Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. FOSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveínsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö. Tekjuskatturinn er fyrst og fremst launþegaskattur Greinar Sveins Jónssonar í Morgunblaðinu hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli. Mönnum er smátt og smátt að verða ljóst, að of háir beinir skattar valda margvíslegu misrétti, leiða til ójafnaðar og stuðla að skattsvikum. Þessi hefur verið niðurstaða flestra ef ekki allra þeirra, sem fordómalaust hafa fjallað um skattamál á undanförnum árum. Og má í því sambandi enn fremur minna á, að frá 1973 hefur lækkun beinna skatta ávallt verið þáttur í kröfugerð aðildarfélaga ASI. Ríkisstjórnin hefur nú hækkað tekjuskattana ásamt skyldusparnaði upp í 70% með næsta vafasömum hætti lögfræðilega séð og forkastanlegum í siðferðilegu tilliti. M.ö.o.: Ríkisvaldið tekur nú í annað sinn á sama árinu toll af tekjum landsmanna og rausnast til að skilja þrjár krónur eftir af hverjum tíu, eftir að vlssu tekjumarki er náð. Þessi skattheimta tekur til 12—14 þúsund manns, og vísast, að ekki dragi úr skattheimtunni á næta ári, ef sömu sjónarmið verða áfram ofan á í stjórn ríkisfjármála. Undir það er tekið, að æskilegt og raunar nauðsynlegt er að fá að vita, hvers konar fólk lendir í hásköttunum. Dr. Jónas Bjarnason, formaður BHM, telur að tekjuskatturinn sé fyrst og fremst launþegaskattur og hafi algjörlega brugðist sem launajöfnunartæki. Sveinn Jónsson er sömu skoðunar, þegar hann segir það sannfæringu sína, að háskattarnir verði fyrst og fremst lagðir á menn, sem vegna menntunar, dugnaðar og starfsreynslu hafi meira en meðaltekjur fyrir venjulega dagvinnu en hafa svo margir til viðbótar lagt á sig verulega aukavinnu af ýmsum ástæðum: „Kannski er aukavinna að mörgu leyti óæskileg, en í mörgum tilvikum þarf þjóðfélagið á henni að halda og einstaklingarnir hafa oft eðlilega þörf fyrir aukatekjurnar um lengri eða skemmri tíma. Að minnsta kosti þarf ekki að eyða orðum að því, hversu fráleitt og óverjandi það er, að tekjur, sem menn afla vegna menntunar sinnar, dugnaðar, starfsreynslu og vilja til að vinna í þágu þjóðfélagsins utan venjulegs vinnutíma, skuli meðhöndlaðar sem glæpur gegn þjóðfélaginu og hljóta svipaða meðferð og smygl eða landhelgisbrot." Þessi ummæli Sveins Jónssonar eru vissulega hörð. En þau styðjast við þær staðreyndir, að svo og svo mikið af peningatilfærslum í þjóðfélaginu kemur aldrei til skatts. Augljósast verður þetta með því að bera saman annars vegar, hvaða tekjur skattskráin sýnir að menn hafi og hins vegar, hver hin raunverulegu lífskjör þeirra eru. Menn þurfa ekki að þekkja mikið til svo að þeir finni hið hróplega ósamræmi, sem þar er á milli. I ljósi þessara staðreynda blasir við, hversu forkastanleg hin nýja skattlagning er, jafnvel þótt lögformlega hefði verið rétt að henni staðið. Sú meðferð sem skattborgararnir verða nú að sæta kallar á aðgerðir. Það er í fyrsta lagi óhjákvæmilegt, að í stjórnarskrána verði sett skýr ákvæði til verndar skattborgurunum. Það er ekki hægt að líða það, að ríkisvaldið geti komið eftir á og þyngt skatta á einstaklingum og fyrirtækjum verulega vegna liðins tíma. Slíkt leiðir til upplausnar og siðleysis í' peningamálum. Hvað þá þegar lagt er á sömu tekjurnar hvað eftir annað. Með slíkum aðgerðum er stuðlað að skattsvikum og misrétti í þjóðfélaginu. í annan stað kalla aðgerðir ríkisstjórnarinnar á almennar umræður um skattamál og raunar tekjuöflunarleiðir ríkissjóðs í heild sinni með það '?rir augum að knýja fram nauðsynlegar leiðréttingar og gfæringar. I þessum efnum verður að horfast í augu við úverandi þjóðfélagsaðstæður en staðna ekki aftur í löngu uðnum tíma. Línudans Nkomos Árás skæruliða blökkumanna á farþegaflugvél