Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 gamalkunnug og úr sér gengin og löngu orðin til athlægis. Hér verður aðeins rakið hvernig Hannes beitir eða blekkist á þremur þessara bragða. Það blekkingarbragð sem Hannes beitir oftast í grein sinni er að draga orð og athafnir Páls Skúlasonar að tilefnislausu í dilka, sem hann veit að margir lesenda hans munu hafa ímugust á, þótt dilkarnir hafi í raun lítið eða ekkert við yfirlýst markmið grein- arinnar að gera. Þannig kallar Hannes Pál róttækling, bendlar hann bæði við fasisma og kommúnisma, telur hann hneigð- an til ofbeldis og þjóðnýtingar. Öll þessi orð eru svo hlaðin neikvæðri merkingu að sé með einhverjum hætti unnt að tengja þau nafni manns sverta þau hann í augum lesandans. Tengslin þurfa ekki að vera raunveruleg, það eitt nægir að nafn mannsins og þessi orð hafi staðið saman í setningu. Annað bragð Hannesar samofið hinu fyrra er að tengja nafn Páls lauslega við nöfn annarra manna og rakka þessa menn síðan niður í löngu máli með rammlegum til- vitnunum til ummæla frægra manna og illræmdra atburða. Þannig tengir Hannes nafn Páls valdatöku nasista í Þýzkalandi 1933 og stjórnarferli Stalíns. Her er vegið með vopnum J. McCarthys, öldungadeildarþing- mannsins bandaríska. Hann taldi menn vera óbandaríska ef þeir samneyttu kommúnistum með einhverjum hætti. Ég efast þó um að MeCarthy hefði komist upp með það, jafnvel þegar gengi hans var mest, að telja menn óbandaríska af því einu að þeir hefðu nefnt kommúnista í ræðu eða riti. Það mætti greina miklu fleiri blekkingarbrögð sem Hannes beit- ir í greininni en hér skal aðeins nefnt eitt til viðbótar. Hannes víkur sér algerlega frá málefninu sem hann þykist vera að ræða og ræðst að persónu Páls. Hannes lætur liggja að því að Páll sá latur, að hann sé ekki heill á geðsmun- um, að hann þiggi óeðlilega há laun, að hann sé fáfróður. Ekkert af þessu segir Hannes berum orðum, hann veit að gerði hann það mætti líklega refsa honum að lögum. Hannes vill þannig meiða mannorð Páls án þess að gerast sekur um meiðyrði, þ.e. Hannes vill skjótast undan því að bera ábyrgð orða sinna. Leikiist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON gestir þekkja vel og aldrei veldur vonbrigðum. Gamla frú Hansen er á réttum stað hjá Þóru Borg sem með túlkun sinni kætti - geð áhorfenda. Nýliðarnir Kolbrún Halldórs- dóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir komu fram í litlum hlutverkum. Þær hafa báðar getið sér gott orð í sýningum Nemendaleik- hússins. Tónlist og leikhljóð Gunnars Reynis Sveinssonar voru hóf- söm, en engu að síður sýning- unni styrkur. Leikmynd Jóns Þórissonar var í líkingu glass, einföld og stílhrein. Ég er þeirrar skoðun- ar að óþarfi hafi verið að leggja jafnríka áherslu á alkóhólism- ann í verkinu eins og gert er með leikmyndinni. Eins og flestir vita hefur Jónas Jónasson samið nokkur leikrit áður. Glerhúsið er ótví- ræður höfundarsigur þótt skoð- anir kunni að vera skiptar um einstök atriði verksins. Hljómplötudeild Karnabæjar Stærsta hljómplötu- og kassettuverzlun landsins Stórkostlegt úrval Allar nýjustu erlendu og íslenzku hljómplöturn- ar/ kassetturnar Skódeild Karnabæjar Mikiö úrval — alls konar skor SKODEILD Unglingadeild Karnabæjar Mikiö úrval af unglingafatnaöi — Stæröir frá 4—16 * HLJÓMPLÖTUDEIL D í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.