Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 30 Minning: Magnús Einarsson bakarameistari Þaft er skammt stórra höKRa milli í bakarastétt. Nú er 4. félagi okkar faliinn frá á þessu sumri, það er Magnús Einarsson bakara- meistari, Laujíavejíi 162, sem andaðist 13. sept. s.l. Að vísu átti hann við vanheilsu að stríða síöastliðin ár. Matinús var faeddur hér í Reykjavík 31. júlí 1904. Lærði bakaraiðn í Bernhöftsbakaríi, Bankastræti 2, hjá Daníel Bern- höft, vel þekktum bakara, og tók þar sveinspróf 19. okt. 1926. Maj;nús fékk meistararéttindi í iðn sinni 26.8 1937 og gerðist forstjóri Alþýðubrauðgerðarinnar í Hafnarfirði. Síðar gerðist hann forstjóri brauðgerðar Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík og gegndi því starfi meðan heilsa hans leyfði. Magnús var stjórnsamur og félagslyndur maður. Hafði áhuga fvrir framförum og velferð bak- arastéttarinnar. Var í prófnefnd við sveinspróf í mörg ár. Virkur og traustur félagsmaður í Bakara- meistarafélagi Reykjavíkur og síðar í Landssambandi bakara- meistara. En hann var meðal stofnenda þeirra samtaka 1958 og var í stjórn þess frá upphafi og meðan heilsa hans leyfði. Magnús var kvæntur Sólveigu Erlendsdóttur héðan úr Rvík. Þau eignuðust 5 börn. Við útför Magnúsar Einarssonar bakarameistara í dag, minnast stéttarfélagarnir í Landssambandi bakarameistara hans með innilegu þakklæti fyrir samstarfið og samfylgdina á liðnum árum. Einn- ig sameiginlegar gleðistundir. Vottum eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum einlægá samúð. Blessuð sé minning góðs félaga. Gísli Ól. Elskulegur vinur, Magnús Ein- arsson bakarameistari, er látinn. Verður útför hans gerð í dag. Hér verður ekki leitast við að rekja ættir Magnúsar né reynt að lýsa starfsdegi hans að ráði, heldur þökkuð góð og einlæg vinátta í rúman áratug. Atvikin höguðu því svo, að við áttum samleið til útlanda, Magnús og við, sem sendum kveðju þessa. Var það vegna starfa okkar, að ferðin var farin. Því verður ekki leynt hér, að ferð þessi var mjög erfið, því það er nú einu sinni svo,' að þess er krafist af bakaranum, að hann hafi lokið við að baka morgunbrauðin, þegar allur þorri fólks rís úr rekkju. Af því leiðir, að ef skoða á brauðaverksmiðjur í starfi, sem að hluta var tilgangur ferðarinnar, varð að gera það að nóttu til. Hinsvegar voru við- skipta- og tæknileg málefni rædd á venjulegum dagtíma. Auk þessa fór mikill tími í þreytandi ferðir á milli staða og má geta nærri, að mjög erfitt hefir verið fyrir fullorðinn mann að taka fullan þátt í störfum við slíkar aðstæður dag eftir dag. En það gerði Magnús af stakri prýði og sam- vizkusemi. Þannig hófust nánari kynni okkar þriggja, sem síðar leiddu til þeirrar góðu vináttu, sejn við viljum þakka í dag. En haldið var heim og málin yfirveg- uð og rædd. Kynnin urðu nánari og miklir mannkostir Magnúsar aug- ljósari með degi hverjum. Magnús tók vel ráðum annarra og hafði jákvæða afstöðu til nýjunga. Jafnframt hélt hann vel á máli sínu og skoðunum, sem ævinlega voru traustlega uppbyggðar. Hann hlaut því að gæta vel hagsmuna brauðgerðarinnar, sem honum hafði verið trúað fyrir, traustur og varkár. Magnús var skilningsríkur í bezta máta á störf og margvísleg vandamál stéttarbræðra sinna. Honum voru því eðlilega falin ýmis félagsleg trúnaðarstörf fyrir bakarastéttina, enda naut hann mikils trausts. Hann var bæði félagslyndur og hollráður. Um langt árabil hefir Magnús átt sumarhús við Þingvallavatn. Fyrir nokkrum árum lauk hann við byggingu nýs húss þar, sem hann var eðlilega stoltur af en gamla húsið var rifið. Hann naut sín vel á völlunum og þar leið honum vel. En þó að gamla húsið hyrfi fluttust minningarnar og sá hlýi andi og þægilega viðmót tryggrar vináttu og velvilja þeirra hjóna yfir í nýja húsið. Ógleyman- legar eru fjölmargar samveru- stundir á völlunum, þar sem Sólveig var óþreytandi við að hlúa að gestum og heimafólki, við að bera fram mat og drykk og auðvitað að kynda ofninn góða og veita yl í stofuna. Sólveig var Magnúsi stoð og stytta, traust fyrirmyndar- og dugnaðarkona, fórnfús og hugulsöm. Samheldni fjölskyldunnar og gagnkvæm virð- ing leyndist ekki fyrir gestsauganu í elskulegu og frjálslegu andrúms- loftinu á völlunum. Þar var allt til fyrirmyndar. Þessvegna var þar oft margmennt og minningarnar eru dýrmætar. Nú er skarð fyrir skildi og tómlegra á völlunum en fyrr. Við komum þangað síðast hinn 31. júlí á góðum sumardegi en Magnús átti 74 ára afmæli þann dag. Þar var mikill hluti fjölskyldunnar samankominn. En haustskýin nálguðust, það fór ekki á milli mála. Komið var ævikvöld heið- ursmannsins. Söknuður hinnar stóru fjöl- skyldu er sár en þó Sólveigar langtum mestur. Og margir sakna góðs vinar. En minningarnar milda sársaukann. Við sendum þér, elskulega Sólveig, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur og þökkum vináttu ykkar. Það er von okkar, að við fáum enn tækifæri til að njóta ylsins frá ofninum þínum góða. Blessuð sé minning hins mæta manns og elskulega vinar. Sigurður Bergsson Asgeir Hallsson þti flýgur i vestur til New York, Svosudur á sólarstrendur Florida. Flatmagar á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslar í tandurhreinum sjónum. Tefeur í hendina á Mikka mús á flmmtugsafmælinu. Snæðir safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandi). Bfýrð á lúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, eða í hótelíbúð. Skoðar Cape Kennedy Safari Park, Everglades þjóðgarðinn og hin litríku kóralrif Florida Keys. Slærð til og færð þér bílaleigubíl fyrir 19-23 þúsund kr. á viku. Ekkert kílómetragjald. íslenskur fararstjóri verður að sjálfsögðu öllum hópnum til halds og trausts. Búið er á Konover hóteli, Konover íbúðum eða í Flamingo Club íbúðum. Um margskonar verð er að ræða. Nefna má að gisting á hótelinu í 3 vikur, og ferðir, kosta kr. 256.000, Eftir 14. desember hækkar þetta verð í kr. 329.000. Fyrir börn er verðið rúmlega helmingi lægra. Næstu brottfarardagar 12. okt., 2. nóv., 23. nóv., 14. des., 4. jan., 25. jan. FAWJ^C loftieidir ISLANDS Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.