Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 29 • Vörn gegn sterkum drykkjum „Það er sannað mál bæði í Svíþjóð, Finnlandi og í öðrum löndum að bjór er vörn gegn ofnotkun sterkra drykkja. Vinstri stefna ríkir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en í Finnlandi eru kommúnistar við völd og þar er eingöngu leyfður bjór fyrir ferða: menn svipað og gildir hér á landi. í Rússlandi er fáanlegur bjór en þar getur víst enginn keypt hann vegna lágra launa og mér dettur í hug sagan um bóndann, brenni- vínsstaupið og grjónagrautinn og finnst mér hún eiga vel við. Sagan er á þá leið að bónda nokkrum, sem álitinn var vinnu- harður við hjú sín og sjálfan sig einnig, var borinn grautarvelling- ur í skál einhverju sinni. Hann segir við sjálfan sig: Ertu verðugur grautarins karl minn? En svo taldi hann ei í þetta sinn og fór með grautinn út í skemmu til geymslu næstu 3 vikur, en að þeim tíma liðnum taldi hann sig verðugan þess að borða grautinn. Þá var hann bæði orðinn úldinn og myglaður og segir bóndi þá við sjálfan sig um leið og hann hellir tinstaup fullt: þetta færðu karl minn ef þú lýkur grautnum, sem hann gerði og sagði síðan við sjálfan sig: nú lék ég á þig karl minn,. og hellti úr staupinu á flöskuna aftur. Þessari sögu skýtur upp í huga mínum í sambandi við skrif H.Kr. og fleiri. Tölum, sem áfengisvarn- arráð gefur upp, hefur verið hagrætt þar sem erlendis er allt alkóhól mælt í einu lagi bæði sterk vín og létt og bjórinn með, þannig að ekkert mark er takandi á þessum tölum. Þeir sem tala um boð og bönn í þessu sambandi ættu að leggja það tal niður og snúa sér að öðrum hlutum því þessir menn vita oft ekki hvað þeir eru að tala um og hafa oftast nær enga reynslu af drykkju. Hér ætti að vera hægt að fá keypt öl í hverri búð eins og er í Englandi og Þýzkalandi og er stefnan hér á landi í vínmálum hreint viðundur, og sjálfsagt einstök nema ef vera kynni í einhverjum kommúnista- ríkjum. Hvað ætlar fólk lengi að láta bjóða sér slík höft, sem bjórleysi er? Það ætti að koma þeim sem vilja bjór og áfengis- bann á bragðið og vita hvort þeim snýst ekki hugur. Það er ekkert nema kúgun að fá ekki að drekka það sem maður vill og bak við þessi bönn býr líka alltof mikil hræsni, sem hlýtur að sjást í því að ieyft er að hafa tæki til bruggunar eins og hver vill. Örn Ásmundsson." Karlmannaföt, rifflaö flauel (blússujakki og buxur) kr. 6975 settiö. Terylenebuxur, margar geröir, verö frá kr. 3.500.- Gallabuxur, kr. 2.975,- kr. 3.975.- og kr. 4.935.-. Nylonúlpur, margar geröir, hagstætt verö. Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Opið föstudaga til kl. 7 og laugardaga til kl. 12. Andrés, Skólavörðustíg 22. /-.'5'7'OFNNVÁv ^ ;uní & Danskennsla Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefst í Alþýöuhúsinu viö Hverfisgötu (Ingólfscafé). í Gömlu dönsunum mánudaginn 25. sept. og miðvikudaginn 27. sept. í barnaflokkum mánudaginn 25. sept. Þessir hringdu . . . # Ótímabært bann G.J.: — Ég vil leyfa mér að mótmæia aigjörlega þeirri hug- mynd sem áfengisvarnarnefndir á Vesturlandi hafa sett fram um bann á innflutning tækja til ölgerðar. Þessi tæki eru á engan hátt skaðleg og án efa orðin mjög útbreidd og sjálfsagt margir sem brugga sinn mjöð þegar búið er við áfengislöggjöf sem okkar. Við hjónin vorum á ferð erlendis í sumar og komum oft á tjaldstæði og mátti þar yfirleitt sjá í verziunum tjaldstæðanna hvar 'k af verzlunarrýminu var undirlagð- ur undir bjór og vín. Samt sem áður var varla að sjá drukkið fólk og mátti segja að dvölin á tjaldstæðunum væri eins og á bindindissamkomu. Ég held að drykkjuskapur mundi sízt aukast við bjórinn því þótt við sæjum oft fólk með bjórglas á þessum tjaldstæðum var eins og fyrr segir hvergi að sjá drukkið fólk. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi í janúar kom þessi staða upp í skák stórmeistar- anna Miles og Korchnois, sem hafði svart og átti leik. 29. - Rg5!, 30. Rxg5 - f3!!, 31. Dxf3 (Örvænting, en eftir 31. Rxf3 — Hxf3 er hvítur varnarlaus). — Hxh4+, 32. Dh3 — Dxg5 og hvítur gafst upp. Portisch varð efstur á mótinu, hann hlaut 8 vinninga af 11 • mögulegum. Næstur kom Korchnoi með 7!4 v. HÖGNI HREKKVÍSI " jp£TTA ER AotóSit^!" Innritun veröur laugardaginn 23. sept. kl. 14.00 til 16.00 og mánudaginn 25. sept. frá kl. 16.00 í Alþýðuhúsinu, sími 12826. Fellingar undan streng, spælar og spennur á hliðum. Rifflað fiauel í 4 litum. Stærðir: 25-33 Verð: 9995,00. Opið til kl. 10 á föstudagskvöld HAGKAUP SKEIFUNN115 ; SIG&A V/QGA £ V\9 VKOYÍ BKKI WVAK VK)M NfCOV/^í W 64llM, , wtmwmym- [wkMi. thi vlÁbQ & <b)ÁlS'bÖ6W S mNbðtoL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.