rhódesíska flug- félagsins og morðin á þeim sem af komust vöktu megna reiði hvítra manna í Rhódesíu og sú reiði hefur ekkert dvínað síðan og getur reynzt hættuleg. Það varð til að auka reiðina um allan helming áö atburðirnir fylgdu í kjölfar frétta um leynifund Ian Smiths forsætis- ráðherra og skæruliðaleiðtogans Joshua Nkomos og þegar Nkomo hélt því fram, að menn undir hans stjórn hefðu skotið flugvélina niður, fannst hvítum mönnum það bera vott um ótrúlega mannvonzku og skeytingarleysi. Atburðurinn gerðist á versta tíma fyrir Smith, sem var nýbúinn að tala við Nkomo í Zambíu, og var að vona að hann gæti fengið talið hann á að taka sæti í bráðabirgða- stjórninni, þannig að Föðurlands- fylking blökkumanna klofnaði. En Smith varð að taka tillit til reiði hvítra kjósenda sinna. Nkomo hafði fram til þessa verið sá leiðtogi blökkumanna, sem þeir töldu sig helzt geta sætt sig við, en eftir það sem gerðist hafa þeir eins mikla skömm á honum og Robert Mugabe, hinum aðalleiðtoga Föðurlandsfylkingarinnar. Tilraunir Smiths til að fá Nkomo í bráðabirgðastjórnina og það sem í þeim fólst hafa horfið í skugga morðanna á flugfarþegunum. Litlu yirðist hafa munað að Smith tækist það sem hann ætlaði sér. Enn má vera að tilraunir Smiths beri árangur, því að litlar líkur eru taldar til þess að Nkomo geti komizt til valda á grundvelli vinsælda í kosningum eða fram- göngu skæruliðanna, sem eru undir hans stjórn. Eina nákvæma frásögnin af fundi Smiths og Nkomos 14. ágúst er komin frá Nkomo og fullvíst má telja að hún sé mjög lituð. Hann heldur því fram að Smith hafi boðizt til að afhenda Föðurlands- fylkingunni völdin, en þessu neitar Smith, sem segir að um könnunar- viðræður hafi verið að ræða og fundurinn hafi ekki leitt til ákveðinnar niðurstöðu. Þáttur Mugabe Það einkennilegasta við málið er þáttur Mugabe, sem er forseti ZANU (Hins afríska þjóðarbanda- lags Zimbabwe). Hann fékk boð um að fara til Nígeríu 16. ágúst þegar hann var í höfuðborg Mozambique. Hann fór daginn eftir til Lusaka að sitja fund samstarfsnefndar Föðurlandsfylkingarinnar og stóð í þeirri trú að Nkomo hefði líka verið boðið. En þegar Mugabe kom til Lusaka komst hann að raun um að boðið var runnið undan rifjum Nkomos, sem greinilega vildi koma honum í burtu. Nkomo minntist þess, hve reiður Mugabe hafði orðið einu ári áður þegar hann komst að því í fjölmiðlum að Smith hefði farið í leynilega heimsókn til Zambíu og þorði ekki að segja honum fréttina. Það féll í hbit Joseph Garba hershöfðingja, utan- ríkisráðherra Nígeríu, til skamms tíma, að skýra Mugabe frá því að annar leynifundur með Smith væri ráðgerður í Lusaka 20. ágúst og að honum væri boðið að sitja hanrj. Mugabe ákvað að sækja ekki fundinn að höfðu samráði við miðstjórn sína örfáum klukku- stundum áður en Smith kom. Þá virðist fundinum hafa verið aflýst. Skömmu síðar skýrði Nkomo Mugabe frá gangi mála í fyrsta skipti. Hann gat um samband, sem hefðf verið haft við Smith mán- uðum saman og niðrandi ummæli Smiths um samstarfsmenn sína í bráðabirgðastjórninni. Abel Muzorewa biskup og séra Nda- bandingi Sithole. Að sögn Nkomos vildi Smith fá hann til að snúa aftur og taka við forystunni í bráðabirgðastjórninni. Nkomo kvaðst hafa svarað því til, að hann færi ekki aftur án Mugabes. En flestir hvítir menn í Rhódesíu hafa andstyggð á Mugabe, sem lætur frá sér fara opinberar yfirlýsingar er —r~r^F!