Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 215. tbl. 65. árg. FOSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. YASSER ARAFAT leiðtogi PLO ítrekar skoðun sína á fundi andstæðinga Camp David-samkomulagsins í Damaskus. (AP-símamynd). Somoza setur úr slit akosti Managua, 21. september. AP. SOMOZA forseti Nicaragua setti skæruliðum úrslitakosti í kvöld og sagði að gæfust þeir ekki endan- lega upp fyrir sólsetur í kvöld mundu þjóðvarðiiðar ekki bíða boðanna með að ráða niðurlögum þeirra. „Það er úti um þau öfl, sem halda áfram að berjast," sagði í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem lesin var upp í útvarpi. í fréttum útvarpsstöðvarinnar sagði að skæruliðar, sem barizt hefðu í Esteli, hefðu verið um- kringdir í La Esperanza-dal, og yrðu þeir umsvifalaust brytjaðir niður nema þeir gæfust upp skilyrð- islaust. Esteli er 45 þúsund manna bær um 145 kílómetra norður af Managua, og hefur hann verið í höndum uppreisnarmanna í rúma viku. Ástandið í bænum er ömurlegt Lík liggja þar á víð og dreif og hörmulegar sögur fara af fram- göngu Somoza-manna þar og ann- ars staðar í landinu. Flóttamanna- straumur e.r frá Nicaragua, og er haft eftir embættismönnum í Honduras að þangað hafi komið um 21 þúsund flóttamenn undanfarna viku. Skæruliðar hóta grimmi- legum hefndaraðgerðum Damaskus, Lundúnum, 21. september, AP, Reuter. LEIÐTOGAR Palestfnuskæruliða hótuðu þvf í Damaskus f dag að hefja á næstunni grimmilegar Gligoric: Fischer með áhuga Belgrad, 21. september. AP. SVETOZAR Gligoric, hinn júgó- slavneski stórmeistari, sem býð- ur sig fram á móti Friðriki Ólafssyni í forsetakjöri Alþjóða- skáksambandsins, sagði í dag að hann kynni að hitta Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistara, við taflborðið síðar á þessu ári. Gligoric er um það spurður f viðtali við blaðið Politika Eks- pres hvað hæft sé í sögum um að rætt hafi verið um að hann hitti Fischer í anda vináttu, og stað- festir hann að Fischer hafi sýnt áhuga á slfkum fundi. Gligoric segir þetta raunar hafa komið fyrst til mála í fyrravor, en ýmsar ástæður hafi þá komið í veg fyrír að af slíkum fundi gæti orðið. Þessar ástæður hafi ekki breytzt, og enn sé ómögulegt að spá nokkru í þessu sambandi. Segir Gligoric þó víst að ef af verði þá muni þeir Fischer þó ekki hittast fyrr en að loknu þingi Alþjóðaskáksambandsins, sem hefst í Buenos Aires í október. hefndaraðgerðir á hendur Banda- rfkjamönnum, og yrðu þær bein afleiðing af „svikasamningunum", sem Bandaríkjastjórn hefði lagt á ráðin með á leiðtogafundinum í Camp David. Vance utanríkisráð- herra er nú kominn til Saudi- Arabfu þar sem hann hyggst afla stuðnings ráðamanna við samkomu- lag Egypta og ísraelsmanna, en enda þótt Hussein Jórdanfukonung- ur hafi ekki verið reiðubúinn til að lýsa yfir stuðningi við málið er Vance sótti hann heim í gær, hét hann því að verða ekki til þess að samkomulagið færi út um þúfur. ísraelskt herlið lét til skarar skrfða á vesturhakka Jórdanárinnar í dag og flutti þaðan með valdi fsraelska landnema, sem f trássi við stjórn völd settust að f námunda við bæinn Nablus. í viðræðum við hirðina í Riyadh er Vance sagður hafa látið í veðri vaka að Bandaríkjamenn kynnu að fallast á sölu F-15 orrustuþotna til Saudi- Arabíu, um leið og hann hvatti Fahd krónprins og Khaled konung til að hasla sér völl sem málamiðlarar meðal Araba í Miðausturlöndum. Stjórn Saudi-Arabíu hefur gagnrýnt Greenpeace til Orkn- eyja aðstöðva selveiðar Lundúnum, 21. september. Reuter. GREENPEACE-menn ætla í næsta mánuði að gera út leiðangur til Orkneyja f þeim tilgangi að koma f veg fyrir selveiðar. Hefur skozka landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið ráðið norska selveiðimenn til að ráða niðurlögum allt að 1400 landsela, auk kópa, en þar að auki er heimamönnum heimilt að drepa allt að 3.500 kópa. Þessar aðgérðir eru liður í þeirri fyrirætlun brezkra stjórnvalda að minnka stofn landsels við Bretlands- eyjar um helming á sex árum. Greenpeace-menn eru andvígir þessum ráðagerðum, og hyggjast þeir nú senda Rainbow Warrior á vettvang með tuttugu manna áhöfn til að hindra veiðar þessar. Camp David-samkomulagið, en yfir- leitt er það skoðun dómbærra manna að lítið sé að marka opinberar yfirlýsingar Arabaleiðtogaum málið þessa dagana. Enn er of snemmt að segja til um það hvaða hljómgrunn hin herskáa afstaða Palestínuskæruliða