Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 Offjölgun lækna á Norðurlöndum 1985? Snæfell í Akureyrarhöfn, en þar hafði það legið síðan 1975. Snæfelli sökkt á Grímseyjarsundi SNÆFELLI var í gær sökkt úti fyrir Norðurlandi og var ráðgert að það yrði gert einhvers staðar á Grímseyjarsundi, en það var Drangur sem dró skipið þangað í gærdag. Lagði Drangur upp frá Akureyrarhöfn kl. 6 í gær- morgun, en Snæfellið hefur legið í höfninni á Akureyri síðan 1975 er skipið hætti veiðum. Snæfell EA 740 var smíðað árið 1943 í Skipasmíðastöð KEA og var 165 smálestir að stærð. Var það jafnan aflaskip mikið og var stærsti farmur sem það kom með að landi um 2000 mál, sem samsvarar 240 tonnum. Áður en skipinu var sökkt hafði verið tekið allt verðmætt úr því, þ.e. vélar og tæki. Áhugi hafði verið fyrir því að endurbyggja skipið en það var talið of dýrt og er skipið sökk í höfninni á Akureyri fyrir nokkru og var ákveðið að sökkva því á hafi úti. Af skipstjórum sem voru með skipið má nefna m.a. Egil Jóhannesson, en hann var fyrsti skipstjórinn, Bjarna Jóhannes- son og Baldur Þorsteinsson. fþróttasamvinnusamningur milli íslendinga og Rússa: Gerður án samráðs við íþróttahreyfinguna Á NÆSTU árum cr gort ráð fyrir því að fjöldi la'kna á Norðurlönd- um komi til með að vaxa svo að þeir verði að lcita sér atvinnu utan Norðurlandanna eða ganga jafnvel atvinnulausir. Samkvæmt talningu sem læknafélög Dan- merkur, Noregs. Svíþjóðar og Finnlands hafa látið gera skortir um þessar mundir lækna í Norcgi en mun fjölga mjög á næstu árum og árið 1985 er gert ráð íyrir að allt að 4.300 læknar í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku þurfi að leita til annarra landa eftir vinnu eða ganga atvinnulausir og talað er um að þeir muni ciga eftir að kcppa um stöður þær sem í boði verða. Mbl. hafði samband við Ólaf Ólafsson landlækni og spurðist fyrir um hvort einhverjar tölur væru fyrir hendi um ástandið hérlendis. Sagði hann að af 713 útskrifuðum læknum á íslandi um síðustu áramót hefðu 578 fullt lækningaleyfi og af þeim væri vitað um 174 við nám erlendis eða um 30% en auk þess væru nokkrir kandídatar einnig erlendis við nám. Hver stöðvaði við gang- brautina? Umferðadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur beðið Mbi. að koma eftirfarandi á framfæri: Við rannsókn á banaslysinu sem varð á Suðurlandsbraut á dög- unum hefur komið fram i framburði áreiðanlegra vitna, að bifreið á að hafa verið á leið til vesturs en stöðvað við gangbrautina til að hleypa litlu telpunni yfir. Hefur lögreglan mikinn áhuga að ná tali af ökumanni Jiessa bíls í von um að hann geti varpað enn frekara ljósi á tildrög slyssins. íslenzku ullarfötin komu að góðum notum sögðu loftbelgsfararnir Loítbelgur bandaríkjamann- anna. í TÍMARITINU Sports Illustrated er frásögn af flugi bandarísku loftbelgsfaranna sem komust ný- lega yfir Atlantshaf og lentu sem kunnugt er skammt frá París. Þar er m.a. haft eftir Anderson að þeim hafi komið að góðum notum íslenzk ullarföt. — Hitinn var allt frá 40 gráðum á Farenheit og niður í -16 og allir skulfum við því af kulda, sagði Anderson. Við lærðum það í fyrstu ferð okkar, þegar við lentum í sjónum að ekki er ráðlegt að vera í fóðruðum fötum, sem þyngja mann. Það kóm því ekkert til greina nema ull eða þvílíkt og við notuðum íslenzku ullarfötin. — Þessir menn eru flestir í framhaldsnámi, sagði Ólafur, og við vonum að þeir komi heim að námi loknu, en heimtur hafa e.t.v. ekki orðið svo góðar sem við hefðum óskað. Töluvert hefur borið á skorti á heimilislæknum og læknum til starfa á heilsugæzlu- stöðvum og um þessar mundir telst okkur til að vanti nálægt 12—15 menn í stöður í hinum ýmsu læknishéruðum. Hingað til lands hafa komið nokkrir erlendir læknar til starfa og fleiri eru á leiðinni enda hafa stöður verið auglýstar í norrænum læknablöð- um. — Á Norðurlöndum eru flestir læknar í Danmörku, síðan á Islandi og færri í hinum Norður- löndunum, en læknastéttin er fjölmennust á Norðurlöndunum miðað við flest önnur lönd í Evrópu. Annars ber að geta þess að ótal forspár um læknaþörf hafa verið gerðar á undanförnum árum á Norðurlöndunum og víðar og hingað til hafa þær spár brugðist og vil ég þó ekki kasta neinni rýrð á