-------------- THE OBSERVER vekja ugg (meðal annars þess efnis að hann vilji breyta Rhódesíu í marxistískt einsflokksríki). Hvítir menn óttast þannig Mugabe, eins og Smith virðist hafa játað í Zambíu, án þess að þekkja hann í raun og veru. Það er því til marks um þá örvæntingu, sem virðist hafa gripið Smith, að hann féllst á fund þar sem Mugabe væri viðstaddur. Tanzaníu haldi áfram stuðningi við skæruliða. Og ef Nkomo færi heim til að taka við forystuhlutverki mundi Muzorewa áreiðanlega segja skilið við þá innanlandslausn, sem hefur verið samið um. Muzorewa mundi reyna að semja við Mugabe um bandalag, eins og hann hefur áður reynt með því skilyrði að Nkomo verði vikið úr Föðurlands- fylkingunni. Ef það gerðist — og Smith hefur ýtt undir það á alla lund — kæmist í raun og veru á laggirnar bandalag Shona-ætt- flokka, sem 85 af hundraði íbúa landsins tilheyra, sem mundi snúast öndvert gegn Kalanga-ætt- flokki Nkomis og Ndebele-mönnum þeim sem styðja hann. Þetta væri öruggasta leiðin til borgarastyrj- aldar. Stríð eða kosningar Það er einnig ljóst, að Nkomo getur ekki af eigin rammleik eða með samstarfi við Smith staðið við fimmtu grundvallarregluna af þeim sex, sem Bretar hafa sett Nkomo og Mugabe Smith vildi fá Nkomo til liðs við sig, ekki Föðurlandsfylkinguna. Nkomo óvinsæll Framkoma Nkomos hefur aukið grunsemdir um það sem fyrir honum vaki innan Föðurlandsfylk- ingarinnar. Harðlínumenn í ZANU eru litið hrifnir af samstarfinu við Nkomo. Liðsafli hans leggur lítið af mörkum í stríðinu og þar sem sagt er að Nkomo sé óvinsæll meðal rhódesískra blökkumanna tapar ZANU fylgi á samstarfinu við hann. Hingað til hefur Mugabe varið bandalagið við Nkomo á þeirri forsendu áð allar liðssveit- irnar, sem berjast gegn Smith, verði að vera sameinaðar. Nú má vera að hann eigi erfiðara með að sannfæra harðlínumennina um þetta. Með fundinum með Nkomo og hinum niðrandi ummælum um afríska samstarfsmenn sína kann Smith í raun og veru að hafa fórnað samningnum, sem var gerður 3. marz um myndun bráða- birgðastjórnarinnar. Einn' ráð- herra hans hefur sagt að nú sé ógerningur að halda kosningar og lýsa yfir sjalfstæði í lok ársins eins og ráðgert hefur verið og það mun grafa enn frekar undan stöðu Muzorewas biskups, sem stöðugt tapar fylgi, og séra Sitholes. Smith hefur lítið svigrúm. Vandamál hans leystust ekki þótt Nkomo kæmi aftur. Áætlað er að 90 af hundraði skæruliðanna sem berjast í Rhódesíu styðji ZANU undir forystu Mugabes. Því kemst ekki á vopnahlé ef Mugabe kemur ekki við sögu hvers konar samn- inga sem verða gerðir og búast má við að ríkisstjórnir Mozambique og fram um lausn Rhódesíu-deilunn- ar: að íbúar Rhódesíu sem heild verði að geta sætt sig við hvers konar grundvöll að sjálfstæði landsins. Margir þeir sem eru kunnugir málum í Rhódesíu efast um að Nkomo fengi 20 af hundraði atkvæða í kosningum. Afrískir þjóðernissinnar hafa í æ ríkari mæli skipzt í hópa eftir ættflokk- um á síðastliðnum árum og völd Nkomos byggjast eins mikið á minnihluta og völd Smiths. Fáir telja að ráðstefna allra deiluaðila geti í raun og veru borið árangur. Ef til vill er aðeins um tvær leiðir að velja. Skæruliðar geta haldið baráttu sinni áfram og þjarmað að hvíta minnihlutanum. En Smith getur afhent völdin Bretum, sem gætu afnumið ný- lendustjórnina og komið á þing- ræði og tryggt með samvinnu við blökkumannaríkin er liggja að Rhódesíu að vopnahléi yrði komið á svo að kosningar gætu farið fram. Kjarninn í tillögum Breta og Bandaríkjamanna er enn bezti grundvöllur lausnar Rhódesíudeil- unnar. Kosningar undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna eru bezta leiðin til að skera úr um hvaða leiðtoga Rhódesíumenn vilja. Þær eru líka bezta leiðin til að koma á vopnahléi og öruggu eftirliti með því, binda enda á refsiaðgerðirnar og tryggja viðurkenningu og sam- starf grannríkjanna og alls heims- ins. Tanzanía og Mozambique styðja kosningar undir eftirliti SÞ og verði aðrar leiðir farnar er víst að þessi lönd munu halda áfram að styðja skæruliða ZANU og draga þar með þjáningar Rhódesíu á langinn. Tíminn er ekki lengur á bandi Smiths heldur skæruliða og þá einkum Mugabes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.