Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 5 Yfirlitssýning á verkum Snorra Arinbjamar Mágur Snorra ánefnir Lista- safni íslands 35 verk eftir hann Yfirlitssýning á verkum Snorra Arinbjarnar verður opnuð í Listasafni íslands kl. 14 á sunnudaginn. A sýning- unni eru 175 verk þar af 84 olíumálverk og 91 verk málað í annað efni. Sýningin verður opin í mánuð og fyrstu tvær vikurnar frá kl. 13.30 til 22 en síðar verður tilkynnt um opn- unartímann næstu vikurnar. Jóhannes Jóhannesson list- málari hefur sett upp sýning- una. í tilefni sýningarinnar lánaði mágur Snorra, Helgi Þorvarðar- son, aðstoðarlyfjafræðingur, safninu 35 listaverk sem sýnd verða í fremsta sal safnsins. Nú hefur Helgi tilkynnt Lista- safni íslands að samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hans og konu hans frú Jakobínu Kristín- ar Arinbjarnar, sem lést 25. desember 1972, muni hann arfleiða Listasafn íslands að öllum þeim listaverkum sem hann á eftir Snorra og hann hefur lánað safninu á þessa sýningu. Snorri Arinbjarnar var fædd- ur í Reykjavík 1. desember 1901. Hann stundaði teikninám í Reykjavík hjá Stefáni Eiríks- syni og Guðmundi Thorsteins- syni. Hann var í einkaskóla Viggó Brandts í Kaupmanna- höfn 1923—24 og á árunum 1927—29 og 1930—31 stundaði hann nám við Statens Kunst- akademi í Ósló og var aðalkenn- ari hans þar Axel Revold. Snorri hélt fjórar einkasýn- ingar í Reykjavík á verkum sínum, 1926, 1932, 1936 og 1945. Einnig tók hann þátt í allmörg- um sanrsýningum m.a. hjá Listvinafélaginu á þriðja ára- tugnum og var hann einn af stofnendum Septembersýning- anna 1947. Verk hans hafa einnig verið á samsýningum víða um heim. Snorri Arin- bjarnar lést í Reykjavík 31. maí 1958. í sýningarskrá ritar Selma Jónsdóttir um Snorra og segir þar m.a.: „Snorri Arinbjarnar var mál- ari af Guðs náð. A þessari sýningu getur að líta nokkur olíumálverk eftir hann frá því hann var aðeins 14 ára að aldri. í þeim koma strax fram málara- hæfileikar hans, einkum í með- ferð litarins við uppbyggingu verksins. Þarna finnst strax neisti listarinnar sem alltaf fylgir verkum hans en þroskast með aldri, námi og tækifærum til að sjá hvað var að gerast úti í hinum stóra heimi." Ræða nýtingu kjarnorku í fridsömum tilgangi TUTTUGASTI og annar aðal- fundur Alþjóðaorkumálastofnun- arinnar IAEA hófst hinn 18. þ.m. í Vínarborg og stendur yfir í vikutfma. Fulltrúi íslands á fundinum er Magnús Magnússon prófessor en hann heíur um árahil verið ráðunautur fslenzkra stjórnvalda um málefni stofnun- arinnar. Á þinginu verður m.a. fjallað um notkun kjarnorku víðsvegar um heim, eftirlit stofnunarinnar á því sviði og aðstoð af hennar hálfu við nýtingu kjarnorkunnar í frið- samlegum tilgangi. Á þessu ári hefur verið byggð upp við Orku- stofnun með stuðningi IAEA aðstaða til rannsókna á jarðhjta- svæðum með kjarneðlisfræðilegri tækni. Þá hefur Rannsóknastofn- un landbúnaðarins nú í nokkur ár notið fyrirgreiðslu IAEA einkum við fæðu- og fóðurrannsóknir. 300-400 nýir hluthafar Flugleiða — Viðbrögðin hafa vcrið ágæt og söfnun nýrra hluthafa fór vel af stað, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða er hann var spurður hvernig almenning- ur hefði brugðist við söfnun nýrra hluthafa. — Aukning hluthafa mun hafa verið milli 3 og 4 hundruð og hefi ég orðið var við að mikið er keypt til að gefa börnum og unglingum. Það er líka gleðilegt, að fólk hefur litið félagið réttu auga að mér finnst er það hefur komið hér og keypt hlutabréf. Flugleiðir eru ekki stórt félag miðað við verkefni sitt, sem er alþjóðlegt flug og því viljum við hafa sem flesta með, burtséð frá því hvað hver og einn á stóran hlut, en við finnum í því bæði siðferðilegan og fjárhagsleg- an stuðning, sagði Sveinn Sæ- mundsson að lokum. Tvisvar — þrisv; tökum viö upp nýjar vörur í allar deildir okkar TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS P KARNABÆR Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22. Glæsibæ W : Æ: H . ^ jMKBBHÍ! :■ 4 ]p». * fjp p * '1® % ■ r? , 1« %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.