu reynt til þrautar og allt var að fara í öngþveiti, og undir hans stjórn var gengið frá þessari stjórnarmynd- un í höfuðatriðum eftir því sem fjölmiðlar herma. Mér fannst Lúðvík Jósepsson ganga að þessu vandasama verkefni sínu eins og stórmenni og góðum dreng sómdi, átti því að mínu mati allan rétt á að verða forsætisráðherra, og þannig hefði stjórnin verið mun sterkari, og raunverulegra fram- hald af því sem á undan var gengið. Hvað verður svo framhaldið? Verður það sami grautur í sömu skál sem verið hefur, gengisfelling, hún er þegar komin, nokkuð gamalt úrræði, og óvinsælt af öllum almenningi, eins þótt fram- reidd sé af brosandi stjórn. Þetta með ráðherrabílana, æ-æ — það finnst mér alltof mikil sýndar- mennska, sem dregur okkur skammt, því ráðherrar, sem vitað er að leggja sitt vit og getu í að þjóna sínu embætti sem best fyrir þjóðina, þeim er varla ofborgað. Of mikið sléttlendi í þessum efnum er mér ekki að skapi, það kann að vera fallegt að segja frá því að aliir séu jafnir, en ef okkur tekst að ofslétta svo þjóðina að við eigum ekki lengur von á því að einn og einn brúskur teygi sig öðrum hærra þótt óræktarlegur væri, þá er illa komið fyrir okkur. Lækkun matvæla, mun af öllum vel þegin, þó helzt af þeim sem mest þurfa þess með, mjög vel tekin ráðstöfun, að mínu mati. Öflun fjár til að standa undir þeim aðgerðum mun ekki eins vinsæl, eins og til dæmis afturvirk skattlagning á tekjur og eignir ársins 1977, skattlagningin stenzt samkvæmt stjórnarskránni, ef Alþingi samþykkir lögin, sem ég geri ráð fyrir, en ég efast um að fordæmið standist dóm fólksins í landinu, og ætti ekki að gera það, við eðlilegar aðstæður, en hvað þá? Það er sjálfsagt ekki margra kosta völ, en illur betri en enginn. Ég bið svo stjórninni velfarnaðar í starfi, svo framtíðin megi brosa við henni, og sem flestum öðrum, að ógleymdum „garminum honum Katli", okkur bændum. Látrum 10.9 - 78, Þórður Jónsson. Suður um höfin Lofa skal það, sem vel er gert, ekki síður en lasta það, sem lasts er vert. Nú er í tízku að gagnrýna alla skapaða hluti, og heyrt hef ég dæmi þess, að í hópferðum á erlendri grund virðist einstaka maður hafa farið í ferð, eingöngu til þess að kvarta og nöldra yfir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum, samferðarfólkinu til ama og leiðinda. Vitanlega er erfitt að gera öllum til hæfis í fjölmennum hópi, og ekki fer alltaf allt nákvæmlega eins og til var ætlazt, en því sting ég niður penna, að í sumar verð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fara í ferð til sólarstranda, sem varð mér og samferðafólki mínu, að ég hygg, til óblandinnar ánægju og andlegrar og líkamlegrar heilsu- bótar, ekki hvað sízt fyrir einstak- lega góða þjónustu og fyrirgreiðslu fararstjóra og annarra, sem þjón- uðu okkur í þessari ferð. Ég sé því ástæðu til að láta í ljós þakklæti til ferðaskrifstofunnar Útsýnar og starfsfólks hennar, fyrir þá ánægjulegu sólskinsdaga, sem áskotnuðust þarna veðurlún- um íslendingum. Hér á landi veitir ekki af að fjölga slíkum dögum, nóg er af hinum. Ragnar Edvardsson. Stórholti 33, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.