fær á fundi leiðtoga þeirra fjögurra ríkja, sem ásamt PLO ráða nú ráðum sínum í Damaskus, en auk Yasser Arafats eru þar forseti Yemens, Líbýu, Alsír og Sýrlands. Það vakti athygli er Assad Sýrlandsforseti setti fundinn að hann lét sér nægja að úthúða Sadat fyrir samninginn en stillti sig um að vega að Carter og stjórn hans. Er þetta ásamt öðru talið benda til þess að allt annað en eindrægni sé ríkjandi á fundinum og ekki kemur á óvart að George Habash, leiðtogi öfgaaflanna innan PLO, hefur sig mjög í frammi á fundinum. Hann gengur þar skör lengra en Yasser Arafat og er óspar á hatrammar yfirlýsingar um Bandaríkin og afskipti þeirra af málum i Miðausturlöndum. Hrellti dularfull flugvél Karpov? Baguio, 21. september. — AP DULARFULL tveggja hreyfla flugvél sveimaði yfir gistihús- inu þar sem Karpov heldur til Baguio í morgun. og marg- siunis var hún svo nærri byggingunni að nærstbddum stóð stuggur af. Einn stjórn- enda heimsmeistaraeinvígisins kvaðst í dag telja. að þessi óvenjulega flugumferð hafi orðið til þess að Karopv óskaði eftir því að 25. skákinni, sem hefjast átti í morgun, yrði írestað. Samkvæmt einvígisreglum átti heimsmeistarinn rétt á þessari frestun, og verður næsta skák því ekki tefld fyrr en á laugardaginn. Kortsnoj áskorandi var ekki í vandræðum með að útskýra ósk Karpovs um frestun: „Hann er líklega hræddur." Engin skýring hefur fengizt á ferðum flugvélarinnar í kring- um gistihúsið. Ný aðferð til að spá jarðskjálftum Lundúnum, 21. sept. Reuter. JAPANSKUR jarðskjálftafræðing- ur, að nafni Sugasaki, heldur því fram að hægt sé að spá fyrir um jarðskjálfta með efnafræðilegri aðferð, sem sé svo einföld, að leikmenn geti beitt henni. Með ákveðinni blöndu af köfnunarefni og argoni annars vegar og nítrogeni og argoni hins vcgar telur hann að greina megi yfirvof- andi jarðskjálfta á sérstökum gasmælum með nokkurra vikna fyrirvara. Sugasaki birtir kenningu sína í The British Science Journal Naturex, sem út kom í dag, fimm dögum eftir að á sautjánda þúsund manns létu lífið í jarðskjálftanum mikla'í norðurhluta Persíu. Hann nefnir dæmi um jarðskjálfta mikinn sem varð á Izu-skaga í ársbyrjun en þá sýndi mælir hans hvað í aðsigi var nokkrum vikum áður en skjálftinn varð, en á venjulegum jarðskjálftamælum sást á hinn bóginn ekkert óvenju- legt. T víburar voru ekki samf eðra Los Angeles, 21. september. — AP. NÝLEGA ól ógift kona í Kalifornfu tvíbura og nefndi hún ákveðinn mann föður að börnunum. Við rannsókn í sambandi við barnsfaðernismál, sem hún ætlaði síðan að höfða á hendur manninum, kom á daginn að hann gat ekki verið faðir nema annars tvíburans. Það var prófessor við Kali- forníu-háskóla, Paul Terasaki, sem fékk það verkefni að sanna faðerni barnanna, en hann beitir fullkominni aðferð, sem grundvallast á athugun á vefj- arsýnum úr málsaðilum. Að- ferðin er talin svo að segja óbrigðul, og hefur Terasaki tekizt að koma á sáttum í yfir 2.500 barnsfaðernismálum síðan hann hóf að beita henni. Að þessu sinni varð hann furð'u lostinn er hann sá að börnin gátu ekki verið samfeðra. Hann lét konuna ekki vita að neitt væri athugavert, en innti hana eftir því hvort annar maður kæmi til greina sem faðir tvíburanna. Kvað hún svo vera og benti á annan mann. Fór Terasaki þess á leit að fá sýni úr honum, og kom þá í ljós að hann var faðir annars barnsins. Tera- saki segir þetta eina tilfellið sem hann hafi rekizt á þar sem tvíburar hafi ekki reynzt vera samfeðra, en vitað er um sjö slík mál í sögu læknavísindanna. Tvíburar, sem ekki eru ein- eggja, verða venjulega til úr tveimur eggjum, sem samtímis losna úr eggjastokkum móður- innar, og frjóvgun beggja eggj- anna verður nánast um leið Þegar um það er að ræða að tvíburar eiga hvor~~sinn föður, eins og í þessu tilviki, telja læknar frjóvgun hljóta að verða með þeim hætti að eggin losni úr eggjastokkunum með nokk- urra klukkustunda millibili. Þegar Terasaki hafði komizt að niðurstöðu varðandi faðerni barnanna tilkynnti hann móður- inni úrslitin, og segir hann hana hafa tekið þeim furðu vel. Terasaki vill ekki skýra frá nöfnum aðila þessa máls eða veita aðrar upplýsingar um þá, að öðru leyti en því að hann segir barnsfaðernismálið nú niður fallið, enda sé móðirin búin að leysa vandamálið varð- andi framfærslu tvíburanna, og ætli annar feðranna að sjá báðum farborða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.