Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 10
10 Ráðstefna um „Barn- ið í þjóð- félaginu” Samlmnd Alþýðuflokks kvenna mun hinn 30. septemher n.k. halda ráðstefnu um „Barnið í þjúðfélatíinu" ug hefst hún ki. 10 að Hótel Esju í Reykjavík. Ást- hildur Ólafsdóttir varaformaóur Samhandsins setur ráóstefnuna og Magnús II. Magnússon heii- hrigóisráóherra flytur ávarp. Dagskráin verður sem hér segir: Kristín Guðmundsdóttir, for- maður Sambands Alþýðuflokks- kvenna kymnir stefnuskrá Sam- bands Alþýðuflokkskvenna um barnið í þjóðfélaginu. Frú Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi og formaður „Þroskahjálpar“ flytur erindi um hlut þroskaheftra í íslensku þjóðfélagi. Hörður Zóphoníasson, skólastjóri, flytur erindi um barnið og skólann. Drífa Pálsdóttir, lögfræðingur, flytur erindi um réttárstöðu barna að íslenskum lögum. Annemarie Lorentzen, ambassador Noregs á Islandi, flytur erindi um samvinnu foreldra og þjóðfélags um uppeldi barnsins. Unnið verður í starfshópum og niðurstöður ræddar í lok ráðstefn- unnar en hún stendur til kl. 18. MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 Halldór Guðjónsson: Níðskrif Hannes H. Gissurarson heldur greinilega að lesendur Morgun- blaðsins séu fífl. Hannes birti hinn 9. þ.m. grein hér í blaðinu, sem hann ne/nir tveimur nöfnum: lláskóli Islands — Rannsóknar- stofnun eða Róttæklingahreiður og Ilugarórar um veruleikann. Greinin er níð um Pál Skúlason pófessor í í heimspeki við háskól- ann. Greinin er mjög keimlík flestu því sem Hannes hefur áður skrifað hér í blaðið. Hinar fyrri greinar hafa þó verið meinlausari en þessi í því að þar hefur sjaldan borið á því að reynt væri með öllum löglegum ráðum að sverta núlifandi íslending. Þessi grein er því sérstakt tilefni til að vara menn við skrifum af þessari gerð almennt og skrifum Hannesar H. Gissurarsonar sérstaklega. Það er ekki ætlunin að svara hér grein Hannesar í þeim skilningi að teknar séu upp staðhæfingar Hannesar og þeim andmælt og spurningar hans og þeim svarað. Slíkt svar kynni að vekja þá hugmynd með lesendum að stað- hæfingar og spurningar Hannesar væru í sjálfum sér marktækar, en svo er ekki. Hér verður aðeins greindur málflutningur Hannesar og rakin nokkur þau gamalkunnu blekkingarbrögð skrumarans sem hann beitir. Rökleysi Titlar greinarinnar lýsa tilgangi hennar: Ætlunin er að sannfæra lesendur um að Háskóli Islands sé róttæklingahreiður en ekki rann- sóknarstofnun og að bók Páls Skúlasonar „Hugsun og veruleiki" sé réttnefnd „Hugarórar um veru- leikann". Lesendur ættu fyrst að spyrja sig hvort efni greinarinnar styðji þessar staðhæfingar ein- - hverjum rökum. Greinilegt er að svo er ekki. Jafnvel þótt satt væri að Páll Skúlason boðaði róttækar stjórnmálaskoðanir í bók sinni — það gerir hann reyndar ekki — þá væri af því einu engin leið að draga þá ályktun að háskólinn væri róttæklingahreiður. Jafnvel þótt háskólinn væri róttæklinga- hreiður gæti hann jafnframt verið rannsóknarstofnun. Jafnvel þótt hinar fáu tilvitnan- ir Hannesar í bókina „Hugsun og veruleiki'* væru réttmætar og ályktanir þar af um skoðanir Páls væru réttar — en það eru þær ekki — væri alls ekki hægt að draga þá ályktun að þær beri vott um einhverja þá truflun á geði eða greind er heimilaði að nefna efni þessara tilvitnana og aðdróttaðra skoðana hugaróra, þaðan af síður væru nokkur efni til að telja bókina alla ávöxt hugaróra. Hug- myndir um þjóðnýtingu — Páll er þeim reyndar andsnúinn — eru ekki hugarórar, þjóðnýting hefur verið framkvæmd í ýmsum lönd- um. Við kjarasamninga takast launþegar og atvinnuveitendur á um hagsmuni sína, togstreita þessara aðila er því staðreynd en ekki hugarórar. Bókin fjallar raunar alls ekki um þessi hag- fræðilegu eða efnahagslegu mál- efni, til þeirra er