síðustu spá. — í framtíðinni verður nauð- synlegt að huga betur að fram- haldsmenntun lækna hérlendis og segja má að það sé orðið nú þegar í litlum mæli þar sem kenndar hafa verið heimilislækningar sl. 2 ár við læknadeildina, en auðvitað er dýrt fyrir fámenna þjóð að kosta því sem þarf til vegna framhalds- menntunar lækna, sagði Ólafur Ólafsson að lokum. í febrúarmánuði síðastliðn- um undirritaði Hannes Jóns- son, sendiherra í Moskvu, samkvæmt umboði mennta- málaráðuneytisins, sam- komulag um menningarsam- vinnu á sviði íþróttamála milli íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna. Morgunblaðið ósk- aði eftir því í gær við menntamálaráðuneytið að fá þetta samkomulag til skoðunar en var neitað um það, þar sem starfsmenn menntamálaráðuneytisins töldu sig ekki geta látið samkomulagið af hendi vegna fjarveru menntamála- ráðherra og ráðuneytisstjóra erlendis. Utanríkisráðuneytið taldi sig heldur ekki geta afhent þetta samkomulag, þar sem hér væri um að ræða málefni, sem félli undir menntamálaráðuneytið. Samkomulag þetta var undirritað hinn 24. febrúar 1978 og er að því er Morgun- blaðið hefur fengið upplýs- ingar um nánari útfærsla á samningi Islands og Ráð- stjórnarríkjanna um menningarsamvinnu frá 25. apríl 1965. Samkomulag um sama efni og hér um ræðir var borið undir Geir Hall- grímsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, er hann var í opinberri heimsókn í Sovét- ríkjunum á sl. ári og óskað eftir því að hann undirritaði það þá. Geir taldi sig hins vegar ekki geta undirritað þetta samkomulag þar sem það hefði ekki verið borið undir íþróttahrjeyfinguna hér. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Iþrótta- sambands íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að íþróttasambandið hefði á engan hátt komið nærri gerð þessa samnings og ekki hefði verið haft neitt samráð við það um gerð hans, svo að honum væri kunnugt. Spá VSÍ í júní 1977 um þróun dollaragengis: Reyndist 2 til 6% of há miðað við raunveruleikann SPÁ Vinnuveitendasambands íslands, en Morgunblaðið birti niðurstöður hennar í gær, gerir ráð fyrir að Bandarikjadollar verði kominn í 487 krónur um áramótin 1979/'80 og að laun hækki frá 1. september nú fram til áðurnefndra ár-amóta um 57%. Þctta er önnur spá VSÍ um dollaragengið á íslandi, en hin fyrri var gerð í byrjun júnímánaðar 1977. En hvernig hefur sú spá reynzt í samanburði við raun- veruleikann? Forsendur spár- innar í fyrra voru að gengið var út frá þáverandi stöðu frysti- iðnaðarins og gengið látið síga til þess að staða frystingar væri á hverjum tíma sem næst núlli. Forsendur voru tillaga sátta- nefndar frá 17. maí 1977, reikningar frystingar ættu sér stað að undanskilinni þekktri erlendri verðbólgu og að gengi íslenzkrar krónu gagnvart doll- ar miðað við maí 1977 væri 192,50 krónur. Umræöugrundvöllur sátta- nefndar var talsvert lægri en endanlegt samkomulag aðila vinnumarkaðarins. Því hefði spá á grundvelli kjarasamninganna væntanlega hljóðað um hærra gengi dollarans, en á hinn bóginn vegur fall dollarans gagnvart öðrum gjaldmiðlum upp á móti. Niðurstöður spárinnar voru, að 1. júlí 1977 yrði dollarinn 1 krónum 199,20, en í raun var hann þá á 195 krónur. 1. september 1977 sagði spáin 214,90, en í raun var gengi dollarans 205,10 krónur. 1. desember var spáð 236,85, en í raun varð gengið 212,35. Á þessum tíma eru vandamál frystiiðnaðarins farin að hrann- ast upp og þörf á gengisfellingu. 1. marz 1978 sagði spáin 259,60, en þá var gengið í raun 254,60 krónur. Gengisfelling var þá 13. febrúar. Hinn 1. september var því spáð að gengi dollarans yrði 324,60 krónur, en eftir gengis- fellinguna 6. september er hann í 306,40 krónum. Inn á milli skakkar talsverðu í milli spárinnar og raunveruleik- ans, en það eru þau tímabil, sem gengisfellingarþörfin er að hlað- ast upp. Spáin miðaði við jafnt gengissig allan tfmann eftir þörfum, en framkvæmdin er að þörfin safnast upp í milli gengisfellinga og réttist þá af mismunurinn milli spárinnar og þess gengis sem skráð var í raun. Því má segja að skekkjan í spánni á þessu ári var á bilinu 1,9% til 5,9%, sem gengi dollar- ans reyndist lægra en raunveru- legt skráð gengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.