Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 Vetrarbörn komin úthjálÐUNNI HJÁ IÐUNNI er nú komin út skáldsagan Vetrarbörn eftir danska rithöfundinn og grafík- listamanninn Deu Trier Morch i þýðinKu Nínu Bjarkar Árnadóttur, rithöfundar. Þessi bók hefur hlotið mikið lof jíajínrýnenda ok hvarvetna verið tekið tveim höndum. I Danmörku hefur bókin selst í nálega 100 þúsund eintökum og höfundurinn hlaut fyrir hana verðlaun danska bóksalasambandsins „Gullnu lár- berin“, sem eru eftirsóttustu bókmenntaverðlaun þar í landi. Þetta er skáidsaga um 18 konur o(j baksvið þeirra í þjóðfélaKÍnu og innan vetiííja fjölskyldunnar. Kon- urnar eru allar staddar á fæð- int;ardeild, nánar til tekið á deild þar sem þær konur eru lagðar inn sem þurfa að vera undir læknis- hendi einhvern hluta meðgöngu- tímans. Þær bíða allar þess að fæða. Aðrar persónur í bókinni eru eiginmenn kvennanna, börn þeirra og venslafólk, starfsfólk spítalans, ræstingarkonur, sjúkraliðar, hjúkrunarfólk, ljósmæður, læknar og prófessorar — og að sjálfsögðu öll nýfæddu börnin, þegar þau koma í heiminn. í sögunni speglast hið sérkennilega andrúmsloft sem ríkir á deildinni, blandið kvíða og tilhlökkun og konurnar deila sorg og gleði, þó að leiðir þeirra eigi eftir að skilja. í grein í Aftenposten hafði Sissel Lange-Nielsen m.a. þetta að segja um bókina, og er það nokkuð dæmigert fyrir þær móttökur sem hún hefur fengið: „Af hverju hefur engum dottið í hug fyrr að skrifa svona bók? Nærri því helmingur mannkyns hefur einhvern tíma legið á sæng "og sá atburður er tengdur lífi alls •mannkynsins. Það er auðvelt að ímynda sér að svo merkilegur atburður sé stöðug uppspretta umræðu — og áhuga. En þó undarlegt megi virðast hafa fæð- ingar og allt sem þeim viðkemur vakið litla athygli í þessu þjóðfé- lagi okkar þar sem allt mótast að viðhorfum karlmanna. Sögur af barnsfæðingum koma aðeins fyrir sem aukaatriði í skáldsögum um annað efni. í Vetrarbörnum snýst allt um barnsfæðingar. Dea Trier Morch sendi frá sér þessa bók á'arinu 1976 og hún varð strax metsölubók, hún fékk verð- laun bóksalasambandsins og hún hefur verið kvikmynduð. Á bókin skilið allt það lof sem hún hefur fengið? Já, á því er enginn efi. Það er nefnilega ekki auðvelt að skrifa skáldsögu um heilan mánuð á fæðingardeild og gera það á svo áhrifamikinn hátt að maður gleyp- ir í sig bókina, en það hefur Deu Trier Morch tekist. Hún hefur skrifað bók sem er sannkallað listaverk. Bók um eitt af mikilvægustu hlutverkum kon- unnar. Bókin er áhrifamikil, sönn og afdráttarlaus, myndskreytt af höfundinum sjálfum þar sem hvert stig fæðingarinnar er sýnt á listrænan og áhrifamikinn hátt.“ Dea Trier Morch hefur sjálf sagt um ástæðuna fyrir því að hún skrifaði Vetrarbörn: Dauðinn er svo snar þáttur í verkum ílestra rithiifunda að mér fannst ég verða að skrifa um lífið. Dea Trier Morch er grafíklista- maður auk þess að vera rithöfund- ur. Hún er fædd í desember 1941 og nam við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1958—1964. Hún hefur einnig stundað nám um lengri og skemmri tíma í Varsjá, Kraká, Belgrad, Prag og Lenin- grad á árunum 1964—1967. Vetrarbörn er gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðn- um. Bókin er 294 bls. að lengd, prentuð í Prenttækni. Bókbandið annaðist Bókfell hf„ en bókin er fáanleg bæði sem pappírskilja og innbundin. (Fréttatilkynning) DEA TRIEft MORCH VETRARBÖRN skAldsaga iðunn EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Frá vinktri. fremri röð. Herra og frú Karlheinz H.G. Krug, Hrafn Harðarson, bæjarbókavörður. Helga Sígurjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Magnús Bjarnfreðsson. formaður bókasafnsstjórnar. aftari röð. Sigríður J. Magnúsdóttir og Kristín Björgvinsdóttir, starfsmenn í Bókasafni Kópavogs. Ilelgi Tryggvason. Helga Einarsdóttir og Guðmundur Gíslason í bókasafnsstjórn. Þýzk bókagjöf til Bókasafns Kópavogs MIÐVIKUDAGINN 6. sept- ember s.l. var Bókasafni Kópavogs afhent rausnar- leg bókagjöf frá MART- IN-BEIIAIM GESELL- SCHAFT í Darmstadt, Vestur-Þýskalandi, en sú stofnun hefur að markmiði að kynna þýskar bók- menntir og menningu. í kaffisamsæti, sem haldið var af þessu tilefni í Bókasafni Kópa- vogs, afhenti sendiráðunautur Sambandslýðveldisins Þýskalands, Karlheinz H. G. Krug, bækurnar fyrir hönd stofnunarinnar. Bæk- urnar eru 110 að tölu og valdar af mikilli kostgæfni til þess að sýna þversnið af þýskum nútímabók- menntum, fagurbókmenntum sem fræðibókmenntum. Má nefna sem dæmi höfunda eins og H. Böll, G. Grass, T. Mann, H. Hesse og K. Lorenz. Bækurnar verða til sýnis og útláns í Bókasafni Kópavogs, 2. hæð, og er það opið alla virka daga nema laugardaga kl. 14—21. Káta ekkjan af stað á ný Á sunnudagskvöldið hefjast að nýju sýningar í Þjóðleikhúsinu á Kátu ekkjunni sem sýnd var 34 sinnum á síðasta leikári við miklar vinsældir. Ekki verða nema fáar sýningar. Aðalhlutverkin eru í höndum Sieglinde Kah- mann og Sigurðar Björns- sonar, Guðmundar Jóns- sonar, Ólafar Harðardótt- ur og Magnúsar Jónsson- ar. Allur þjóðleikhúskór- inn kemur fram í sýning- unni auk Islenska dans- flokksins. Hljóðfæra- leikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands leika undir stjórn Páls P. Páls- sonar. Leikmyndina við sýn- inguna gerði Alistair Powell en leikstjóri Kátu ekkjunnar er Benedikt Árnason. Sem fyrr segir verður fyrsta sýningin nú á sunnudagskvöldið og næstu sýningar á fimmtu- dag og laugardag. Aðdáendur Kátu ekkjunnar, Sieglinde Kahmann allt um kring á sviðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.