aðeins gripið í skýringarsk.vni, efni og erindi bókarinnar stæði óbre.vtt, en óskýrara ef þessi skýringardæmi væru felld niður. Þess vegna er óheimilt að dæma bókina í heild af þessum einstöku atriðum, hvernig svo sem þau eru túlkuð. Blekkingarbragð Af ofanrituðu er ljóst að Hannes færir engin haldbær rök fyrir máli sínu. En hvernig reynir hann þá að sannfæra okkur? Hver eru tengsl- in milli þess sem hann-segir og þess sem hann vill smeygja að okkur? Tengslin eru fólgin í ýmis Ilalldór Guðjónsson. konar loddarabrögðum sem aðeins eiga heima við þá fyrirlitlegu áróðursiðju sem Hannes þykist vera að andmæla. Þessi brögð eru Hvað á fólk sameiginlegt? Leikfélag Reykjavíkur. GLERIIUSIÐ. Leikrit eítir Jónas Jónasson. Tónlist og leikhljóð eftir Gunnar Reyni Svcinsson. Leikstjórn. Sigríður Ilagalin. Leikmynd. Jón Þórisson. Lýsing. Daniel Williamsson. „LEIKURINN gerist í huga manns um nótt þar til sól rís um dag og þá hefur ekkert gerst." Þetta er lýsing höfundar á verki sínu. Líklega búast flestir við því að Glerhúsið fjalli nær eingöngu um alkóhólisma og afleiðingar hans. Að vissu marki er það rétt. En áhorfandi kemst fljótlega að því að það er annað og meira sem Jónas Jónasson er að fást við. Maðurinn í leiknum er drykkjumaður og hefur reynt það sem flestir slíkir menn reyna. Konan og dóttirin eru flúnar að heiman. Drykkjuraus hans opinberar fyrst og fremst vanda mannlegrar sambúðar, eftir því sem á leikinn líður snýst umræðan í lýsingu á hjónabandi. Hjónin í verkinu eiga ekki lengur samleið og vafamál er hvort þau hafa nokkurn tíma átt eitthvað sam- eiginlegt. Texti leiksins er skýr og skorinorður, en einstaka sinnum verður hann of heim- spekilegur. Þess verður aftur á móti að gæta að það er oftast drukkinn maður sem talar. Glerhúsið er að mínu viti vel heppnað verk, sumir kaflar þess samdir af - innsæi skálds og kunnáttu þess sem þekkir leik- húsið og reglur þess. Satt að segja er Glerhúsið ekki þess eðlis að það veki til umhugsunar eða að það sé líklegt til að hleypa af stað umræðu um alkóhólisma og hjónabönd. Líf verksins hefur einkum gildi listaverksins; það lifir sínu sjálfstæða lífi innan leikhúss- ins. Glerhúsið er í heild sinni sýning sem höfundur, leikstjóri og leikarar geta verið stoltir af. Leikstjórinn Sigríð.ur Hagalín leggur áherslu á Jjóðrænu verks- ins sem öðru hverju breytist í nöturleik sárrar reynslu. Ýmsir þættir verksins eru mjög eftir- minnilegir, til dæmis heimsókn hjónanna fyrir norðan. Einnig mætti nefna gömlu Frú Hansen með sérríglasið sitt og ekki síst Hrönn, konu sem vill alltáf vera að halda veislur og verður alltaf jafn illa drukkin. Sigurður Karlsson leikur Hann, aðalhlutverk leiksins. Eflaust mætti finna að ein- hverju hjá Sigurði, en meira er þó vert um það sem vel er gert. Hlutverkið er erfitt, en Sigurður skilar því á þróttmikinn hátt. Best þótti mér honum takast að sýna firringu hjónabandsins, innihaldsleysi lífsins. Persóna drykkjumannsins var einnig sannferðug í höndum hans. Valgerður Dan leikur eigin- konuna Sif og stefnir markvisst að því að endurnýja túlkunar- máta sinn, að mínum dómi með góðum árangri. Sigurður Karlsson (Hann) og Valgerður Dan, (Sif, kona hans) í leikriti Jónasar Jónassonar Glerhúsinu. Guðmundur Pálsson er í gervi Manns fyrir norðan og er túlkun hans með ágætum. Konu hans leikur Ásdís Skúladóttir. Bossinn og frú hans eru leikin af Steindóri Hjörleifssyni og Margréti Ólafsdóttur. Leikur Steindórs er dálítið ýktur en persónugerðin fyndin. Þetta par er kannski veikasti hlekkur leiksins. Margrét Helga Jóhannsdóttir gerði hlutverki hinnar lífs- þre.vttu dr.vkkjukonu, Hrannar, minnisstæð skil. Erik Gísla Halldórssonar var ein af hinum traustu persónu- sköpunum hans sem leikhús-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.